Þjóðviljinn - 28.10.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1979 Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Sigurvin Einarsson rak um hrlb búskap á hinu forna höfuöbóli og kirkjustaö Bæ (Saurbæ) á Rauöasandi. Er kirkjan eignaöist nýja altaristöflu gekkst Sigurvin fyrir þvi, aö Þjóöminjasafninu yröi afhent tafla sú, sem fyrir var, en hún er frá 17. öld. Sannaöist slöar aö rétt var ráöiö þvi þar kom aö kirkjan fauk I ofviöri og heföi ekki þurft aö tiunda frekar hina öldnu altaristöflu ef hún heföi ekki veriö komin á annan staöogöruggari. Ég hef liklega veriö staddur framan viö Vega- mótaútibú Landsbankans viö Laugaveginn. Þá var kallað til mín yfir götuna. Ég leit yfirum. Þá standa þeir á gangstéttinni Sigur- vin Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, og Þor- steinn ö. Stephensen, leik- ari. „Hvaða asi er á þér”, sagði Sigurvin. „Geturðu ekki komið og spjallað við okkur augnablik?” Jú, ég gat það en þvi miöur ekki nema „augnablik” þvi ég þurfti að hraða mér á blaðamannafund en hann er að ööru leyti ekki á þessari dagskrá. Nokkru seinna sló þvi niður i mig að gaman væri nú i góðu tómi (nokkuð, sem blaðamenn við dagblað hafa raunar aldrei), að rabba við Sigurvin, burtséð frá þvi hvort hann féllist á að setja nokkuð af þeim orðræöum á blað eða ekki. Og aö þvi kom aö ég hringdi i hann og bar upp þessa tillögu. — Jú, viö getum svo sem talað saman, sagði Sigurvin, — þó að þetta fólk, sem þú hefur verið að spjalla við.hafi frá miklu meiru og merkara að segja en ég. — Jú, það hefur nú hver slna sögu að segja en þú tókst nú lengi beinan og opinberan þátt I póli- tlkinni og það væri kannski til- breyting I því að vlkja eitthvað aö störfum þínum á þeim vettvangi svo sem i einu viðtali. Og hvort sem við Sigurvin þæfðum það nú lengur eða skem- ur þá birtist hann einn daginn hér I Þjóðviljahúsinu tilbúinn I slag- inn. Jónas lét gamminn geisa — Ég er nú fæddur og uppalinn I sveit, segir Sigurvin, — eins og raunar meiri hluti Islendinga á minum aldri, nánar tiltekið i Stakkadal á Rauöasandi 30. okt. 1899. Rauðasandshreppur er vest- asti hreppurinn I Baröarstrand- arsýslu. 1 Stakkadal dvaldist ég fram til tvitugs, að einum vetri undapteknum. Ég hafði hug á einhverri skóla- göngu og i þvi skyni fór ég til Reykjavikur haustið 1918. Ætlaði i Samvinnuskólann, sem þá var að taka tjl starfa. Þetta haust og framan af vetri geisaði sá mikli vágestur' Spánska veikin i Reykjavik og lagði hér allt i sina ' helfjötra. Ba?rinn var þá sann- kölluð borg dauðans og sannast sagna æði ömurlegt að dvelja hér. Pestin gerði það að verkum að litið varð úr kennslu i Samvinnu- skólanum fram að áramótum. Hófst hún eiginlega ekki fyrr en- upp úr nýári og var ég svo I skól- anum til vors. Siðan eru nú liðin 60 ár. Þótt dvöl mln i Samvinnuskól- anum hafi nú ekki orðið lengri en þetta tel ég hana hafa orðiö mér mikið happ. Jónas frá Hriflu var skólastjóri og það gleymir hon- um enginn, sem af honum hafði einhver kynni. Hann var ágætur skólastjóri og frábær kennari. Hann batt sig ekki mikið við bæk- ur en -kenndi þeim muii meira I fyrirlestrum, sem hann flutti beint af munni fram, blaðalaust, og lét þá gamminn geisa vitt og breitt. Fyrir tilstilli Jónasar kynntistég nokkuðýmsum öörum þáverandi fyrirliðum Framsókn- arflokksins, sem voru ákaflega mikilhæfir menn. Svo lá leiöin í Kennaraskólann — Hvert lá svo leiðin um voriö? — Jú, ég fór aftur heim I Stakkadal til Olafs bróður mins, sem þar var farinn að búa. En mér fannst engan veginn nægja mér þessi námsdvöl i Samvinnu- skólanum og hugði þvi á frekari skólavist. Ekki varð þó úr að ég færi i Samvinnuskólann aftur þótt vel likaði mér vistin þar. Það at- vikaðist svo að ég sótti um inn- göngu I Kennaraskólann og komst þangað haustið 1920. Þar með var ég alfluttur að heiman. Frá Kenn- 55 ÞÁ VAR HÆGT AÐ STJÓRNA MEÐ KRÖTUM” araskólanum lauk ég svo prófi 1923. Enda þótt ég færi I Kennara- skólann var ég engan veginn ákveöinn I að leggja fyrir mig kennsiu. Það var ekki fyrr en ég var kominn nokkuð áleiðis með námið þar að ég tók þá ákvörðun. Ég sá auðvitað að ég þurfti að velja mér eitthvert lifsstarf og þá lá þetta beinast við úr þvi að út i kennaranám var komið. Kennslustörf í 18 ár — Byrjaðirðu svo kennslu strax að námi loknu? — Já, ég var svo heppinn að fá strax um haustiö kennarastöðu i Ölafsvik og varð þar raunar skólastjóri um leið. Þetta kom sér auðvitað vel og var alveg sérstök heppni þvi þá voru kennslustörfin eftirsóttari en þau urðu siðar. Næstu 9 ár stundaði ég kennslu i Ólafsvik. Fór þaðan 1932. Fékk þá kennarastööu viö Miöbæjar- skólann I Reykjavik og kenndi þar þangað til ég hætti kennslu, árið 1941. Þá var ég raunar búinn aö taka að mér ýmis störf með kennslunni þvi kenn- aralaunin nægðu ekki til lifsfram- færis frekar en nú. Það má skjóta þvi hér inn að þótt ég sækti um kennslu við Mið- bæjarskólann þá bjóst ég alls ekki viö þvi að fá það starf. Bæði var nú það, að umsækjendur voru all- margir og svo réðu Sjálfstæðis- menn þarna öllu en ég var nú ekki beinlínis vinsæll meðal þeirra eftir ölafsvikurdvölina. En þetta fór nú samt á þennan veg. Ég reyndist eiga hauk I horni þar sem ég sist átti von á. Það var Thor Thors, sem þá var orðinn þingmaður Snæfellinga, sem þarna hafði hönd i bagga. Fyrir þetta drengskaparbragð hef ég alltaf siðan verið Thor þakklátur. Oddviti fyrir náð andstœðinga — Nú munt þú snemma hafa komið nærri stjórnmálum og fé- lagsmálastörfum. Hvenær byrj- uðu þau afskipti? — Ég byrjaði nú fljótlega að skipta mér af pólitik eftir að ég kom til Ólafsvikur. Sjálfstæðis- menn, sem þá nefndust Ihalds- menn, réðu þar lögum og lofum. Alþingiskosningar fóru fram um það leyti, sem ég kom til Ólafs- vikur og var altalað að Halldór Steinsson, frambjóðandi ihalds- manna, hefði fengið öll atkvæöi I Ólafsvik nema tvö. En þetta breyttist nú smám saman á næstu árum og þegar ég fór frá Ólafsvik 1932 hygg ég að Sjálfstæðismenn hafi verið orönir þar I minni hluta. Ég var kosinn oddviti i Ólafsvik 1931 og svo einkennilega vildi til, að ég hlaut það starf fyrir tiistilli pólittskra andstæðinga. Skýringin á þvi liklega fremur sjaldgæfa fyrirbæri var sú, að þá var heimskreppan I algleymingi og enginn leikur að stjórna fátæku hreppsfélagi. Kannski hafa þeir ekkert kært sig um að bera ábyrgöina og þá e.t.v. einnig verið ósárt um þótt eitthvað færi úrskeiðis hjá mér. Pólitískur frá 9 ára aldri Annar’s get ég sagt þér það, að pólitiskur hef ég verið allt frá þvi að ég var 9 ára gamall. Þá átti ég auðvitað heima á Rauðasandin- um. Þá var hvorki útvarp né sjón- varp komið til skjalanna, eins og allir vita, og blöðin bárust stopult. Fréttir bárust bara frá einum til annars og svo meö simanum þar sem hann var kominn. Þá var það eitt sinn við messu I Bæ á Rauðasandi, en þar var messað á hálfmánaöar fresti, að sóknarpresturinn, sr. Þorvaldur Jakobsson i Sauðlauksdal, segir okkur að nú sé Björn Jónsson orð- inn ráðherra. Þótt ég væri ekki gamall þá vissi ég hver Björn Jónsson var, þar var ekki nema um einn mann að ræða: Björn Jónsson, ritstjóra Isafoldar og þingmann okkar Barðstrendinga. Ég man vel að ég var ákaflega stoltur yfir þvi að þingmaöurinn okkar skyldi vera orðinn ráð- herra, annar i röðinni frá þvi aö tslendingar fengu heimastjórn. Mér fannst ég sjálfur ekki hafa vaxið svo litið við það. Þetta er nú upphaf þess að ég fékk áhuga á stjórnmálum og siðan hefur hann aldrei skilið við mig þessi 70 ár, sem siðan eru liðin. Fyrir 30 árum á þing — Hvenær fórst þú fyrst I fram- boð til Alþingis? — Það var nú 1949 eða fyrir 30 árum. Barðastrandarsýsla haföi lengi verið rótgróið ihaldskjör- dæmi. Hákon heitinn Kristófers- son i Haga hafði lengi verið þing- maður Barðstrendinga en komst I verulega hættu við kosningarnar 1927 fyrir sr. Sigurði Einarssyni, sem þá var prestur i Flatey og var i framboöi fyrir Framsóknar- flokkinn. Við kosningarnar 1931 féll svo Hákon fyrir Bergi Jóns- syni, sýslumanni á Patreksfirði, sem vann kjördæmið fyrir Fram- sóknarmenn. Bergur var ákaf- lega glæsilegur stjórnmálamaður en féll frá fyrir aldur fram. Þegar ég fór fyrst i framboð hafði Gisli Jónsson verið þing- maður Barðstrendinga i nokkur ár og hafði um 200 atkv. yfir frambjóðanda Framsóknar- flokksins við kosningar þær, sem siðast höfðu fariö fram. 1 fyrstu atrennu tókst mér að lækka þenn- an mun nokkuð. Ég fór aftur fram á móti Gisla 1953 og enn dró nokkup saman meö okkur. GIsli var vipsæll þingmaður og ákaf- lega dúglegur og mér féll yfirleitt vel við hann. En ég sá það siðar, að ég hagaöi kosningabaráttu minni ekki nógu skynsamlega. Ég lagði of mikla áherslu á sveitirnar en þar þurfti einmitt siður áð vinna. Ég stóð i miklum bréfaskriftum við ýmsa unga menn og kom á þvinæst hvern sveitabæ I kjördæminu. Ég hafði ákaflega gaman af þvi, en þetta var timafrekt þvi sam- göngur voru erfiðar i sýslunni á þessum árum. Ég varð ýmist að fara riðandi eða á bátum. En ég kynntist fjölda fólks, sem ég hefði annars aldrei hitt. Mér fannst ekki vera hægt að koma við svona heimsóknum i kauptúnunum. Þar gijtu aðrar reglur. 1 hræðslubandalagskosningun- um 1956 náði ég svo kosningu, sigraði Gisla með 14 atkv. mun. En við vorkosningarnar 1959 féll ég svo fyrir Gisla og munaði 11 atkv. Þá kusu kratar Gisla i stór- um stil. Arið 1959 komu stóru kjördæmin til sögunnar. Þá var Hermann Jónass. efstur á lista Framsóknarmanna á Vestfjörð- um en ég i öðru sæti. Náðum við báðir kosningu. Það endurtók sig 1963,en þegar Hermann hætti þá varö ég efstur á listanum og þaö voru síðustu kosningarnar, sem ég fór i. Margt minnistætt frá þingsetunni — Hvernig kunnirðu svo við þig á Alþingi? — Þegar ég tók sæti á Alþingi þá voru mér þirigstörfin tiltölu- íega litið kunn þótt ég hefði oft hlýtt á umræður. Ég var ókunn- ugur nefndastörfum. Þingflokks- fundi hafði ég hinsvegar stundum setið sem trúnaðarmaður flokks- ins á ýmsum sviðum. En maður komst nú fljótlega inn i þetta. Mér er margt minnisstætt frá þessum árum, bæði menn og mál- efni. Mikil átök urðu um ýmis mál á þinginu, svo sem efnahagsmál- in og hinar sifelldu gengisfelling- ar, álverksmiðjuna og kjördæma- breytingina. En mesta rimman held ég hafi orðið úr af land- helgissamningnum við Breta 1961. Sumir lýstu þvi yfir, að þeir myndu ekki virða þennan nauö- ungarsamning eins og á daginn kom er vinstri stjórnin var mynd- uð 1971. Af ýmsu góðu, sem hún kom tif leiöar,.tel ég að merkasta verk hennar hafi verið að segja upp þessum ólánssamningi. Annars tel ég alltaf að merk- asta rikisstjórn, sem setið hefur á Islandi, hafi verið stjórn Her- manns Jónassonar frá 1934-1937. Þegar hún tók við var hér allt ein rjúkandi rúst vegna heimskrepp- unnar. 1 raun og veru er mér enn ekki ljóst hvernig sú rikisstjórn bjargaði þjóðinni frá þvi öng- þveiti, sem kreppan skapaði þá i landinu. En þá var horfið að hrað- frystiiðnaðinum, þá voru afurða- sölulög landbúnaðarins sett og þá var fitjað upp á alþýðutrygging- unum. A þeim árum var hægt að stjórna með krötum. Þá voru fyrirliðar þeirra annarrar geröar en þeir, sem nú ráða öllu á þvi heimili. „Efþið skylduð eignast börn ein- hverntíma síðar” — Þú varst samtiða ýmsum góöum hagyröingum á þingi, Sigurvin. Geturðu ekki rifjað upp eitthvað af þingvisum frá þeim tima? — Jú, vissulega voru þar ýmsir góðir hagyröingar. 1 minum flokki báru þeir af Skúli Guð- mundsson og Karl Kristjánsson. Sjálfur var ég stundum að böggl- ast við aö yrkja þótt segja megi sjálfsagt aðþaö hafi meir verið af vilja gert en mætti. 1 svipinn man ég nú litiö af þessu. Stundum voru næturfundir á Alþingi, þegar hraða þurfti af- greiðslu umdeildra mála. Vildi þá bera við aö menn yrðu syfjaðir: Svefninn þjakar þingmenn alla, þeir eru einn og tveir að falla. Enginn saknar svona kalla, sem um nætur duga valla. Ég beitti mér fyrir löggjöf um námsstyrki handa æskufólki i dreifbýli til framhaldsnáms. Fyrir fáum árum féll það I minn hlut og félaga mins að fara á fund fjárveitingarnefndar og hvetja hana til meiri rausnar i fjárveit- ingum en áður til þessara styrkja: Þið munuð sjá að þetta er vörn 1 þrautum krepputiðar ef þið skylduð eignast börn einhverntima siðar. Læknavisindunum hefur tekist að græða hjarta úr dauðum manni i lifandi mann stundum með nokkrum árangri: Læknasnilli lofar björtu lifið nálgast æðra svið. Ef karlmenn fengju kvennahjörtu kynni að batna siðgæðið. Bakkus hefur reynst mörgum skeinuhættur. Eftirfarandi stökur urðu til i þingveislu: Margan angrar yfirsjón er undan hvötum lætur. Mér er sem ég sjái Jón seinnihluta nætur. Margir þreyta þessa synd þvi er ver og miður. Gleðin á sinn glæsta tind, en getur hrapað niður Og loks eru hér tvær visur, sem reyndar uröu nú ekki til á þingi heldur komu i hugann fyrir ekki löngu: Hættur er ég aö tefla tafl til þess skortir vit og afl. A öllum verður eflaust lát er eliin segir skák og mát. En þeir, sem tefla tafliö enn og treysta á „peð” og sllka „menn” geta einnig orðið mát ef i leiknum skortir gát. Sœkjast sér um líkir Þú spyrð mig hvernig mér litist á pólitikina núna. Mér finnst flokkar þótt saman séu i stjórn, mikið ósamstæðari en áður var. Þar af leiðandi eru öll tök loppnari en áður og árangur ailur minni Það er bágborið að koma ekki auga á nein ráð gegn verö- bólgu nema gengisfellingu sem alltaf hefur verið höfuð orsaka- valdur veröbólgu. Þegar gengi er fellt tvisvar á ári og erlendar vör- ur hækka um 50% hvaða áhrif halda menn að það hafi á verð- bólguna? Auðvitað hlýtur kaupið að hækka á eftir. En þannig er þetta búið að ganga i áratugi. Og aldrei læra menn neitt. En það er eins og Magni Guömundsson sagði: Þaöþýðir litið að skipta um stjórn ef alltaf er stuðst við sömu efnahagsráðunautana. Þó að Mogginn tönnslist áþviæ ofan i æ að vinstri stjórnin 1971- 1974 hafi látið eftir sig meira en 50% verðbólgu þá er það bara lýgi. Það er stjórn Geirs sem sló metið, en jafnvel Timinn heykist á þvi að bera til baka þessa Moggalýgi. En verðbólgumetið á Sigurvin Einarsson: Meðan engin styrjöld er höfum viö ekkert að gera með neinn hcr en ef til styrjaldar kæmi þá er ekkert líklegra en her- stöðin yrði eitt af fyrstu skotmörkunum. Þvi skyldi ekki allt kapp verða lagt á að eyða henni þegar i upphafi ef hún er eins þýðingarmikii og meðhaldsmenn hennar telja? raunar stjórn Ihaldsins frá 1942. Þá fór verðbólgan i 49 stig á 7 mánuðum sem svarar til 87% i verðbólgu yfir árið. Mér sýnast nú horfurnar þann- ig núna að ihaldsöflin i þessum tveim flokkum, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum séu að renna saman og ætli sér að vinna saman gegn þeirri vinstri stefnu, sem er, ja, enn til I Framsóknarflokknum þótt hún sé að verða þar hálfgerð- ur vonarpeningur, — en er tvi- mælalaust til staðar i Alþýðu- bandalaginu. Og ég er þeirrar skoðunar, að þessum flokkum sé ósárt um það þótt eitthvað af sveitafólki geti ekki kosið nú i desember. Kratarnir eiga hvergi atkvæði i sveitum svo heitiö geti og Sjálfstæöismenn treysta á annað meira en bændafylgiö, enda kom þetta glöggt i ljós þegar þingmenn þessara flokka röltu út af þingfundi til þess að koma i veg fyrir að frumvörp bændum til hagsbóta yrði samþykkt. Ógnvaldurinn á Miðnesheiði — Ég hef alltaf verið andvigur hersetunni og ég man ekki betur en ég sé eini þingmaður Fram- sóknarflokksins sem talað hefur gegn henni bæði utan þings og innan. Ef við rifjum upp rökin fyrir þessari afstöðu minni, i sem allra stytstu máli, þá eru þau þessi: Mér finnst að hersetan hafi I för með sér skerðingu á sjálfstæði landsins og að það valdi spillingu með þjóöinni að hafa hér erlend- an her. í öðru lagi taldi ég og tel að herinn veiti okkur ekkert öryggi, þvi fari svo, að til heims- styrjaldar dragi og beitt yrði nýtisku vopnum, þá væri engin vörn i þessum her, en dvöl hans hér á hinn bóginn stór-hættuleg og gæti auðveldlega leitt af sér útrýmingu alls lifs i þeim byggðarlögum, sem næst liggja herstöðinni. Meðan engin styrjöld er höfum viö ekkert að gera með neinn her, en ef til styrjaldar kæmi þá er ekkert liklegra en að herstöðin yröi eitt af fyrstu skot- mörkunum. Þvi skyldi ekki allt kapp verða lagt á að eyða henni þegar i upphafi ef hún er eins þýð- ingarmikil og meðhaldsmenn hennar telja? Nú er það viðurkennt, aö Nato getur komið upp herstöð annars- staðar en hér, sem gerði sama „gagn”. En þaö er bara sagt of dýrt. Lif íslendingsins er ódýrara. Auk þess er það svo auð- vitað að hersetan sýkir hugsunar- hátt og siðgæðisvitund þjóðarinn- ar og er það ærin ástæða til þess að vera henni andvigur þótt ann- að kæmi ekki til. —mhg 55 HERSETAN SÝKIR HUGSUNARHÁTT OG SIÐGÆÐISVITUND ÞJÓÐARINNAR 55

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.