Þjóðviljinn - 16.11.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Síða 7
Föstudagur 16. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Clayton á tónleikum í kvöld 1 kvöld mun bandaríska tón- skáldiö og hljómbor’ösleikar- inn Harold Clayton halda tón- leika i Félagsstofnun stúdenta vib Hringbraut. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Harold Clayton er kunnur mörgum hér á landi, hefur tvivegis áöur haldið hér tónleika, I Norræna hilsinu áriö 1969 og 1976 i Tónskóla Sigursveins. Aðeigin sögn er tónlist hans spunnin út frá klassiskum samtimaverkum og hefur hann flutt hana sjálfur viöa um lönd s.s. i Holiandi, Dan- mörku, Noregi, Kanada þar sem út hefur komiö meö hon- um hljómplata, i Bandarikj- unum og viöar. Aðgangur aö tónleikunum I Felagsstofnunni veröur kr. 2000.- Sveitarstjórnarmanntal komiö út Sveitarstjórnarmanntal 1978-1982 er komiö út sem Handbók sveitarstjórna núm- er 15. 1 þvi eru nokkru fyllri upplýsingar heldur en i sein- asta Sveitarstjórnarmanntali. Þannig er viö nafn hvers sveitarfélags tilgreint númer þess og nafnnúmer, einnig póstáritunarnúmer, heimilis- fang og simanúmer oddvita eöa skrifstofu sveitarfélags- ins. I hreppum eru taldir upp allir hreppsnefndarmenn, oddviti, sýslunefndarmaður, endurskoðendur hrepps- reikninga og hreppstjóri. I þéttbýlishreppum eru auk þessa taldar upp allar nefndir og helstu embættis- og trúnaöarmenn hreppsins, svo sem byggingarfulltrUi, heil- brigöisfulltrúi, hafnarstjóri, vatnsveitustjóri, hitaveitu- stjóri, slökkviliösstjóri, bóka- vöröur og skólastjóri tón- listarskóla auk sveitarstjóra. 1 kaupstööunum er til- greindur forseti bæjarstjórnar og varaforsetar, bæjarráö, bæjarstjóri, auk allra nefnda og embættismanna bæjarins. Aftan viö hiö eiginlega sveitarstjórnarmanntal er birt yfirlit um sveitarstjórnar- kosningarnar á seinasta ári og mapnfjöldatölur i einstökum sveitarfélögum, sýslum og kjördæmum hinn 1. desember 1978. Þá eru i bókinni skrár yfir landshlutasamtök sveitarfélaganna, fram- kvæmdastjóra þeirra, heim- ilisföng, simanúmer og póst- áritun, og hliöstæöar upplýs- ingar eru um fræöslustjóra landshlutanna og sýslumenn. A opnu er birtur Island^upp- dráttur, sem sýnir öll sveitar- félögin og númer þeirra, sem tilgreint er viö hvert sveitar- féiag framar i bókinni, svo þar má sjá landfræöilega legu hvers sveitarfélags. Aftast i ritinu er efnisyfirlit og sveitarfélagatal i stafrósröö. Handbókin er 128 bls. aö stærö. Vetrarstarf Geðhjálpar hafiö I október sl. var haldinn framhaldsstofnfundur nýrra félagssamtaka til styrktar þeim sem eiga viö geöræn eöa sálræn vandamál aö strföa. Hlaut félagiö nafniö Geðhjálp, samtök sjúklinga, aöstand- enda og annarra velunnara. Stofnfélagar eru 100 en for- maöur félagsins er Sigriður Þorsteinsdóttir hjúkrunar- fræöingur. Dagskrá félagsins fram ab áramótum veröur sem her segir: Opið hús I salarkynnum Kleppsspitalans kl. 20.30 mánudaginn 19. nóvember, föstudaginn 30. nóvember og mánudaginn 10. desember. Fyrirlesari 19. nóvember veröur Sigrún Júliusddttir, félagsráögjafi og 30. nóvem- ber dr. Tómas Helgason, yfir- læknir. Allir félagsmenn eru hvattir til aö mæta A blaöamannafundi LMF i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. F.v. Jón Gunnar Grétarsson skólastjórn armaöur i Fjölbrautaskólanum, Gunnar Atlason, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Guðbrandur Stigur Agústsson, Ingi Þór Hermannsson formaður LMF, Hrólfur ölvisson og Óiafur Guömundsson skólastjórnar maöur I MR (Ljósm.:Jón). Þing Landsambands mennta- og fjölbrautaskólanema: Vlkingur Arnórsson læknir, Rebekka Rán og Baltasar þegar fyrsta mynd hans var sett upp á Barnaspitalanum. Jólakort Hringsins Eins og undanfarin ár, gefur Kvenfélagiö Hringurinn nú Ut tvö ný jólakort til styrktar Barnaspitaia Hringsins. A ööru kortinu er mynd af glugga I Bessastaðakirkju „Kristnitakan á Þingvöllum áriö 1000”, eftir Finn Jónsson listmálara, en hann gaf Hringnum útgáfuréttinn. Myndin á hinu kortinu er eftir listamanninn Baltasar, viö kvæöi Jóhannesar Ur KöÚum, „Jólabarniö”. Baltasar gaf félaginu ellefu myndir sem hann geröi viö þetta kvæöi. Hafa þær veriö afhentar Barnaspltalanum til varö- veislu og prýða nU ganga þar. Hróöný Einarsdóttir, ekkja Jóhannesar úr Kötlum, leyföi fúslega prentun á visu úr kvæðinu, i kortiö. Veröið er kr. 150,- og kr. 130,- stk. og kortin veröa til sölu i Gjafahúsinu, Skdla- vöröustig 8, Hygea, Reykja- vikur Apdteki og Klaustur- hólum, Laugavegi 71. Vaxlíf Kjartans Heiöbergs Tólf leikararar í jjórum hlutverkum Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir ieikrit Kjartans Heiöberg „VAXLIF” I Hlégaröi I Mosfeilssveit, Kl. 21:00 I kvöld. Leikritið Vaxlif var fyrst sett upp i Neskaupsstað á sl. vetri. Leikstjóri nú er Sigriöur Þorvaldsdóttir og leikmynd geröi Siguröur Finnsson. Leikendur eru alls 12, en persónur þó ekki nema 4. Leikritiö fjallar um skyldur og réttindi fólks af báöum kynjum, ekki siöur þó um rétt karlmanns- ins i þessu svokallaöa karlaþjóö- félagi, eins og konur gjarnan kalla nútimaþjóöfélag. Uppfærsla leikstjórans á verkinu er nýstár- leg og veitir meiri möguleika i meðferð efnis en ella. Æfingar hafa staöiö siöan i byrju.. október og alls starfa viö uppfærsluna um 20. manns. önnur sýning á Vaxllfi verður i Hlégaröi sunnudagskvöld kl. 21:00og þriöja sýning fimmtudag 22. nóv. kl. 21.00. Ríkið borgi launa- kostnað mötuneyta Eins og kunnugt er borgar rikiö laun starfsmanna I mötuneytum fyriropinbera starfsmenn en hins vegar ekki fyrir nema í fram- haldsskólum. Þetta kemur sér akaflega illa fyrir auralitla nemendur og t.d. er áætlað aö matur I mötuneyti Mennta- skólans á Akureyri kosti um 600 þúsund krónur á þessum vetri. Mötuneytismálin voru efst á baugi á þingi Landsambands mennta- og fjölbrautaskólanema sem haldið var I Munaðarnesi dagana 27. og 28. október s.l. 1 samþykkt þingsins um þessi Sólveig ólafsdóttir Rauösokkar: Hildur Jónsdóttir Fundur um konur í stjórnmálum Rauðsokkahreyfingin boðar til opins fundar I Félagsstofnun stúdenta n.k. laugardag kl. 14. Málshefjendur verða Sólveig ólafsdóttir, formaður Kven- réttindafélags tslands, og Hildur Jónsdóttir frá Rauösokkahreyf- ingunni. Aödragandi þessa fundar er sá, aö á kvennaframboðsfundinum sem haldinn var aö Hótel Borg s.l. laugardag skoruöu Rauösokkar á Kvenréttindafélagiö aö mæta á fundi n.k. laugardag og ræöa mál sem litt voru rædd á Hótel Borg: þ.e. jafnréttismálin og aöstööu kvenna til þátttöku i stjórnmál- um. Kvenréttindafélagskonur tóku þeirri áskorun vel. Að loknum framsöguerndum þeirra Sólveigar og Hildar veröa almennar umræöur. Barnagæsla veröur i hliðarsal og veitingar i kjallara. -ih Sviðsmynd úr Vaxllfi hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Frumsýning í Mosfellssveit: mál er þvi mótmælt aö ekkiskuli kveðiö skýrt á um mötuneytismál- I framhaldsskólafrumvarpinu sen liggur núfyrir Alþingi heldur skuli þaö faliö ráöuneyti til ákvöröunar I reglugerö. Þingiö krefst þess aö mötuneytum veröi komiö upp strax I þeim skólum þar sem ekkert mötuneyti er nú starfandi og aö hiö opinbera greiöi launa- kostnaö viö mötuneyti fram- haldsskólanna en i skólum eins og MA, ML og MI er nú um 40% af fæöiskostnaöi beinn launakostn- aöur. 1 LMF eru nú um 6500 nemendur úr 12 skólum. Nýkjörinn framkvæmdastjórn situr öll i Fjöibrautaskólanum Breiðholti og skipa hana Ingi Þór Hermannsson formaöur, Guöbrandur Stigur Agilstsson, Agúst Hjörtur Ingþórsson, Hrólfur ölvisson og Gunnar Atlason. -GFr. Kópavogur: Hreyfi- auðveldað að kjósa I frétt frá bæjarfógetanum i Kópavogi kemur fram aö þeim kjósendum, sem greiöa vilja at- kvæöi utan kjörfundar, en eru hreyfihamlaöir svo aö þeir eiga óhægt meö aö komast inn á þeim stööum þar sem utankjörfundar- atkvæöagreiösla fer fram, gefst nú kostur á aö greiða atkvæöi á lögreglustöðinni i Kópavogi, en þar er opinn kjörstaöur kl. 10-15 og 18-20 virka daga, kl. 10-14 og 18-20 laugardaga og kl. 10-12 sunnudaga. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónústu skulu hringja á undan sér i sima 41200 eöa f lauta i bifreiö sinni utan viö lögreglu- stööina aö Auöbrekku 57. Veröur kjósendum bent á aö aka bifreiöum sinum inn i stóra bifreiöageymslu aftan viö lög- reglustööina, en þaöan er innan gengt aö kjörstaönum. Hjólastóll er.á staönum til afnota fyrir kjösendurna. Fulltrúi frá Ferlinefnd fatlaöra.hefur litiöá aöstæöur og taliö þetta fyrirkomulag full- nægjandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.