Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tgefandi: Útgáfufélag l»jrtftviljans Kramkvæmdastjori: Kiftur Bergmann Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harftardrtttir l msjónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóftsson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöftversson Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson. Guftjón Friftriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H Gíslason. Sigurdór Sigurdórsson Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurftsson lþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson C'tlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson Handtita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar Safnvorftur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriftur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson Skrifstofa : Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsla: Einar Guftjónsson, Guftmundur Stemsson, Kristln Péturs- dóttir Slmavarsia: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavfk.sími 8 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Að láta ekki baslið smækka sig • Það er ekki nema rétt sem Sveinn Einarsson bendir á í grein sem birtist nú í vikunni, að í stjórnmálaumræðu undanfarinna mánaða hefur ekki farið mikið fyrir því, að flokkar og forystumenn hafi lýst afstöðu sinni til menningarmála, reifað hugmyndir sínar um menn- ingarstef nu. Að vísu er umræða um markmið og leiðir og örlæti samfélagsins allvirk að því er varðar skóla og einnig dagvistarmál, með öðrum orðum að því sem varðar fræðslu og uppeldi nýrra kynslóða. En miklu sjaldgæfara er að stjórnmálamenn taki sig á og reyni að leggja fram hugmyndir um stefnumótun að því er varðar skapandi menningu, flutning og túlkun listar. Vmsir stjórnmálamenn hafa reyndar sýnt vissan áhuga á tilteknum þáttum menningar, en sá áhugi reynist alla jafna víkjandi eiginleiki í togstreitu um prósentur og öðru sem fylgir verðbólgustríðinu mikla. • Það er líka rétt hjá Þjóðleikhússtjóra, að þótt oft sé menningarstarfsgetið meðhlýlegum orðum við hátíðleg tækifæri, þá vantar alla fylgni í þá ræðu. Það hef ur til að mynda láðst að gera almenningi sæmilega Ijósa grein fyrir því að menningarviðleitni sé annað og meiri en hálfgildings lúxus, einskonar slaufa á saltfiskinn, svo notað sé orðalag úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness. Menning, einkum það líf sem listir vilja lifa, verður í al- mennri umræðu ýmist skrautfjöður eða hálfgerður óþarf i, sem kannski er ekki hægt að vera án, en er ekkert sérstakt fagnaðarefni, hvað þá lífsnauðsyn. Ekki bætir það úr skák, að hægrisinnar af ýmsu tagi hafa gert sitt til að eyðileggja alla umræðu um menningarstefnu, ein- faldlega með því að blása sér upp rauðar hættur í hverju skúmaskoti listanna: hjá þeim verður sjálft hugtakið stefnumótun í menningarmálum að lævísu samsæri úr húsakynnum alræðisins eða þá Svia, og eru þeir sýnu verstir og háskalegastir. • Þessar aðstæður, sem og það, að menn vilja helst að þeirsem starfa að menningarmálum hafi sjálfir forystu í stefnumótun, gera það að verkum að stjórnmálamenn taka sjaldan til máls um þessa hluti, nema í anda almennrar óskhyggju eða til hátíðabrigða sem fyrr var nefnt. En stjórnmálamenn gera annað: þeir móta vissa afstöðu til menningarstarfsemi á f járlögum, þeir ráða því hvert er það örlæti, eða öllu heldur hver er sú níska sem samfélagið sýnir þeim sem leika, skrifa, spila, f ilma, skipuleggja söf n og þar fram eftir götum. Og þær tölur sem við blasa í fjárlögum eru óhugnanlega mælskar. Sveinn Einarsson bendir á það i fyrrnefndri grein sinni, að á þeim f járlögum sem lögð voru fram í haust var gert ráð fyrir því að útgjöld ríkisins næmu um 330 miljörðum króna. Af þeirri upphæð rennur aðeins tæplega hálft prósent til skapandi menningarstarf semi i landinu. Sú upphæð segir tvennt í senn: að menningin hef ur ekki reynst íslendingum dýr lúxus, og svo það, að við höf um í verki verið afskaplega nánasarlegir við þann þátt þjóðlíf sins sem við þó helst viljum vitna til þegar við þykjumst vera sjálfstæðir og þjóð meðal þjóða. • Á krepputímum gerist það að tregða og niður- skurðarviðleitni fer dauðri hönd um allan þjóðarlíkam- ann með þá hugsun við stjórnpall, hve mikið sé hægt að kæla einstaka þarta niður án þess að þeir visni alveg. A þeim tímum sýnist óráðsía að mæla með örlæti til handa þeim sem ekki skaða neitt það sem étið verður eða drukkið. Engu að síður teljum við brýnt að taka í fullri alvöru undir áskorun til stjórnmálamanna, sem nú þurfa bæði að afgreiða f járlög og berja saman ríkisstjórn, að þeir láti basliðekki smækka sig, hrekist ekki undan verð- bólgunni í þessum málum, heldur standi uppréttir og sýni menningunni hollustu, ekki aðeins í orðum heldur og í þeim veruleika sem f járhagslegt örlæti við menningar- starf sýnir. Ragnar Arnalds, fyrrum menntamálaráð- herra hef ur sagt það væri eðlilegt að hækka þessi f ram- lög um helming. Því ekki það? —áb 8. og 9. launafl. — En hver eru laun sjúkra- liöa? — Byrjunarlaun sjúkraliöa eru i dag 290.679 þús. það er 2. þrep i 6. flokki. Hæstu laun þeirra sem vinna hjá rikinu eru 335.071 þús. á mán. baö er 3. þrep i 9. flokki. Sjúkraliðar sem vinna hjá Reykjavíkurborg eru einum launaflokki neöar eöa i 8. flokki og mánaöarlaunin þar eru 321.960. þús. — Þessi launamunur er afar óeölilegur og stjórn Sjúkraliöa- félagsins fór þess á leit i haust viö stjórn Starfsmannafélags Reykjavikurborgar aö hún leit- aöi eftir samræmingu á launa- töxtum sjúkraliöa Þaövar gert, en launamálaráö borgarinnar jhafnaöi beiöninni á þeim for- sendum aö nú væru samningar lausir. Of stutt nám — Hvaö er sjúkraliöanámiö ilangt? — Þeir sem vilja veröa sjúkraliðar geta valið um tvær leiöir. Annars vegar er það einn vetur á heilsugæslubraut i framhaldsskóla og siöan eitt ár i Sjúkraliðaskólanum, og hins vegar tveir vetur á heilsugæslu- braut og 8 mánaöa verkleg þjálfun á spitala. — Þetta er stysta sérnám á landinu og satt að segja er það alltof stutt miðaö viö starf sjúkraliöa. Viö vinnum öll al- menn hjúkrunarstörf undir stjórn hjúkrunarfræðinga og eins og gefur aö skilja er korn- ungt fólk allt niöur i 18 ára aldur illa i stakk búiö aö sinna þessum störfum með svo litla menntun og þjálfun að baki. Hjúkrunar- nemar mega á hinn bóginn ekki hefja nám fyrr en 18 ára aldri er náð. — Sjúkraliðar þyrftu lika aö eiga kost á framhaldsmenntun, en svo er ekki. Viö höfum hingað til aöeins getað sótt endur- menntunarnámskeiö sem eru ágæt út af fyrir sig, en þau eru engan veginn fullnægjandi. Harðnandi stéttaátök? — Eru sjúkraliöar ánægöir meö laun sin? — Nei, þeir eru mjög ánægöir meö þessi laun og hafa fullan hug á aö heröa kjarabaráttuna. Viö meö tveggja ára nám aö baki erum t.d. lægra launuö en fólk i störfum þar sem engrar menntunar er krafist umfram grunnskólapróf. Sem dæmi get ég nefnt fangaveröi, en er samt alls ekki aö segja aö þeir séu neitt ofsælir af sinum launum. beir byrja i 7. launaflokki og komast i 10. flokk eftir þrisvar sinnum 20 tima námskeiö. Þeir eru þvi einum og tveimur flokk- um hærri i launum en sjúkraliö- ar, sem verða aö vera i skóla i tvö ár áöur en þeir hefja störf. — Nú eru flest félög meö lausa samninga. Býstu viö harðnandi stéttaátökum á næstunni? — Ef aö lfkum lætur verður róöurinn þungur hjá launa- mönnum i komandi samninga- lotu. En meginkrafan hlýtur aö vera sú aö hægt sé aö lifa sóma- samlega af átta stunda vinnu,en þvi fer fjarri núna Lægstu mánaöarlaunin innan BSRB eru 264.946 þús. Það er tæpast nóg fyrir einstakling hvaö þá fjöl- skyldu. ljúka tveggja til fjögurra ára námi ýmist frá sérskóla eöa háskóla til að öðlast starfsrétt- indi. Undirbúningsmenntun er oftast stúdentspróf eða igildi þess.Launin eru á bilinu 10. - 15. launafl. eöa frá 305.578 til 424.729 þús á mán. Hærri talan eru hæstu kennaralaun á grunn- skólastigten fjöldi kennara hef- ur lægri laun. Sigríöur Kristinsdóttir sjúkraliöi. Sigríður Kristinsd. sjúkraliði: Hærri laun, meira nám Bandalag starfsmanna rikis og bæja er meö stærstu laun- þegasamtökum landsins. Konur eru þar i mcirihluta eöa 56.2% meölima en karlar 43.8%. t stjórn bandalagsins og samn- inganefnd eru hlutföllin þó önn- ur, þar eru konurnar I miklum minnihluta. 60 manna samn- inganefnd er skipuð 45 körlum og 15 konum og i 11 manna aöal- stjórn eru aðeins 3 konur. Þctta ;r einkennilegt, sérstaklega þegar haft er í huga aö fjöl- mennar stéttir innan BSRB eru svo til hreinar kvennastéttir. Má þar t.d. nefna mestallt starfsliö sjúkrahúsa — aö und- anskildum læknum — fóstrur og grunnskólakennara. Latar konur? Sigriöur Kristinsdóttir sjúkraliöi og formaöur Sjúkra- liðafélags Islands er viömæl- andi minn I dag. — Hvernig er þaö meö þetta kvenfólk, Sigriöur, er því alveg sama um hagsmunamál sln, eöa eru konur bara svona latar? — Nei, konur eru áreiöanlega ekkert latari en karlar, enda sé ég ekki hvernig þær ættu aö fara aö þvi aö vera það, þegar um 70% giftra kvenna vinna utan heimilis. Vinnudagur þess- ara kvenna er langur og þær hafa miklu minni tima en karlar til að sinna félagsstörfum vegna skyldustarfa á heimilum sinum. Verkaskiptingin heima fyrir hefur litið breyst yfir höfuö, vinnan sjálf og ábyrgðin hvilir enn á konunum. Þetta held ég sé aðalástæðan fyrir litilli þátttöku þeirra i kjarabaráttu og félags- störfum. — En fleira kemur til. Þvi er ekki aö leyna aö konur fá ekki sömu hvatningu og karlar til aö sinna félagsstörfum og meira aö segja leggjast margir eigin- menn gegn þvi aö konurnar þeirra séu aö vasast i þess hátt- ar. Opinberlega eru konur samt ekkert að hafa hátt um að slikt, bera gjarnan viö getu-, tima- eöa vilja-leysi til aö taka aö sér stjórnunarstörf, sé eftir þvi leit- að viö þær. — Telur þú þessar fjölmennu kvennastéttir til láglaunahóp- anna? — Já, það tel ég, og miöaö viö menntun eru launin afar lág. Fóstrur og ljósmæöur, hjúkrun- arfræöingar þroska- og iöju- þjálfar og kennarar þurfa aö LAUN: Byrjunarlaun: 290.679 kr.á mán. — 6. flokkur 2. þrep. Hámarkslaun: 321.960 kr. á mán. — 8. fl. 3. þrep (Reykja- víkurborg) og 335.071 kr. á mán. — 9. flokkur 3. þrep (Ríkisspítalarnir)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.