Þjóðviljinn - 02.12.1979, Síða 15

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Síða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Úr töskum fjölþjóðahringa # Aðferðir auðhringa til að ná yfirráðum yfir orku- lindum og hráefnum þjóða eru býsna fjölbreyttar. Lesendur Þjóðviljans fengu smjörþefinn af hernaðaráætlun ALUSUISSE í frétt er birt- ist i blaðinu þ. 29. nóvem- ber, en þar lýsti stjórnar- formaður auðhringsins því yfir, að „grípa verði tæki- færin, koma á vinsamleg- um samböndum og styrkja jákvætt viðmót. öðru hverju verðum við einnig að veita takmarkaðan f járhagsstuðning." • Aðferðir auðhringanna í þessu sambandi eru ýmislegar: Hugmynda- fræðileg herkænska: Að efla neysluhyggju, drepa trú á innlenda atvinnuvegi, styrkja trú á samvinnu „vestrænna þjóða" (Bilderberg, NATO) eða með beinni tilvisun til efnahagslegrar samvinnu (EFTA, EBE, OECD). Stjórnarfarsleg herkænska auðhringanna kemur fram í stuðningi við ákveðna stjórnmálaf lokka, sem trúlegastir nru til að greiða götu þeirra. Pólítisk itök auðhringa á íslandi eru margvisleg. Þessi grein er engin tæmandi skýrsla um þau mál, en bent er á bein og óbein itök fjölþjóðahringa i stjórnsýslu, félagssamtökum, fyrirtækjum og stofnunum. Mantrust og r Island Bandariski stórbankinn Manu- facturers Hanover Trust, sem i daglegu tali nefnist MANTRUST, rekur veruleg viðskipti við Island. Aðalbankast jórinn Gabriel Hauge hefur jafnframt verið stjórnarformaður auð- hringsins ÁMAX (sjá grein i Sunnudagsblaðinu þ.ll. nóv. sl.) og stjórnarmeðlimur i Council of Foreign Relations (CFR), öflugri „frimúrarareglu” 1400 hvitra Bandarikjamanna undir stjórn David Rockefeller, bankastjóra Chase Manhattan Bank. CFR er maðal áhrifamestu einkastofn- ana á utanrikisstefnu USA. MANTRUST hefur átt veruleg viðskipti við Island i heilan Itök erlends fjármagns í íslenskum samtökum og stjórnsýslu mannsaldur og starfsmenn bank- MANTRUST, Sig. S. Binder 1 við- ans koma til Islands með nokk- tali við Morgunblaðið þ. 30. april urra mánaða millibili, upplýsti 1977. Hann var þá hér á ferð aðstoðar-varaforseti ásamt varaforsetanum William Stjórnunarfélag fslands og erlendir auðhringir FJÖLÞJÓÐA AUÐHRINGIR IBM CORP. (USA) SWISS ALUMINIUM ELKEM- SPIEGER VERKET (NORWAY) EIMSKIP IBM á Islandi ISAL COLDWATER CORP: (USA) SEAFOOD CORP. (USA) JárnblendU félagið Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna S S Höröur Sigurgestsson Ottó A. Michelsen Ragnar Haildórsson Jón Sigurðsson Á Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson Erlendur Einarsson - J 1 Framkvæmdaráð STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS. Innlendir aðilar MYND2: Yfirlitiösýnir tengsl framkvæmdaráös Stjórnunarfélags Islands við erlenda auöhringi. Ofangreindir menn eiga aliir sæti i framkvæmdaráðinu og eru allir æöstu yfirmenn sinna fyrirtækja. OIl fyrirtækin eru sfðan fulltrúar eöa i eigu erlendra aðila. — Stjórnunarfélag er ætlaö að eigin sögn að „efla og stuöia aö vis- indalegri stjórnun, hagræðingu og almennri hagsýslu I hvers kon- ar rekstri einstakiinga, félaga og hins opinbera.” Geta skal þess, aö fleiri einstaklingar sem eiga aöild aö fram- kvæmdaráöi S.t. er hér getið og eru þeir aðilar merktir á mynd- inni sem „innlendir aöilar”. G. Blake og aðstoðarmanni þeirra, Lezlo Adams. Þeir félagar sögðu ennfremur i sama viðtali: „Við eigum hér nokkra stóra viö- skiptavini svo sem Seölabankann, Landsbankann, Landsvirkjun, Loftleiðir og ísal auk annarra smærri. Við erum viðskiptabanki Loftleiða I Bandarikjunum og að- stoðuðum þá í samvinnu viö Eximbank viö kaupin á tveimur DC-8 þotum.” Ogeinnig: „Viö önnumst einnig bankaviðskipti fyrir tsal, sem stafar aðallega af þvi að við erum helzti viöskiptabanki móöurfyrir- tækis þess, Alusuisse, i Banda- rikjunum”. I við talinu segir Mr. Blake, að MANTRUST hefði ekki lánað jafn mikið fjármagn til neinnar þjóðar eins og tslendinga, ef miðað væri við höfðatölu. Þá kemur einnig fram i viðtaí- inu, að bankastjórinn og stjórnar- formaðurinn i AMAX Gabriel Hauge sé af norrænum ættum, svo og John Waage varaforseti bankastjórnar, og ,,sé það megin- ástæðan fyrir þvi að MANTRUST hafi átt mikil viðskipti við Norðurlöndin og þá sérstaklega tsland.” Köngulóin í netinu MANTRUST á viðskipti við Seðlabankann, Landsvirkjun, Loftleiðir og ISAL. Stór hluti þessara virkjana eru lánavið- skipti. (sjá ennfremur mynd 1). Jóahnnes Nordal er aðalbanka- stjóri Seðlabankans. Jafnframt er hann stjórnarformaður Lands- virkjunar, auk annarra embætta sem tengjast erlendu fjarmagni. Eins og fram hefur komið i greinaflokki Sunnudagsblaðsins um tsland og erlenda auðhringi, er Jóhannes sá maður sem hvað mest hefur beitt sér fyrir þátttöku erlendra auðhringa í islensku at- vinnulífi. MANTRUST fjármagnar að hluta starfsemi ÍSALS og er helsti viðskiptabanki ALUSUISSE i Bandarikjunum. ÍSAL er dóttur- fyrirtæki ALUSUISSE og kaupir raforku af Landsvirkjun sem er aftur lántakandi hjá MANTRUST. MANTRUST hefur ætíð hvatt til aukinna virkjanaframkvæmda, uppbyggingar erlendrar stóriðju hérlendis og frekari alþjóðlegri útþenslu Flugleiöa. Aukin umsvif af fyrrgreindu tagi skapa lána- þarfir og styrkja þarmeð fjár- málaveldi MANTRUST. Flugleiðir eru miklir skuldu- nautar MANTRUST. 1 stjórn Flugleiða situr Halldór H. Jóns- son arkitekt, sem jafnframt er stjórnarformaður ISALS og á sæti i stjórn Eimskips, sem annast ál- flutninga fyrir tsal og bandariska herinn. Þá er Halldór ræðismaður SVISS i Reykjavik frá 1964. Halldór er einnig formaður sam- einaðra verktaka s.f. frá stofnun 1951 og sat i stjórn tslenskra Aðalverktaka. Óttar Möller fyrrv. forstjóri Eimskips á einnig sæti i stjórn Flugleiða. Einar B. Guðmundsson lög- fræöingur, sem nú er látinn, sat bæði i stjórn Flugleiða og Éim- skips. Málflutningsskrifstofa hans átti að vera milligönguaðili milli bandariska auðhringsins Sunnudagur 2. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 ísland og erlendir audhringir 4. grein „Félaginu er ætlað að efla áhuga á og stuðla að visindalegri stjórnun, hagræðingu og al- mennri hagsýslu i hvers konar rekstri einstaklinga, félaga og hins opinbera og vinna að sam- vinnu þeirra, sem slikan áhuga hafa, að bættum atvinnuháttum og aukinni framleiðni með þróun verklegrar menningar og vax- andi velmegun fyrir augum”. Hörður Sigurgestsson, fyrrv. framkvæmdastj. fjármálasviðs Flugleiða og núverandi forstjóri Eimskips er formaður Stjórnun- arfélags tslands. Litum nánar á framkvæmda- ráð félagsins. (Sjá mynd 2.) Þar sitja: Ottó A. Micheisen eigandi og forstjóri Skrifstofuvéla h.f., sem er stærsti innflytjandi skrifstofu- véla hérlendis. Hann hefur frá 1946beitt sér fyrir að teknar yrðu i notkun hér á landi stórvirkar vélar á sviði skrifstofu- tækni, enda aðalumboðs- maður IBM skýrsluvéla og tölva til 1968. Frá þéim tima hefur IBM á tslandi verið rekið sem úti- bú IBM CORP. (USA) og er Ottó A. Michelsen forstjóri útibúsins. Ottó hefur einnig um langt skeið verið endurskoðandi Verslunar- ráðs. Að undanförnu hafa verið mikil blaðaskrif um einokun IBM á tölvumarkaðnum hérlendis og þeirrar óvenjulega miklu fyrir- greiðslu sem auðhringurinn IBM hefur fengið. Fyrirtækið hefur þegar orðið tilefni fyrirspurna á alþingi og hefur tillaga til þings- ályktunar verið flutt i þessu sam- bandi. Úr hernum í álið Ragnar Halldórsson forstjóri tSALs á einnig sæti i fram- kvæmdaráði Stjórnunarfélagsins, og fyrrum formaður þess. Hann er þar að auki varaformaður Verslunarráðs og hefur verið einn af 16 manna framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands tslands og fulltrúi tSALs á ársþingi Fé- lags isl. iðnrekenda, en tslenska álfélagið var tekið inn i þann fé- lagsskap sem fullgildur aðili þótt erlendi auðhringurinn ALUSUISSE eigi tSAL eins og það leggur sig. Að tala um ISAL sem islenskt iðnfyrirtæki er grát- broslegt, þegar haft er i huga að öll aðföng félagsins eru flutt inn og öll framleiðsla þess flutt út. Ragnar Halldórsson er verk- fræðingur að mennt, og starfaði sem slikur hjá bandariska flug- hernum á Keflavikurflugvelli 1956—59, yfirverkfræðingur 1959- 61 og framkvæmdastjóri verk- fræðideildar bandariska flotans 1961-66. Hann var ráðinn tækni- legur framkvæmdastjóri tslenska álfélagsins frá 1. jan. 1967. „Margur ágirnist meira en þarf’ Jón Sigurðsson fyrrum ráðu- neytisstjóri, núverandi forstjóri tslenska Járnblendifélagsins, er einnig i framkvæmdaráði Stjórn- unarfélags tslands. Eins og mönnum er kunnugt er Járn- blendifélagið i 51% eigu islenska rikisins en 49% eigu norska auð- félagsins Elkem-Spiegerverket. Jón vann einnig um árabil hjá Alþjóöabankanum. Jón varð þjóðfrægur maður þegar hann var ráöuneytisstjóri og sendi út opið bréf til undir- manna sinna og annarra rikis- starfsmanna haustiö 1977 þar sem hann áminnti þá á föðurlegan hátt að krefjast ekki hærri launa en rikið hafði þegar boðið þeim. Bréfið endaði með þeim frægu orðum: „Margur ágirnist meira en þarf.” A þeim tima var Jón meðal hæstu embættismanna rikisins. Ekki var unnt fyrir blaöamenn að ná i Jón vegna um- mæla hans á þessum tima, en Hjörtur Torfason lögfræðingur varð að svara fyrir hann og sagði að bera þyrfti undir stjórnarfund að segja frá launum Jóns sem forstjóra Járnblendiverksmiðj- unnar. Hjörtur Torfason er einn af huldumönnunum i islenskri stjórnsýslu og viðskiptum við er- lenda auðhringa. Hann er hæsta- réttarlögmaður, stjórnarformað- ur Islenska Járnblendifélagsins, endurskoðandi IBM frá upphafi hérlendis, endurskoðandi Kisil- iðjunnar, sem er að hluta til er- lent fyrirtæki i eigu Johns-Man- ville. Hörður hefur verið ráögjafi Jóhannesar Nordals um árabil i samskiptum við erlend fyrirtæki og átti sæti i samninganefnd r i k i s s t j ó r n a r i n n a r við ALUSUISSE á sinum tima. Til gamans má einnig geta þess að Hjörtur Torfason er yfirkjörstjóri i Reykjavik. Ítök auðhringa fara vaxandi Að lokum má nefna þá Eyjólf Isfeld Eyjólfsson forstjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Erlend Einarsson forstjóra SIS, en báðir sitja i framkvæmda- nefnd Stjórnunarfélags tslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um þessa þjóðkunnu menn, en minna má á hin fjölmörgu embætti Er- lends Einarssonar: Hann er for- maður stjórnar Samvinnubank- ans, formaöur stjórnar Sam- vinnuferða, formaður stjórnar Osta- og smjörsöiunnar og for- maður stjórnar Lifeyrissjóðs Sambands islenskra samvinnufé- laga. Þær stofnanir, félagasamtök og einkaaðilar sem nefndir hafa ver- ið i þessari grein eru dæmi um tengsl erlends fjármagns og is- lenskra aðila. Þaö er þó langt i frá að greinin sé tæmandi. ttök er- lends auðmagns og fjölþjóða- hringa fara vaxandi hérlendis og áhrifa þeirra gætir á æ fleiri svið- um: i stjórnsýslu, félagssamtök- um, fyrirtækjum hvort sem þau eru opinber eða i einkaeign. Reynsla undanfarinna ára hefur einnig sýnt hvernig ásókn auð- hringa breytist eftir stjórnmála- ástandinu i landinu. Hinir afleitu samningar voru gerðir á tima viðreisnarinnar og þá var þrýst- ingurinn frá hinum ýmsu fjöl- þjóðafyrirtækjum sem mestur. Það má þvi segja aö úrslit kosn- inganna nú um helgina muni móta framtiðarstefnu tslendinga i virkjunarmálum og hvort hér eigi aö risa erlend storiðja. Þetta er fjórða og siðasta grein- in um Island og erlenda auö- hringi, en þær fyrri hafa birst i Sunnudagsblaðinu þ. 11. nóvem- ber, 18. nóvember og 25. nóvem- ber. Texti Ingólfur Margeirs- son Ríkisstjórn \ \ \ k ' <$f/ ► MANTRUST Council of Foreign Relations Seðla bankinn AMAX E 1 ALUSUISSE Lanasvirkiun FLUGLEIÐIR Halldór ÍSAL H. ) Jónsson Þannig samtvinnast erlendar og innlendar valdastödvar MYND 1: Yfirlitið sýnir tengsl erlendra og islenskra valda- stöðva og helstu einstaklinga sem tengjast þessum stöðvum. Kassarnir sýna stofnanir og fyrirtæki, hringirnir persónur. Pilurnar með dollaramerkinu sýna fjárflæði, tvöföldu iinurnar bein tengsl og aðild, en brotin lína óbein eða óljós tengsl. Manufactures Hanover Trust, bandariski stórbankinn sem vanalega gengur undir nafninu MANTRUST, er helsta lánastofn- un tslands I USA. Bankinn veitir Seðlabankanum, Landsvirkjun, ÍSAL, og Flugleiðum Ián. Þar að auki er MANTRUST helsti banki ALUSUISSE, móðurfyrirtækis ISALs, Gabriel Hauge aðal- bankastjóri MANTRUST er I stjórn CFR og hefur verið stjórn- arformaður i auðhringnum AMAX. Jóhannes Nordal er aöal- bankastjóri Seðlabankans og stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, Halldór H. Jónsson er stjórn- arformaður ISALs, á sæti i stjórn Flugleiða og Eimskips. Axel Einarsson er lögfræðingur ISALs, á sæti i stjórn Flugleiða og Eim- skips, og átti að vera milligöngu- rnaður AMAX og Jóhannesar Nordals. AMAX og Jóhannesar Nordals. (sjá grein um AMAX sunnudags- blaðinu 11. nóv. s.l.) Sonur Ein- ars, Axel Einarsson hefur nú tek- ið við störfum föður sins, þar á meðal lögfræðingsstörfum fyrir tSAL. Verslunarráð Fulltrúar erlends fjármagns hérlendis eru i hinum ýmsu félagssamtöku'm, sem aftur eru aöilar erlendra al- þjóðasamtaka. Þannig er það t.d. með Verslunarráð Islands, sem tekur þátt i margs konar alþjóð- legri samvinnu verslunarráða og situr t.a.m. þing Alþjóðaverslun- arráðsins. 1 stjórn Verslunarráðs eiga sæti meðal annarra Ragnar Halldórs- son forstjóri tSALS, Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM og Hörður Sigurgestsson fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flugleið- um en núverandi forstjóri Eim- skips. Hver meðlimur Verslunarráðs hefur atkvæðafjölda miðað viö árgjald og hefur eitt atkvæöi fyrir hverjar’þúsund krónur, sem hann greiðir i árgjald. Það sem at- hyglisverðara er, er að árgjaldið er miðað við aðstöðugjöld sem viðkomandi greiðir. Þetta skýrir etv. valdaaðstöðu ISALs i Verslunarráði, og þá áráttu Verslunarráðs að gera is* lenskt vinnuafl hagkvæmara fyrir erlenda vinnukauDendur. Stjórnunarfélag íslands Sum félagssamtök hérlendis virðast sanka að sér fleiri fulltrú- um erlendra aðila og auðhringa en önnur. Gott dæmi um þetta er Stjórnunarfélag tslands, sem stofnað var 24. janúar 1961. Um tilgang félagsins segir i fyrstu grein félagslaga:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.