Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1979 Sunnudagur 16. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 \ LEIKFÖNG Texti S.dór Ljósm. GEL Hildur Patursson fóstra um barnaleikföng: Alltof mikið af Hildur Patursson fóstra. Við Bergst.aðastræti í Reykjavík er dagvistunar- heimilið Ós. Þar vinnur Hildur Patursson fóstra og til hennar lögðum við leið okkar í leit að sannleikan- um um hvernig leikföng barna eiga að vera. — Umfram allt fjölhæf og þroskandi, sagöi Hildur þegar viö báöum um hennar álit á leikföng- um. — Bestu leikföngin aö minum dómi eru þau, sem gefa barninu kost á aö skapa eitthvað úr þeim. Þar til má nefna kubba og annað þvi um likt. Orðið þroskaleik- föng hefur mér þótt misnotað nokkuö hér á landi þannig aö ég hygg að margir misskilji það. Þau leikföng.sem barnið getur byggt eitthvað úr og bætt við, tel ég vera bestu leikföngin. Allt of mikið af leikföngum, sem börnum er gefið,má flokka undir drasl. Og það er segin saga að börn fá leið á þessum leikföngum mjög fljótt. Lagt tii hliðar — Hvert er þitt álit á hinum svonefndu vélrænu leikföngum? — Ég tel þau ekki heppileg. Þau gefa barninu engan kost á að búa neitt til, aöeins að vera áhorfandi að einhverju sem hreyfist. — Ég hef heyrt sagtað börn,sem allan daginn ieika sér að þroska- leikföngum, verði óð og uppvæg af gleöi ef þau komast i þessi vél- rænu leikföng? — Þetta getur vel átt sér stað, en þau hafa ekki gaman af þess- um leikföngum nema augnablik, rétt á meðan leikföngin eru ný og spennandi, siðan eru þau lögð til hliðar. Þetta þekki ég. Þörf barna fyrir að skapa eitthvað sjálf er meiri en svo að þau uni til lengdar sem áhorfendur einhverra leik- fanga. óæskileg skipting — Dúkka er nokkuð umdeilt leikfang. Hvert er þitt álit á þeim? — Ég er mjög hrifin af dúkku sem leikfangi. Barn sem á dúkku fær um leið tækifæri á að sýna umhyggju sina og ástúð og það tel ég hollt og raunar nauðsynlegt að börn fái tækifæri til. Hitt er svo annað mál, aö ég er algerlega á móti þvi að dúkkur séu aðeins fyrir stelpur. Það er alger mis- skilningur, þær eru allt eins fyrir stráka og ég er mjög á móti kynjaskiptingu i leikföngum, þau eru fyrir börn almennt, en ekki eitt fyrir stelpur og annað fyrir stráka. Þvi miður hefur þessi kenning verið rikjandi i gegnum tiðina en þvi fyrr sem hún liöur undir lok þvi betra. — Striðsleikföng? — Þau eru einhver óheppileg- ustu leikföng sem hægt er að hugsa sér og raunar öll leikföng sem flokka má undir valdaleiki. Með slikum leikföngum og leikj- um fá börn mjög óraunhæfar hug- myndir, sem getur verið erfitt að eyða siðar meir. Ég myndi aldrei leyfa strfðs- eða ofbeldisleikföng á dagheimili þar sem ég ræð. Höföað til þeirra fullorðnu — Hvernig stendur á þvi aö svo mikið selst af vélrænum leikföng- um, striðsleikföngum og öðru þvl sem þú telur óæskilega vera? — Það er auðvitað fullorðna fólkinu að kenna. Það er fullorðna fólkið sem kaupir leikföngin og gefur þau börnum og ég held þvi fram að leikföng séu búin þannig til að þau höfði sem mest til hinna fullorðnu og það eru komplexar þeirra sem koma fram i leikföng- um og kaupum á þeim. Maður sem er með biladellu kaupir full- kominn rafmagnsbil handa þeim sem hann ætlar að gefa, eða jafn- vel bilabraut sem nú er mikið auglýst. Sá.sem er með flugdellu, kaupir fjarstýröar flugvélar, þeir sem eru mikið fyrir tisku og tild- ur kaupa þær dúkkutegundir, sem hægt er að kaupa nýjan tiskufatnað á árlega. Ég veit til aö mynda aö i Danmörku eru jafnframt venjulegum útsölum haldnar útsölur á fatnaði fyrir Barbiedúkkuraf þvi að nýja tisk- an er að koma i verslanir. Auðvit- að nær þetta engri átt, en þarna er höfðaö til fullorðna fólksins, en ekki barnanna. Nytsöm og fræðandi leikföng. — Þegar þd talar um leikföng eins og kubba og annað sem gefur barninu möguleika á að þroska sköpunarhæfileika sina, hvað eru þá bestu leikföngin fyrir eldri börn, sem ekki hafa lengur ánægju af þesskonar leikföngum? — Þaö er svo ótalmargt til, leikföng sem eru bæði nytsamleg og fræðandi. Tökum sem dæmi stækkunargler eða smásjá. Hugs- aðu þér alla þá möguleika sem hún veitir barni til aukinnar fræðslu og ánægju. Ljósmyndavél og það sem ljósmyndun viðkem- ur, skiöi, skautar og svona mætti lengi telja. Það ættu allir að geta -i séð hvaö svona leikföng veita börnum fleiri og meiri ánægju- stundir en einhverjir rafmagns- bílar sem bruna um gólfið eða eftir brautum. Söfnunarleikföng — Nú virðast strumpar og það sem þeim viökemur vera i tlsku, hvernig leikföng eru það? — Þetta er ein tegundin af þess- um söfnunarleikföngum. Ég gef heldur litiö fyrir þetta sem leik- föng, en þarna kemur máttur auglýsinganna fram. Til að mynda i Danmörku er það þannig að ef pabbi og mamma kaupa bensin hjá þessu fyrirtæki fylgir mynd af strumpunum með, sem hægt er að líma uppá vegg, og annað er eftir þessu. Mér þykja þessi söfnunarleikföng heldur einhæf yfirleitt. Að samræma tækni og leikföng — Vissulega viðurkenni ég að tæknin er allsstaðar og börnin hafa hana fyrir augunum daglega I einhverri mynd og þvi er ekki rétt að hafna henni algerlega i leikföngum. En eins og hún er notuð nú er það ekki æskilegt. Ef hinsvegar væri hægt að samræma þroskandi leikföng og tæknileik- föng, þá væri það mjög æskilegt að minum dómi. Það er bara ekki gert, þvi miður. — Hafa auglýsingar mikil áhrif á börn? — Ég verð vör við það að sjón- varpsauglýsingar hafa þó nokkur áhrif á þau yngstu, þau tala um þær og þau leikföng sem sýnd eru i auglýsingunum, það fer ekki á milli mála. Leikurinn þeirra líf — Hafa leikföng mikil áhrif á börn? — Já, tvímælalaust. Leikurinn er þeirra lif, þeirra heimur i margar klukkustundir á dag, þannig að ekki fer hjá þvi að leik- föngin hafi varanleg áhrif. Og ég veit að leikir barna og leikföng þeirra hafa áhrif siðar meir, eins og raunar allt sem þau sjá, heyra og gera. Þess vegna er það svo mikilvægt að börn fái að tjá sig i leikjum slnum og fái að tjá sig rétt. — Hvaða leikföng telur þú heppilegust af þeim sem hér fást? — Ég vil þar til nefna bangsa, dúkkur eða mjúk smádýr, sem þau geta sýnt ástúö sina og um- hyggju, þau tel ég hverju barni nauðsynleg, en af almennum leik- föngum hef ég mest álit á Lego- leikföngunum. Það eru ekki önnur betri til. Eins má nefna sænsk leikföng sem heita Bryo. Þau eru heppileg og sterk, en alldýr. Síðan mæli ég með öll- um þeim leikföngum sem gefa barninu kost á þvl aö nota og þroska sköpunargáfu sína sem allra mest. —S.dór Fjarstýrðir bllar höfða til hinna fullorðnu. Leikur og starf að ósi við Bergstaöastræti, einhver hollasti leikur sem hugsast getur. Dúkkur af ýmsum gerðum eru alltaf vinsæl leikföng en þær eiga að vera mjúkar og hlýlegar segir Hildur Ég vil harðan pakka en ekki linan, vegna þess að í linu pökkunum eru föt, en dót í hörðu pökkunum, sagði lítil snáði í viðtali við fréttamann útvarpsins á dögunum. Þessi orð hafa heyrst f yrr og ef f ólk lítur í eigin barm, hver vonaði ekki að jólapakkarnir væru harðir? Leikföng hafa alla tíð verið það sem börn vilja og svo mun verða um ókomna tíð. Nú fer í hönd sá tími sem um það bil 50% af leikfangasölu ársins fer fram, jólamánuðurinn, að sögn Jóns Péturssonar verslunarstjóra Tóm- stundahússins. Og þá vaknar sú spurning, sem raunar er ekki ný af nál- inni, hvernig eiga leikföng að vera? Um þetfa hefur verið deilt lengi og frá mörgum sjónarhornum. Þroskaleikföng: þau eru leiðin- leg til lengdar segja sumir, aðrir að það séu einu leikföngin sem litil börn ættu aö umgangast. Striðsleikföng: Stórhættuleg segja flestir, aðrir að þau séu skaðlaus. Tæknileikföng: Drasl sem börnin fá leið á segja sumir, aðrir aö þetta séu skemmtileg- ustu og bestu leikföng sem börn fá. Svona mætti lengi telja. ímyndunaraflið. Til hvers eru leikföng? Flestir munu vera sammáia um það, að þau séu til aðörvaeg þroska börn- in. tmyndunarafl barna er afar frjótt eins og flestir vita og þau mynda sér ákveðinn heim þa_r sem leikföngin eru aðaltriðið. Barn.sem ekki á þessi venjulegu aðkeyptu leikföng, býr sér þau til úr hirium ótrúlegustu hlutum, hlútum sem fullorðnir myndu vart láta sér detta i hug að gefa barni sem leikfang. Þegar talað er um leikföng barna, þá megum við ekki gleyma þvi, að það eru fullorðnir sem finna þau upp og búa þau til og ekki bara það, heldur kaupa þau llka handa börnunum i lang flestum tilfellum. Það eru þvi ekki börnin sem i raun velja sér leikföng, heldur fullorðnir sem velja fyrir þau og ef til vill er það einmitt þess vegna sem langflest leikföng eru smækkuð mynd úr heimi hinna fullorðnu. Bilar, byssur og striösleikföng hvers konar, járnbrautir, dúkkur og dúkkuhús, tiskuföt á dúkkur og margt fleira mætti upp telja, allt er þetta smækkaður heimur hinna fullorðnu. Það er einna helst hin svo nefndu þroskaleik- föng, sem gefa sköpunargáfu barna möguleika þannig að ekki er fyrirfram ákveðið hvað barnið á að leika. Striðsleikföng. Kannski segir einhver sem svo og það með rétti, að börn eigi að lifa að vissu marki i smækkuðum heimi hinna follorönu. það er sá heimur sem tekur við hjá þeim þegar þau vaxa úr grasi. Þetta eru vissulega rök. En þá vaknar til að mynda sú spurning, hvers vegna eru striðsleikföng búin til og gefin börnum? Enginn okkar vill strið eða manndráp, en samt gefum við börnum leikföng, sem miða að þvi að drepa fólk. Enginn myndi ljá máls á þvi að fólk gengi um vopnað skammbyssum i skreyttum beltum og að fólk stæði i þvi að skjóta hvert á annað. Samt sem áður gefum við börnum svona leikföng. Hvert er mark- miðið með slikum gjöfum til barna? Tæknileikföng Margir halda þvi fram að læknileikföng höfði meira til full- orðna fólksins en barnanna. Hver hefur ekki séð skritlumyndir af pabbanum vera að leika sér að járnbrautinni eftir að barnið er farið að sofa?l sjálfu sér er ekkert athugavert við tæknileikföng annað en þaö að börn fá i flestum tilfellum leiða á þeim fljótlega. Kannast ekki flestir foreldrar við að upptrekkta dótið er látið niður i kassa eftir fáeinar vikur og sjaldan tekið upp? Aftur á móti eru þau leikföng sem krefjast ein- hverrar hugsunar langlifari, leir, púsluspil, Legokubbar, smiða- dót, eða annað þar sem hug- myndaflugið fær að njóta sin. ÁStlíð Yfirleitt eru börn ákaflega blíð- lynd og hafa þörl tyrir að sýna elsku sina. Þetta á ekki bara viö i raunveruleikanum. þar sem for- eldrar njóta þessarar elsku þeirra, heldur kemur þetta lika fram i leikjum þeirra og þá ekki sisl i meðferð uppáhaldsleik- fanga. Litum á bangsann, dúkk- una eða eitthvert litið( fallegt dýraleikfang. Börn taka oft ótrú- legu ástfóstri við þessi leiklöng. llver kannast ekki við að hafa horft á barn sofa með slika smá- figúru i fanginu i mörg ár? Þótt dúkkur hafi alla tið fyrst og fremst verið ætlaðar stúlkum, þá gildir svipað lögmál um þær og til að mynda bangsa, sem strák- um eru gjarnan gefnir, það, að börnin hafi eitthvað til að sýna ástúð sina. Vissulega hefur þetta breyst nokkuð nú i seinni tið eftir að hinar vélrænu dúkkur komu, dúkkur sem gráta, tala og borða. Þær eru harðar með batterii inni sér og þvi ekki til þess fallnar að knúsa þær að sér urn nætur. Sama gildir um tiskudrósir i gervi dúkku. Það eru þessar gömlu, Ijólu en mjúku dúkkur sem gilda i þessu sambandi. Sjálfsagt greinir menn á um hvernig leikföng eiga að vera, einnig þá sem best eiga að þekkja til, vegna sérmenntunar sinnar. Sennilega ættu þó flestir að geta verið sammála um að leikföng, sem miða að leik sem fullorðnir vildu ekki taka þátt i ef um alvör- una væri að ræða, svo sem stríðs- leikföng og önnur drápsleikföng, ætti ekki að gefa börnum. Með þessu rabbi fylgja tvö við- töl, annað við fóstru,um hvernig leikföng eiga að vera,að hennar mati.og hinsvegar við mann sem fæst við að selja leikföng og kem- ur þar margt athyglisvert i ljós. —S.dór. Leikföng höfða til fullorðna fólksins — Leikföng taka engum stökkbreytingum frá ári til árs; einhverjar nýjungar koma á hverju ári,en ekki stökkbreytingar. En ef við tökum til að mynda sl. 10 ár, þá hafa orðið gifurleg- ar breytingar á þeim tíma, sagði Jón Pétursson, versl- unarstjóri í Tómstunda- húsinu, sem er ein stærsta barnaleikfangaverslun landsins. Jón var spurður að þvi hvort þroskaleikföng væru meira seld en tæknileikföng. — Nei, tæknileikföngin hafa vinninginn, þau eru mun meira seld. Annars er þaö misskilning- ur að það sem fólk kallar þroska- leikföng sé eitthVað nýtt á leik- fangamarkaði. Það er ekki rétt. Þesskonar leikföng hafa alltaf verið til, en það var ekki fyrr en fyrir 4-5 árum sem þetta nafn kom á þessa tegund leikfanga. Veistu hvers vegna tæknileik- föngin seljast meira? — Vegna þess að leikföng eru látin höfða til fullorðinna,leikföng eru smækkuð mynd af þeirra heimi. Fullorðið fólk hrifst ákaf- lega mikiðaf tæknileikföngum og kaupir þau þess vegna. Ég hef orðið vitni að þvi að foreldrar káupi öðruvisi leikföng en börnin vildu, vegna þess að þau sjálf voru hrifnari af þvi sem keypt var. Þá er það einnig staðreynd, að leikfangaauglýsingar eru látn- ar höfða til fullorðna fólksins, það er fullorðna fólkiö sem kaupir leikföngin og þvi er höfðað tili þess. Hvað eru mest seldu leikföng- in? — Bilar, flugvélar og bilabraut- ir og hér á ég við þau leikföng sem mesta hafa tæknina. Eins eru dúkkur sem geta talað, eða borðað, vinsælar, en hinar gömlu mjúku dúkkur seljast litið. Aiiglýsingar ráöa sölunni Hvað er það sem veldur mestu um sölu leikfanga? — Auglýsingar og aftur auglýs- ingar. Það er hreint ótrúlegt hve máttur þeirra er mikill. Viö vor- um hér með dúkkur sem grétu og borðuöu, en enginn keypti þær fyrr en við fórum að auglýsa þær, þá varð roksala i þeim. Og svona er meö mörg fleiri leikföng, þau liggja óhreyfð 1 búðinni þar til Jón Pétursson. farið er að auglýsa, þá rjúka þau út. Striðsleikföng og önnur þvi um lik, er mikil sala I þeim? — Nei, ekki umtalsverð, ætli það sé meira en um það bil 10% af heildarsölunni, ég efa það. Skörp skil Eru skörp skil milli leikfanga handa strákum og stelpum? — Mjög skörp. Maður heyrir það á fólki. Fyrir slráka eru keyptir bllar og önnur tækniá- höld, en handa stelpum mest dúkkur og það sem þeim viðkem- ur. svo sem dúkkuvagnar og nú Bllabrautir vinsælustu leikföngin,enda fulloröiö fólk yfir sig hrifiö af þeim. hin siðari ár allskonar fatnaður og annað handa tiskudúkkum. Skilin eru þó ekki nærri þvi eins skörp fyrir minni börnin, 5 ára og yngri eða svo. Nú hafa hin siðari ár komið á markaðinn leikföng eins og Lego o.fl. sem þykja bæði þroskandi og jafnframt mjög skemmtileg, jafnvel fyrir fullorðna, er mikil sala i slíkum leikföngum? — Já, og fer vaxandi. Bæði er. að við þessi leikföng er alltaf hægt að bæta og eins þykja þau mjög góð og skemmtileg. Einnig má nefna Playmobil-leikföngin, þau eru afar vinsæl. Tískiileikföng Hvað með strumpa og þess háttar leikföng? — Það er ekki gott aö segja til um þau enn, þetta er svo nýtt á markaðnum. Þó hygg ég að hér sé um tiskuleikföng að ræða. Það gerist stundum að svona tisku- leikföng koma fram, sum lifa, en fleiri deyja út og hætta að seljast. En þessum tiskuleikföngum fylg- ir alltaf hálfgert æði og þau selj- ast óhemju vel til aö byrja með, þannig er það lika með strump- ana núna. Hvernig er verölag á leikföng- um miðað við nágrannalöndin? — Verðlag á leikföngum hér er svipað og til að mynda i Noregi, kannski aðeins dýrara en I Eng- landi, svo dæmi sé tekið. Er frjáls alagning á leikföng- um? — Já, hún er alveg frjáls, bæði i- heildsölu og smásölu. Hvað er hún há yfirleitt? — Ætli hún sé ekki að meðaltali svona um 50% i smáSölu.en 20 til 35% I heildsölu. 1 sumum tilfell- um er hún yfir 100% i smásölu og þá er oftast um að ræða ódýr smáleikföng. Engin islensk leikföng Er eitthvað til af Islenskum leikföngum? — Ekki lengur. Reykjalundur framleiddi mjög góð, skemmtileg og sterk leikföng en nú hefur þeirri framleiðslu verið hætt og það er varla hægt að segja að is- lensk leikföng séu til. Hver er ástæðan? — Ætli ástæðan sé ekki sú, að um það bil 50% af árssölu leik- fanga fer fram i desember og það er dýrt fyrir fyrirtæki eins og Reykjalund að vera allt árið aö framleiða á lager og selja hann svo á jeinum mánuði. 1 þeirri óða- verðb'ólgu sem hér er ræður vart nokkurt fyrirtæki við slikt. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.