Þjóðviljinn - 28.10.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Qupperneq 5
Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 .Svarti þriöjudagur” á Wall Street fyrir 50 árum: Aldrei aftur? „Svarti þriðjudagur” nefndist 29. október fyrir nákvæmlega 50 árum. Þá hrundi hlutabréfa- markaðurinn á Wall Street i New York sam- an i kjölfar gifurlegs kauphallarbrasks, með óhugnanlegum afleið- ingum fyrir allan heim- inn. Á þessum árum hófst heimskreppan mikla. Vestrænum hagfræðingum ber yfirleitt saman um að sagan muni ekki endurtaka sig, annað eins hrun og árið 1929 muni ekki eiga sér stað aftur. Þeir segja að bandariska hagkerfið, markaður- inn og fjárfestingaraðilar hafi breyst svo mjög að hrun sé ólik- legt. Samt hafa þeir sem langa reynslu hafa af kauphallarvið- skiptum lært að segja aldrei „aldrei”. Mark Sandler forstjóri bandarisks fjárfestingarfyrir- tækis segir að „þar sem mætast peningar, græðgi og fólk, er ekk- ert ömögulegt”. Siðari hluti þriðja áratugsins var uppgangstimabil bandarlsks auðmagns. Bankar og fyrirtæki réðu yfir óhemjumiklu fjár- magni, og meginhluti þessa fjár- magns rann til hlutabréfa- markaðarins og olli að þvi er virt- ist óstöövandi þenslu. Menn urðu miljónamæringar á einum degi með kauphallar- braski, og allir vildu vera með. Óheft lánafyrirgreðsla og losara- legar reglur um kauphallar- braskið jókst I stórum stökkum frá árinu 1926. En svo fór að draga ilr hag- vextinum og sérfræöingar vöruðu við afleiðingunum. Bandarlski Seölabankinn gerði fálmkenndar tilraunir til að draga úr braskinu. Verðfall á hlutabréfum hófst, og fimmtudaginn 24. október greip um sig æði I kauphöllinni I New York. Bankar og kauphallar- braskarar reyndu að stemma stigu við söluæðinu, en án árang- urs. Næsta þriðjudag, 29. október, hrundi hlutabréfamarkaðurinn saman i æðislegri sölu með sam- svarandi verðhruni. Heimskreppa Svarti þriðjudagur markaði upphafið að dimmu tlmabili, ekki aðeins I Bandarlkjunum heldur um allan heim. Frá kauphöllinni við Wall Street breiddist verð- hrunið út til kauphallanna i Lond- on, Parls og Berlin og til annarra landa. Háborgir auðmagnsins virtust hrynja saman eins og spilaborgir. Mörg rlki biðu efna- hagslegt skipbrot, gifurlegt at- vinnuleysi rikti, og menn lifðu I fátækt og neyð tugmiljónum sam- an. 1 Bandarikjunum árið 1933 var fjórðungur alls launafólks at- vinnulaus, þ.e.a.s. 15 miljónir manna. 90.000 fyrirtæki voru gjaldþrota og 9.000 bankar með miljarða dollara innistæður höfðu lokað Ekkert land fór varhluta af kreppunni. Talið er aö um fjórð- ungur alls launafólks hafi veriö atvinnulaus á þessum árum. Baráttu verkalýsðhreyfingarinn- ar og ástandinu hér á landi á kreppuárunum, lýsir Jón Rafns- son i bók sinni „Vor i verum”. Endurtekning? Margt er likt með ástandinu I dag og fyrir 50 árum. Bandariski Seðlabankinn reyndi þá að draga úr braskæðinu með þvi að hækka vexti, en það hafði þveröfug áhrif. Nýlega hækkaði bandariski „Svarti þriðju- dagurinn” var upphaf heims- kreppunnar miklu Seðlabankinn vexti, og litlu siðar náðu kauphallarviðskipti algjöru hámarki. Bankar áttu 1929 miklar upphæðir útistandandi hjá er- lendum skuldunautum. Einn banki taldi Perú ótryggan skuldu- naut, en lánaði samt 90 miljónir dollara til landsins, og endur- greiðslan brást. 1 dag eiga bankar á Wall Street 48,7 miljarða doll- ara útistandandi hjá Pérú og öðr- um þróunarrlkjum sem ekki framleiða oliu. Bandariskir neytendur höfðu á þessum timum nýlega uppgötvað afborganakerfið og steyptu sér út i stórskuldir við kaup á útvörp- um, isskápum, og bilum. 1 dag borga Bandarikjamenn með „plastpeningum”, þ.e.a.s. taka út vörur gegn sérstöku lánsskirteini, og skulda með þessu móti 292,5 miljarða dollara. En það er einnig margt ólikt með ástandinu i dag og fyrir 50 árum. Aður þurftu menn aðeins að leggja fram einn tiunda af kaupverði hlutabréfa, en sam- kvæmt núgildandi reglum Seðla- bankans þarf að greiða a.m.k. helming kaupverðsins strax. Seðlabankinn getur einnig tak- markað útlán bankanna, og hann gerði það einmitt nýlega. Þá hef- ur sérstök stofnun eftirlit meö kauphallarviöskiptum, og kannar sanngildi f járhagsreikninga fyrirtækja, en á þriðja áratugn- um tiðkaðist mjög að falsa reikn- inga fyrirtækja. Önnur efnahags- stjórn Fram til hrunsins i Wall Street, réði lögum og lofum i hagstjórn auðvaldsríkja hugmyndafræði Adam Smith. Gekk hún út á óhefta markaðshyggju, frjáls og óháð lögmál markaðarins áttu að sjá um jafnvægi i efnahagslifinu. Kenningar John Maynard Keynes tóku við eftir hrunið, en I þeim er lögð áhersla á afskipti rikisins af fjármálum, með ýmsum ráð- stöfunum. Bandariska rikisstjórnin reynir nú að treysta stöðu dollarans með vaxtahækkunum, gullsölu og lán- tökum erlendis. Þessar ráðstaf- anir munu að öllum likindum draga úr hagvexti og skapa sam- drátt i iðnaðarrikjum. Þróunar- rikin verða fyrir barðinu á slikum samdrætti og mega þó ekki viö miklum skakkaföllum. Skulda- staða þeirra er geigvænleg, eins og nýlega kom fram i ræðu Fidel Kastró hjá Sameinuðu þjóðunum. Minnkandi eftirspurn iðnrikja eftir hráefnum frá þróunarlönd- unum (þriðja heiminum) hefur þrýst niður verði, og neytt selj- endur til að draga úr framboði. Jafnframt bera þau þróunarriki sem ekki framleiða oliu skaðann af sihækkandi oliuverði. Ef til vill má segja að Banda- rikjunum og öðrum iðnrikjum hafi tekist að vikja sér undan alvarlegu kreppuástandi, með þvi að láta þriðja heiminn taka af- leiðingum yfirvofandi kreppuþró- unar. —jás sentimetrar og sekúndubrot ■ í'&ÉkjÁ, Einstakar hópferðir til Moskvu - ævintýraferðir aldrei gleymast 19/7 - 3/8 1980 Ailir þeir bestu I Moskvu verða bestu íþróttamenn hei saman komnir. Aðeins sentimetrar oi sekúndubrot skiija á milli þeirra sem öðlas beimsfrægð á örskömmum tima og hinna, sem endanlega eru dæmdir til þess að vera í skug"=» betri iþróttamanna. Þú getur orðið vítni gráti og hlátri. gleði og sorg. Þú getur upplifa og séð með eigin augum þá mögnuðu spennu sem ævinlega hefur fylgt Olympíuleikunun stærstu og glæsilegustu íþróttakepnni al tíma. Aðgöngumiðar Við eigum miða á keppni í öllum íþrótta- fvrir íslenska 9reinum °9 minnum sérstaklega á að hægt er * . ,ö,c,,ölva að greiða aðgöngumiðana í islenskum pening- peninga um. Þrír möguleikar Hægt er að velja um þrjár mismunandi ferðir, 20. 11 og 12 daga langar. Innifalið i verði er m.a. flug báðar leiðir (gegnum Kaupmanna- höfn, gisting og fullt fæði, íslensk fararstjórn o.fl. Ödýrari en Olympíuferðin til Moskvu er ódýrari en þig bia nrunar 9runar- Aætlað verð er kr. 337.000 - meðfullu H a H fæði. Sparivelta Samvinnubankans getur síðan gert ferðina enn auðveldari og er t.d. hægt að greiða allan kostnað með reglu- bundnum greiðslum i tólf mánuði. Akvörðun Aðeins takmarkaður fjöldi sæta er til ráð- strax stöfunar fyrir Islendinga. Pantið því strr' eftir nokkrar vikur gæti það orðið of s Ath. að 15. nóvember verður pantanaf' endanlega lokað. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Einkaumboð á Islandi fyrir Olympíuleikana í Moskvu Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 FORELDRARÁÐGJÖFIN HVERFISGÖTU 8 10 SÍMI 11795 NY SIGUNGALEIÐ BÆTT ÞJÓNUSTA Við höfum hafið reglubundnar siglingar á nýrri flutningaleið, 14 daga fastaferðir allan ársins hring milli Larvikur, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og islands. Flutt verður stykkjavara, gámar, kæli- og frystivara. Umboðsmenn okkar á hinni nýju siglingaleió eru: Larvik: P.A. Johannessens Eftf. Storgaten 50 3251 LARVIK Cable: "SHIPSN" Telex: 21522 Phone: (034) 85 667 Gautaborg: Borlind, Bersén & Co. P.O. Box 12113 Kaj 51 S-402 42 Göteborg 12 Cable: Borlinds Telex 2341 Phone: 031/24 3422 Kaupmannahöfn: Allfreight Ltd. 35, Amaliegade DK-1256 Copenhagen K. Cable: Alfragt Telex: 19901 b Alckh Phone: (01) 111214 Að sjálfsögðu bjöðum við áfram reglubundnar ferðir frá eftirtöldum stöðum: Helsinki, Svendborg, Hamborg, Rotterdam, Antwerpen og Goole auk Halifax í Kanada og Gloucester í Bandarikjunum. Komið, hringið, skrifið — við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. M SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SiMI 28200

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.