Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. október 1979 ftskák Umsjón: Helgi ólafsson 11. ..-Dxd6 12. Dxg7-Df8 13. Dxf8-Kxf8 14. Rc3-Ke7 15. Hdl-d6 16. f4-Hg8 17. Rb5-Ba6 18. Hd2-Bxb5 Síöasta umferðin A6 undanförnu hafa birst hér i blaðinumikilvægar skákir úr sið- ustu umferð millisvæöamótsins. Má þar t.d. nefna skákir Ungver j- anna Adorjans og Riblis gegn Miles og Romanishin. Báðar skiptu þessar skákir geysimiklu máb uppá lokastöðuna og sætin þrjú að gera. Þegar siðasta um- ferðin var tefld átti Bent Larsen ekki lengur neina möguleika, en hann létþaö ekki hafa nein áhrif á sig, tefldi rétt eins og hann á að sér og vann ísraelsmanninn Grlinfeld i athyglisverðu enda- tafli: Hvítt: Larsen Svart: GrUnfeld Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. Be2 (Venjulegar er 3. d4, en Larsen vili' leiða hinn unga andstæðing sinn út af troðnum slóöum.) 3. ..-Rc6 6. Rxd4-Rxd4 4. 0-0-Rge7 7. Dxd4-Rc6 5. dí-cxd4 8. Dc3 (Hindrar svartreita-biskupinn i framgöngu). 8. ,.-b6 10. Be3-Bd6 9. Hdl-Dc7 11. Hxd6!? (Larsen er samur við sig. Hann fórnar skiptamun fyrir peð»enda má ekki tæpara standa. Svartur var á góðri leið með að hrifsa til sin frumkvæðið. Það er eftirtekt- ar vert að 11. Dxg7 gengur ekki vegna 11. •— Be5 og 12. — Bxb2.) Útvarpsskákin Hv.: Hanus Joensen Sv.: Guðmundur AgUstsson A sunnudag lék Guðmundui 20...-b5 og Hanus svaraði i gæi með 21. axb5. (18. — Hac8? 19. Rxa7!) 19. Bxb5-Hac8 20. Bf2-Hg4 21. g3-Hgg8 22. Be2-e5 23. Kf 1-Rd8 24. Be3-Re6 25. Kf2-Hc7 26. Kf3-Hb8 27. f5 (Nákvæmara var 27. c3 til að valda d4 — reitinn. Nú á svartur að halda jafntefli án erfiðleika.) 27. ..-Rd4+! 28. Bxd4-exd4 29. Bdl-Hc4 30. b3-Hc3 + 31. Kf4-f6 32. Hxd4-Hbc8 33. a+h6? (Dlskiljanleg veiking á peðastöð- unni sem gefur hvitum vinnings- möguleika. E.t.v. var svartur i timahraki.) „ „ „„ 34. Kg4-H8c5 ^7. Kg7-H3xe4 35. Kh5-He5 38‘ Hxe4-«xe4 36. Kxh6-He3 39- g4‘ (Onákvæmni. 39 h4 vinnur létti- lega, t.d. 39. — Hel 40. Bh4 ásamt — Bg6 ogh4. H-peðið rennuruppi borð.) 39. ..-Hel 40. g5? (Aftur ognýbúinn! 40. Bf3 vinnur, t.d. Hgl 41. b4 d5 42. b5 d4 43. h4 Hg3 44. Be2 Hg2 45. g5 fxg5 46. f6+ Ke6 47. Bc4+ o.s.frv.) 40. ..-Kd8? (Svartur geldur i sömu mynt. Hann gat haldið jafntefli með 40. — Hgl, t.d. 41. h4 fxg5 42. f6+ Ke6 43. h5 Hxdl 44. f7 Hfl 45. f8 (D) Hxf8 46. Kxf8 g4 o.sfrv. 41. Kxf6-Hdl 42. g6-Ke8 43. g7 — Svartur gafst upp. Hann getur hindrað uppkomu g-peðsins en ekki h-peðsins. Siðasta orðið á millisvæðamót- inu átti Mikhael Tal i eftirfarandi stöðu: Rodriquez-Tai Tal lék 69... Kh6 og Rodriquez gafst upp. Hann er i þvi sem kall-, ast á góðu islensku máli leik- þröng! Matreiðslumenn — Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 24. okt. kl. 15.00 að Bjargi, Óðinsgötu 7, Reykjavik. Dagskrá: Kjaramálin. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags mat- reiðslumanna. Oskast keypt Vil kaupa nokkur stykki af orgelum og harmónium (stignum). Mega þarfnast viðgerðar. Upplýsingar i sima 35054 eftir kl. 7 á kvöldin. Geymið auglýsinguna. Umsjón: Magnús H. Gíslason Selfoss MIKIL UMSVIF Leikfélag Selfoss hélt aðal- fund sinn hinn 7. júní s.l. A árinu bættust félaginu rúmlega 30 nýir félagar og er gleðilegt til þess að vita hvað félagið er I miklum vexti og er vonandi að það verði Selfossbiíum og öðrum til gagns og ánægju. En um leið og slik aukning á sér stað verður félagið að efla alla starfsemi sina, svo að sem flestir geti starfað að málefnum þess. Af helstu verkefnum félagsins á siðasta starfsári má nefna uppfærslu þess á leikritinu Hart I bak, undir leikstjórn Þóris Steingrimssonar. Fékk sú sýn- ing frábærar móttökur áhorf- enda og lof gagnrýnenda og sannaði, að félagið hefur á að skipa leikurum, sem myndu sóma sér vel á hvaða leiksviði sem er. Félagið haföi opið hús i Dvergnum, (aðsetri sínu), einu sinni I mánuði, fyrir félaga slna og gesti þeirra. Sáu félagar um ýmis skemmtiatriði og kaffi- veitingar á þessum 7 húsum. Féll þessi starfsemi í góðan jarðveg og varð eftirsótt af bæjarbúum að komast á „Opið hús” leikfélagsins. Verður þessari starfsemi framhaldið á vetri komanda. Þann 9. og 11. maí sl. efndi Leikfélagið til kvöldvöku I Selfossbió og var það nýmæli i starfsemi félagsins. Vakti þessi skemmtun fádæma lukku og seldist strax upp á þær sýningar, sem fyrirhugaðar voru. Sú nýbreytni var við miöasölu á þessa skemmtun, að leikfélagar klæddust hinum ýmsu leikgerfum og gengu slðan I hús og buöu miða. Var þessu s vo vel tekið, eins o g áður segir, að færri komust að en vildu. Er nú verið að undirbúa aðrasllka kvöldvöku, sem hald- in verður innan skamms. í sumar fóru tveir leikfélagar til Finnnlands á leiklistarnám- skeið, sem haldið var á vegum NAR (Nordisk Amatörteatrad). Ennfremur sótti einn félagi námskeið I leikmyndagerð og námskeiö um stjórn- unjbyrjendanámskeiðs. Leið- beinandi I leikmyndagerð var Penka Ojamaa frá Leiklistar- skólanum i Helsingfors en Helga Hjörvar, framkvæmda- hjá Leikfélagi Selfoss stjóri BSl sá um hitt námskeiðið. Nú stendur til aö senda tvo til þrjá félaga á ljósanámskeið og annan eins hóp á förðunar- námskeið. Námskeið þessi eru haldin af leikfélögum og leik- deildum á Suðurlandi. Leik- félagið veitir styrki á öll þessi námskeið eða greiðir allan kost- nað. Er því auðséð að félagið reynir að mennta félaga sina eins og kostur er og eins og geta þess leyfir. Þann 1. sept. s.l. boðaði Leik- félag Selfoss öll leikfélög og Eins og annarsstaðar er sagt frá hér á sfðunni er Leikfélag Selfoss nú að æfa leikrit, sem það hyggstsýna nú á næstunni. Er það Músagildran eftir Agötu Christie. Leikstjóri er Þórir Steingrfmsson, en leikmynd er eftir Hildigunni Davfðsdóttur. Músagildraner magnað saka- málaleikrit, ritað á þann hátt einan sem aðeins er á færi snill- ings, segir I frétt frá Leikfélag- inu. Leikritið hefur verið sýnt I 30 ár i London og segir það eitt nokkuð til um hversu Agötu Leikfélag Dalvikur hefur nú byrjað æfingar á sjónleiknum GIsl, eftir Brendan Behan. Per- sónur f leiknum eru ánar 16 og hefur reynst nokkrum erfiðleik- um bundiö að fá fólk f öii hlut- verkin þótt það tækist að lokum. Gerter ráð fyrir að GIsl verði frumsýndur 1 næsta mánuði. Leikstjóri er Sólveig Halldórs- dóttir frá Akureyri. Þá hefur Samkór Dalvlkur einnig hafið æfingar og er sem áður undir stjórn Kára Gests- sonar. Kórinn á við sömu erfið- leika að glima og Leikfélagið: leikdeildir ungmennafélaganna innan BIL til fundar á Selfossi. Voru þar ræddar hugmyndir fé- lagsins að samstarfi þessara aðila. Kom þar fram mikill áhugi á sllku samstarfi og er ekki annað vitað en að af þvi samstarfi verði. Má þvlgera þvl skóna að öll leiklistarstarfsemi eigi eftir að eflast hér I Suður- landskjördæmi á komandi árum. Nú er nýtt starfsár hafið hjá félaginu og er fyrirhugað að taka tvö leikrit til flutnings á árinu. Annað nú þegar og erú æfingar hafnar á því verki, en seinna verkið, sem sýnt verður eftir áramót, er enn óákveðið en vitað er þó að það verður Islenskt. — mhg Christie hefur tekist vel með þetta verk sitt. Leikritið gerist á hóteli þar sem 8 manns er innilokað vegna fannfergis. Einn af þessum 8 er kaldrifjaður morðingi, sem drepur miskunnarlaust og skipulega. En hver er hann? Það fær enginn að vita fyrr en á siðustu mlnútu leiksins en þá kemur I ljós að.... Þetta magnaöa leikrit verður frumsýnt i Selfossbiói þann 26. okt. n.k. — mhg torvelt reynist að fá næga söng- krafta einkum karlaraddir. Það er eins og kvenfólkið reynist fórnfúsara þegar til félagsstarf- anna kemur og er raunar ekki ný saga. Samkór Dalvlkur stefnir að þvi að fara i söngför til vinabæj- anna á Norðurlöndunum á sumri komanda. þá hefur kór- inn og á prjónunum hljómplötu- gerð I félagi við Gest Guð- mundsson. Vonandi rætist svo úr með söngkraftana að hvoru- tveggja takist. — mhg Músagildran á Selfossi Leiklíst og söngur á Dalvik Fjórðungsþing Norölendinga Áætlun um uppbyggingu viðskipta- og þjónustustatfsemi Eftirfarandi tillögur þjónustu- I málanefndar voru samþykktar ■ á Fjórðungsþingi Norðlend- | inga: ■ Fjóröungsþingið ... vekur at- | hygli á vaxandi mikilvægi við- \ skipta- og þjónustu atvinnu- ■ greina til eflingar traustri bú- I setu á landsbyggðinni. A vegum ■ opinberra aðila jafnt sem einka- | aðila skapar þessi starfsemi I ■ vaxandi mæli margvisleg at- 1 vinnutækifæri. Þingið telur 2 þessvegna málefni þessara ■ atvinnugreina vera verðugt I verkefni Fjórðungssambands f Norðlendinga samhliöa aðgerð- 1 um til aö flýta iðnþróun. ■ 1 þessuefni er lögð áhersla á: 1. Að lokið verði yfirstandandi ■ könnun á stöðu viðskipta og JL.—.......... þjónustustarfsemi og unnið verði á vegum Framkvæmda- stofnunar rikisins að gerð áætl- unar fyrir Norðuriand sem á- framhaldandi uppbyggingu við- skipta- og þjónustustarfsemi. 2. Að staða þessara greina veröi rækilega kynnt á fyrirhug- aðri ráðstefnu um viðskipta- og þjónustustarfsemi á Akureyri dagana 12.-13. okt. n.k. Komiö verði á samstarfi um gagn- kvæma söfnun upplýsinga til að efla viðskipti innan fjórðungsins og tíl að br jóta upp I nýjungum 1 þjónustu og viðsldptum. 3. Að Fjórðungssambandið hafi, meðhliösjón af væntanleg- um niðurstöðum Akureyrarráð- stefnunnar forgöngu I samstarfi við heimaaðila, verslunarsam- tök og opinbera aðila um mótun atvinnumálastefnu á sviði þjón- ustu og viðskipta svo a ö fullnægt verði sem mest og best þörfum Norðlendinga á þessu sviði og ný atvinnutækifæri sköpuð I þessum atvinnugreinum. 4. Að stefnt verði að þessu markmiði m.a. með aukinni kynningu á sviði þjónustu og viðskipta og undirbúningur haf- inn I samstarfi við þjónustu- og viðskiptaaðila og útgáfu þjón- ustu- og viðskiptaskrár. 5. Að nauösyn beri til að rýmka svigrúm dreifbýlisversl- unar til að taka i verðlagningu tillit til ýmisskonar sérkostnað- ar, sem á hana fellur umfram þéttbýlisverslun. — mhg ............ J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.