Þjóðviljinn - 23.10.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN þriöjudagur 23. október 1979 barnabækur, Armann Kr. Einarsson, Erla K. Jónas- dóttir, Jóhann Páll Valde- marsson, Njöröur P. Njarð- vik, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórir S. GuBbergsson. Sunnudagur 28. okt. kl. l5Börn kynna verk Krist- ins Reyrs. Laugardagur 3. nóv. kl. 15. Börn i bókum, (leik- þáttur frá Þjóðleikhúsinu). Sunnudagur 4. nóv. kl. 15. Börn kynna verk Kristins Reyrs. kl. 17. Leikbrúöuland i barnabókasafni. Alla daga: Sögustund i barnabókasafni kl. 15 og 17. Litskyggnusýning I Nonna- deild kl. 15.3«, 17.30 og 20.30. Þ j óðarbókhlaða Tilboð óskast i að steypa upp kjallara Þjóðarbókhlöðuhúss við Birkimel og ganga frá lögnum og fyllingu við húsið. Kjallarinn er um 2630 m2 og um 8100 m3. Verkinu skal lokið 1. júli 1980. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 100.000. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 6. nóv. 1979 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 mM MÚSÍK í TÍVOLÍ Danski hljómsveitarstjórinn Eifred Eckart-Hansen Tónstjóri Tivoli-garðsins i Kaupmanna- höfn, heldur fyrirlestur með tóndæmum og nefnir hann MÚSÍK í TÍVOLÍ i fyrirlestrarsal Norræna hússins ÞRIÐJUDAGINN 23. OKTÓBER KL. 20.30. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO '%T S\^ BÆKUR HANDA BÖRNUM HEIMS Á Kjarvalsstöðum 20. okt. — 4. nóv. s DAGSKRÁ: Laugardagur: 27. okt. kl. 15 Umræðufundur um Auglýsingasími Þjóðviljans er Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för Ólafs ólafssoar fyrrverandi yfirlæknis frá Stykkishólmi sem lést á Borgarspftalanum 13. þ.m. Katla ólafsdóttir Kristján Jensson Þórunn ólafsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir ólöf Ragnarsdóttir ólafur Helgi Helgason Minning Þorgrímur Vilbergsson Sœtúni, Stöðvarfirði Þorgrímur Vilbergsson, útvegsbóndi að Sætúni i Stöövar- firöi lést með sviplegum hætti i fiskiróðri 15. október siðastliðinn 72 ára aö aldri. Hann haföi róiðum morguninn i blíöskaparveðri á litilli trillu, er hann átti og lagt linu I mynni Stöðvarfjaröar. Um hádegisbiliö varð systursyni hans ljóst, að eitthvaö hlaut að hafa farið úrskeiðis, þar sem ekkert lífs- mark sást á bátnum, þegar hann virti hann fyrir sér i sjónauka. Var þá farið i skyndingu út að trillunni og var þá Þorgrimur örendur. Hafði hann orðið bráö- kvaddur við drátt á linúnni. Hér hafði ein af hetjum hversdagsins fallið i valinn undir vopnum á vig- velli friðsællar lífsbaráttu. Miklu og gifturlku ævistarfi var lokið með svo eftirminnilegum hætti, að fágætt má telja. Þorgrimur var fæddur aö Eiriksstöðum á Fossárdal 29. september 1907. Hann var næstelstur af 10 börnum hjónanna Ragnheiðar Þorgrimsdóttur og Vilbergs Magnússonar. Tveggja ára að aldri fluttist hann með for- eldrum sinum aö Hvalnesi I Stöövarfirði og I þeirri sveit ól hann allan aldur sinn upp frá þvi. Foreldrar Þorgrims voru blá- fátæk, enda hlóðst skjótt á þau ómegð mikil. Var þvi snemma þörf fyrir hjálp sveinsins unga við að framfleyta heimilinu. Hann varð líka ungur að árum duglegur og verkslgjarn, en það bar þó frá, hvað hann var fimur með byssu og mun hann þegar á barnsaldri hafa bægt skorti frá heimili sinu með þeim feng, sem hann dró I bú. Ekki var Þorgrimur nema seytján ára, er hann hóf sjósókn, það starf er jafnan mun verða taliö hans aðalævistarf. Hann gerðist þá háseti hjá hinum feng- sæla formanni Sólmundi Sigurös- syni að Laufási I Stöðvarfirði. Þar var hann f nokkur ár, en aöeins að sumrinu og vann á búi föður sins á vetrum. Þegar Þorgrimur var rúmlega tvitugur að aldri keyptu þeir feðgar færeyskan bát, sem þeir kölluðu óskar. Gerðist Þorgrfmur formaöur á honum og hófst þar með formannsferill hans, sem stóð f meira en hálfa öld. Hásetar Þorgrfms voru tveir ungir bræður hans, Þórarinn og Kjartan. Báturinn var gerður út úr Hval- neshöfn sem er sunnanmegin fjarðarins. Þar er fádæma erfitt útræði vegna þess hvað þar er brimasamt og vegna örðugrar aðstöðu af öðru tagi. En þeir bræöur reyndust ötulir i hvivetna og dugmiklir sjósóknarar og jafnan fengsælir. Arið 1944 byggði Þorgrimur hús f Kirkjubólsþorpi og kallaði Sætún. Þangað flutti hann meö foreldrum sinum og þeim syst- kinum, sem enn voru heima. Eftir lát foreldra sinna bjó hann i Sætúni til dánardægurs meö Halldóru systur sinni. Fyrstu árin I þorpinu reri hann á Óskari, en eignaöist tvo aðra báta með sama nafni. Svo var það árið 1950, að Þorgrfmur lét smfða sér bát sem hann kallaði Val. Það var opinn vélbátur, tæp 4 tonn að stærð. Þennan bát átti hann alla tið siöan, A þessum bát lifði Þorgrimur blómaskeið sjó- mennsku sinnar. Hann var harðsækinn sjómaður og æðrulaus, en jafFíramt afburöa glöggur og gætinn. Fiski- maöur var hann frábær og svo miðaglöggur aö til afburða má telja. Útaf Stöövarfirði eru straumrastir striðar, boðar margir og vfða hættulegar grynn- ingar. Þaö er því ekki heiglum hent að taka þar land i misjöfnum veðrum og blind þoku. 1 þessum efnum var Þorgrfmur hreinn sér- fræðingur. Hann þekkti út I æsar allt svæöið út af firðinum sfnum: Botninn, sjólagið, og straumfarið. Ég segi hér stutta sögu, sem sannar þetta. Sumariö 1972 var ég eitt sinn á sjó úti i Brún, sem er þekkt miö úti af Stöðvarfiröi. Svartaþoka var á og suðaustan drungaveður með allmiklum sió . Sé ég þá að út úr þokunni kemur bátur og þekki ég brátt að þaö er Valur. Hann heldur I norðaustur. Þóttist ég sjá, að Þorgrimur hugðist fara að leita lands. Hélt eg þegar i humátt á eftir honum Hann heldur 45 minútur i norð- austur. Þá snýr hann i norður og heldur þannig i 15-20 mínútur. Siðan snýr hann i norðvestur og eftir 20 minútur sér I Landatanga beint framundan. Þó að Þorgrfmur hefði haft radar, þá hefði hann ekki getað fariö réttari leið til að forðast hættulegustu grynnslin út af Stöðvarfiröi. Þetta kalla ég snilligáfu. Ég haföi orð á þvi við hann nokkrum dögum siðar að mig hefði undraö ratvfsi hans. Hann brosti yfir- lætislaust og það hummaöi eitt- hvað I honum. Auðsjáanlega’ fannst honum ástæðulaust að hafa orð á þessu smáræði. Ekki hef ég minnstu hugmynd um, hver ógrynni af sjávarafla Þorgrimur hefur flutt aö landi á meira en hálfrar aldar sjómanns- ferli sinum, en hitt er ég handviss um að i þvi efni á hann algert met I Stöðvarfiröi. Veturinn 1932-33 var ég kennari i Stöðvarfirði. Dvaldi ég þá einn mánuð á heimili Þorgrims á Hvalnesi. Þá fyrst kynntist ég honum og lærði að meta hann. Hann var ákaflega góðlyndur og jafnlyndur á heimili en þó glaður jafnan. Við spiluðum allmikið þarna i fásinninu og hafði ég af þvi mikla skemmtun. Þessi stuttu kynni urðu til þess að mér var jafnan hlýtt til hans, þó aö siöar meir fyrntist smám saman yfir kunningsskap okkar, þegar ég fluttist burt og fundum fækkaði. En ekki þarf að#orð- lengja þaö að siðar kom i ljós hvað Þorgrimur var fágætur per- sónuleiki. Með honum er fallinn I valinn sfðasti fulltrúi þeirrar dug- miklu sjómannastéttar sem óx úr grasi á Stöðvarfirði f æsku minni. Að visu eru nokkrir af henni á lffi, en ýmist fluttir burtu eða löngu hættir sjómennsku. Þarna var valinn maöur i hverju rúmi og i þeim hópi skipaði Þorgrimur virðulegt sæti. Það er skarð fyrir skildi, þegar svona maður kveður. Fjörðurinn litli á austur- strönu íslands er fátækari eftir. Grtmsa — eins og hann oft var kallaður — er sárt saknað af mörgum og þó vafalaust mest af þeim er stóöu honum næst. Hann var kannski stundum stuttur I spuna og munnur hans flaut ekki i gælum, en hjartaö var gott sem undir sló. Ég sendi hans nánustu innilegar samúöarkveðjur. Björn Jónsson Þorgrfmur Vilbergsson, Sætúni Stöövarfirði, lést mánudaginn 15. október 1979. Með Þorgrimi er genginn einn stórbrotnasti persónuleiki þess litla samfélags sem spannar Stöðvarfjörð. Þaö verður ekki sagt um Þor- grfm að hann hafi verið fyrir- ferðarmikill á nokkurn máta, hvorki að vallarsýn né til orðs og æðis. Engu aö síður var það hverjum manni stórfengleg lffs- reynsla að fá að starfa með og kynnast æðruleysi og dugnaði hans. Þorgrfmur var af þeirri kynslóð sem upplifað hefur mestu breytingar sem oröið hafa á lffs- máta og lifsskiiyrðum þjóöarinn- ar, hann var næst elstur af tiu systkina hópi, sem ólust upp á þeim tima þegar eigi flóði af borði alsnægtanna. Þaö kom þvi snemma i hlut Þorgrims að leggja foreldrum sinum lið við að afla lifsviður- væris fyrir heimilið. Þeir sem þekkja til uppvaxtar- ára Þorgrfms fullyrða að hann hafi lagt ómetanlegt búsilag til sins æskuheimilis bæöi foreldrum og systkinum til góða. Þeir sem horfa heim að Hval- nesbænum sunnan Stöðvarfjarð- ar undrast oft hvernig þar gátu lifað allt uppf þrjátiu og fimm manns, en tvibýli var oftast á Hvalnesi. Vart mundi nokkrum manni detta i hug nú á tið að set ja sig niður á torfunni þar sem Hval- nesbærinn stendur, jafnvel þó visar framfærslutekjur væri að hafa I næsta nágrenni, hvað þá heldur til að lifa af lands og sjávar gæðum. Ef til vill hefur lifsmunstur þessa tfma hvað frekast mótað þann persónuleika sem genginn er með Þorgrfmi Vilbergssyni. Á uppvaxtarárum hans voru ekki kjúklingar og hamborgara- læri hversdagsmatur, heldur urðu menn að nýta þaö sem gafst. Hertur og saltaður fiskur, súr- matur,. saltkjöt og fuglar var það sem fólkið lifði á, þvi varð Þor- grfmur ungur skytta góð og harð- fylginn sjósóknari. Stöðfiröingar fyrr og sfðar geyma f minni sfnu margar frásagnir sem tengjast starfi hans og lýsa dugnaöi og elju. Þessar frásagnir eru ekki eftir Þorgrfmi hafðar, þvf það var ekki háttur hans að miklast af eigin verkum nema siður væri. Þeir sem sjósókn stunduðu samtimis Þorgrimi undruöust oft hvernig einn mannsheili gat svarað til þeirra nýtfsku siglingartækja sem nú eru i flest- um bátum. 1 hálfa öld var Þor- grimur formaður á eigin bátum, fyrst á árabátum og siðar á opn- um vélbátum og var svo lánsam- ur aö sigla fleyi sinu ávallt heilu i höfn framhjá margbrotnum hætt- um i ölduróti hafsins. Tungl, vindar, föll og þoka höfðu ekki truflandi áhrif á vitneskju hans um hvert skyldi halda þegar heim var sótt. Þorgrimur var mikill dýravinur og hafði ávallt kindur með sjósókninni. Má meö sanni segja um þau störf að þar var ekki kastaö til hendi frekar en annarsstaðar enda bar vænleiki fjár hans glöggt vitni þar um Við fráfall Þorgrims missa þeir mest sem næst honum stóðu þvf hann var af heilindum vinur vina sinna. Sama má segja um Stöð- firðinga alla, þeir virtu Þorgrfm af verkunum og minnast hans með virðingu og þökk. Traustir skulu hornsteinar hárra sala. 1 kili skai kjörviöur. Bóndi er bústólpi bú er landstólpi, þvi skal hann virður vel. Haföu þökk fyrir veittar ánægju- og samverustundir. Guð blessi minningu þfna. Björn Kristjánsson, Guðmundur Gislason. Vinur minn Þorgrfmur Vil- bergsson, Sætúni, Stöðvarfirði - andaðist af hjartaslagi f fiskiróðri 15. október 72 ára að aldri. Frá barnæsku átti Þorgrfnur lengst heima f Hvalnesi i Stöðvar- firði og jafnan kenndur við þann bæ. En rúmlega fertugur flutti hann ásamt fjölskyldu sinni yfir fjörðinn f kauptúnið á Stöðvar- firöi og byggði sér þar húsiö Sætún, sem var siðan heimili hans til loka. A uppvaxtarárum Þorgrfms á Hvalnesi var lifsbaráttan mjög hörð eignalitlum barnmörgum fjölskyldum. Bústofninn var framan af árum mjög litill hjá fjölskyldunni á Hvalnesi — og byggja varð afkomuna mjög á sjósókn á sumrin, en aðstaða til sjósóknar mjög erfið vegna slæmra hafnarskilyrða. Það kom ótrúlega snemma i Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.