Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN ÞriÓjudagur 23. október 1979 Guörún Agústsdóttir Borgarstjórn Reykjavíkur: Guðrún tekur sæti Þórs Guðrún Agústsdóttir varaborgarfulltrúi Alþýöu- bandaiagsins hefur nú um sinn tekiö sæti Þórs Vigfús- sonar i borgarstjórn Reykja- vlkur, en Þór á viö veikindi I baki aö striöa og hefur neyöst til þess aö létta af sér störfum um nokkurra mán- aöa skeiö. Guðrún hefur veriö formaöur stjórnar SVR þaö sem af er kjörtimabilinu en hún er einnig varamaöur Þórs I umferöarnefnd. Varamaöur Þórs i fræðslu- ráöi er Gunnar Arnason, sálfræöingur. — AI Sigurður Sólmundssonj kjörinn formaður Aöalfundur kjör-dæmisráös Alþýðubandalagsins á Suöurlandi var haldinn um siöast liöna helgi og sóttu hann rúmlega 40 félagar úr 8 Alþýöubandalagsfélögum I kjördæminu. Á fundinum var felld til- laga um aö hafa lista flokks- ins viö komandi kosningar óbreyttan, en þess i staö ákveöiö aö viðhafa skoöana- könnun meöal flokksmanna um skipan hans, eins og fram kemur i annarri frétt i blaöinu i dag. Formaöur kjördæmisráös- ins var kjörinn Siguröur Sólmundsson, Hverageröi. Kjördæmisráöið kemur saman til fundar i Vestmannaeyjum n.k. laugardag þegar skoöana- könnunni er lokið og vinnur þar úr niöurstööum hennar. Stjórnmálaályktun fundar- ins veröur birt i blaðinu á morgun. — AI. Soðning og unnar kjöt- vörurhœkka 1 kjölfar búvöruverös- hækkana frá miöjum september s.l. og hækkunar fiskverös til sjómanna og út- gerðarmanna frá 1. okt. s.I„ samþykkti verölagsnefnd á fundi sinum 17. október aö heimila 23—28.9% hækkun á unnum kjötvörum og 9,2% hækkun á neyslufiski. Þessar hækkanir taka gildi Idag. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 ki. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö'ná i blaöamenn og aörá starfs- menn blaösins i þessum simun\: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Kvöldsími er 81348 Loðnukvótinn: Ákveðið svar í næstu viku Þjóðviljinn leitaði i gær til Jakobs Jakobssonar fiskifræðings og spurði hann hvenær niðurstöður rannsókna íslensku og norsku fiskifræðinganna á loðnustofninum, sem fram fóri í haust, verða birtar. Jakob sagði að það yrði sennilega gert í næstu viku, eftir sameiginlegan fund norskra og íslenskra fiski- eftir fund norskra og islenskra fiskifræðinga fræðinga hér á landi, nk. þriðjudag. Niöurstööu þessara rannsókna, svo og þeirra sem Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur er nú áö framkvæma, er beöiö meö mikilli eftirvæntingu, þvi vitað er, aö aflamagniö sem leyft veröur aö veiöa i haust og vetur fer aö mestu leyti eftir þeim. Aður hafa fiskifræðingar lagt til aö ekki veröi leyft aö veiða nema 600 þúsund lestir og nú þegar hafa fslendingar veitt 360 þús. lestir og Norðmenn 125 þúsund lestir, eöa samtals 485 þúsund lestir. Eftir eru þá aðeins 115 þús lestir fyrir vetrarvertiö. — S.dór OFVITINN VAKTI MIKINN FÖGNUÐ Ofvitinn I leikgerö Kjartans Ragnarssonar var frumsýndur 1 lönó á laugardagskvöld viö gifurlega hrifningu áhorfenda. Þetta huglæga minningaverk fékk nýtt lif á fjölunum fyrir sakir vandvirkni og hugvits aöstandenda sýningarinnar — eöa svo var á frumsýningargestum aö heyra. Myndin sýnir tvo Þórberga, Jón Hjartarson og Emil Guömunds- son og Elskuna, Lilju Þórisdóttur. Grasköggl- ar fluttir inn frá Danmörku Þar sem mjög skortir á að innlend grasköggla- framleiðsla sé jafnmikil og i fyrra en þörfin á hinn bóginn meiri hefur Samband ísl. samvinnu- félaga nú ákveðið nokkurn innflutning á grasköggl- um. Lét Sambandið athuga norðanlands og austan hvort áhugi væri þar fyrir kaupum á dönskum gras- kögglum og reyndist svo vera á Norðurlandi. Aö þvi er Siguröur Sigurðsson hjá Sambandinu sagöi okkur þá er Hvassafelliö nú aö lesta 450 tonnum af graskögglum i Svend- borg i Danmörku. Munu þeir fara til bænda á verslunarsvæöum Kaupfélags Eyfiröinga, Kaupfélags Svalbaröseyrar og Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vik. Siguröur sagöi aö annars- staöar á Norðurlandi og á Austurlandi heföi þessarar fyrir- greiöslu ekki veriö talin þörf. Graskögglunum veröur skipaö upp á Akureyri og Húsavik. Veriöer um 120 kr. á fóðureiningu eöa svipaö og frá innlendum graskögglaverksmiðjum. — mhg Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Ólafur senuþjófur? Steingrímur er talinn vera andvígur framboði Ólafs 1 forvali fulltrúaráös Fram- sóknarflokksins i Reykjavik um helgina fékk Óiafur Jóhannesson fyrrv. forsætisráöherra 195 atkvæöi, Haraldur Ólafsson lektor, 167 atkvæöi, Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur 142 atkvæöi, Sigriöur Magnúsdóttir kaupmaður 70 atkvæöi og Kristján Friöriksson iönrekandi og kaupmaöur 54 atkvæði. Margir hafa skoraö á ólaf aö taka sæti á listanum, I fyrsta eöa annaö sæti, en taliö er aö Steingrimi Hermannssyni þyki þaö súrt i broti. ólafur hefur veriö næsta einráöur um málefni Framsóknarflokksins eftir aö Steingrimur varö flokks- formaður. Steingrlmi þykir þaö hart aö hann skuli nú ætl'a aö gerast senuþjófur og þá væntan- lega ráða málum Framsóknar áfram enda þótt Steingrimur eigi aö heita flokksformaöur. „Ég haföi lýst yfir þvl aö ég ætlaði ekki aö vera I framboöi en þvi er ekki aö leyna aö margir hafa skorað á mig aö taka sæti á lista Framsóknarflokksins og ýmsir hafa nú hætt viö að hætta meö góöum árangri”, sagöi Ölaf- ur I samtali viö Þjóöviljann áöur en niöurstöður forvalsins voru birtar. — ekh Úlfar Þormóösson A Iþýðubandalagið í Reykjavík: Ulfar Þormódsson kosninga- stjóri Olfar Þormóösson hefur veriö ráöinn kosningastjóri Alþýöubandalagsins i Reykjavik, en Úlfar leiddi tvöfalda kosningabaráttu hér i höfuöstaönum meö mikium glæsibrag I fyrra. Auk hans eru I kosninga- stjórn Arnmundur Backmann héraðsdómslög- maður og Guömundur Agústsson hagfræöingur. Nefndin mun slöan timgast þegar listinn er frágenginn, en hann tilnefnir 2 menn til viöbótar I kosningastjórnina. — AI Alþýðubandalagið Suðurlandi: Skoðana- könnun í þessari viku A aöalfundi kjördæmis- ráös Alþýöubandalagsins á Suöurlandi, sem haldinn var á Selfossi nú um helgina var samþykkt aö viöhafa skoðanakönnun um val á frambjóöendum flokksins viö komandi alþingiskosn- ingar. Rétt til þátttöku I skoöana- könnuninni eiga allir flokks- bundnir Alþýöubandalags- menn i kjördæminu og sér félagsstjórn á hverjum staö um framkvæmd hennar. Skoöanakönnuninni skal vera lokið eigi siöar en kl. 22 n.k. föstudagskvöld. Hún fer þannig fram aö þátttakendur skrifa allt aö 6 nöfn I töluiöð á atkvæöaseöil og efstur’ I henni telst sá sem hlýtur flest atkvæöi i 1. sæti, annar sá sem hlýtur flest atkvæöi I 1. og 2. sæti o.s.frv. Talning fer fram i Vestmannaeyjum á laugardeginum á fundi kjördæmisráösins og veröur taliö úr einum potti. Eins og fyrr getur eru þaö félagastjórnirnar á hverjum staö sem um framkvæmdina sjá og hefur stjórn Alþýöu- bandalagsins á Selfossi ákveöið aö kjörfundur vegna skoðanakönnunarinnar veröi haldinn i húsi félagsins Kirkjuvegi 7 á Selfossi á fimmtudag 25. október kl. 20—22 og á föstudag 26. október kl. 18—22. Aöalfundi félagsins, sem halda átti 28. október verður fresta vegna kjördæmisráðs- fundarins til laugardagsins 3. nóvember n.k. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.