Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 20
20. SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Gallerí Lóa Sióustu áratugina hefur myndlistin æ meir sett marksittá menningarlíf- iö hér heima. Sífellt koma fram nýir menn og sýna myndverk sín; sumir lifa lengur aórir skemur i list- inni. islendingar taka i auknum mæli þátt í sýningum erlendis og auk þess vitum viö af nokkr- um islendingum sem stunda myndlist sina bú- settir á erlendri grund. Holland hefur síðustu ár- in verið eitt þeirra landa sem islendingar hafa margir hverjir dvaliö viö myndlistarnám eöa myndlistariökun um tima og þrír íslenskir mynd- listarmenn hafa veriö bú- settir og starfandi í Amsterdam um árabil. Þetta könnumst við nú flest viö/ en hitt vita sennilega færri aö frá 1976 hafa islendingar rekiö sýningarsal i Holl- andi — ,,Galleri Lóa". Opnun sýningar Nlelsar Hafstein í Galleri Lóu 1977. Starfsemi íslenskra myndlistarmanna í Hollandi Auk islensku myndlistar- mannanna, sem staðið hafa að rekstri Lóu, er svo einií aðalfor- svarsmaður starfseminnar hol - lenski myndlistarmaðurinn Kees Visser, sem ýmsir hér kannast nú sjálfsagt við, þvi hann hefur verið með annan fót- inn á islandi siðastliðin ár. Nú í október siðastliðnum hafði ég samband við þá Kees Visser og Ólaf Lárusson til að fregna nánar af þessu starfi i Hollandi. Það var auðsótt mál og siður en svo að erfitt væri að fá þá til að tjá sig um Lóu sina. Opnun gallerísins Tildrögin að stofnun Lóu voru þau að árið 1976 hafði Kees til umráða hús i Haarlem, — borg i nágrenni Amsterdam — og hafði flogið i hug að opna þar sýningarsal. Hann viðraði þessa hugmynd sina við Ólaf ein- hverntima er þeir sátu og dreyptu á guðaveigum i þvi flata Heigi Þ. Friðjónsson i Lóu voriö 1978. og blauta Hollandi. Það varð úr að þeir ákváðu að hrinda hug- myndinni i framkvæmd. Galleri Lóa var svo opnað i október 1976. Er það nú ekki að bera i bakkafullan lækinn að stofna eitt galleriið enn i Hollandi? Jú, þeir félagar kváðu að nóg væri af galleriunum i Hollandi en i Haarlem var svotil ekkert um nýjar sýningar, etv. vegna nálægðar við Amsterdam. Þar er eitt ihaldssamt safn og litið gert af þvi að sýna þar eitthvað áhugavert. Auk þess eru flest hollensku galleriin rekin með gróðasjónarmið i huga, þ.e. sölugalleri sem hirða um 30% af söluverði þeirra verka sem seld eru á sýningum. Markmiðið með starfsemi Lóu var ekki að græða á sýningum,og þá sjaldan verk voru seld þar tók galleriið aðeins um 15%. Hugmyndin með Gallerii Lóu var að örva nýlist. Þeir félagar kynntu sér nýja list i sem flest- um löndum, völdu svo út nöfn Texti: Sigrún Ragnarsdóttir sem þeir könnuðust við og leist vel á og buðu listamönnum að sýna i Galleri Lóu. Ekki var um „ritskoðun” að ræða, en þó var reynt að sýna eingöngu það sem stóðst gæðakröfur þeirra sem ráku sýningarsalinn. Val á sýningarefni var ekki einskorð- að við neina eina ákveðna stefnu, heldur stefnt að þvi að hafa sem mesta breidd i verk- efnavali. Starfseminni svipar þannig nokkuð til þess sem við sjáum i Suðurgötu 7 hér i Reykjavik. Eins og sagt er hér að framan var Galleri Lóa opnað i október 1976 og þá með sýningu Hol- lendingsins Pieter Mol sem sýndi það sem hann kallaði „ljóðrænar hugmyndir” (poetical concept). Siðan komu sýningarnar hver af annarr^og til að gefa smáhugmynd um hvað Galleri Lóa hefur haft á boðstólum verður hér greint frá nokkrum af sýningunum sem þar voru fyrsta árið. Á eftir Pieter Mol var Þjóð- verjinn Ludwig GosewitE með sýningu sem hét „leikur að dularfullum visindum” (play with mystical science). Gose- witz er sennilega þekktastur fyrir ljóð sem hann hefur skrif- að og gefið út i bókum svipuðum þeim sem Dieter Rot hefur gert. Niels Hafstein fékkst við strúkt- úralisma með aðstoð sniðteikn- inga úr Vogue. Englendingurinn John Liggins sýndi ljósmyndir, en svotil sama sýning var sett upp i Suðurgötu 7 i september 1977. Frakkinn Besson sýndi lika ljósmyndir, einskonar árs- annál i eigin lifi. 1 hvert sinn er hann kom á nýjan stað tók hann mynd, þessum myndum var svo raðað saman i lóðréttar linur og litbrigði þeirra höfð i anda við- eigandi árstiðar. Þessi sýning var svo i Suðurgötu 7 sumarið 1977. Gabor Atalai sýndi „red-y- made” myndir, bæði málverk og ljósmyndir. Gabor Atalai hefur einnig sýnt hérlendis, einkasýning i SÚM 1971 og á samsýningu SÚM á listahátið 1974. Einn gerningur (performance) var framinn i Galleri Lóa i Haarlem. Það var ungverski flóttamaðurinn Nikolaus Urban sem það gerði en hann er lika einn þeirra sem sýnt hafa á Islandi — samsýning SUM á listahátið 1974. Fyrsta starfsár sýningar- salarins sýndu alls tiu lista- menn verk sin þar. Ýmsir óþekktir Hollendingar byrjuðu feril sinn með þvi að sýna i Galleri Lóa, en margir þeirra hafa haldið fjöída sýn- inga síðan og eiga nú verk á Stedelijk, hollenska nútima- listasafninu i Amsterdam, svo segja má aö þetta hálfislenska galleri hafi verið þeim stökk- pallur til frægðar og frama. Lóa f luttog stækkuð Starfsemin i Haarlem gekk vel, gagnrýni blaða var ætið mjög jákvæð og opnanir fjöl- sóttar,en samt fór það svo að að- standendum Lóu þótti staður- inn of einangraður.auk þess sem sýningarsalurinn var i minna lagi. Galleri Lóa var þvi flutt til Amsterdam þar sem það tók til starfa i tvisvar til þrisvar sinn- um stærra húsnæði við Bloem- gracht nálægt miðborginni. Engin breyting varð þó á starfseminni við aðsetursskipt- in. Allar stefnur áttu greiðan aðgang að salnum svo fremi að verkin stæðust kröfur um gæði. Við val á sýnendum studdust Lóu-menn mikið við persónuleg sambönd og einnig við listtima- ritið Shmuck. Þetta tímarit var unnið á þann hátt að listamenn gerðu sérstök verk fyrir ákveðið blað og voru kynntir á þann hátt. Timaritin voru gjarnan til- einkuð einhverju ákveðnu efni^ t.d. var eitt timarit islenskt, annað ungverskt eitt tékkóslav- iskt o.s.frv., eða fjallað var um ákveðið tema, s.s. „mail art” „concret poetry” eða annað. Útgefandi Shmuck, list- fræðingurinn David Mayor, hef- ur þvi miður hætt útgáfunni. Honum þótti listaheimurinn orðinn svo leiðinlegur að hann sneri sér að öðrum áhugamál- um sinum. Sem stendur mun hann vera að velta fyrir sér pýramidum og að leita að vatni með trjágrein. En þetta var nú útúrdúr. 2. september 1978 var svo Galleri Lóa opnað i Bloem- gracht með sýningu Magnúsar Pálssonar með verkum sem m.a. eru nú á samsýningu lista- manna á Kjarvalsstöðum. Næstu tvo mánuði var salurinn svo lokaður vegna peningaleys- is og andleysis aðstandenda. Sýningar'79 1 janúar 1979 var svo opnað á ný með sýningu Þuriðar Fann- berg (Rúri) og á eftir henni komu sýningar þeirra Sergy Spitzer, Birgis Andréssonar, Sef Peters, Arna Ingólfssonar og Kees Visser. Nú i lok september var svo ljósmyndasýning Hol- lendingsins Robin van Harre- veld, „11 skilgreiningar” þar sem hann sýndi hvernig ljós- myndin höfðar ekki til þess hvað hún er, heldur til þess hvað hún sýnir. Nú stendur þar yfir sýn- ing Hollendingsins Thcun Hocks sem fæst við „poetical concept”. Aðstandendur Lóu Auk þeirra Kees Visser og Ólafs Lárussonar stóðu að rekstri Galleris Lóu þau Guðrún Þorkelsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn Harðar- son og Þuriður Fannberg, en allar fjárhagslegar skuldbind- ingar hafa alltaf verið i höndum Kees Visser. Galleri Lóa þótti merkilegt fyrirtæki og sýningar góðar og athyglisverðar, ekki hvað sist fyrir þá sök að ekki var um gróðastarfsemi að ræða, heldur tilraun til listkynningar. Þrátt fyrir góðar móttökur mun Galleri Lóa hætta störfum i febrúar 1980 og öll gögn þess munu renna til Nýlistasafnsins islenska. Að lokaorðum minum geri ég svo tilvitnun sem Kees þuldi yfir mér hér um daginn: „Gagn- rýnendur eru þeir sem áttu mjög góða bernsku og þjást enn af þvtog listamenn eru þeir sem áttu slæma bernsku og þjást enn af þvi.” Frá sýningu Arna Ingólfssonar i Lóu. Frá sýningu Birgis Andréssonar I Lóu 1979 „half the galery doubles the wcrld”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.