Þjóðviljinn - 23.10.1979, Side 8

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. október 1979 Þriöjudagur 23. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 á dagskrá / óskilgreindu fjasi um frjálshyggju felast þau lögmál frumskógarins sem segja að hinn sterki eigi að ríkja og verða enn sterkari og hinn veikari þá um leið að troðast undir Verða lög um aðstoð við þroskahefta virk eða ekki? Skyldur samfélagsins við þá sem erfiðara eiga uppdráttar ættu yfir allan efa og deilur að vera hafnar. Þó hefur þurft til þess áratuga baráttu þeirra afla I þjóðfélaginu, sem hafa félags- hyggjuog samhjálp að leiðarljósi að fáþarumþokaö tilþessárang- urs, sem þó má lita i dag. Engu aö siöur á jafnrétti I raun hér langt i land enn, þó i engu skuli úr þvi dregið, en áunnist hefur. Þar mætti nefna marga áfangasigra, sem vissulega hafa verið hinir merkustu og skilað okkur skref fyrir skref fram á veginn. Blikur á lofti En þar eru blikur á lofti, sem vel skyldi að gæta. I óskilgreindu fjasi um frjálshyggju felst í raun lögmál þeirrar frumskógavilli- mennsku, sem kapitalisminn byggir undirstöðu sina á, frjáls- hyggja þýöir afturhvarf til þess aðsá sterki eigi að rikja og verða enn sterkari og hinn veikari þá um leið aö troðast undir. Þvi ættu allir sem unna sam- hjálp og jafnrétti aflra þjóö- félagshópa að vera vel á verði. Villimennska þessa frjálsræöis mundi fyrst bitna á þeim sem erfiðasta eiga aðstööuna. Þar fel- ur ekkert frjálshyggjublaður hinn eina raunverulega tilgang. Fyrirheit En aö þvi máli skal ekki fremur vikið nú, nema sem almennri viö- vörun, sem vert er að vekja at- hygli á. En svo að tilefni þessa greinarkorns sé beint komið, þá fögnuðum viö á vori sem leið veigamiklum áfanga á leiö til jafnréttis fyrir þroskahefta i landinu. Þann hóp, sem hvað erf- iðast á með aö berjast sjálfur fyrir rétti sinum og mannsæm- andi tilveru. En lög um aöstoð við þroska- hefta fólu i sér mikil fyrirheit, þau fyrirheit þarf að framkvæma og þá vill oft út af bregða um áform góð og gildaridi boöskap. Efndir S.ett var i frumvarpiö ákvæöi til bráöabirgöa, sem Alþingi stað- festi, um að þegar i stað skyldi hafist handa um stofnun sér- stakrar deildar 1 félagsmálaráöu- neytinu, þar sem samræming heildarstefnu og stjórnunar fer fram. Stjórnarnefnd hefur verið komiö á laggirnar og ég fullyrði, að samstarfsaðilar mínir þar eru einvalalið, lfklegt til farsællar forystu og áhrifa, jafn sem at- hafna. En deildarstofnunar er enn beðiö og undirbúningur er þar hverfandi ef nokkur. Félagsmála- ráðuneytiö fékk heimild til einnar stöðu af þrem sem þaö sótti um tií ýmissa verkefna, þ.á.m. til þessa. Ekki dreg ég úr þvf aö full þörf hafi verið á að ráða i stöðu vinnu- málafulltrúa, svo sem raunin varð á, en enga dul dreg ég á það, að enn þýöingarmeira og brýnna var að nýta stööuheimildina til að hefja þegar undirbúning að þvf mikla starfi, sem fyrir höndum er til að koma ifiálefnum þroská- heffra f það horf, sem lögin ákveða sem allra fyrst. En vonandi fæst þar á bót, svo lögin megi f þessu verða annaö og meira en orð á pappír. t tengslum viö lögin var bætt inn ákvæðum um framkvæmda- sjóö öryrkja, verðtryggðum eyrnamörkuðum sjóði, sem skyldi tryggja fjárhagslega framkvæmd laganna betur. Þroskahjálp gaf hér um sina umsögn og fagnaði þvi ef hér yröi um raunverulegt viöbótarfjár- magn aö ræöa frá hinu opinbera, þvf það hefur sannarlega mjög skortá um fjárhagshliöina, hvert sem litiö er. Hins vegar var varað^ við þvi, ef verkefnum, sem áður ' höföu veriö inni á fjárlögum, yrði i svo rfkum mæli velt yfir á þenn- ansjóð, aö þegar upp yröi staðiö, kynni aukningin að vera harla smá og lögunum til iftils fram- dráttar hvað framkvæmdir snert- ir. I titreikningar Nú hefur fjárlagafrumvarp séö dagsins ljós og það vekur ýmsar spurningar, sem ósvarað er, þ.e. hverju er á sjóðinn visað óbeint, en það mun skýrast siðar, þegar ráðuneytin hafa gefið stjórnar- nefndinni skýrslu þar um. En fyrst skal þó vikiö að þeim undarlega útreikningi, sem liggur aö baki þeirri tölu sem fram- kvæmdasjóðurinn fær Uthlutað i fjárlögum. 1 yfir 50% verðbólgu heföi veriö sanngjarnt að a.m.k. 40% hefðu komið ofan á þær 1000 milljónir, sem sjóöurinn var að stofni við setningu laganna eða 1400 mill- jónir. Skv. Olafslögum er heimild til skerðingar lögbundinna útgjalda eða framlaga af þessu tagi og með þeim 15%, sem þar munu nú notuö og er vel að verki staöið við skuröarborðið, þá hefði upphæðin þó átt meö 40% verðtryggingunni, sem sannarlega er þó of lág, að vera 1190 millj., en er aðeins 1020 millj. Þaö þarf meiri stærðfræöi- mann en mig til að reikna svona þó ekki vefjist þaö fyrir þeim sem vir ðast hafa tileinkað sér eitth vað af snilli Sölva Helgasonar i þessari kúnst, þó með öfugum formúlum sé. En þá er að huga að verkefnun- um, sem áöur hafa á fjárlögum veriö og nú eru á framkvæmda- sjóðinn lögð. Þar er komiö að al- vöru málsins, ef menn hyggja nánar að lögunum og hinum fjöl- mörgu fjármagnsþáttum, sem þar þarf aö hyggja aö. Á bls. 205 I f járlagafrumvarpi er vitnað til þess, sem beint er til sjóðsins fært eða eins og þar er sagt orðrétt: „framlög til Styrktarsjóðs fatlaðra 08-974, til Styrktarsjóðs vangefinna 08-975, til byggingar skóla fyrir þroska- hömluö börn og 02-793, bygginga- styrkur til Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaöra 07-999 og stofnkostnaður á liönum Stofnan- ir afbrigðilegra barna 02-797.” Þessir liðir nema i fjárlögum þessa árs sem hér segir: a) Styrktarsjóður fatlaðra, 10.5 millj. b) Styrktarsjóöur vangefinna, 150 millj. c) Til byggingar skóla fyrir þroskahömluö börn, 90.0 millj. d) Til Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, 10.5 millj. e) Til stofnana afbrigðilegra barna, 20.0 millj. Samtals eruþetta um 280 millj. og skal þess þó getiö, að vegna hreinna mistaka féll niður 50% hækkun til styrktarsjóðs vangef- inna á s.l. ári, sem ailir voru i raun sammála en sem hefði þýtt þar 225 millj. eða samtöluna 355 millj. aö öllu eölilegu. Ef 50% reglan til hækkunar er notuð nú eins og i fyrra og mun ekki af veita, þá ættu þessir liðir samtals að gera nú um 530 millj. og þá eru eftir til allra annarra liða, sem lögin taka til, aðeins tæpar 500 millj. Nú var það ætlunin að ekki að- eins kæmi til verðbólguhækkun ein i þessa framkvæmdaliði, heldur veruleg raungildisaukning i framhaldi af gildistöku laganna og þeim forgangi, sem þessi mál hljóta að mæta i samfélaginu ef orð og geröir eiga aö fara saman. Eftir er svo aö sjá, hvaöa önnur verkefni, annars staðar fjár- mögnuð áöur, koma inn í þessa mynd, en þá óttast ég, að frekari samanburður verði i litlu sam- ræmi við fyrirheit laganna. Vanræktar skyldur Ég vil á engan halla sérstak- lega i þessu efni og það vel tel ég mig þekkja hug fjármálaráö- herra þess, sem frumvarpið legg- ur fram að ég hlýt að skoða þetta sem slys, ef slæmar grunsemdir og beinharöar staðreyndir sýna endanlega og ótvirætt, að lögin nái á sinu fyrsta ári næsta litlum tilgangi. Það yröu öllum sem hér aö standa, ómælt áfall, aö ekki sé á þá minnst,sem það mest bitnar á, ef illa tekst til. Enn skal hér við bætt að Kópavogshæliö á og þarf að fá sérstaka stofnfjárveitingu beint, sem aöalstofnun rikisins i þjónustuþroskaheftra og þar þarf til að koma beint stofnframlag inn á þann lið, m.a. vegna lag- anna um aöstoð við þroskahefta. Þar er um vanræktar skyldur að ræða, sem ekki veröur nánar farið út I hér, en átakser þar þörf til umbóta ekki stækkunar heldur raunhæfra og sjálfsagðra um- bóta,sem beðið hefur veriðum og beöið hefur veriö eftir of lengi. Að lokum þetta: Hér er i heildina tekið um brýnt samfélagslegt málefni að ræða, sem ég kemst ekki hjá aö vekja enn einu sinni athygli á, að á aö hafa forgang, ef við viljum meina eitthvað með jafnréttishjali okk- ar og umhyggju fyrir þeim, sem erfiðastan eiga hlut. Vonandi ber nýtt þing og nýtt fjárveitingavald til þess gæfu að taka þannig á málum að ársins 1980, þess árs, sem lögin um aö- stoð viö þroskahefta og fram- kvæmdasjóð öryrkja taka gildi, verði minnst i sögunni sem tíma- mótaárs. Þá, en fyrr ekki, getum viö sem að lagasetningu s.l. vors stóðum gengiö sæmilega upprétt. Helgi Seljan KOSNINGABARÁTTA í DANIVÍÖRKU 4. OG SIÐASTA GREIN I Danmörku eru starf- andi þrír sósíallskir flokk- ar, Sósíalíski þjóöarflokk- urinn (SF), Kommúnista- flokkurinn (DKP) og Vinstrisósíalistar (VS). Þeir hafa lengi haft sam- anlagt um 10% atkvæöa, og skiptast þau nú nokkuð jafntá milli þeirra. Þó eru vinstrisósíalistar minnstir, en hinsvegar í örum vexti. Hinn Moskuvuholli kommún- istaflokkur hefur mest verkalýös- fylgi sósialisku flokkanna, en SF nýtur einnig fylgis verkafólks, einkum faglærðra. VS er hins vegar flokkur róttækra mennta- manna, námsmanna og annarra millistétta, hann er I raun af- sprengi æskulýðsuppreisnarinn- ar, sem kennd er við 1968. Sá vandi, sem allir þessir flokk- ar standa I, er annars vegar að forðast þá einangrun, sem gjarn- an fylgir þvi að „halda árunni hreinni”. Vilji menn hins vegar taka þátt I dægurpólitik, er kvik- ■1 Y i skráargatinu er listabókstafur Vinstrisósialista, A er listi sósialdemókrata, K kommúnista og F Sóslaliska þjóðarflokksins. Vandi sósíalista er afctaðan til kratanna syndi umbótahyggjunnar við hvert fótmál. Vegna þess hve danskir sósialdemókratar eru öfl- ugir, felst vandi sósialista hér ekki sist I þvi að marka stefnu gagnvart þeim. Samstarf við krata eða sósíalískt andóf? Bæði DKP og SF reyna að sam- eina samstarf við sisialdemó- krata og baráttu fyrir sóslalisma. DKP-forystan hefur á slðustu misserum sýnt vaxandi sáttfýsi viö krata, en þar sem sagt var frá þvi I Þjóðviljagrein 10. okt. sl., veröég að þessu sinni margorðari um SF. Frá stofnun SF 1958 hefur það veriö grunntónn stefnu hans, að sósialisma verði ekki komið á i Danmörku nema með þátttöku krata. Starfsemi hans hefur miö- ast við aö knýja krata til aö fram- kvæma róttækari umbætur en ella. 1967 vingaöist flokksforystan svo við krata, og hún ljáöi þing- fylgi viö kjaraskeröingar. Þá kiofnaði vinstri armur flokksins frá honum og myndaöi VS. Fyrir nokkrum árum tók á nýjan leik að bera á vinstri armi I flokknum. Hann lýsti yfir þeirri skoðun, að SF bæri að leggja meiri áherslu á samstarf við önnur sisiallsk öfl en krata. Gegn þessu stóð hægri armur flokksins og þ.á.m. flestir þingmenn hans. I kosningunum 1977 var skipt á þessum þing- mannsefnum og öðrum róttækari, og á árinu 1978 varð mikið upp- gjör I flokknum. Hægri armurinn vildi að SF tæki upp samstarf viö krata, m.a. um launastöðvunar- lög, en þorri flokksmanna hafnaði þvi, og hrökktust hægrimennirnir úr flokknum. Vinstri armurinn náði þó ekki teljandi áhrifum, heldur réöu miðjumenn mestu, undir forystu flokksformannsins Gert Petersen. 1 kosningabaráttunni hefur gamli hægri armurinn birt yfir- lýsingu, þar sem skoraö er á fólk aö kjósa krata fremur en SF. Þrátt fyrir það, viröist SF ætla að Einn helsti forystumaður vinstri- sósialisja, Litten Hansen, hefur sagt sig 'úr flokknum og telur sig geta unnið meira gagn utan flokka. bæta fylgi sitt úr 3,7% og jafnvel i 5%, og viröist sem óánægðir krat- ar myndi þetta viðbótarfylgi. I kosningabaráttunni hefur SF slegið nokkuð af stefnu sinni gagnvart krötum. Eftir uppgjöriö við hægri arminn neitaði SF að starfa með krötum á meðan þeir setja launastöðvunarlög. Nú hef- ur flokkurinn sagt, aö hann muni áfram berjast gegn sllkum lögum, en þótt kratar setji þau, sé hann reiðubúinn til samstarfs viö krata um umbótaaðgerðir. DKP hefur nálgast SF að þvi leyti, aö flokkurinn er i vaxandi mæli tilleiðanlegur til samninga við krata. Hins vegar leggja DKPmenn alla áherslu á sam- starf við verkalýðsarm krata og lægri setta flokksmenn i sveitar- stjórnum. 1 raun vill flokkurinn efla almenna flokksmenn til and- stöðu gegn krataforystunni. Þótt DKP séu orönir „stofuhæf- ir” I sveitarstjórnum og viða i verkalýöshreyfingunni, eru þeir það tæpast á þjóðþinginu. Kratar munu seint reiða sig á stuðning DKP, en munu eflaust þiggja hann I einstökum málum. Vinstri armur krata vill hins vegar taka upp varanlegt samstarf við SF að loknum kosningum, þótt það mæti mótspyrnu hægri armsins. Milli lenínisma og ráðahyggju Flokkur Vinstrisósialista (VS) hefur eflst töluvert slðustu ár, og er skýringin eflaust ekki sist sú að flokkurinn hafnar I hvívetna skipulögðu samstarfi við krata. 1 þingræðisstofnunum greiðir hann atkvæði með tillögum, sem eru verkalýðnum ótvirætt til bóta, en gegn öllum skerðingum á kjörum hans og „umbóta”-tillögum, sem eru marklitlar i reynd en til þess ætlaðar að slá ryk I augu verka- lýðs. Á grundvelli þessarar stefnu og einarðs málflutnings I þingræöis- stofnunum, hefur VS safnaö fylgi flestra hinna fjölmörgu og sund- urleitu hópa danskra byltingar-’ sinnaðra slslalista. Á hinn bóginn er það I raun þröngur hópur, sem ræður stefnu flokksins, og I þess- um tviskinnungi felst vaxandi vandamál. Nánast frá stofnun VS 1967 hafa þar togast á andstæöur lenlnisma og ráðahyggju. Með léninisma er átt við kenningar Lenins um flokkinn sem framvaröarsveit verkalýösins og að skipulag hans skuli vera „lýöræðislegt mið- stjórnarvald”, þe. lýðræöisleg umræða um ákvarðanatekt, en siðan einhugur útávið undir stjórn miðstjórnar. Ráðasinnar leggja hins vegar alla áherslu á sjálfsskipulagningu verkalýös- stéttarinnar, einkum á grundvelli vinnustaöanna. Flokkurinn á ekki að ætla sjálfum sér forystu, held- ur ýta undir baráttutilburði þvi að meö efldri sjálfsskipulagningu megi vænta öflugrar ráðahreyf- ingar llkt og I Rússlandi 1917 og Þýskalandi 1918. Ráðahyggja og leninsimi eru klasslskar andstæður i sóslaliskri hreyfingu, en I VS hafa báðir straumar blandast „nýju vinstri hreyfingunni” og ótal áhrifum sem blómstruðu á árinu eftir 1968. Fyrsta hálfa áratuginn I sögu VS yfirgaf hver lenlnistahópurinn flokkinn á fætur öðrum. Hver um sig stofnaði „flokksbyggjandi” samtök. Loks voru nokkur hundr- uö ráðasinna eftir 1972-3, og flokkurinn náöi sér nokkuö á strik undir merkjum sjálfsskipulagn- ingar verkalýðsins. Gallinn var bara sá, að það voru nær eingöngu millistéttarmenn sem voru virkir I VS. svo aö bar- áttuleiðin varð orðin tóm. Smám saman efldust lenlnlskir straumar á nýjan leik. Vonbrigði með hugsýn sjálfsskipulagning- arinnar og meö litlu leninlsku samtökin ólu á vextr sllkra strauma I flokknum, og þeir hafa ráðið honum frá 1975. Flokksagi hefur verið hertur til muna. T.d. hafa menn ekki réttindi I flokkn- um, nema þeir leggi ákveðna lágmarksvinnu af mörkum, og á milli flokksþinga tekur miöstjórn flokksins stefnumótandi ákvarð- anir I málefnum hans. Td. hefur miðstjórn svipt þá hópa sjálfræði, sem starfa á hinum ýmsu vig- stöðvum, s.s. kvennahreyfingu, námsmannabaráttu, alþjóða- samskipti. Sem dæmi um stefnubreytingu flokksins má taka kvennabarátt- una. Þar hafði um árabil ráðið sú stefna, aö berjast fyrir frelsun konunnar á öllum vlgstöövum, ekki slst I fjölskyldu og öðru einkalifi. A siðasta flokksþingi var hins vegar mörkuö sú stefna að leggja megináherslu á að virkja konur i stéttarfélögum. í hinni daglegu önn sósiallskrar baráttu er VS aðeins ein samtök af mörgum, bæði flokksbrotum og hreyfingum, sem leggja sjálf- stætt starf af mörkum. 1 þingræð- isstarfi er hins vegar litið á þá sem fulltrúa allrar hinnar sund- urleitu sóslalisku byltingarhreyf- ingar. 1 þessu felst ákveðin þver- sögn, sem verður ekki minni fyrir þá sök að langflestir frambjöö- endur þeirra eru úr minnihluta- hópum flokksins, einkum þó ráöasinnar. Þannig er talsmaður þeirra á þjóðþinginu, Preben Wil- hjelm, ráðasinni, en hann hefur getið sér orðstir fyrir vandaö starf og skeleggan málflutning. Hann og fleiri hafa vakið mikla athygli á fjölmörgum málum, svo aö VS er mun meirá áberandi i opinberri umræðu en svarar til þingstyrks þeirra. Nú má sjá þess merki, að margir ráðasinnar eru orönir þreyttir á þvi aö vera áhrifalausir I stefnumótun VS, en þó teflt fram til aö draga atkvæði að flokknum. Þannig sagöi Litten Hansen leik- hússtarfsmaður sig úr flokknum i haust, en hún var um árabil helsti fulltrúi hans I borgarstjórn Kaup- mannahafnar, um tima þingmað- ur og i vor i fyrsta sæti á fram- boðslista flokksins til Evrópu- þingsins. Litten Hansen hefur ásamt Preben Wilhjelm þótt Gestur Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn draga flest atkvæði aö flokknum allra einstaklinga. Þessi vandi VS hefur enn auk- ist, þar sem fjögur smásamtök á vinstrivængnum hafa sótt um upptöku I flokkinn. Þegar ákvörð- un verður tekin um það mál, skommu eftir kosningar, veröa tekin af öll tvimæli um þaö, hvort flokkurinn verður á nýjan leik e.k. regnhlif fyrir hina ýmsu póli- tisku strauma vinstri hreyfingar- innar, eöa hann þróast enn frekar I átt aö samstæðum, en þröngum flokki. Allt bendir til þess að hann fari siðari leiöina, en þá er llka hætt við að fylgi hans minnki á nýjan leik, og „ókreddubundnir” sósialistar veröi aftur heimilis- lausir. Verða SF og DKP teknir inn í hlýjuna? Þar sem allt bendir til þess, aö Sósialdemókratar myndi minni- hlutastjórn eftir kosningar og hafi litið samstarf við borgaraflokk- ana, verða kratar sennilega að leita meira til sósiallsku flokk- anna en fyrr og þá einkum SF og DKP sem eru samstarfsfúsari en VS. Mjög llklegt er að kratar reyni að styðjast við tvenns konar þingmeirihluta: einhverja borg- araflokka til að samþykkja kjaraskeröingar og niðurskurð, og miðflokkana og SF og DKP, stundum VS, til aö koma umbót- um i gegn. Fjórði sósiallski flokkurinn býður fram I kosningunum, Kommunistisk Arbejderparti (KAP, sem hefur áþekka stefnu og EIK( m-1) á lslandi. Skv. skoðanakönnunum fá þeir ótrú- lega mikiö, eða 1%, og ber senni- lega að skoða það i ljósi þess að þeir sýna ótviræðari fjandskap gegn krötum en aðrir sóslaliskir flokkar. VS gengur næst KAP I þvl að sýna afdráttarlausa andstöðu gegn krötum, og þeir virðast einnig munu vinna á, frá 2,7% I 4-5%. DKP hefur hins veg- ar dregiö úr hörku sinni gagnvart krötum, og þeir eru eini sóslaliski flokkurinn sem á á hættu að tapa. SF virðist hins vegar ætla aö hagnast á þvi aö veita krötum „gagnrýninn stuöning”, — fá til þess fulltingi óánægöra krata. Sósialísk andstaða gegn stétta- samvinnunni virðist þvl munu styrkjast lítið eitt I kosningunum. Hins vegar fer þvi f jarri, aö veru- legt los komist á áratuga tryggð dansks verkalýös við umbóta- hyggjuna. — jafnvel þótt kratar bjóði tæpast lengur upp á umbæt- ur heldur niðurskurðinn einan. Kaupmannahöfn 17. okt. 1979 Gestur Guðmundsson. Notar minnihlutastjórn krata sósíalískuflokkana til umbóta, en borgaraflokkana til niðurskurðar? Sveigjanleg stefna í olíuinnkaupum Oliuviðskiptanefnd sú sem Svavar Gestsson fyrrverandi viö- skiptaráöherra skipaöi er nú komin heim úr för sinni tii aöila sem hugsanlega gætu haft oliu á boöstólnum áriö 1980 eöa siöar. Nefndin vinnur nú úr gögnum sin- um og mun væntanlega geta gert grein fyrir niðurstööum viöræön- anna fljótlega. Samningstilboö Sovétrikjanna stefndur til 15. nóvember þannig aö islensk stjórnarvöld þurfa fyrir þann tlma aö hafa áttaö sig á þvi hvaö gert veröur vegna oliuinnkaupa á næsta ári. Svavar Gestsson sagöi I viðtali viö Þjóðviljann i gær aö hann hefði skipað nefnd þessa, oliuvið- skiptanefnd,af tveimur ástæöum: 1 fyrsta lagi heföi ollukreppan sýnt fram á nauösyn þess aö hér á landi yröi gripið til sérstakra að- gerða til þess að tryggja oliuinn- kaup á næstu árum. 1 öðru lagi til þess að leita hagstæöari oliuvið- skiptakosta. Hann hefði jafnan lagt áherslu á nauösyn þess að fylgt væri sveigjanlegri stefnu i þessum efnum þannig að Islend- ingar yrðu ekki alfarið háðir ein- um aðila I framtiðinni. Ég tel eðlilegast og heppilegast að Islendingar eigi örugga við- skiptakosti á tveimur til þremur stöðum að þvi er oliuinnflutning varðar. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt á tímum vaxandi oliuskorts, sagði Svavar enn- fremur. Slagurinn um hráolíuna Nú er greinilegt að orkuskortur mun fara vaxandi I heiminum. Ástandið i þessum efnum er svo alvarlegt aö það gæti beinlinis haft ófriö i för með sér. í Banda- rikjunum rita valdamiklir stjórn- málamenn greinar þar sem talað er um nauösyn þess að „beita öll- um tiltækum ráðum” til þess að tryggja oliuaöstreymú en Banda- rikjamenn sóa meiri orku en flestir aörir, jafnvel Islendingar, sagði Svavar. 1 bráö þýöir þessi oliuskortur að baráttan um ork- una mun harðna aö mun. Hún er reyndar þegar hafin eins og kem- ur fram i verðunum á fullunnum oliuvörum. Þá er og ljóst af frétt- um siöustu dagana að slagurinn um hráolluna er hafinn af miklum ofsa og hún fer sifellt hækkandi 1 veröi. Þaö er nauösynlegt fyrir okkur Islendingæsagði Svavar,að tryggja okkur aðgang að hráoliu helst frá aöilum sem sjálfir eiga að selja hráoliu. Ég teldi aö skyn- samlegt gæti verið ef hagstæð og eðlileg kjör bjóöast að gera samninga við tvo eða þrjá aöila i öryggisskyni og til þess að knýja fram aö verðmiðun oliunnar sé tengd hráoliuverði af einhverju tagi. Olíuviðskiptanefnd áfram Það er ákaflega athyglisvert að stjórnvöld hvarvetna i heiminum eru æ meira að taka oliuvið- skiptin I sinar hendur. Ég tel nauðsynlegt hér á landi aö reka miklu virkari innkaupastefnu i oliumálum en fylgt hefur verið. Ég teldi réttast að setja þegar á laggirnar ákveðinn aöila á vegum rikisins sem annaðist ollu- innkaupin. Reynslan sýnir aö oliufélögin megna ekki að ná fram neinum viðunandi árangri I þessum efnum. Nú þegar samningstilboö við Sovétrikin rennur út þarf að Svavar Gestsson um stöðu olíumál- anna liggja fyrir hvaða aðrir mögu- leikar kunna að vera tiltækir. Þá þarf að meta málið á rökrænum forsendum en ekki undir áhrifum af þeirri sefasýki sem hefur ein- kennt viðbrögð ákveðinna aðila hér á landi að undanförnu I þess- um efnum. Þá ætti að þrautkanna hvort hugsanlegt er að Sovétrlkin fáist til að breyta tilboði sínu á nokkurn hátt okkur i hag, þó við eigum vitaskuld aö taka strax til- boði þeirra um svartolíukaup 1980. Það er min skoðun nú sem fyrr aö eðlilegast væri að oliuviö- skiptanefndin hefði forystu um þá könnun,enda þekkir hún vafalaust best hvaöa aörir möguleikar kunna að vera til staöar. Megin- atriðið er þaö að tryggja öryggi landsmanna i bráö og lengd og auðvitað sem hagstæðust verð. A það ber þó vitanlega að leggja höfuöáherslu að við hljótum að svara orkukreppunni með þvi að stórauka notkun okkar innlendu orkugjafa þannig að við verðum sjálfum okkur nógir innan tveggja áratuga eða svo með orkugjafa að mestu eða nær öllu leyti, sagði Svavar Gestsson að lokum. Stjórnvöld hvarvetna í heiminum eru œ meira að taka olíuviðskiptin í sínar hendur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.