Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 23. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 iþróttir (g Úr einu í annað Valur dróst gegn ensku liði og Víkingur þarf i aðra Sviarimmu I gærkvöldi var dregið i 1. um- ferð Evrópukeppnanna i hand- bolta. Valsmenn leika i keppni meistaraliða og þeir leika gegn Brentwood frá Englandi. Þar ættu þeir að vera nokkuð örugg- ir áfram. Bikarmeistarar Vikings fá sænska liðið Heim frá Gauta- borg. Þeir lenda þvi aftur i sænsku liði, en i fyrra léku þeir gegn Ystad eins og frægt er orð- ið vegna eftirmála þess leiks. t kvennakeppninni leika stelpurnar úr Fram gegn Bayer Leverkrusen, Vestur-Þýska- landi. Hætt er við að þeim kunni að reynast sá róður þungur. Þess má geta að Axel Axels- son og Jón Pétur frá Dankersen eiga að leika gegn Bagsvdrd frá Danmörku. Tony tókst ætlunarverkið Tony Knapp og Vikingunum frá Stavangri tókst ætlunar- verkið þ.e. að sigra i deild og bikar i norsku knattspyrnunni i ár. Um helgina léku þeir til úr- slita i bikarkeppninni gegn 2. deildarliðinu Haugar og sigruðu 2-1 eftir að hafa verið undir i hálfleik 0-1. Viggó markahæstur Viggó Sigurðssyni, handknatt- leiksmanni úr Vikingi, og félög- um i spænska liðinu Barcelona gengur flest i haginn þessa dag- ana og trónir liðið nú i efsta sæti 1. deildar handboltans þar. I siðasta leik liðsins átti Viggó stórleik og skoraði 9 mörk. Hann er nú markahæsti leik- maður Barcelona. Fyrsti ósigur Celtic Orslit i skosku knattspyrn- unni á laugardaginn urðu þessi: Aberdeen-Partick 1-1 Dundee-Dundee Utd. 1:0 Kilmarnock-St. Mirren 1-1 Morton-Celtic 1-0 Rangers-Hibernian 2-0 Celtic tapaði þarna sinum fyrsta leik á yfirstandandi keppnistimabili og var það Thompson sem skoraði mark Morton. Staða efstu liða skosku úr- valsdeildarinnar er eftirfar- andi: Celtic 10 6 3 1 23-10 15 Morton 10 6 2 2 24-15 14 Aberdeen 10 5 2 3 22-12 12 Partick 10 4 4 2 12-10 12 Rangers 10 4 3 3 17-13 11 Kilmarnock 10 4 3 3 12-16 11 Bjarni og Halldór sigruðu Annað stórmót júdðmanna var haldið um helgina og var það haustmót JSI. Körlunum var skipt i 2 þyngdarflokka og urðu úrslit þessi: Yfir 78 kg: 1. Bjarni Friðriksson A. 2. Garðar Skaftason, A 3. Kolbeinn Gislason, A Undir 78 kg: 1. Halldór Guðbjörnsson, JFR. 2. Ömar Sigurðsson, UMFK. 3. Niels Hermannsson, A. Hjá konunum var keppt i ein- um flokki og þar urðu úrslit eft- irfarandi: 1. Anna L. Friðriksdóttir, A. 2. Margrét Þráinsdóttir, A. 3. Anna Lindal, A. tsland með á Norður- landamóti i borðtennis Island mun taka þátt i Norð- urlandamótinu I borðtennis, sem fram fer i Bergen i Noregi um næstu helgi. Keppt er i flokkum fullorðinna og unglinga á mótinu og munu íslending- arnir senda lið til keppni i ung- lingaflokknum. I eldri flokki unglinga verða eftirtaldir keppendur: Tómas Sölvason, KR, Kristján Jónas- son, Vikingi, og Bjarni Krist- björnsson, UMFK. I yngri flokknum keppa Einar Einars- son, Vikingi og Bjrögvin Björg- vinsson, KR. Fararstjórar eru Gunni Jó og Stefán Snær. Eftir NM-mótið er a^tlunin að halda til Danmerkur og æfa með danska meistaraliðinu Virum og hvetja landann i heimsmeist- arakeppni unglinga i handbolta. Misjafnt gengi íslendingaliðanna Pétur Pétursson og félagar hjá Feyenoord náðu aðeins jafn- tefli á heimavelli gegn Go ahead Eagles um helgina. Leikurinn endaði 1-1 og skoraði van Thil) mark Feyenoord, sem er i 2. sæti 1. deildar, en á leik til góða. I belgisku knattspyrnunni bai það helst til tiðinda að Standard tapaði á útivelli fyrir Charleroi 1-2, en hins vegar náði Lokeren, lið Arnórs- Guðjohnsen jafntefli á útivelli gegn Molenbeek og heldur efsta sætinu 11. deildinni. Enn ein skrautfjöður hatt Grétu Waitz Norska hlaupakonan Grete Waitz náði um helgina besta tima i heiminum til þessa i maraþonhlaupi. Hún tók þátt i miklu hlaupi i New York þai sem þátttakendur voru 14 þús und og sigraði i kvennaflokki með miklum yfirburðum, hljóp á 2:27.32klst. tfyrra sigraði hún einnig i þessu hlaupi, en þá var timi hennar 2:32.30 klst. Ein ungis 104 karlmenn hafa hlaupið maraþonhlaup (42.6 km) á betri tima. Gréta er án efa ein mesta hlaupadrottning sem uppi hefur verið og m.a. unnið yfir 50 meiriháttar sigra á ferli sinum 1 karlaflokki maraþonhlaups- ins i Nýju Jórvik sigraði Banda rikjamaðurinn Bill Rodgers. Landi hans með austurriska nafnið Pfeffer varð annar og þriðji Kenyon Bretlandi. 'v' -V5C.-^."Ai^C.' - * JUC • ,,Ég hálfpartinn kviöi fyrir aö hlaupa svona langt,” sagöi Gréta Waitz áöur en hún lagöi upp i maraþonhlaupiö I Nýju Jórvfk. Mark Christiansen og Tim Dwyer „kóngarnir”, háöu heijarmikla rimmu á sunnudaginn. sem segja má aö hafi endaö meö jafntefii. Valur á toppnum í úrvalsdeildinni eftir sigur í hörkuleik gegn ÍR-ingum 83-79 Valsmenn eru eina ósigraða liðið í úrvalsdeildinni i körfubolta eftir að 2 umferðir hafa verið leiknar. A sunnudaginn lögðu Valsararnir iR-inga að velli eftir mjög skemmtilegan og spennandi leik. Það var öðru fremur góður endasprettur sem tryggði sigur Vals. Bæði lið voru mjög lengi i gang og eftir að 4 min. höfðu verið leiknar var einungis búið að skora 11 stig, 7-4 fyrir IR. IR-ingarnir léku næstu minúturnar af miklum krafti og þeir virtust ætla að kaf- sigla Valsmennina, 13-8 og 26-17. Þó að Valsararnir hristu nokkuð af sér slenið allt til hálfleiks var forystan ætið örugglega i höndum ÍR, 26-21, 32-29 og i hálfleik 42-35. Valur lék af mikilli hörku i upp- hafi seinni hálfleiks og ekki leið á löngu þar til þeir höfðu jafnað 48- 48. Þeir skoruðu 2 næstu körfur og náðu þar meö undirtökunum, 52- 48. ÍR-ingarnir voru ekkert á þvi að gefast upp og þeir voru ,,I hæl- unum” á Valsmönnum. Að visu náði Valur 10 stiga for- skoti um tima, 62-52, en ör- skömmu seinna var þaö forskot komið niöur i 2 stig, 64-62. Þegar 5 min. voru til leiksloka og staðan var 70-66 fékk Dwyer sina 5. villu og héldu þá margir að leikur Valsaranna myndi hrynja, þvi einnig Kristján var kominn útaf með 5 villur. IR minnkaði muninn i 2 stig 72-70, en þá varð Mark að yfirgefa völlinn með 5 villur. IR jafnaði, 74-74, en Rikharður skor- aði 3 stig fyrir Val I næstu sókn, 77-74, Kristinn skoraði næst fyrir 1R 77-76, en þá tók Torfi Magnús- son til sinna ráða og skoraði 2 körfur á mikilvægum augnablik- um og breytti stöðunni i 81-77 og leikurinn unninn. Hvort lið skor- aði siðan eina körfu, 83-79. Það sem varð IR að falli i þess- um leik var að einungis 3 menn léku af sama styrkleika og Vals- mennirnir, Mark, Kristinn og Kolbeinn. Þessir 3 leikmenn voru reyndar betri en flestir Valsar- anna. Þá ná einnig nefna að IR hirðir ekki nógu mörg fráköst og fær þ.a.l. færri tækifæri til að skora. Hvað um það þá voru IR - ingarnir mun betri i fyrri hálf- leiknum og þegar Jón Jörundsson er búinn að finna fjölina sina vinna þeir örugglega marga og stóra sigra. Aldrei þessu vant var vörn Vals léleg framanaf og þar mynduöust oft stórar veilur. Þá voru þeir ó- venjulega seinir aftur i vörnina i fyrri hálfleiknum og fengu þvi mörg stig á sig úr hraðaupp- hlaupum IR-inganna. I seinni hálfleik var allur annar svipur á leik liðsins, sannkallaðir meist- aratantar. Kristján, Þórir, Dwyer og Torfi voru bestir Valsmanna i leiknum, en mikla athygli vakti að Torfi var ekki i byrjunarliðinu. Furðu- leg ráðstöfun það, en á sér e.t.v. eðlilegar skýringar. Þá áttu Jó- hannes og Sigurður góðan enda- sprett. Stig ÍR-inga vkoruðu: Kristinn 24, Mark 18, Kolbeinn 17, Stefán 8, Jón J 7, erlendur 4 og Jón I 2. Stig Valsmanna skoruðu: Dwy- er 20, Þórir 14, Torfi 14, Kristján 13, Rikharður 10, Sigurður 6 og Jóhannes 6. —Ingh. staöan •mmmm—mm~~mmmmmmm^^' mmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmd Staðan i úrvalsdeildinni i kröfuknattleik að afloknum 2. umferðum er nú þessi: Valur...............2 2 0 1 89:176 4 tS..................2 1 1 160:155 2 UMFN................2 1 1 158:154 2 KR .................2 1 1 144:146 2 ÍR................. 2 1 1 153:156 2 Fram................2 0 2 163:180 0 /*V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.