Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Gyllir lengi frá veiðum Framhald af bls. 1 valdið þvi að þurft hefur að taka vélina upp og skipta um flesta hluta hennar með ærnum til- kostnaði. Um mánaðamótin ágúst-september fór Gyllir suður i venjulega skoðun og” yfirferð i slipp. A leiðinni urðu skipverjar að stöðva vélina margsinnis og láta reka, vegna þess að vélin hitnaði of mikið. Búist hafði verið viö að tog- Úr þjóðar- djúpinu Sighvatur Einsog flestum er kunnugt voru það efnahagsmálin og fjárlagafrumvarp Tómasar Arnasonar sem uröu til þess að kratar klufu sig úr vinstri stjórninni — að því er þeir sögðu. I sjónvarpinu sl. föstudagskvöld kom enda fram, að nýi fjármálaráð- herrann ætlar að breyta f jár- lagafrumvarpinu. Hinsvegar kom ýmsum á óvart, er hann sagðist ekki vera búinn að lesa það og gæti þvi ekki svaraöhverju hann ætlaði að breyta. Von að þeir yröu að kljúfa. Þorsteinn Þorsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins var bannað aðfara i prófkjör hjá ihaldinu I Reykjavik. Stjórn atvinnurekendaklúbbsins stillti honum upp við vegg og sagði að ef hann færi i próf- kjörið yrði hann að hætta hjá atvinnurekendum sam- dæmgurs og ætti ekki vi'san stuðning þeirra i slagnum. Framsókn Fra m boðsmá lin hjá Framsóknarflokknum i Norðurlandskjördæmi eystraeruf nokkruuppnámi. Mikil óánægja er með þingmenn flokksins, þá Ingvar Gislason og Stefán Valgeirsson, og þykja þeir báðir býsna þreyttir. A fúndi kjördæmisráðs flokksins kom fram tillaga um að báðir þingmennirnir hættu en í stað þess yrði stillt upp í þrjú efstu sætin þeim Vali Arnþórssyni, kaupfélags- stjóra, Jónasi Jónssyni rit- stjóra Freys og Guömundi Bjarnasyni, Húsviking, og útibússtjóra Samvinnubank- ans i Keflavik. Þessari at- lögu að þingmönnunum var afstýrten talið er nokkuð vist að Ingi Tryggvason, sem féll út af þingi i slöustu kosning- um, veröi að vikja fyrir áðurnefndum Guðmundi Húsviking. Hagvangur A fundi Alþýðubandalags- ins I Reykjavik þar sem rætt var um forval vildu ýmsir hafa tilnefningarumferðina opna fyrir ófélagsbundnum stuðningsmönnum. Einn fundarmanna stakk upp á þvi að málið yrði leyst með þvi að láta Hagvang gera skoöanakönnun og raöa upp lista fyrir Alþýðubandalagið. Taldi hann að prófkjörsfárið væri slikt að bráðum kæmu fram kröfur um að hætta við kosningar þvi óþarfi væri að etja mönnum á kjörstaði i tvlsýnum veðrum þegar kanna mætti hug kjósenda I skoðanakönnunum. arinn yrði i slipp i u.þ.b. þrjár vikur, þar eð nokkuð langt var siðan hann hafði farið I slipp og þurfti að yfirfara skipið betur en ella. Siðan kom i ljós að geysilega mikil tæring var komin I vélina. Skipið er aðeins þriggja ára gam- alt og þótti mönnum þetta þvi ekki eðlilegt. Ýmislegt kom i ljós við nánari skoðun á vél- inni. T.d. hafði ekki verið skipt um zinktappa, sem eiga að taka við útleiðslu. Þessir tappar voru hreinlega horfnirogoúiþað mikilli tæringu. Vélin er kæld með sjódældri vatnskælingu og var sjór og vatn komið saman i eitt. Bætti að s jálf- sögðu ekki úrskák að fá saltið inn á vélina llka. Magnús Aadnegárd yfirverk- stjóri hjá Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar sagði I samtali við Þjóðvilj- ann, að allt mögulegt væri að vél togarans og væru orsakir skemmda og bilana eflaust marg- ar og samverkandi. Hann sagði að smurolíukælar og ferskvatns- kælar væur ónýtir. Magnús sagö- ist ekki vilja „hengja” neinn á- kveðinn aðila sem ábyrgan fyrir þessum skaða. „Við notum botnpönnuna, blokkina og ýmislegt fleira,” sagöi Magnús, en að ööru leyti þarf að endurnýja vélina og endurbyggja að miklu leyti. Allir nýir vélarhlutar eru pantaðir frá útibúi v-þýsku MAK-verksmiöj- anna I Danmörku. Vélin er af geröinni MAK og hefur þýskur sérfræðingur frá verksmiðjunni I Danmörku haft yfirumsjón með endurbyggingu vélarinnar. Magnús AadnegSrd nefndi auk ónýtrakæla að komið hefði fram leki, rispur og skemmdir á legu- hlutum eftir óhreinindi. Þegar togarinn kom nýr til landsins var hann keyrður á svartoliu, en það reyndist ekki nógu vel. Siðan var fariö að keyra hann aftur á svart- oliu þegar mestu olíuhækkanirn- ar urðu, en þá var ekki búið að gera þær breytingar sem hefði þurft að gera, að sögn Magnúsar. Hann sagðist vonast til að tog- arinn kæmist I gagnið aftur i þessari viku. Ljóst er að þessi endurnýjun á vél togarans veröur mjög kostn- aðarsöm og má reikna með tug- um miljóna eða jafnvel yfir hundrað miljóna kostnaði. Ný vél af þessari gerð kostar ekki undir 500 miljónum króna. Gyllir er eini togarinn sem gerður er út frá Flateyri og hefur nær tveggja mánaða stöðvun hans að sjálfsögðu afar slæmar afleiðingar fyrir sveitarfélagiö, auk þess kostnaðar, sem útgerðin þarf aö greiða og hefði að öllum likindum mátt kom í veg fyrir með betra eftirliti með vél skips- ins. Útgerðin tapar stórfé á þessu ævintýri. Framkvæmdastjóri út- geröarinnar er Jón Gunnar Stefánsson. Vélsmiðja Hafnar- fjarðar þénar hinsvegar þokka- lega á viögerðinni. Fram- kvæmdastjóri vélsmiðjunnar er Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi i Hafnarfirði og faöir Jóns Gunn- ars. Fuðuleg tilviljun, ekki satt? — eös Sildarsalan: Sennilega er dæmid gengið upp Allar likur eru á, að takist að selja á viðunandi veröi alla þá síldsem kemur til með að veiðast á þessari vertlð. Þegar slldarver- tlðin hófst I haust, var búið að ganga frá fyrirframsölu á 135 Framhald á bls. 13 Opin almenningi á miövikudaginn 1 tilefni af alþjóðaári barnsins hefur félagsmálaráð Reykjavlk- urborgar ákveðið I samráði við st jórnarnefnd og starfsfólks barnaheimilanna að hafa heim- ilin opin almenningi miðvikudag- inn 24. október á degi Sameinuðu þjóðanna. Með þessari ákvöröun vill félagsmálaráð kynna þá starf- semisem fram fer á heimilunum. A vegum Reykjavikurborgar eru nú starfrækt 17 dagheimili, 6 Þjóðviljanum hefur borist fréttatilkynning frá framhalds- landsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, sem haldinn var 22 okt. sl. Þar kemur fram að samtökin ætla ekki að bjóða fram á landsvisu að þessu sinni, þar sem málstaður þeirra fékk ekki byr I slðustu kosningum. Aftur á móti minnir fundurinn á, að framboð I einstökum kjör- dæmum er samkvæmt lögum SFV alfarið i höndum kjördæmis- samtaka, og hvetur fundurinn til þess að þau skoði málið frá heimasjónarmiði og heitir stuðningi I málgagni samtak- skóladagheimili og 17 leikskólar og njóta 2740 börn vistar á þessum heimilum. 011 dagheimili eru opin frá 7,30-18,30, skóladagheimili frá 7.45- 17,30 og leikskólar frá 7.45- 17,30. Félagsmálaráö og starfsfólk heimilanna vonast eftir þvi að foreldrar og aðrir aðstandendur barnasvoogallirsemáhuga hafa liti inn og kynnist starfi barnanna þennan dag. anna, hvort heldur sem boðið er fram séreða i samvinnu viö aðra vinstri menn og flokka. Þá harmar fundurinn stjórnar- slitin og varar vinstri menn við aö draga af þessum stjórnarslitum þá ályktun, aö heilt og varanlegt vinstra samstarf um ri'kisstjórn geti ekki tekist og haldist með góðum árangri, ef að þvi er staðiö af fullri ábyrgðarkennd og sam- starfsvilja. Fundurinn bendir á aö fráfarandi rikisstjórn hafi þokað áleiðis ýmsum baráttu- málum vinstra fólks I landinu, þótt mistekist hafi að finna úrræði i efnahags- og verðbólgumálum. Æskulýds- dagur 24. október A ársfundi Æskulýðsráðs Reykjavíkur, sem haldinn var með fulltrúum æskulýðsfélaga I höfuðborginni 24. febr. sl. var samþ. að halda sérstakan æsku- lýösdag I skólum borgarinnar á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. okt. Samvinna um skiplag og framkvæmd Æskulýösdagsins hefur tekist milli Æskulýðsráðs Reykjavikur, Iþróttaráðs Rvikur, Iþróttabandalags Rvikur, Fræðsluráös Rvikur, skólanna og þeirra félaga, sem taka þátt I þessari kynningu. I hverjum skóla veröa viðkomandi hverfisfélög með sérstaka „kynningarbása” þar sem nemendum veröa gefnar upplýsingar um felögin og starf þeirra. Að kvöldi 24. okt. munu mörg æskulýðs- og iþróttafélög hafa „opið hús” þar sem borgarbúum gefst tækifæri til að kynnast að- stöðu og starfi hinna ýmsu félaga, sem starfa með börnum og Framhald á bls. 13 Alvarlega þenkjandi ungir menn Ungir framsóknarmenn eru al- verlega þenkjandi þessa dagana sem best kemur fram I fréttatil- kynningu sem stjórn SUF hefur sent frá sér. Þar fordæma þeir það framferði krata að slita stjórnar- samstarfinu og hlaupast á brott án sýnilegrar ástæðu, annarar en þeirrar að leiða ihaldsöfl Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins til valda á tslandi. Telja þeir aö Dúkku Lísu-stjórn Alþýðu- flokksins með fulltingi Sjálf- stæöisflokksins sanni þetta. Að lokum skora ungir framsóknarmenn á sem flesta unglinga að taka sæti á lista Framsóknarflokksins i komandi kosningum. Sjálfsagt vel meint en gæti skapað öngþveiti ef eftir væri farið, þar sem Framsóknar- flokkurinn hefur ekki nema tak- markaðan sæta fjölda á framboðslistunum. —-S.dór Samtök frjálslyndra og vinstrimanna: Ekki framboð á landsvísu Nýtt rit frá Framlagi: NÝSKÖPUNARSTIÓRNIN AÐDRAGANDI OG UPPHAF eftir Jens B. Baldursson Bæklingur þessi mun án efa þykja jafngóður fengur og fyrirrennarar hans, Hann er 60 bls. að stærð. Sölustað- ir m.a.: Bóksala stúdenta og Bókabúð Máls og menn- ingar. Verð i kringum kr. 1500,- ,,Ritið er einkar aðgengi- legt, skipulegt, vel skrifað og vekjandi yfirlit um stjórnmálaástandið á þess- um merkisárum. Auk þess er það verulegt skref til að skilja sögu sósialiskrar hreyfingar á ísiandi.” Örn ólafsson, Stúdentablaðið, 17. okt. 1979. FRAMLAG i imii.ii. :t NÝSKÖPUNARSTJÓRNIN AÐDRAGANDI OG UPPHAF - Ijiólii'ilÍHliu •Ituiilnii IVmiilng IIIAll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.