Þjóðviljinn - 02.12.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 1 Haukur Helgason ritar um vinstri stjórnina, milliflokkana og Sjálfstæðisflokkinni j ' Óskadraumur íhaldsins er almenningi hrollvekja Kratabroddarnir sátu frá upphafi að svikráðum við vinstri stjórnina Éger einn þeirra sem tek ekki mikið mark af skoðunarkönn- unum þeim sem siðdegisblööin hafa birt um úrslit væntanlegra Alþngiskonsinga. böermérljóst að þær gefa nokkra visbendingu og eitt hefur mér þótt vera sér- staklega athyglisvert. Um þaö bil þriðjungur kjósenda virðist enn vera óráðinn um hvaða flokk þeir ætla að kjósa. Þrátt fyrir þá stað- reynd að allir flokkarnir hafa nú i fyrsta sinnið gert sitt ýtrasta til að tjá sig persónulega til kjós- enda með fjölmörgum heimsókn- um á vinnustaði. Að sjálfsögðu beini ég orðum minum til allra kjösendaen þó fyrst og fremst til þess þriðjungs þeirra, sem ekki ijafa gert upp hug sinn. ' Allir vita um aðdragandann að myndun vinstri stjórnarinnar i fyrra. Alþyöubandalagiö og Alþýðuflokkurinn unnu mikiö á en ihaldið og Framsókn töpuöu. Þessi úrslit voru bein afleiðing þess að rikisstjórn þeirra var bú- in að halda þannig á málum, að fyrirsjáanlegt var stórkostlegt atvinnuleysi og áframhald óða- verðbólgunnar. Fulltrúar verka- lýðssamtakanna gerðu kröfu um að mynduð yröi vinstri stjórn og hétu slfkri stjórn fulltingi. Eftir mikið samningaþóf Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Framsóknar tókst að mynda stjórriina. Það er vitaö mál að þegar þrir aðilarsemja þá verður hver og einn þeirra aö gefa eftir eitthvað af slnum áhugamálum, það er i raun ekki eðlilegt að einhver einn fái öllu ráöiö. Þannig varð Alþýðubanda- lagið þvl miður að gangast inn á að um sinn væri ekki minnst á herinn á Miðnesi né NATO — og voru þó hér um að ræða ein helstu áhugamál flokksins. bó var sam- ið um að stjórnarsamningurinn skyldi endurskoðaður innan eins árs m.a. vegna þessara tveggja mála. Framsókn sem hafði tapað svo miklu I kosningunum var guðs lif- andi fegin aö fá að taka þátt i myndun rikisstjórnar, Alþýðubandalagið gekk af heil- um hug að samningsgerðinni, en hið sama var ekki hægt að segja um Alþýðuflokkinn. Vilmundur Sighvatur, Bragi og nokkrir fleiri þingmenn flokksins, aö ógleymd- um Gylfa Þ. Gislasyni, greiddu atkvæði gegn þátttöku flokksins i rlkisstjórninni. Astæðan var aug- ljós. Þeir vildu samvinnu við ihaldið. Þeir vildu nýja Viðreisn- arstjórn. Vinstri stjórnin var við völd i 13 mánuði og allan timann sátu þessir aðilar á svikráðum við hana, veittu henni aldrei vinnu- frið, brugguöu henni I raun og veru banaráð. 1 september sl. hófst svo loka- atlaga þessara ráðamanna Alþýðuflokksins gegn rikisstjórn- inni. Sú atlaga var skipulögð og framkvæmd i samráöi við ihaldiö enda varð áframhaldiö i sam- ræmi við það. Atlagan var I þvi fólgin að flokksstjórn kratanna ákvað að ráöherrar flokksins skyldu hreinlega hlaupast undan merkjum. Magnúsi ráðherra og velflestum forystum önnum flokksins I verkalýðshreyfingunni þótti þetta vera ábyrgðarleysi og mótmæltu enengu tauti var kom- ið við Vilmund og hans menn. A brott skyldi hlaupist. Allir vita áframhaldið. Minni- hlutastjórnkratanna var mynduð fyrir náð ogatbeina ihaldsins. Og svo veröur kosiö eftir nokkra daga. Kratarnir hleyptu upp vinstri stjórninni til þess að geta komist i sængmeð ihaldinu. Mörgum kann að þykja undarlegt að flokkur sem kennir sig við jpfnaðarstefnu skuli vilja tengjast Ihaldsflokki. En þetta er ekki svo einkennilegt ef að er gáð. Viðhorf þeirra ungu manna sem ráða flokknum i dag er ekki viðhorf jafnaðarmanns- ins. Þeir urðu ekki þingmenn vegna þess að þeir höfðu barist fyrir hagsmunum hins vinnandi manns. Vilmundur varð þing- maður vegna þess að hann hafði skrifað greinar i fjölmiðla og lýst þar átakanlega allskonar spill- ingu sem hann ætlaði sér að upp- ræta, tveir aðrir þingmanna höfðu komið vel fyrir á sjón- varpsskjánum. En svo þegar til alvörunnar kemur þá reynast þeir óraunsæir og þeim verður litt Ur verki. Tökum Vilmund sem dæmi. Hver man ekki eftir skrifum hans um dómskerfið, þar sem allt átti að vera maðksmogiö. Hvað gerir svo maðurinn þegar hann er orðinn dómsmála- ráðherra? Hreint ekki neitt. Jú, reyndar. Hann tilkynnti valds- mannslega að hann ætlaði að kalla fyrir sig dómara Hæstarétt- ar. Kannski hann hafi komið þvi i verk en af þvi fara engar sögur. Þaðbylur hæst i tómum tunnum. — 0 — Um Framsókn langar mig tU að segja þetta: Enginn vafi leikur á þvi að þúsundir af kjósendum flokksins eru einlægir samvinnu- menn, en innan flokksins eru Uka ákaflega sterkir aðilar sem eru hreinræktaðir auðhyggjumenn. bessvegna getur flokkurinn verið vinstri flokkur og hægri flokkur, allt eftir þvi sem vindurinn blæs. Þegar tU átaka kemur i flokkn- um milii vinstri og hægri aflanna þá ræður minn gamli skólabróðir og vinur, Ólafur Jóhannesson, ekki alltaf ferðinni. Ég veit sjálf- ur slikt dæmi. En ég viðurkenni fúslega að ég vU endilega að hann nái kosningu enda er á þvi enginn vafi. En hitt vU ég undirstrika, að annar mað- ur listans, Guöihundur G. Þórar- insson, er harðsviraður hægri sinni — og þessvegna má hann aUs ekki ná kosningu. Ef svo færi þá hefði ihaldið sterkt haldreipi innan Framáóknarflokksins. —0— bað eru tvær meginástæður fyrir þvi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti flokkurinn i landinu, allt frá þvi að núverandi flokkaskipan hófst. Hin fyrri er sú að flokkurinn hefur alla tið hampað þvi að þjóð- inni að hann væri „flokkur allra stétta” en — hin slðari er að flokkurinn ræður yfir vfðlesnasta blaði landsins, Morgunblaðinu, sem i tima og ótima hefur básún- að þessakenningu — með miklum árangri þótt ótrúlegt sé. En um daginn braut flokkurinn blað í sögu sinní. Hann birti stefnuskrá sina: Leiftursókn gegn verðbólguá forsiðu Morgun- blaðsins. Þessi stefnuskrá er ákaflega merkilegt , sögulegt plagg. t henni er flokkurinn á óbeinan en mjög skilmerkilegan hátt að tilkynna þjóðinni að hann sé hættur að vera^flokkur allra stétta” og þar með er hann i raun að nema i burtu möguleikann á þvi að halda áfram að vera stærsti flokkurinn I landinu. Flokkurinn er nefnilega að til- kynna svoskýrt sem hugsast get- ur að hér eftir gæti hann eingöngu hagsmuna auðhyggjumanna. Og ennfremurerhannaö tilkynna að nú skal reiða hátt til höggs. Innan sviga get ég sagt að þeg- ar ég las um hina miklu leiftur- sókn þá trúði ég varla minum eig- in augum. Af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði nokkru áður lesið grein i bresku timariti um stefnuskráfrúarinnar, sem ræður nú stefnu breska thaldsflokksins. Og sú kona, hún Margret Thatcher, hefur ekki farið dult meðþá skoðun sina að berja skuli á verklýðssamtökunum, að létta skuli sköttum af auðmönnum og auðfélögum, að draga skuli úr samneyslu, að selja beri þau íyrirtæki sem eru i eigu rikisins, að öll gjaldeyrisviðskipti skuli verða frjáls. Það er engin tæpitunga hjá þessari frú Thatcher, sem á sin- um tima varð fræg fyrir að hefja feril sinn sem menntamálaráð- herra með þvi að afnema mjólkurgjafir til skólabarna. En það er heldur engin tæpi- tunga sem ihaldið hér heima tal- ar. Tökum nokkur dæmi úr plagg- inu um leiftursóknina. D.Afnema skal skatta vinstri stjórnarinnar. 2) . Niðurgreiðslur verði stórlega lækkaðar. 3) . Akvarðanir um vexti verði færðar frá rikisvaldinu til markaðarins, einstakra banka, sparisjóða, fyrirtækja og einstaklinga. 4) . Fella skal niður núgildandi lagaákvæði um vfsitölubind- ingu. 5) . Verðlag verði gefið frjálst. 6) . Samningar um kaup og kjör verði gerðir á ábyrgð laun- þega og vinnuveitenda. 7) . Stóriðja skal aukin svo um munar. Athugum litillega hverjar af- leiðingarnar yrðu ef þessar áætl- anir fhaldsins kæmust til fram- kvæmda. Skattarnir sem vinstri stjórnin lagði á voru fyrst og fremst skattar sem lagðir voru á stærstu fyrirtækin i landinu, um það bil 10 miljarðar króna. Þessi fyrirtæki höfðu þvi sem næst verið laus við að greiöa skatta. En hinir nýlögðu skattar voru hagnýttir til þess að bæta hlut hins vinnandi manns með ýmsum hætti. Lækkaðar niðurgreiðslur þýða að sjálfsögðu að hinar niður- greiddu vörur myndu hækka i verði. í stað þess að mjólkin kost- ar i dag segjum 250 kr. literinn þá myndi hann hækka i segum 350-400 krónur, og aðrar niður- greiddar vörur i samræmi við það. < Eins og eftirspurn eftir fjár- magni er i okkar þjóðfélagi i dag þá myndu „frjálsir” vextir auð- vitað þýða að þeir myndu stór- hækka. Og þykir nú flestum nóg að gert i sambandi við vaxta- hækkanir Seðlabankans, sem raunar er kapi'tuli út af fyrir sig, Ef visitalan yrði slitin úr sam- hengi við launakjör þá myndi skapast óskaplegt ástand hjá öllu launafólki þessa lands, svo óbæri- legt að varla er til þess hægt að hugsa. Það gefur auga leið að ef verð- lag yröi gefið frjálst myndi vöru- verð hækka. Allir vita að núver- andi verðlagseftirlit gerir mikið gagn þrátt fyrir að fjárveitingar til þesserumjögskornarvið nögl. Rikið er orðinn það stór þáttur i atvinnulífinu, bæði beinlinis sem vinnuveitandi en ekki siður óbein- linis með margvfslegum hætti, að útilokað er að ganga frá samning- um um kaup og kjör án afskifta þess. Auknar framkvæmdir á sviði stóriðju þýöir ekkert annað en . Framhald á bls. 25

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.