Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.12.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: | Guðrun Árnadóttir Unglingar gagnrýna UNGLINGABÆKUR Þessar siðustu vikur fyrir jói fyilast bókabúöir af nýjum bók- um, og i dagblöðunum reyna sérfræðingar i bókmenntum að gera þessum bókum skil eins og efni og timi leyfa. Það er auövit- að ekkert nema gott um það að segja að sérmenntaöir bókabé- usar skrifi gagnrýni á bækur; slik umfjöllun kemur áreiðan- lega mörgum kaupandanum að gagni þegar hann stendur frammi fyrir þeim vanda að velja sér bækur úr hundruðum titla til að gefa eða eiga sjálfur. En sérfræðingarnir eru ekki óskeikulir i skrifum sinum, sumir eru orðnir langþreyttir i starfinu og aðrir eru alltof fræðilegir til þess aö venjulegt fólk skilji hvað þeir eru að fara, — og enn aðrir eru ef til vill ekki nægilega vel kunnugir þeim les- endahópi sem sumar bækur eiga að höfða beinlinis til (unglingabækur.barnabækur) til þess að geta metiö hversu áhugaverðar bækurnar eru fyrir viðkomandi lesendahóp. Það er alltof sjaldgæft að „hinn altnenni lesandi” láti i ljós á prenti hvaða áhrifum hann hef- ur orðið fyrir við lestur ein- hverrar bókar. Sjálfboðaliðar óskast Unglingasiðan tekur i dag upp þá nýbreytni að láta ungiinga fjalla sjálfa um bækur sem ýmist eru auglýstar sem sér- stakar unglingabækur eða inni- halda efni sem liklegt er að ung- lingar hafi sérlegan áhuga á. Um hverja bók veröa birtar tvær umsagnir, önnur skrifuð af strák, hin af stelpu. Með þessu móti gefst okkur færi á að sjá hversu menn upplifa bækur ólikt, engir tveir hafa nákvæm- lega sömu skoðun á innihaldi bókanna. Nú þegar er búið að dreifa nokkrum bókum til gagnrýn- enda, i Neskaupstaö og Reykja- vik sitja krakkar með sveittan skalla við að skrifa umsagnir sem verða birtar á siðunni jafn- óðum og þær berast. En ung- lingasiðuna vantar sjálfboða- liða til að fjalla um bækur'. Þeir sem hefðu hug á að taka þátt i þessari tilraun eru elskulegast beðnir um aö krota nöfn og heimilisföng á blað og senda Unglingasiðunni, Þjóðviijanum, Siðumúla 6, Reykjavík, og þá inunu þeim veröa sendar bækur til umfjöllunar. Eins ef þið hafið löngun til að segja álit ykkar á einhverri sérstakri bók sem þið hafið lesið (þarf ekkert endilega að vera unglingabók) þá sendiö inn smápistil. Það kæmi ekki að sök aö fá myndir af ykkur meö i umslaginu, en það er ekkert skilyrði. Nafnbirting er heldur ekki nauðsynleg fremur en þið óskiö sjálf. Umfram ailt: Sýnið áhuga i verki! Brjánn Ingason, 15 ára: Ástarsaga eða hvað? Vorið þegar mest gekk á Höfundur: Gunnel Beckman Þýðandi: Jóhanna Sveinsdóttir Otg. Iðunn 1979 Verð: 4.940 kr. Vorið þegar mest gekk á fjall- ar um 17 ára menntaskóla- stelpu, Maju, sem býr með pabba sinum og ömmu i Stokk- hólmi. Söguþráöurinn gengur út á samband Maju við Martein, kærastann,og samband hennar við ömmu sina, auk þess sem jafnréttisspekúlasjónum er skotið inn i, en það eru mest gamlar tuggur frá kvennaárinu. Persónurnar eru flestar óljós- ar, nema Maja og amma hennar og lýsingin á sambandi þeirra er ljósi punkturinn i annars leið- Brjánn Ingason inlegri bók. En þetta er allt saman venjulegt fólk. Atburðarásin er heldur snauð og titillinn finnst mér þvi öfug- mæli. Það er sagt frá þvi sem Maja hugsar og gerir, en það er ekkert merkilegt. Kannski hefur þetta átt að vera ástarsaga. Sem slik minnir hún mig helst á bækur Margret Ravn — ansi væmin. Og það er Sif Gunnarsdóttir, 14 ára: Kærast- inn notar hana bara eins og dýnu Vorið þegar mest gekk á er eftir sænska rithöfundinn Gunn- el Beckman og er sjálfstætt framhald af Þrjár vikur fram- yfir sem kom út i fyrra. Maja, aðalpersónan, verður 18 ára þetta vor og fleira kemur fyrir. Mamma hennar flytur út á land með litlu systur hennar, en Maja veröur eftir hjá pabba sin- um og ömmu sem flytur til þeirra. Maja slitur sambandi við gamlan kærasta og eignast annan nýjan. Þó að aðalpersónan sé kven- kyns i bókinni þá ætti þessi bók Sif Gunnarsdóttir alveg eins að vera handa strák- um. Persónurnar eru venjuleg- ar hvunndagsmanneskjur, eng- in neitt algert englabarn eða öf- ugt, bara eins og fólk er flest. Og svo ég taki aftur fram að aðal- persónan sé kvenkyns þá vikur bókin lika aö karlkynshelmingi mannkynsins, þeir eru lika til i öðrum hlutverkum en sem feð- ur. Fólkið i sögunni á sin vanda- mál sem eru mjög hversdagsleg og gætu veriö tekin beint úr raunveruleikanum — eins og vafalaust hefur verið gert. Þó eru vandamálin ekki of hvers- dagsleg, ekki bara hvort það þurfi aö ryksuga eða eitthvað álika úldið, heldur er aðalvandi Maju sá að kærastinn hennar notar hana bara eins og dýnu og gerir það við aðrar stelpur lika. Hann forðast allar tilfinningar eins og sumir strákar gera. Maja vill ekki sætta sig við svona meðferð, hún er að gera sér grein fyrir kvennabaráttu og reynir að ræöa við piltinn. Svo deyr lika manneskja i bók- inni svo hún er ekki viðburða- snauð. Eins og flestir hafa getiö sér til er hér komin mjög raunsæ en skemmtileg bók, þó hún mætti vera aðeins hressari á köflum. Ég skýt þvi inn i til að greina frá þvi aö bókin sé ekki alveg galla- laus. Nú, vegna þess að bókin er svona yfirþyrmandi raunsæ þá fleygir maöur henni ekki alveg strax frá sér.heldur notar aðeins skallann á sér til aö pæla i henni á eftir. Og það má benda á það i lokin að bókin er ekki aðeins fyrir unglinga heldur fólk á öll- um aldri. litil hætta á að manni stökkvi bros við lesturinn, þvi að þó aö bókin sé vel skrifuð á góðu máli þá er hún gjörsneydd öllum húmor. Nú, ef sagan á að efla umræðu um jafn- réttismál þá er hún of seint á ferðinni (hún var skrifuð 1974 og hefði átt brýnt erindi hingað þá, jafnvel orðið met- sölubók á kvennaárinu, en þar sem allir virðast hafa gleymt þvi er hún bara gömul tugga). Maja virðist vera að mestu leyti laus við öll vandamál að Marteini undanskildum, en hún veit ekki alveg hvar hún hefur hann. Allir hafa tekiö hana i tölu fullorðinna og pabbinn er hættur að ala hana upp. Það leikur allt i lyndi, voða gaman i skólanum, friðsælt heimilislif og góð vin- kona. Sem sagt, vel skrifuö bók en um ekki neitt, engum spurning- um svarað og engar nýjar settar fram. Kannski var það óþarfi að vera að þýða hana núna. Nú liggur næstum lifið við! Arið er að renna út og únglingasiðan vill gjarnan minnast þess á viðeigandi hátt, þ.e. með upprifjun á minnisstæðum atburðum árs- ins, og hugleiöingum, óskum og spádómum um gáng mála á komandi ári. Hér fara á eftir nokkrar spurningar sem þið eruð beðin um að svara skrif- lega (öllum eða einhverjum I þeirra) og svara FLJÓTT.sl Blaðið er unnið töluvert fram i J timann, og þess vegna verður I efni að berast sem fyrst. Ef I nógu margir verða til þess að ■ svara, þóekki sé nema i stuttu J máli, þá getur siöan orðið I mjög hressileg sunnudaginn I 30. desember. Látið það ekki J hræða ykkur þótt þetta liti út eins og krossapróf i mann- kynssögu. Veriði snögg og hjálpið til við að gera ára- mótasiðuna almennilega. Þið megið bæta við þvi sem ykkur dettur i hug, spurningarnar eru bara til að styðjast við. Samtaka nú'. ARAMOTA- UPPGJÖRIÐ I Hvaða innlendur atburður er þér minnisstæð- astur þegar þú lítur yfir árið 1979? En erlendur atburður? iHvað var að þínum dómi það besta sem gerðist á árinu: a) innanlands b) erlendis? | Hvað var það versta? IHvað var það besta sem kom fyrir persónulega á árinu sem er að líða? |Hvað var verst? iHefurðu einhverja sérstaka nýársósk breytíngar á: a) þínum persónulegu högum b) íslensku samfélagi c) heiminum? Þig um Tímabær kveöja Heiðraða úngiingasiða. Ég fagna hjartanlega þess- ari nýju siðu sem hefur bæst i hóp hinna sem fyrir voru. Mér finnst siðan byrja mjög efni- lega og vonast til að hún batni ennþá meira eftir þvi sem frá liður (ef það er þá hægt). Ég vil mikla póiitiska umræðu á siðunni og vil að viðhorf beggja komi fram. Hvernig væri t.d. að biðja ihaldsbörn (ómötuö) aö skýra viðhorf sin til herstöðvamálsins og fleira? Það er eitt sem mig iangar að gera athugasemd við, mætti ekki minnka myndaefn- ið á siðunni og láta þannig komast meira fyrir af rituðu efnismiklu máli I staðinn? Ég ætla að skrifa oft i vetur, en læt hér i endinn fylgja ljóð sem ég tróö saman hér um daginn. Timabær kveöja, Jesús. Táningar Táningar eins og f júkandi fönnin sem bærist eftir hugdettum erlendra milla en einsog fönnin bráðnar í hita hversdagslífsins og verða að dauðu lifi. L. Þakka þér mjög svo uppörv- andi bréf, Jesúsminn, og veru- lega gott ljóö. Ég get tekiö undir það sem þú segir um plássfrekt myndefni, þaö er fyrst og fremst ritaða málið sem þarf að komast að á siö- unni (ég er alltaf i hönk með pláss nú oröið), hins vegar hef ég veriö að reyna að forðast að útlit siðunnar verði of þúng- lamalegt eins og oft vill verða þegar margir bókstafir koma saman, og þá reynt að lifga uppá með myndum. Forvitni- legt væri að heyra álit fleiri manna á þessu atriöi. — Til ykkar sem þegar hafið skrif- að siðunni: Bréf móttekin og verða birt n.k. sunnudag. Takk og bless i bili. OLGAGUÐRÉN TAKK FYRIR Unglingasíðan þakkar bókaútgáfunni IÐUNNI kærlega fyrir skjóta og góða fyrirgreiðslu, Silju Aðalsteinsdóttur fyrir að gefa sér tima til að setja á blað nokkra ritdómarapunkta fyrir gagnrýnendur okkar að styðjast við og þeim Brjáni og Sif fyrir alla vinnuna sem þau lögðu í umsagnir sínar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.