Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SH)A 7 * mer datt það i hus Hinir reffilegu formenn hug- sjónaflokkanna komu saman i sjónvarpssal að krúnka um kosningaúrslitin. — Nú verBum við að fara að nálgast jörðina, sagði sá fyrsti. — Viö verðum að kæla okkur niður, sagöi annar — Menn verða að leggja kosn- ingaslagorðin til hliðar, sagöi þriðji, við veröum aö horfast i augu við alvöru lifsins. Sá fjórði horfði alvarlegum augum á þjóðina og sagði eitt- hvað um misheppnaðan leiftur- hernaö, en enginn skildi hann fremur en vant er. NU setjast þeir aftur undir stýri þingmennirnir okkar, þessir sigurvegarar í lotterii llfsins, aka beyglaðri og skrölt- andi drosslu kapltalismans einka/rikis/pilsfalda, fram veg- inn á glæstu slitlagi stjóriðjunn- ar. Það er biiið að telja uppúr kössunum, búið að heimsadija vinnustaöina, búið að taka I hendurnar á kellingunum I Is- birninum, nóg komið af sliku grini I bili, gangi hver að slnu. Fullgild atkvæði, þið eruð land- dýr, eðlilegur likamshiti um 37 stig á Celsi'usi! Það var annarslitið minnst á stéttabaráttuna I kosningahriö- inni. Kannski eru stéttaand- stæöurnar upphafnar, eða menn bara misjafnlega duglegir að vinna fyrir sér, einsog Leiftur- geirisegir. Ekkert eðlilegra en kaup iðnverkakonu hrökkvi varla fyrir bensininu hjá meðal- fjölskyldu i Alamó á Arnarnesi. Það er dýrt að reka hús á stærð við Alamó með tvær, þrjár fast- eignir á hjólum i hlaði. Það er von að vanti fjárfestingafé hér og þar og rekstrarlánin gufi upp og sjóðir tæmist og endar nái ekki saman. Þaö er hörmulega erfitt að vera kapitalisti á Is- landi. Hér kunna menn ekki einu sinni að umgangast list- muni. Vellauðugt fólk i hinum bestu hverfum sér engan mun á ferðamannaglfngri frá Mall- orkuog ekta, smygluðum rússn- eskum ikonum. Þaö vantar á- takanlega sameinaöan kúltúr- front hjá skárra slektinu. Og þaö er séð ofsjónum yfir öllu. Ef einhver flytur inn frönsk stil- húsgögn eða griskt marmara- gólf þá er hann talinn uppskafn- ingur. Það er ekkert grin aö vera atvinnurekandi og smekk- maður við sllkar kringumstæð- ur. Það er sálarkvöl sem ætti að borga mönnum vel fyrir að þola. Það fór eitthvað lítið fyrir sósialismanum hjá þeim heyrð- ist mér. En það er auðvitað skemmtilegra að kappræða um lús og yfirgengilega greddu einsog þeir gera fyrir vestan. Það grófasta sem ég heyrði á vinstra kantinum var eitthvað I þá veru að bæri að fækka heild- sölum. Persónulega mæli ég með rottueitri. Ólafur Haukur Símonarson skrifar Létt músík á sí Veröbólgan stefnir greinilega I heimsmetabók Guinness sem átakanlegasta tugga allra tfma. Vanti einhverntima verulegan pening I rikissjóð, þá vil ég benda Tomma á teppinu og öll- um hinum á þann möguleika aö sekta stjórnmálamenn I hvert sinn sem þeir segja verðbólga. Verðbólgan er svifin uppi hæöir goösagnarinnar. Þar situr hún og jarmar. HUn er heila- bólga sem leggst jafnt á alla, hUn er eitthvaö sem allir lands- menn bera jafna ábyrgð á, vinnuaflsseljendur jafnt og vinnuaflskaupendur, sá sem hækkar vöruna og sá sem kaup- ir vöruna á hækkuðu verði, börnin I súrefniskössunum á Fæðingardeildinni, gamal- mennin 1 á Hrafnistu, Jónlna I Umbúðasmiðjunni sem tókst að svíða 50 þúsund króna vixil Utúr bankastjóra þegar hUn keypti sér svart-hvitt sjónvarpstadci. Már Aurdal forstjóri hinnar landskunnu peningahítar sem lætur greipar sópa um Otvegs- bankann einu sinni i viku. Allt þetta fólk bera jafna og sameig- inlega ábyrgð á verðbólgunni! Hervæöist, takið þátt i kross- ferðinni á hendur Verðbólgu- Glámi, þessu yfirskilvitlega afli úr myrkrinu sem andskot- ast á þekjunni og riöur öllu á slig! Afsakið, ég kann ekki mikla hagfræði, en er það ekki rétt að sumir græði ÞRATT FYRIR verðbólgu? Kannski myndu við- komandi aðilar græða ennu meira ef verðbólgan rénaöi. Samt þekki ég persónulga fjölda fólkssem segir verðbólguna al- gjöran lifselexir I allri forretn- ingu. Aldrei gleymi ég oröum eins ágæts manns úr stétt fasteigna- sala sem var að reyna að selja mér húskofa. Hann sagði: „Verðbólgan hressir og kætir einsog Öpal, menn kaupa ótrauðir, meira og dýrara en nokkrusinni, þurfa svo að þræla einsog skepnur til að borga af draslinu, það er gott, menn hafa gott af þvi að vinna einsog skepnur, það styrkir likamann, kemur I vegfyrir tómstundir og annaö móderne sukk, skapar veltu, eftirspurn,háspennu, ger- ir þjóðina fjölhæfa þvi allir eru I tveimur þremur störfum, eykur jafnréttið I þjóðfélaginu þvi kellingarnar neyðast til að fara út að vinna, gerir bara gott þessiverðbólga,égbið til guðs á hverjum degi hún megi magn- ast og viðhaldast, kauptu eins stórhús og þú getur væni, miklu stærra en þú hefur þörf fyrir og miklu dýrara en þú ræður við, þaö borgar sig, og þú veröur hamingjusamur maður I alltof stóru og alltof dýru húsi!! AMEN! !”. Teningunum er kastað, sagði Sesar. Leifturgeiri náði ekki að kasta kosningabombunni, hún sprakk í lúkunum á honum. Þrátt fyrir allt þýðir ekki aö segja fólki að hvltt sé svart og blátt sé rautt. En það er ekki vist aö sósialistar verði enda- laust svo heppnir að eiga jafn seinheppinn andstæðing og Leifturgeira, sem af orðvörum kapltalista hér i borgvar nefnd- ur „virkasti andstæðingur frjálshyggjunnar”. Við eign- umst aldrei annan eins and- stæðing. Því miður. tandurhreinbómengað og geril- sneytt andrúmsloft pólitlskrar umræöu. Að nefna útlenda póli- tik eða hugmyndafræði þykir á- lika smekkleysa og að hrækja á gólfiö á skuröstofu Landspital- ans þarsem verið er að taka verðbólginn botnlangann úr heilli þjóð. Sú var tiðin að menn sigldu i átt til morgunroðans að saskja „Linuna” vel upp geröa einsog Björgunarsveit skáta hefði fariðum hana höndum. NU er ég ekkert að mæla með þvi að menn séu að hendast Utum allar Og þó. Mikið væri nú gaman ef Hannes Hólmsteinn kæmist til áhrifa I Leifturhernum. Þá gætu sósialistar hreinlega sleppt þvi að standa I kosninga- þvarginu, gætu farið heim og lagt sig þartil á kosninganótt, risiö þá upp og opnað armana skörum kjósenda sem væru á harðahlaupum undan frjáls- hyggjuhetjunum góðu. Jú, ég held Hannes Hólmsteinn væri sá heppilegasti. Einkum ef hann færi nú að klæða sig i pena kjóla einsog Járnfnlin og vandaði snyrtinguna. Ég beit merki i það i kosn- ingabaráttunni, að það er engu likara en reistur hafi veriö and- legur Kinamúr um íslandí fyrir utan Járnkellingarþvaðrið). Enginn óhroði á áð sleppa inni trissur eftir „Linum”, en er ekki farið i hinar öfgarnar þeg- ar það þykir orðið jafngilda pólitisku sjálfsmorði aö nefna reynslu annarra þjóða af sósial- isma nema tilað bölva þvi öllu i sand og ösku? Nema þeir hafi rétt fyrir sér sem fullyrða að tslendingar hafi hjálparlaust og án nokkurra ut- anaðkomandi hugmynda fundið upp Evrópu-kommúnismann. Það eru alltaf einhverjir að finna upp ljósaperuna og sprengiefnið. Og það fer sifellt minna fyrir herstöðvamálinu. Verklýös- hreyfingin dregur öll upp rauða tóbaksklúta þegar á það er minnst og snýtir sér þannig að ekki heyrist mannsins mál. Aö visu er það nefnt af Alþýöu- bandalagsmönnum fyrir kosn- ingar,enmaðurhefurþvi' miður sterklega á tilfinningunni, að það sé mest tilað friða ófor- betranlega þvargara, fólk sem er með herinn á heilanum. Eða einsog heimsfrægur bandalags- maður austur á fjöröum á að hafa sagt þegar hann var þreif- aður um hermáliö: „Það er enginn her á Austfjörðum”. Manni er sagt að þeir hittist annan hvern dag i tvo tima hverju sinni. Miöað við þann gang á könnunarviðræðum „vinstri” flokkanna má búast við að minnihlutastjórn krata verði með langlifustu stjörnum frá lýðveldisstofnun. Inni tima- dæmið kemur svo aö Vilmundur þarf að tala og ganga i hringi, Kjartan að þurrka móðuna af gleraugunum svo hann sjái við hvern hann er að tala, Lúðvik segir aldrei neitt ánþessaö taka ofán eða setja upp gleraugun, Svavar þarf að útvega barna- piu, Hjörleifur aö hanna vasa- ljós handa Austfirðingum, Guð- mundur Jaki er með munninn svo fullan af disætum pönnukökum að hann kemur ekki upp orði, Jón Baldvin að skrifa leiðara fyrir barnatima Alþýðuflokksins, Steingri'mur að jórtra og Tómas að rannsaka teppið. Þannig getur maður imyndað sér dæmigerðan fund. Eitthvað á þessa leið: Vilmundur: (gengur i hrúig i herberginu, mælir stundarhátt) Ég geng i hríng / I kríngum allt sem er / og innan þessa hrihgs / er veröld min. (takið eftir að Vilmundur fer vitlaust með einsog venjulega). Steingrimur: (jórtrandi) Timinn er eins og vatnið, / og vatnið er kalt og djúpt / eins og vitund min sjálfs. Svavar: (i simann við eigin- konu sina) Hvað er að gerast, heimtar barnapian þúsund kall á timann! Þegar ég var ungling- ur þótti gott að fá aö passa ein- hversstaðar i húsi og kela i rauðu ljósi, þá voru engar hel- vitis kaupkröfur! Er búið með alla rómantik hjá ungviðinu? Tómas: Ég hef fundið greini- legan spunagalla á teppinu! Hjörleifur: Er nokkur með Hellesens rafhlööu á sér? Kjartan: Er farið að dimma strax? Lúðvik: (tekur ofan gleraug- un) Það erdögg á gleraugunum þinum Kjartan. Af hverju færðu þér ekki linsur? Kjartan: Ég er með linsur. Jón Baldvin : (tekur út úr sér snuðiö) Hvað rimar við rati? Lúðvik: (setur upp gler- augun) Krati. Fundi slitið, næsti fundur á- kveðinn seinna. P.S.-.B. Gröndal átti að vera á fundinum, en hann fannst hvergi. Ut eru komnar hjá Sögufélaginu: Sýslu- og sóknar- lýsingar Ámessýslu Út eru komnar hjá Sögufélaginu Sýslu- og sóknarlýsingar Árnes- sýslu en þær voru skrif- aðar á árunum 1839-1842 af sóknarprestum sýsl- unnar. Arið 1838 ákvað Kaupmanna- hafnardeild Bókmenntafélagsins að tillögu Jónasar Hallgrims- sonar skálds að gefa út nákvæma lýsingu á Islandi. I þvi skyni var prentað dreifibréf og sent öllum sóknarprestum landsins. Jónas Hallgrimsson átti að skrifa Is- landslýsinguna en hann féll frá áður en þvi yrði lokið. Svarbréf SÚGUF61A3 ? ÁRNESSÝSLA SÝSLIJ OG SÓKNA LÝSINGAR prestanna eru . hins vegar til og veita viða mjög fróölega og yfir- gripsmikla landlýsingu. Þar eru upplýsingar um landamerki, landslag, örnefni, búskap og at- vinnuhætti, afréttarlönd, skemmtanir, iþróttir, siðferði og lestarkunnáttu, fornleifar og fornrit, svo aðfátt eitt sé talið. Þá eru bæir nefndir i hverri sókn og getið um dýrleika jarða. Svavar Sigmundsson frá Hraungerði,lektor i Kaupmanna- höfn, hefur búið bókina til prent- unar, en Sögufélagið hefur notið styrks frá sýslunefnd Arnessýslu og Arnesingafélaginu til útgáf- unnar. Sögufélagið hefur afgreiðslu i Garðastræti 13b (gengið inn frá Fischersundi). Afgreiðslutimi er alla virka daga kl. 14-18. Ævintýrí Péturs útlaga Út er komin þriðja bókin i barnabókaflokki Prenthússins og nefnist hún Refui-inn og fjallar um ævintýri Péturs útlaga og manna hans. Ævintýri þessi gerast i Sviþjóð á miðöldum og lýsa vel baráttu leiguliða og fátækra bænda við lénsherra og konungsvald. Bæk- urnar eru prýddar fjölda teikn- inga eftir sænska listamanninn THORD LINDHOLM. Höfundur bókarinnar skrifar undir dulnefn- inu A.M. Marksman en hann er þekktur sænskur rithöfundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.