Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Eysteinn S^orvaldsson og Árni Bergmann bókmenntir ./ 1- Hvað er hægt að skrá á bækur? Indriði G. Þorsteinsson: Unglingsvetur. Almenna bókafélagið. 207 bls. Unglingsvetur lýsir nokkrum mánuðum I lifi ungs manns um það leyti sem höfundur sjálfur er 17 ára og óskrifað blaö i tilver- unni. Sagan er reyndar mjög tengd ferli Indriða sjálfs og hæg- ur vandi að greina i sögunni al- þekktar persónur af Akureyri — eða hver mun ekki kannast við þann „menningarmann” sem kallaður er Jón Bekkmann, og er að þýöa Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck? Sagan er samt ekki eins miðsækin og titt er um endurminningaskáldsögur og veldur þar mestu um að Indriði skiptir oft og reyndar mjög lipur- lega um sjónhorn. En sú aðferð kemur ekki i veg fyrir að unglingurinn, Agúst er hann nefndur, er i miðjum vef sögunn- ar og getur vitað allt sem þar er sagt eða gefið til kynna. Tíðinda- leysið i ýmsum köflum sögunnar minnir einnig miklu fremur á endurminningar en hefðbundna skáldsögu. Tónn þessarar sögu er blandinn trega. Ekki aðeins vegna þess að „þau ár eru liðin og koma aldrei aftur” heldur ræður þar miklu um saga sambýlismanns Agústs, Lofts Keldhverfings, sem hverf- ur úr heimi eftir röð atvika, sem leiða hvert af öðru, en gætu vel verið háskalaus hvert um sig. Vegna þess aö ungur maður sér stúlku i glugga fer hann á ball að eltast við hana. Vegna þess að hann fór þangað lenda þau saman upp á divan; barn er af stað farið. Vegna þess að stúlkan Ólöf er ólétt gerist galgopinn Loftur ábyrgur og alvörugefinn — og ákveður að gerast leigubilstjóri — m.a. vegna þess að herbergis- félaginn Ágúst veit um bil sem verður i framboði. En vegna þess aö Loftur er stoltur og neitar að láta aðra bilstjóra auðmýkja sig með undarlegri inntöku- serimóniu, þá hættir hann við og fer suður að selja bilinn. Og þess vegna er hann á heimleiö i flugvél — sem ferst. Hvað er sagt með þessari sögu annað en að vaktar séu upp nokk- uð angurværar hugleiðingar um grimma duttlungasemi dauðans? Það er ekki gott að vita. Lýsing á Lofti Keldhverfingi er góð og gild svo langt sem hún nær — og sama má segja um ýmsar per- sónur aðrar, ekki sist móður Ágústs sem á erfitt með að fóta sig I annarlegu framferði bæði „menningarmanns” og unga fólksins þá á dögum. Indriði G. Þorsteinsson hefur oft sýnt að hann er fagmaður kunnáttusam- ur og svo er enn. Það má til dæm- is segja þessari sögu sérstaklega til hróss, að þar hefur höfundur losað um samtöl persónanna, þau eru ekki eins þvinguð og til- ætlunarsöm eins og stundum áður þegar persónurnar reyndu hver sem betur gat að keppa við Guö- rúnu ósvifursdóttur eða véfrétt- ina i Delfi. En hitt getur svo orðið nokkurt umhugsunarefni hve langt Indriöi gengur einmitt i þessari sögu i þvi að dempa allt niður, segja sem fæst, afdrama- tisera. Indriði G. Þorsteinsson Þetta sem nú er sagt leiöir hugann fyrst og fremst að unglingnum Agústi. Söguveturinn lendir hann i ýmsum manndóms- raunum: að fara á sveitaball og misheppnast kvennafar, að kynn- ast ögn menningunni og læra viskidrykkju, að lenda i kröggum i vetrarferð, að heppnast kvenna- far — undir lokin er bilpróf á dag-. skrá. í sjálfu sér skipta hin ytri atvik ekki mestu: við vitum að Ágúst lifir það skeið sem er merkilegt og mun ráöa miklu um framtið ungs manns — svo framarlega sem honum tekst að sneiða hjá dauðadæmdum flug- vélum. En hér er eins og höfundur reisi allhátt skilrúm milli lesand- ans og aðalpersónu sinnar. Hann takmarkar mjög upplýsingar frá honum, hleypir forvitnum ekki upp að honum, lætur okkur eins og virða hann fyrir okkur úr fjarska og jafnvel með aðstoð bergmálsmælinga. Útkoman verður sú, að Agúst söguhetja er hér um bil jafn óskrifað blað við lok sögu og i byrjun hennar (þótt svo það sé ljóst að hann ætlar ekki að gleyma þýðanda Steinbecks). Og þótt það sé að sjálfsögu engin synd að afdramatisera þá er hægt að leggja sig svo mikið eftir þeirri iðju, að lesandanum finnist að lokum hann sitji uppi með full dauflega bók. Hér er ekki aðeins á ferð ein- hver feimni gagnvart endur- minningaforðanum. Engu er lik- ara en að höfundur hafi lent I mikilli vantrú á möguleikum orð- anna, kannski á möguleikum bók- mennta yfir höfuð, eða eins og segir um ástir Lofts Keldhverf- ings (bls. 147): „Þetta var hinn lokaði heimur nýs trúnaðar milli karls og konu, öllum óviðkomandi nema þeim tveimur, byggður upp af tilfinn- ingum, sem hvorki uröu skýrðar né sagðar nema i einhverjum blaðrandi skáldskap, sem varð að hafa orð yfir allt, lika það sem einungis var snerting og tilfinning og timi, sem aldrei var hægt að skrá af neinu viti i bækur.” Vantrú af þessu tagi getur auð- vitað verið kreppueinkenni á ferli höfundar. En þar með er ekkert fullyrt um það hvort sú kreppa verði til góðs eða uppgjafar gagn- vart þvi verkefni að færa i orð þau tiðindi sem gerast. Allavega eru slik „kreppueinkenni” skárri en sjálfumgleði þeirra höfunda, sem finnst aö þeir hafi fangið fullt af bókmenntalegum úrræðum og geti þeir hespað af i snarhasti hverju tilefni til að setja saman bók sem flýgur i greipar þeirra. AB Ó, margspælda fjöregg Þórarinn Eldjárn: Erindi 75 bls. Iðunn, 1979. Siöan fyrsta bók Þórarins Eld- járns, Kvæði.kom út fyrir 5 árum hefur hann skemmt þjóðinni með kvæðum og rimum.Þessi sérstæöi hagyrðingur hefur nú sent frá sér nýja kvæöabók og er stundum griöarlega skemmtilegur sem fyrr. Kvæöunum er skipt i fjóra meginkafla. Yrkisefni hans eiga mörg hver rætur I þjóðsögum, lifshlaupi fólks á ýmsum tlmum, smáborgaraskap og öðrum mein- semdum samtimans. Hann smiðar úr þessu hefðbundna texta meinlegt ádeiluskop og hermikvæði, stundum i bur- lesque-stil. Mér finnst reyndar kimnin og hæðnisádeilan ekki eins friskleg og markviss I Erindum og Kvæðum. Þó er margt i hinni nýju bók meinfynd- ið og haglega gert t.d. „Ara- fræði”: kvæðiö sneiðir að fræða- grúski Ara fróöa en hátturinn minnir á Aravisur Stefáns Jóns- sonar. Siðasta erindið er svona: En Ari hann var ekki öldungis geldur og aðferðin þróaðist hratt: — Það sem sannara reynist það höfum við heldur ef hvorugt er satt. I kvæðum bókarinnar rekst maður ööru hverju á stef og hend- ingar frá gömlu skáldunum. Þessar visanir koma jafnan á óvart og vekja hnyttileg við- tengsl. Hagmælska hefur leikið margt islenskt skáldefni grátt. Ekki hef ég samt trú á þvi aö Þórarinn Eldjárn þjáist af hagmælsku. Miklu fremur sýnist mér kveð- skaparmáti hans vera einhvers konar ásetningshandverk. Enginn skyldi vanmeta ánægjuna af þvi að setja saman hefö- bundnar visur eða kvæðatexta. Slikar flikur klæða vel hæðnis- ádeilu og virðast oft ómissandi fyrir hermikvæði. En annað er að yrkja svo að úr verði listrænn skáldskapur. Nú má vel vera að Þórarinn Eldjárn hafi aldrei ætlað sér annað en að vera hag- yrðingur, og er ég þá hreint ekki að gera litiö úr þeim listiðnaði sem hagmælskan getur stundaö þegar best tekst til. Samt grunar mig að sum kvæðin i Erindum, þ.e. kaflarnir „Staðir, stundir” og „Veggir”, ætli sér lika að vera skáldskapur, en þau skortir tals- verttil þess að standa undir þvi. I mörgum þessara kvæða eru vissulega smellnir sprettir og eftirminnilega orðaðar hug- Þórarinn Eldjárn myndir, en þetta kveðskaparform hefur innborna ólæknandi kvilla, s.s. hortitti, rimoröaveldi oe takt- nauðung, sem hefta hugsunina, rjúfa hana eða drepa á dreif. Þórarinn Eldjárn er forvitni- legur höfundur og enginn frýr kvæðum hans vits. Ef til vill hefur hann engan hug á að snúa sér að skáldskap I alvöru (sem er ekki það sama og að hætta að yrkja Ironisk kvæði). En ef hann gerði það er litill vafi á að við fejigjum aö kynnast skáldi. Um þaö vitnar „Kartöflumóðir” þar sem hann losar um viöjar handverksins, og það er besta kvæðið i bókinni: Ég er kartöflumóðir sem þraukaði i Þykkvabænum og þjónaði bændum. Dóttir min gullauga fetar f fótspor min. Mella, segja yngri dæturnar sem eru rauðar Islenskar. EyÞ Úr veröld Gyðinganna lsaac Bashevis Singer: Töframaðurinn frá Lúbiin. Hjörtur Pálsson þýddi. Setberg 1979. Hvað sem • annars má um Nóbelsverölaun segja, þá eru þau eitt af þvi fáa sem kemur sæmi- legum erlendum skáldverkum á islensku (hinn gerandinn er náttúrlega norræni þýðingar- sjóðurinn). Nú hefur jiddisk skáldsaga verið þýdd i heiðurs- skyni við Nóbel og Isaac Bashevis Singer hinn pólsk-amriska, sem fékk bókmenntaverölaunin i fyrra. Hrakfallabálkur er uppistaða i mörgum gyðinglegum skáldsög- um og þá ekki sist sögum Singers. Og þá er sá lánlausi shlimazl, spaugilegur og þó raunum ristur, i þungamiðju sögunnar. Einn slíkur er Jasja Mazúr i þeirri sögu sem nú hefur verið þýdd: töframaður og loddari sem hefur náð mikilli fullkomnun Isinni iðju — og svo i þvi að safna glóðum elds að höfði sér. Jasja er þess- konar schlimazlsem hefur engan frið fyrir holdsins bruna, hann svelgir i sig konur eins og alkóhólistibrennivin og kallar yf- ir sig afdrifarikar ákvarðanir sem hann getur ekki ráðið við. Þegar konur hans fjórar steypast hver yfir aðra með margskonar sögulegum hörmungum og stórslysum þá áttar hann sig allt i einu á þvi að hann hefur gleymt guöi feðranna og flýr af hólmi til að leita hans. Með öðrum orðum: hér er ekki einungis fjallað um holdsins háskasamlegu ævintýri eins og i annarri skyldri sögu Singers, óvinirnir. Jasja Mazúr er einn þeirra gyðinga sem hafa horfið frá trú feðranna — án þess þó að geta slitið sig frá hinum gyðing- lega heimi. Hann sveiflast á milli trúar og trúleysis — en það sem hann þó fyrst og fremst saknar þegar á reynir er sú sameign sem gefur hinum skeggjuðu frændum hans kjölfestu — „andlegt föðurland, saga og von”. Og þangað leitar töframaðurinn frá Lúblin undir lokin — af sama ofstopa og hann áður naut kvenna og annarra lystisemda. Singer er kannski reikull I gyöingdómi eins og söguhetja hans — en hér fær enn einu sinni staðfestingu sá boðskapur hans, að gyðingur geti ekki undan þvi vikist að kannast við uppruna sinn — annars hefur hann týnt niöur einhverju sem ekki verður úr bætt. Það er mjög lofsvert framtak að gefa Islendingum kost á þvi að kynnast dálitið hinum undarlega Isaak Bashevis Singer heimi austurevrópskra gyðinga, heillandi og öfgafullum, heimi sem nú er horfinn en lifir sótt- heitu lifi I bókum Singers. Hjörtur Pálsson hefur vandað sig við þýðingu og tekst margt vel, þótt þvi veröi ekki neitað, að margt hefur farið forgörðum þegar hin kynlega blanda sem jiddiskan er hefur gengiö I gegnum ensku og yfir I mál Egils og Snorra. Og eins og kannski mátti búast viö getur maður ekki verið sáttur við allar þýðingar á hlutum og fyrirbærum úr gyðinglegum heimi. Ég held t.d. það sé réttara að kalla „tallit” bænasjal en ekki bænaskikkju. Heldur finnst mér álappalegt að kalla heder „trúnemaskóla”. Kristnar skvisur hétu „schikse” á jiddísku, og það orð hefur mikið annan keim en „heiðingjastelpa” sem Hjörtur notar. Það er lika óþarft að kalla grafreit Gyðinga „kirkjugarð”. Og ég hélt lika að „shuvuos” væri laufskálahátið — en ekki „hvitasunna” — aldrei mundu vinir vorir gyðingar taka mark á þvi að heilagur andi hafi komið yfir postula Krists. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.