Þjóðviljinn - 02.12.1979, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Qupperneq 19
Hersýning i Austur-Berlin: — Þaö er hvorki hægt aö brjóta niöur sannfæröan kommúnista né sann- færöan kristinn mann. B.: Ég held aö meö greiningu minni á opinbera sósialismanum sé búiö aö gera útaf viö DKP á hinu fræöilega sviöi. Sp.: Vesturþýski rithöf- undurinn og umhverfisverndar- sinninn Carl Amery álitur þig laumugræningja (Græningjar eru þýsku umhverfisverndar- sinnarnir kaliaðir). B.: Þar skjátlast honum ekki. En þaö hefur ekki i för meö sér aö ég sé ekki marxisti. Fyrst þarf að tryggja að siömenning okkar verði ekki eyðingu aö bráö. Þá er kannski hægt að færa hana nær samfélagslegum hugsjónum minum. Sp.: Gætirðu hugsaö þér aö ganga inn i hreyfingu græningja, eins og austur-þýski heimspek- ingurinn og kommúnistinn Wolf- gang Harich, sein nú býr í Austurriki? Gætiröu hugsaö þér að standa við hlið umhverfis- verndarmanna i kosninga- baráttunni 1980? B.: Fyrst um sinn vil ég aðeins segja þetta um kosningarnar: Ég mun reyna aö átta mig gaum- gæfilega á þvi hvað ég verð að gera til að leggja minn skerf af mörkum til að koma i veg fyrir sigur Strauss (frambjóðandi afturhalds- og ihaldsmanna við kosningarnar). Sp.: Þýöir þaö aö þú mundir ganga svo langt aö ráöieggja Bahrosinnum aö kjósa SPD? B.: Enn sem komiö er get ég ekki dæmt um þaö. Strauss er mjög þýðingarmikill, á þvi leikur enginn vafi. Að öllum likindum myndi hann ekki fara mikið öðru visi að en núverandi stjórn. Það sem þarf að koma i veg fyrir er þessi sálræna hægrisveifla sem myndi hindra okkur i aö þoka vitunarlegum undirbúningi undir nýtt samfélag áleiðis. Sp.: Miklar þú ekki þig og áhrifamátt þinn fyrir þér? Kommúnistar hafa varla nokkur áhrif á vestur-þýska kjósendur. Óttast þú ekki aö veröa gleymsk- unni'aö bráö eftir nokkurra vikna sýningu uns þin veröur ekki minnst nema i fámennum hópum vinstri manna? B.: Ég vonast til að geta flúið þau örlög. Ég vona þaö, en engu að siður getur reyndin orðið sú. 1 það minnsta er ég ekki reiðubúinn til að endurskoða afstöðu mina af hreinni tækifærishyggju. Þess utan er kommúnistanum Rudi Bahro merkimiöinn „kommúnisti” ekkert sáluhjálp- aratriði. Ég get fuilt eins kallað mig sósialista. Marx gerir engan grundvallarmun á sósialisma og kommúnisma. Sp.: Þann greinarmun gera menn hins vegar hér i Sambands- iýöveldinu. B.: Ég mun bregöast viö þvi ef til þess kemur. Það virðist mér ekki aðalvandamáliö. Ég þarf ekki að endurtaka i sibylju að ég sé kommúnisti. Ég mun aldrei afneita þvi sem ég meina meö þvi prði. Ég get orðaö þetta öðruvisi: Éf SPD væri flokkur á borð viö japanska Sósialistaflokkinn... Sp.: Hvernig er hann? B.: 1 timariti Þýska Alþýðu- lýðveldisins um utanrikismál, Horizont, sá ég einu sinni grein um japanska sósialistaleið- togann, félaga Asukata. Hann sagði að það sem máli skipti væri friðsamleg, lýðræðisleg bylting gegn einokunarauðvaldinu. Þvi oröalagi er ég öldungis sammála. Sp.: Evrópukommúnistarnir meö Italina og Spánverjana i broddi fylkingar beittu sér fyrir þvi hjá Sós. Ein. aö þú yröir látinn iaus. En þeir lýstu ekki stuöningi viö hugmyndir þinar. Enn sem komið er hefur nær engin umræöa oröiö meöal kommúnista um „Valkostinn”. Eru þér þaö mikil vonbrigöi? B.: Ég haföi vonast til aö inni- haid bókar minnar hlyti betri viötökur hjá þessum flokkum. En ég hef i þaö minnsta á þvi fullan skilning aö itöisku og spænsku koinmiinistarnir skuli ekki taka stefnu sem heföi í för meö sér formleg slit tengslanna viö Moskvu. Það væri fráleitt. Sp.: Þó Evrópukommúnistarn- ir ræði Bahro þarf þaö ekki að hafa i för meö sér slit tengslanna við Moskvu. B.: Þvi er nú einu sinni þannig farið að flokkarnir á ttaliu og á Spáni eru staddir á þeim vega- mótum þar sem þeir verða að kveða hátt og skýrt uppúr með það sem þeir eru i raun þegar farnir að haga sér eftir: Við ætl- um okkur ekki til samfélags af sovéskri eða austur evrópskri gerö. Viö stefnum til sósialismans hér, hvaö sem það kann aö þýða seinna, einmitt eftir þessari leið friösamlegrar lýðræöislegrar byltingar gegn einokunarauð- vladinu. Markmiö okkar á ekkert skylt við félagsgerö austur- evrópskra þjóöfélaga, að ekki sé nú talaö um pólitiska kerfið. Þessa eindregnu yfirlýsingu eru Evrópukommúnistar enn sem komið er ekki reiöubúnir til aö gefa. Sp.: Hefuröu sambönd meöal Evrópukommúnista? B.:Ekki enn sem komiö er. En ég býst við þvi að þeir séu alltént reiðubúnir til að ræða viö mig. Gagnvart Evrópu- kommúnistunum hef ég aðeins einni skyldu að gegna: Ég ætla að eiga hlut að því aö brúa þá gjá sem myndaðist i sósialiskri hreyfingu 1917/18. Sp.: Aö sameina sósíaldcmó- krata og kommúnista? Hverjum ætti þá SPD aö sameinast? B.: Þessi spurning á fyllilega rétt á sér! En að öðru leyti vil ég ekki úttala mig um það nú. Sp.: Þýöir þetta aö þú ætlir þér aö skapa þaö afl meö þvi aö sam- eina hina óháöu vinstrihreyfingu um þig? B.: Eiginlega er þess vænst af mér, að ég taki þátt i þvi starfi. Sp.: Hvernig er hægt aö hugsa sér þetta? Ætlaröu aö stofna flokk? Núna, jafnvel fyrir kosningarnar á næsta ári? B.: Ég var rétt að koma núna. Akvarðanir um pólitiska stefnu verö ég að taka núna — og ég mun taka þær nú þrátt fyrir allar áhætturnar sem þvi eru samfara. Það getur oröiö mér að falli. Allt getur farið á versta veg. Sp.: Viö spyrjum enn: Er þaö ætlunin aö skapa SPD sósialiskan bandamann? B.: Þið eruð þrjóskir. Allt i lagi: Eitthvað slikt hef ég i huga. Sp.: Útfrá hvaða stööu? Sem sjálfstæöur fræöimaöur sem ööru hvoru kveður sér hljóös meö rit- geröum, greinum, eöa nýrri bók? B.: Ég hef enga útpælda hug- mynd um hvernig sá pólitiski gangráður gæti starfað. Það verður aö koma i ljós. Sp.: Peter Glotz, menntamála- ráðhcrra Berlinar, vill útvega þér prófessorsstööu viö Berlinarháskóia (FU). Væri þaö skynsamlcgur vettvangur fyrir Þ'g? B.: Ég berst ekki fyrir slikri stöðu. Ef ég ætti nú eftir að reyna, að þess konar kennarastaða væri hentug til þess að vinna pólitiskt ... en ég voga mér ekki að vona það. Þá er ég lika kominn i opin- bera þjónustu, eða hvað? (Skv. vestur-þýskum lögum veröur fólk i opinberri þjónustu að lýsa trúnaði viö stjórnarskrána. Rót- tæku fólki hefur með marg- vislegum hætti verið gert ill- mögulegt að starfa i opinberri þjónustu; aths. þýð.) Sp,: Geturöu ekki hugsaö þér að vera embættismaöur Sambands lýöveldisins? B.: Ó ekki! Sp. Viö hvaða hópa hafðirðu samband viö uppbyggingu nýrrar sósialiskrar hreyfingar? Ætlar þú þér um Vestur-Þýskaland sem farandfyrirlcsari? Getur maöur átt von á ávarpi, áskorun til fri- þenkjardi vinstrisinna um aö íylkja sér um Rudolf Bahro? B.Til erfjöldi hópa og smáhópa á vinstrikantinum. Cr fjarlægð virðast mér þeir allir uppteknir við hefðbundnar fræðipælingar af aðskiljanlegustu tegundum. Mér getur skjátlast um þetta. Um þær pælingar má endlaust rifast. Og menn gætu rifiö mig i sig á meðan ég leitaöi mér að pólitiskum samastaö. Þess i stað hugsa ég að ef mér tækist nú að koma fótum undir pólitiskar hugmyndir sem standa ágreiningsefnunum fram- ar, mætti e.t.v. ná samstöðu um eitthvað. Sp. Þú vilt sumsé vinna upp stefnuskrá sem gæti oröiö sam- nefnari innbyrðis striöandi vinstrihópa? B. Já fræðilegan útgangspunkt. En siðan pólitiskan samnefnara um linurnar sem liggja i átt til þess sem við i raun viljum. Sp. Aform um að sameina vinstrisinna utan SPD hafa hing- ^ aö til strandaö á sjálfumgleöi vinstrihópanna. B. Það veit ég vel. Ég hafði heldur ekki treyst mér persónu- lega til sliks verks. En mér finnst einfaldlega spjótin standa á mér til þessa starfa. Þess er einfald- lega vænst af mér. Og þvi verö ég að reyna og þora — lika með þá hættu yfir höfði að biða pólitiskt skipbrot. Sp. En hvernig sem allt veltist veröur þú aö lifa af einhverju. Nú varstu viöskiptaráöunautur i Þýska Alþýöulýöveldinu. Geturöu hugsaö þér aö fara einn góöan veöurdag út i viðskipti í vestur- þýska kapitalismanum? B.Þetta er hreinasta fjarstæða. Sp. Viö þökkum þér fyrir sam- Sunnudagur 2. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 u * 11 tx" ■ POST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða simvirkja/símvirkjameistara við mælistofu landssimans. Helstu verkefni verða m.a. fjarstýring á jarðstöð, eftirlit og mælingar á innan- lands- og utanlands simasamböndum svo og á sjónvarpsrásum. Fyrirhugað er að vakt verði allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. Kópavpgskaupstaður Kf Verkf ræðingar — T æknif ræðingar Stöður deildarverkfræðings i áætlanadeild og deildartæknifræðings i framkvæmda- deild hjá bæjarverkfræðingi Kópavogs eru lausar til umsóknar. Nánari upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur i sima 41570. Umsóknarfrestur er til 15. des. nk. Bæjarverkfræðingur. r' r' 9.24 1 <£S <S> "P SXJOli & SPESÍUR 400 g smjör 500 g hveiti 150 g ílórsykur Grófur sykur. HnoÖið deigið. mótið úr þvi sivaln- inga og veltið þeim uþp ur grófum sykri. Kælið deigið til næsta dags. Skerið deigið i þunnar jafnar sneið- ar, raðið þeim á bökunarplötu (óþarfi að smyrja undir) og bakiö við 200 C þar til kökurnar eru Ijós- brúnar á jöðrunum. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN "q •Q __®> <s> y SMJObL FINNSKT KAFFIBRAUÐ 375 g hveiti 250 g smjör 100 g sykur V? egg eggjahvita afhýddor, smátt skornar möndlur steyttur molasykur. Hafið allt kalt, sem fer i deigið. Vinnið verkið á köldum stað. Myljið smjörið saman við hveitið, blandið^ sykrinum saman við og vætið með egginu. Hnoðið deigið varlega, og látið það biða á köldum stað i eina klst. Út- búið fingurþykka sivalninga. Skerið þá i 5 cm langa búta. Berið eggja- hvituna ofan á þá og dýfið þeim i möndlur og sykur. Bakið kökurnar gulbrúnar, efst í ofni við 200 C i . ca. 10 min SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN Os/a-cf/ 4/st/oléfí/ast v 9 Os/fí~ cs/ 4sn/ðíéaám /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.