Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1979 22 kunnustu bamalögin komin á eina hljómplötu Sigribur Ella og Hlin Torfadóttir ásamt kör Mýrarhúsaskóla. — Flest þekktustu barnalög siöustu áratuga á tslandi eru nú komin út á hljómplötu, eba alis 22 iög og má þar nefna iögin Allir krakkar.ÞaberleikuraOiæra, Ef væri ég söngvari, Inn og út um gluggann og Abcd, en platan heitir einmitt ABCD. Þaö er hljómplötuútgáfan Islenskar hljómplötur sem gefur plötuna Ut og hefur Sigríöur Ella Magnúsdóttir söngvari valiö lögin á plötuna, en hUn fékk breska hljómlistarmanninn Gordon Langford til þess aö setja Ut lögin á einfaldan og skemmtilegan hátt eins og lögin eru að jafnaöi Flutt af Sigríöi Ellu, Garðari Cortes og kór Mýrarhúsaskóla sungin. Gordon er þekktur fyrir sllkar útsetningar. Sigriöur Ella og Garöar Cortes söngvarar syng ja lögin á plötunni ásamt börnum úr kór Mýrar- húsaskóla undir stjórn Hlínar (LjóSm. —eik—). Torfadóttur. Undirleik annast félagar Ur Sinfónluhljómsveit Islands. Plötuumslagiö er teiknaö af Arnheiöi Björnsdóttur. Hugmyndin aö þessari plötu hefur haft nokkurn aödraganda, en Sigrlöur Ella hefur lagt áherslu á aö barnaraddirnar fengju að njóta sín á eölilegan hátt eins og þeim er lagiö. Plata af þessu tagi hefur ekki veriö til hérlendis, en öll börn eiga auð- veldlega að geta sungiö meö plöt- unni án þess aö hafa fengið sér- staka þjálfun I söng. 1 tilefni barnaárs m.a. drifu aöstandend- ur plötunnarlþvlað gefa hana Ut. Hús og híbýli er komið út Annað tölublaO „Fjölskyldan og heimiliO — Hús og hibýli” er komið út. Timaritið er 80 bls. að stærð og er mjög fjölbreytt að efni. SAM s.f. hefur annast útgáfu og vinnslu tfmaritsins. M.a. efnis erforseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, sóttur heim að Bessastöðum og heimili forseta- hjónanna kynnt I máli og mynd- um. Magnús Guðmundsson skrif- ar tvær greinar frá Danmörku, önnur fjallar um konunglega porselinsverksmiðju og hin um fyrirtækið frasga IKEA. Þorsteinn Eggertsson skrifar um möguleika á notkun video- tækja með sjónvarpi, kynnt eru barnahúsgögn og hUsgögn og tæki fyrir þroskahefta og leiðbeining- ar um gerö jólagjafa. Annað efni af ýmsu tagi er að finna i „H & H” m.a. greinar um listir, matrétti og ýmislegar leiö- beiningar og heilræöi. „Hús og hibýli” er prentað á vandaöan pappir og myndskreytt fjölda mynda i svarthvitu og lit. Ragnar Ingi Aðalsteinsson: 1. maí, 1979 Tilbrigði við stef eftir Davíð Stefánsson ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans,” sem lætur sig nú dreyma um betri tíma. Formennirnir sitja og tala i síma og semja þar um laun og kjarabætur. En verkamanninn dreymir dimmar nætur um dásamlegar tekjur flugstjórans. ,,Æ, hafðu lágt við titla gluggann hans", og leyfðu þreyttum flugstjóra að sofa á Arnarnesi i ofurlitlum kofa. Hann ætlar suður í Luxemburg á morgun. En til þess þarf hann talsvert meiri borgun en tiu sinnum daglaun verkamanns. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem liggur nú í einu svitabaði. Það veltur kannske á vixileyðublaði, hvort vonir hans um gróðabrallið rætast. En rætist þær, mun margur karlinn kætast i kauphöllinni og sölum Landsbankans. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem lagði á sig þraut og marga pinu við að bralla i bókhaldinu sínu og búa sér til nýjar tekjulindir. En tölum ekki um tálvonir og syndir, þvi tukthúsið er athvarf þessa manns. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem liggur einn i fylliríi um nætur þvi stöðugt hærra kaup og kjarabætur komu honum út á brautir hálar. Nú situr hann i sófanum og skálar og sjálfsagt fer hann beint til andskotans. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem launin sin hér áður hækka vildi og sagði reiður: „Samningana i gildi", en sá þró brátt, að ryðog mölur granda kauphækkunum öreiga allra landa og ætlar nú að gera á þessu slans. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem Ijúfum rómi biður alla daaa kjaranefndir kaupið sitt að laga oq koma þvi um fáein prósent niður. Bráðum verður algjör fróöafriður á flestum vinnustöðvum þessa lands. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", sem les i hljóði Biblíuna um nætur. Þvi hann sem huggar allt i eymd sem grætur, rnun auralausra stétta reiði sefa. Við skulum bara biðja Guð að gefa að Gvendur Jaki komi þeim til manns. ,,Æ, hafðu lágt við litla gluggann hans", hann langar til aö fá sér meira i nef ið. Og til að enda tilbrigðin við stefið i testamentisstíl þá vil ég segja: Á Islandi mun enginn svangur deyja því Uncle Sam er verndari þess lands. Og mundu að hafa líka lágt við litla gluggann hans Hafið þið tekið eftir konu á dansleikjum sem svífur út á gólf ið með tælandi brosi, þrýstir ókunn- ugum manni að sér, hvíslar í eyra hans og yf irgef ur hann skyndilega? Eða, hvíslar, og í stað þess að hlaupast á brott, þrýstir honum þéttar að sér eins og skógarbjörn? Þessi kona er að leita að iðnaðarmanni. Þessi kona er ég. Iðnaðarmenrij Þaö er meö íbúöarkaup eins og bráöahjónabönd, maöur rekur I sig ekki á gallana fyrr en sambúöin er komin nokkuö á veg. 1 Nokkru eftir aö viö fluttum inn i nýju ibúöina varö mér ljóst aö þessi stein- og timburástmögur minn var engan veginn galla- laus. Ég skrifaöi á blaö þaö sem viögeröar þurfti og áleit að siðan I hringdi ég I iðnaðarmenn eftir röö og sú röö færi eftir mikilvægi ■ og efnahag. Tveir gluggar láku og allar skálar, þvottaföt og fötur voru upp- tekin þar. Vaskurinn á baöinu var stíflaöur og lak á fjórum stöðum. Eldhúsvaskurinn hélt uppi leynilegri sturtu í vaskskápnum og þar settum við siðustu stóru krukkurnar okkar. Ibúöin var gerö fyrir leðurblökur, hvergi var ljós eöa inn- stunga og viö höföum engan innbyggöan bergmálsmæli. Uppi var risherbergi sem mátti deila I tvennt. Þrem pípulagningamönnum siöar var þaö á hreinu að þaö I borgar sig ekki aö ómaka sig fyrir leka vaska. Þaö kom siöan fram aö pipulagningamenn giftast ungir og fara eftir þaö ekki á ■ dansleiki. Viö skrúfuöum fyrir vatniö og uröum svo þjálfuð i að bursta tennur i baðkerinu aö viö hættum að vesenast yfir vask- I inum. Eitt barniö náði slikri leikni að hann spýtti i mark i I skráargatiö á baökerinu, eins og hann orðaði þaö. Þá var þaö rafmagniö. Fjölskyldurafvirkinn sagðist aöeins . leggja rafmagn i blokkir, ef ég vildi innstungur og ljósastæöi yrði ég aöbyggja blokk. Ég treysti mér ekki til þess. Nokkrum tilraunum siðar uppgötvaöi ég undarlega tilhneigingu m hjá rafvirkjum. Þeir eru ekki fyrr orönir fullgildir rafmagns- ■ töframenn en þeir leggja starfiö á hilluna og veröa eitthvaö allt annaö. Meö laumulegum eftirgrennslunum kom fram að ég þekkti einn gullsmiö, einn múrara, einn flugmann, einn háskóla- , nema og einn skrifstofustjóra sem allir voru fyrrverandi raf- a virkjar. ■ Háskólaneminn skellti innstungu I eldhúsiö, aö visu á vitlausar. staö, en viö eigum langar snúrur. Gullsmiöurinn fjarlægöi lífs- hættulega leiöslu sem lá út i bláinn. Flugmaöurinn setti upp Ijós I á annarri hæö sem kviknar aöeins ef maður kveikir fyrst ákveöiö ■ ljós á neöri hæðinni. Skrifstofustjórinn kom sjónvarpinu I sam- band viö virkjanirnar. Múrarinn var erfiðastur. Það endaöi með aö ég þóttist ekki vita um uppruna hans og gerðist einkaritari I hjáverkum þar til ■ hann skuldaöi mér svo mikiö, aö ég gat samviskulaust rekiö skrúfjárn, dippedútta, leiðslur, perustæði og hjálm I lúkurnar á honum og læst hann inni þar til kraftaverkiö var unniö. Nú vantaöi trésmiö i herbergissmiöina. Fyrsti smiöurinn leit á * risiö, heyröi aö ég vilffl alvöruspýtur en ekki spónaplötur, hristi höfuöiö og sagöiaöþaðkostaöi svomikiö og fór. Næsti trésmiöur fór sömu leiö, hann hafði aldrei séö spýtu, hvaö þá aö hann vissi ■ hvernig ætti aö smlöa úr þeim. \ Ég fór aö spyrjast fyrir hjá vinum mlnum hvort þeir þekktu I trésmiöi sem gætu smíðaö úr spýtum. Þaö fannst einn sllkur, en | þegar ég ætlaöi aö hamstra hann var hann farinn á sjóinn. Ég * lagöist á trésmiöafélagiö, sem vissi ekki um einn einasta smiö sem tæki aö sér veggi. Þetta spýtnabjástur mitt hafði tekiö meira en ár og örvænting mtn var geigvænleg, þegar ég datt yfir á dansleik löggildan smiö sem smlöaöi úr smiöaviö og vissi allt um timburhús og skilrúm. Auövitaö tók ég hann heim og gaf honum tvisvar kaffi áöur en hann fékk aö sjá efri hæöina.„Þetta,” sagði hann, „gæti orðið L mjög gott Ég hef ekki séö hann síöan. Hann hefur haldiö aö tælandi viö- mót mitt þýddi aö hann ætti aö skila ólaunaöri vinnu, sem var magnaöur misskilningur. Ég ihugaöi aö auglýsa undir einkamál: „Myndarleg, ung, ein- stæö kona óskar eftir að kynnast trésmiö. Oskar eftir að skipta á skilrúmi og peningum.” En hætti viö, þaö heföi örugglega veriö misskilið lika. Svo ég kastaöi mér yfir símaskrána. Eftir fróölegar samræöur viö trésmlöaverkstæöi,sem höföu sitt á hvaö sumarbústaöi, sófa- grindur og sandkassa aö sérgreinum, lenti ég á klæöaskápasér- fræöingi sem þekkti mann sem smlöaöi veggi. Maöurinn var til og reiöubúinn aö auki. Sagöi mér hvernig ég ætti aö hafa vegginn og ég sagöi honum hvernig ég vildi hafa hann. Hann sagöimér aö svoleiöis spýtur fengjust ekki og ég væri kolvitlaus. Ég eyöilagði allt fyrir honum meö þvl aö fá einmitt svona spýtur og hann hefndi sin meö þvi aö blindnegla þegar ég vildi koparnagla utan á. Þegar ég sagöi „messingskrúfur utan á” skrúfaöi hann messingskrúfur innan á. Þegar ég heimtaöi dyrnar 170 á hæö hafði hann þær 185. En þegar ég vildi klinku en ekki huröarhún, þá setti hann klinkuna á. Hann færöi skápshurðina upp um tlu sentimetra en setti borðiö þarsem ég heimtaöi þaö. Hann breytti hillunum. Hann fékkst til aö sleppa þröskuldinum. Hann mótmælti, hnikaöi til, skammaöist yfir viönum, tautaöi yfir fordildunum I mér, Þegar herbergiö var tilbúiö andvarpaöi ég af gleöi og sagöi: „Þetta er flott, næstum eins og ég vildi hafa þaö.” Hann leit yfir valinn og sagöi: „Já, mér hefur alltaf þótt fallegast svona eins og þú vilt hafa þaö”. Mér brá svo mikið aö ég gaf honum pela fyrir vel unniö starf. Slðan flutti ég inn. Glugginn fyrir ofan rúmiö lekur enn, en ég gefst upp hér meö. Ég hái ekki fleiri iönaöarmannaorustur. Ég verö konan sem siöustu þrjátlu ár ævi sinnar haföi vaskafat sem rekkjunaut.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.