Þjóðviljinn - 02.12.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Page 2
f SÍÐUSTU dagana fyrir kosningar hefur mikill hiti færst i frambjóðendur og er nii hver vinnustaöurinn á fætur öðrumheimsótturmeð viö- eigandi lýðskrumi. Geir Hallgrimsson hefur ekki látið eftir sitt liggja, þótt hann sé ekki manna þjálasturað mæla við alþýðuna. Um daginn hringdi hann upp á Dagblaöiö og tilkynnti komu sina um morguninn klukkan hálf tiu. Einhver leki viröist þó vera á kosningaskrif- stofu Geirs, þviklukkan niu mætti j Albert og fór á kostum á ritstjórn- inni. Klukkan hálf tiu mætti svo Geir til leiks og stakk stirðri ásjónunni inn um dyrnar. Þá varð Albert að orði: ,,Nei, hvað, ertu vaknaöur Geir?!” BLAÐAUTGÁF A • Frjáls framtaks hefur verið með miklum blóma undanfarið. Alla vega á yfirborðinu. Ymsar raddir eru þó uppi um þaö aö fyrirtækið berist i bökkum fjár- hagslega, ogaðþeim sé illa treyst i viðskiptaheiminum. Hefur fyrir- tækið tekið til þess ráös að rukka menn fyrir viðtöl til að rétta viö fjárhagshliðina, og þykir það ýmsum undarlegt, þótt að margur forstjórinn dragi viljugur upp pyngjuna, ef slik auglýsing sem gott viðtal meö litmynd af fyrirtækinu er i boði. Þetta kemur þó flatt upp á aðra. Fyrir nokkru átti LIF viðtal við ungan rakara, sem hélt aö hann hefði himin höndum tekiö, er hann var beðinn að tjá sig um ýmis málefni. Þarna var ágætis auglýsing fyrir stofuhans áferðinni. Hann rak þó i rogastans er útgáfufyrirtækið sendi honum eintak af blaðinu og meðfylgjandi reikning fyrir viðtaúð... Aðdáendur Auðar Haralds hvunndagshetju og dálkarhöfundar hér á síðunni fer fjölgandi, þrátt fyrir afdrá11ar 1 ausar skoðanir rithöfundarins. Við á Þjóðviljanum fáum margar hringingar og bréf þar sem menn eru ósparir á að segja álit sitt á manneskjunni og pennanum Auði Haralds. Um daginn kom langt bréf, sem ástæðulaust er aö segja frá hér, nema að það endaði á ferskeytlu sem titluð var sem gamall hiis- gangur. Vísan er svona: Eina bók á auðargná er sú fáum boöin spelda laus og spjaldafá á spássi'unum loðin Já, listamannslifið er ekki tekið út með sældinni... Vantar þig eldhúsinnréttingu? Hefur þú athugað að nú er hagkvæmasti timinn til að panta eldhúsinnréttingu. Verðið lægst og kjörin best. Komið, sjáið sýnishorn á staðnum. Látið teikna og gera föst verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Athugið— Þegar pöntun er staðfest, stendur verðið. Raunhæf verðtrygging i verð- bólgunni. Húsgagnavinnustofa.Smiöjuvegi 44 Kópavogi Sími 71100 w JUA Við sitjum i Leið 3 og afkvæmi mitt spyr: ,,Af hver ju eru bjöllurnar svona hátt uppi I strætó? ” „Það er til að börn og litið fólk geti ekki náð upp að hringja ■ þeim”, svara ég ósvifin og finn geöveikina ná tökum á mér. Stundum finnst mér ég vera oröin svaka gömul. Aðallega þeg- ar þessi bráðskýri ungi spyr spurninga eins og „Mamma, voru • til bllar i gamla daga þegar þú varst litil?” Þá reyni ég að hrista * af mér hærurnar og segi þeim frá bllunum I ungdæmi minu, ástin, og sjevrolett og vörubilum og gamla strætó. „Gamla strætó? ” og ég útskýri hvað felst I gamla strætó. Hann var minni, bilstjórinn hrópaöi „Frakkastigur, Vitastig- J ur, Barónsstigur,” hálfgerðir mjólkurpallastrætóar sem stönsuðu á hverri hundaþúfu, og þá hrópaði fólkið „Játakk,” ef það ætlaði út úr vagninum. Engar bjöllur, engar tæknibrellur I ■ gamla strætó. Svo höfðu þeir eitt sinn trésæti, þannig útilokaöist unglinga- vandamálið, það var enginn sem skar göt á trésæti og grætti um- I sjónarmenn vagnánna. Þaö þurfti exi til að vinna á þeim sætum ■ og það mátti koma i veg fyrir mögulega skemmdarstarfsemi | meö skilti við innganginn: Bannað aö fara með exi i strætó. En nú eru komnir stássstofusöffastrætóar meö dinglibjöllum I þriggja metra hæð. Húrra. Fyrir alllöngu tók ég eftir að á hringleiðinni er sérlega vinsælt aö nota vagna með bjöllum I fjögurra metra hæö. M.a. ganga þessir vagnar aö Borgarspitalanum og eru mikið notaöir af fólki á batavegi á leið á slysadeild og fólki á öllum aldri að heimsækja ■ vandamenn. Þeir hljóta lika aö vera aðaltómstundagaman kvalalostasjúklinga. Siðasti hópurinn situr spenntur i sætum sínum þegar vagninn ■ nálgast Borgarspitalann. Aöflugið að stoppistöðinni fer fram I niöur svaðalega brekku með krappri beygju við endann. Það er bannaö með strætólögum að taka þennan spotta á undir 90 km I hraða. Af eðlilegri stærð! Það fer sæluhrollur um þessa afbrigöilegu þegar hinir vesælu risa úr sætum sínum.vega salt á stóru tá annars fótar, sá sem I brotnaði um ökklan fyrir fjórum vikum svifur ómarkvisst yfir * vötnunum og önnur höndin strekkist eins og teiknimyndalúka og fálmar vonlitið eftir bjölluhnappnum. Nöglin sem fólkið er búið að safna siöan það útskrifaðist er að ■ nálgast takmarkið og himnariki um leið, þegar bilstjórinn stigur J á kúplinguna, klossbremsar, skiptir um gir og tekur beygjuna ■ eins og misskilinn Nicki Lauda. Þaö fær enginn tvöfalda sjúkradagpeninga fyrir tvo brotna ökkla, farþegar á þessari leið hafa sannprófað það. Ég stundaði heimsóknir á Borgarspitalann daglega i sex vikur ■ og þaö er aöeins einn möguleiki á að komast úr vagninum á þess- ari stöð: Um borð verður aö vera hávaxinn sterkbyggður, heilsuhraustur einstaklingur með Tarzanblóð I æöum sem ætlar út á þessum stað. Annars glottir bilstjórinn i skeggiö og þeysir framhjá. Það er annarlegt að sitja þarna og telja örvæntingar. Andlitin bera þess greinilega merki að flestir vildu frekar spenna , öryggisbeltin en hætta lifi eða limum með þvi að hringja. Enda i biða allir eftir að einhver annar standi upp og geri þaö. Einn daginn varð mér ljóst að það ætlaði enginn annar út þarna og það tók mig ekki langan tima að ákveða að ég ætlaöi • ekki að klifa stöngina né stlga upp i sætið. Þaö er ekkert öryggis- net I strætó. Svo ég stakk hausnum fram undan sætinu, righélt mér meö höndum og fótum og æpti eins og i gamla strætó: „Játakk, ég ætla út hér, gjörusovel.” • Alveg bims hleypti bilstjórinn mér út, og siðan nota ég gamla lagið ef mér sýnist sem lif mitt muni liggja við. Og við erum komin aö kjarnanum. Ég hef ekki hugmynd um1 , hversu hár hundraðshluti farþega eru bönn, smávaxið fólk eða ■ gamalmenni sem af heilsufarsástæöum geta ekki dinglað eins og apakettir og hringt bjöllu sem er jafn langt burtu og tunglið. Flest börn klifra upp I sætið til aö dingla og um leið fussa og sveia ■ allir fullorðnir I vagninum, sjá þessa illa uppöldu grislinga, I troðandi með skitugum skónum þar sem fólk á að sitja. Þessi börn kynntust ekki gamla strætó og hafa hreint ekki at- I hugað að það er hægt að æpa af lifs og sálar kröftum. ■ Ég vildi spyrja sem rétthafi 149 1/2 cm og sem málssvari þess- I ara grófu barna: Hvurn djöfulan sjálfan er bjallan I strætó að I gera þarna uppi? Hvar er hugvit hönnuðarins? Datt honum ' aldrei i hug að aðrir en handboltamenn notuðu strætó? Ég ætla ! bara að vcma aö öll börn eignist gaddaskó til aö fara á i strætó, I kannski sætaástin fái þá mennina til að færa bjölluna þangað I sem viö smáfólkið getum náð til hennar án þess að stofna lífi , okkar I hættu. Ég kem ekki auga á neina skynsamlega ástæðu fyrir bjöllu- hæðinni nema ef vera skyldi að innflytjandi vagnanna hafi | einkaleyfi á beinbrotaumbúðum. • En þaö er ekki aöeins i strætó sem er meinlegur við börn og fólk I sparnaðarstærðum. Heimurinn er hannaður fyrir fullorðna og við sem aldrei náðum réttri stærö eða erum á leiðinni þangað fáum að finna fyrir þvi. Og þaö er þreytandi.Um daginn sentist ég inn hjá Tómasi aö kaupa gorkúlur og túmata, og þar sem ég er frek og vil velja minn mat sjálf, teygði ég mig i skálina með sveppunum. Neglurnar kröfsuöu i botninn, sveppirnir glottu ofan af brúninni niður til min. Ég hneggjaði: „Hvi eru þessir sveppir staðsettir þar sem fólk af eðlilegri stærð nær ekki til þeirra?” Stúlkan leit niður til min og öskraði af hlátri. En mér var al- vara. Er ekki kominn timi til aö fullorðiö fólk uppgötvi að þaö getur rétt höndina niður þangaö sem barnið nær upp?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.