Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. desember 1979.ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Árni Bergmann skrifar um bókmenntrir Daginn fyrir nútímann WQliam Heinesen 1 morgunkulinu Þorgeir Þorgeirsson þýddi Mál og menning 1979. Þaö er satt best aö segja erfitt aö tnla þvl aö þessi saga sé frum- raun Williams Heinesens I skáld- sagnagerö. Þaö er ekki eins og hann þreifi fyrir sér meö þvl aö skrifa þroskasögu þar sem hann kemur talsmanni og hliöstæöu sjálfs sin fyrir I þungmiöju — ekkert er algengara en aö menn byrji á þann hátt. Nei, William Heinesen stekkur fram eins og fullskapaöur og heldur fimlega á öllum þráöum I stórri kollektíf skáldsögu. — Sögu þar sem persónumergö er mikil og gefur þegar allt kemur saman heild- stæöa mynd af samfélagi, án þess aö skipt sé I aöalpersónur og aukapersónur. Sögusviöiö er lltil eyja á hjara veraldar, Þrymsey er hiin kölluö, og kaupstaöur handan viö sundiö. Þetta litla sviö hefur Heinesen fyllt af persónum sem allar eiga sinn rétt: prestar og kaupmenn, útgeröarmenn og bændur, ómagar og sjómenn. Og eins og gerist,þegar vel tekst til, þá eru þeir ekki fulltrúar tegundar fyrst og fremst heldur bæöi þaö og ein- staklingar sem eiga sér li'f og lit. Presturinn fær þá vitrun aö hann sé Jónas spámaöur, Utgeröar- maöurinn frelsast til játninga- safnaöar, barnakennarinn er teygöur milli ástar á skjól- stæöingi sinum, Jönu,og hold- lausu fullkomnunargrufM úr guö- spekinni, Josva heggur af sér leiöindi og ástleysi meö því aö hætta lífi sinu I óþarfar mann- raunir, heimasætan Hilda ferst á flótta undan þvi fangelsi sem for- eldrar og óöal vilja leggja hana I. Saga inni I sögu inni I sögu. Og þaö gerast margir þeir atburöir sem snerta alla meö einhverju móti, þvl þetta er löngufyrir daga firringarinnar blessaörar: brúö- kaup, sjávarháski, skiptapi, heimkoma s jómanna úr fengsælli ferö. Viö fáum ekki sist aö kynnast þeim háska i návist grimmrar náttúru sem skapar frjóan jaröveg fyrir heittrúar- vakningar. (Nota bene: hefur nokkur maöur gefiö fullnægjandi skýringu á þvf hvers vegna slikir söfnuöir hafa mótaö mannlif Færeyinga mun meira en hjá okkur?) Timi bókarinnar er mannllf á mótum eillföar og nútíma; þeirr- ar eiliföar sem lifir i fjöllum og hafi, sögnum, draumum, dansi, þess nútíma sem reisir Hotel Wel- come og setur mótor i skúturnar, dansar vangadansog hefur fyrstu spurnir af hugmyndum sem ekki eru ættaöar Ur Bibllunni. Fortiöin, hinar kyrrstæöu aldir Færeyja, eru þó sterkari en þaö sem er á ieiöinnii þaö er eins og viöséum stödd á einhverri Óseyri viö Axarfjtrö rétt áöur en Salka Valka kemur þangaö; hjálp- ræöisherirnir eru komnir þangaö og austurlensk viska, en sósial- demókratar og verklýösfélag er eitthvaö sem spurnir berast af úr fjarska. Þú ættir að íhuga nánar Aðalstcinn Asberg Sigurðsson: Ferð undir fjögur augu. Skáldsaga. Fjölvi 1979. Þessi litla skáldsaga er frum- raun ungs höfundar. Við höfum frammi fyrir okkur sögumann, hann er I menntó, leiður á latinunni, sjálfum sér, foreldrum sinum og misheppnuðum partíum. Þiö kannist kannski við gripinn? En allt i einu hefur hann með óvæntum og óútskýrðum hætti kynnst manni sem er eldri og lifsreyndari og öðruvisi, og sætir allmiklum tlðindum i lífi menntskælingsins. Að visu kem- ur þaö á daginn, að þeim sögu- manni og Spaki (svo er kunning- inn nefndur) svipar meira saman en virst gæti i fyrstu: áttavilltir menn i ótryggum heimi og allra veðra von. Aöur en það hefur gerst hafa þeir reykt gras saman og við höfum kynnst ýmsum undarlegum uppátækjum Spaks. Það er ýmislegt vel um lýsing- una á þeim eyöileik sem mennt- skælingurinn sveimar I, einnig eru undarleg uppátæki, eins og þaö að þeir félagar eru roknir út i sjó og farnir að slást, fyllilega trúverðug — þvi ættu menn ekki aö reyna að brjóta utan af sér skelina meö fáránlegri uppákomu, þvi ekki það? En það er ýmislegt sem höfundinn skortir enn til að áhugaverðu lifi sé I þessa bók blásið. Stundum ryðst félagssálfræöin inn i text- ann án þess að fara úr rosa- bullunum og segir sem svo: „Fjölskylda min... var ekki fær um að fullnægja mannlegri sam- skiptaþörf minni”. Hollast aö strika svonalagað út. I annan staö vill svo illa til aö langar viðræður sögumanns og Spaks, sem eru mikill hluti sögunnar, hanga eins og I lausu lofti, tengjast ekki viö athafnir eða aöstæður, verða orö- in tóm, afstraktbuna. Það er I si- Um leið og enginn þarf að villast I andrúmslofti lltils sam- félags er sleginn sá makrókosm- Iski og ljóöræni tregaslagur sem svo mjög einkennir Heinesen. Þú ert staddur á örsmárri eyju úti i reginsjó — en þú hefur um leiö sterk sambönd viö stjörnur himinsins og sögu guðanna og heimssköpun: Forvirraöur farandsali, VItus,og fordrukkinn skipsprestur,Salómon, sitja yfir flösku úti i' hrútakofa um nótt á flótta undan eldsvoöa, og þeir eru um leiö skipsmenn i örkinni hans Nóa og i kallfæri viö Guö, hvort sem hann er nú „voldugur fnæs- andi Jehóva” eöa „dulitill hlé- drægur Eros” eöa sjálfur mann- kærleikinn. Samtal þeirraer hluti af því sem menn muna þegar þeir hafa gleymt ööru sem þeir hafa lesiö. Þorgeir Þorgeirsson þýöir t morgunkulinu eins og tvær fyrri bækurnar i því ritsafni Heinesens sem Mál og menning er að gefa út. Þetta er ljómandi texti islenskur, má mikiö vera ef Þor- geir þýöir ekki betur meö hverri bók. —AB fellu verið að tala um eitthvað stórt og mikið, sem um leiö er ekki unntað hafa hendur á.Dæmi: „Nei, hugsaöu málið i alvöru. Flestir láta bara stjórnast af utanaðkomandi áhrifum. Viö gleymum að hyggja að eigin vilja, svo þaö rekur á reiöanum. Flest af þvi sem gerist I lifinu gerist sjálfkrafa, ósjálfrátt. Við hirðum ekki um aö velja þótt það standi okkur til boða. Þaö er ein- mitt þetta sem alltof mörgum yfirsést. Viö getum kallaö það kæruleysi eöa ef til vill hugleysi. Sumir hræöast vist eigin langanir öðru fremur. Ég held það sé betra aö tala fyrst við sjálfan sig og svo við aðra. Með þvi móti er mögu- legt aö öölast dýpri skilning á tilverunni og hinum ýmsu þáttum hennar. Þetta ættirðu aö ihuga nánar.” Allt gæti þetta verið i lagi ef svona ræöur væru, sem fyrr seg- ir, festar viö atvik, fólk, geröir. Þvi er það svo, aö þegar farið er undir lokin að tala um mikil áhrif Spaks á sögumann, þá eigum viö erfitt meö aö trúa þvi. Það má vel vera að eitthvað merkilegt hafi gerst þeirra i milli, en höfundi hefur þvi miður láöst aö skýra frá þvi, þótt honum hafi ýmislegt annaö gefist sómasamlega. AB Bcekur Mennmgarsjóðs 1979 BJÖRN ÞORSTEINSSON: KÍNAÆVINTÝRI Fcrðasaga úr dagbókarblöðum frá 1956 þar sem því er lýst þegar risinn í austri vaknar af aldasvefni. W.li Ourarit GRIKKLAND HIÐ FORNA GRIKKLAND HIÐ FORNA WILL DURANT: GRIKKLAND HIÐ FORNA Dr. Jónas Kristjánsson hefur þýtt rit þetta sem er í tveimur stórum bindum og fjallar um eitt forvitnilegasta tímabil mannkynssögunnar þegar Aþena var höfuðstaður veraldar. ISLENSK RIT SAGNADANSAR Vésteinn Ólason bjó hin fornu og fögru danskvæði til ■' prentunar en Hreinn Steingrímsson bókarauka: Lög við íslenska sagnadansa. BJÖRN TH. BJÖRNSSON: VIRKISVETUR Önnur útgáfa verðlaunaskáldsögunnar frá 1959 sem hefur verið ófá- anleg í tuttugu ár. Bókin er myndskreytt af Kjartani Guðjónssyni listmálara. ÞÓR WHITEHEAD: KOMMÚNISTA- HREYFINGIN Á ÍSLANDI 1921-1934 Sagnfræðilegt rit er lýsir árdögum kommúnismans hér á landi og átökunum sem þá urðu á vinstri væng íslenskra stjórnmála og í verkalýðs- hreyfingunni. m KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á iSLANDI KJARTAN ÓLAFSSON: SOVÉTRÍKIN Nýtt bindi í bókaflokknum vinsæla Lönd og lýðir þar sem fjallað er um sögu hins forna rússneska ríkis en atburðir raktir til daga byltingarinnar og ráðstjórnarinnar, síðari heimsstyrjaldarinnar, kalda stríðsins og nútímans. BÓKAtJTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 Sími 13652

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.