Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1979. 4shák Umsjón: Helgi ólafsson Klúbbakeppni Evrópu Nýlega lauk i Bad Lauterberg i V-Þýskalandi klúbbakeppni Evrópu en sú keppni hefur staöió siðast liðin tvö ár. t úrslitakeppni mættust holiensk sveit að nafni Folmaak og svo sovéska sveitin Burevestnik. Tefldar voru 3 um- ferðir á alls 6 borðum. Meðal keppenda i hoilensku sveitinni var enginn annar en Viktor Kortsnoj, en andstæðingur hans á I. borði var Yuri Baljov aðstoðar- maður Karpovs Baguio. Þetta er i fyrsta sinn sem Kortsnoj mætir sovéskum þegn eftir að hann flýði land og eru þá einvigi hans i Áskorendakeppninni og um heimsmeistaratitiiinn undanskil- in. 1. umferð vann hollenska liðið sem auk Kortsnojs hafði stór- meistarann Timman innan sinna vébanda með 3 1/2 v. gegn 2 1/2. Sovéska liðið sem skipað var auk Balajov, Smyslov fyrrum heimsmeistara, Georgadze, Bagirov, Kochiev, Dolmatov og Razuvajev náði sér þó á strik í 2. umferð og vann 3 1/2:2 1/2. I siðustu umferð bættu þeir svo um betur og unnu 4:2. Heildarúrslit urðu því 10:8. Það sem helst stóð hollenska liðinu fyrir þrifum var að þeir Kortsnoj og Timman unnu ekki eina einustu skák, allar urðu jafntefli. Að visu börðust þeir yfirleitt hart til sigurs en allt kom fyrir ekki. Hér kemur eitt dæmið, skák sem fyrir marga hluti er at- hyglisverð fyrir opna afbrigðið i Spænskum leik: Hvitt: J. Timman Svart: V. Smyslov Spænskur leikur 1. e4-e5 4. Ba4-Rf6 2. Rf3-Rc6 5. 0-0-Rxe4 3. Bb5-a6 (Eftir einvigi Karpovs og Kortsnojs hefur Opna afbrigðið verið gifurlega vinsælt.) 6. d4-b5 9. Rbd2-Rc5 7. Bb3-d5 10. c3-d4 8. dxe5-Be6 11. Rg5!? (Leikurinn, sem menn sjá vist ekki nema einu sinni á öld kemur nú ekki lengur á óvart. Hann hef- ur verið rannsakaður gifurlega að undanförnu og mætti sannarlega ætla að Timmann, sem er hinn mesti teóriuhestur hefði fundið eitthvað.) II. ..-Dxg5 (Talið best. Ég er vist einn þeirra sem hef orðið að éga ofan i mig þá fullyrðingu iað eftir textaleikinn væri svartur með gjörtapað tafl.) 12. DÍ3-0-0-0 13. Bxe6+ (Annar möguleiki er 13. Dxc6- Dxe5, 14. Rf3-Dd5!! 15. Bxd5- Bxd5 og svartur nær drottning- unni aftur með jafnri stöðu. Ef ég man rétt þá birtist einmitt pistill hér i Þjóðviljanum um þetta af- brigði um ýmis fleiri.) 13. ..fxe6 14. Dxc6-Dxe5 15. b4-Dd5! (Fripeð svarts koma til með að vega manninn upp.) 16. Dxd5-exd5 17. bxc5-xdc5 17. Bxc5-dxc3 18. Rb3-d4 19. Ba3-Be7 20. Bb4-Bf6 21. a4-Kd7 22. axb5-axb5 23. Ha6-c6 24. Hdl-Ke6 25. Hxc6-Kd5 26. Hxf6-Kc4 (Svartur er tveimur mönnum undir en samt þarf hvitur að halda vel á spöðunum ef ekki á illa að fara.) 27. Hf4-Kxb3 36. g4-b4 28. Hlxd4-Hxd4 37. Hb7-Kc3 29. Hxd4-Ha8 38. h4-b3 30. f4-Hal+ 39. g5-Hc4 31. Kf2-c2 40. Kf3-Hb4 32. Bd2-cl (D) 41. Hxb4-Kxb4 33. Bxcl-Hxcl 42. g6-b2 34. Hd7-Hxc5 43. g7-bl (D) 35. Hxg7-h6 44. g8 (D) -Dhl + — Og skákinni lauk með jafntefli stuttu siðar. í Þjóðviljanum J Frá happdrætti Þjóðviljans Umboðsmenn og innheimtumenn, sem ENN hafa ekki gert fullnaðarskil til happdrættisins, eru beðnir um að gera það strax. Þá er vakin athygli á því, að enn er hægt að greiða heimsenda miða og enn eru miðar til sölu á skrifstofunni að Grettisgötu 3. Athugið að vinningsnúmer verða birt á Þorláksmessu. Happdrætti Þjóðviljans 1979 Augíýsið Lokið við Frá Suðureyri: Hafnarbætur og vegagerð . Suðureyringar eru ekki á þvi I að láta deigan siga við fram- kvæmdir þótt illa gangi að j mynda rikisstjórn sem risið . gæti undir nafni. Meðal annars, ■ sem þeir hafa á prjónunum, er hafnargerð, að þvi er Vestfirska | fréttablaðið segir. ■ Meiningin er að hefja hafnar- I framkvæmdir fyrir 150 milj. kr. 8 þegar á næsta ári, og er þá mið- I að við verðlagið nú. Verður hin ■ nýja höfn, þegar þar að kemur I notuð fyrir togara, strandferða- I og millilandaskip og verður hún I i tengslum við innri höfnina. Til ■ aðbyrja meðverður byggður 60 Ím hafnarkantur en hægt er að hafa þarna um 200 m kant. Þessi nýja hafnargerð leiðir af sér gjörbreytta hafnaraðstöðu á Suðureyri en hingað til hefur hún verið fremur léleg. En fleira er f pokahorninu. Verið er t.d. aö byggja við barnaskólann og stækkar skóla- hUsnæðið við það um hleming. Að þvi er stefnt að hægt verði að taka þetta nýja húsnæöi i notkun næsta haust. Hafinn er undirbúningur að framkvæmdum, sem ætlunin er að ráðist i á næsta sumri. Er hugmyndin að gera veg innan viðþorpið. Kemur hann Uti sjó og verður dælt upp uppfyllingu sem verður álika stór og land það, sem þorpið stendur á. Veit- irekkiaf þvi nú ersvo komið, að ekkert byggðarland er eftir á Suðureyri. Dælingin verður haf- in einhverntima á næsta ári og er hugmyndin að ljúka verkinu I 2-3 áföngum. Helst þyrfti þessu verki að ljúka á næstu fjórum árum. Verið er að byggja átta ibúða fjölbýlishús á Suðureyri. Bygg- ingaþjónusta Jóns Friðgeirs Einarssoar i Bolungarvik sér um þessa byggingu. Búið er að steypa upp kjallara hússins en fullbúið á það að vera næsta vet- ur. Nokkuð hefur verið unnið við hitaveituna. - —mhg að leggja á góljið Lokið er nú við að leggja gólf- efni i nýja iþróttahúsið i Sand- gerði. Var það verk unnið af Hollendingunum Frans Rostang og Toni Hazekaar, en þeir eru sérfróðir á þessu sviði. Segja Suðurnesjatiðindi að framkvæmdir við húsið hafi gengið betur en hinir bjartsýn- ustu þorðu að vona. Farið er aö setja upp hurðir, koma fyrir innréttingum o,fl. og er búist við að húsið verði bráðlega vigt. Hollendingarnir munu einnig leggja gólfefni á iþróttahúsinu i Keflavik er þar að kemur, trú- lega fljótlega upp Ur áramótum. —mhg Möskvi sf. í nýtt húsnœði Netaverkstæðiö Möskvi I . Grindavik horfir nU fram á það I að eeta bætt aöstööu sina áöur I en langt um liður með þvi að J flytja starfsemi sína i nýtt hUs- ■ næði, sem þar er að byggja á hafnargarðinum. Þessi nýja bygging Möskva sf , er 720 ferm. á tveimur hæðum. ■ Ætlunin er, að nótageymsla I verði á neðri hæðinni en neta- J verkstæðið á þeirri efri en alls , mun byggingin verða um 8400 ■ rúmm. Hjá Möskva sf vinna nú I 15 manns. Eigendur fyrirtækisins eru: , Aðalgeir, Flóvent og Kristján i Jóhannssynir. — mhg Verðlaun fyrir heyverkun t sumar efndi Ræktunarfélag Norðurlands tii fræðslufunda fyrir bændur um heyverkun, að þvl er Freyr skýrir frá. Var fyrri fundurinn i félags- heimilinu að Hafralæk i Aðaldal og ætlaður fyrir bændur I Eyja- firði og Þingeyjarsýslum, en hinn siðari á Blönduósi, fyrir bændur í Húnavatns-og Skaga- fjarðarsýslum. A þessum fundum báðum héldu þeir erindi Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri og Óttar Geirsson, ráöunautur Búnaðarfélags Islands. Erindi Bjarna fjallaði um hver værivandi við heyhirð- ingu i súgþurrkun og hvers einkum þyrfti að gæta svo bestur árangur næðist við að blása i heyið. Óttar ræddi á hinn bóginn um það, hvers þyrfti með til að koma upp súg- þurrkun. A Hafralækjarfund- inum fluttu auk þess erindi þeir Stefán Skaftason, ráðunautur i Suður-Þingeyjarsýslu og Þórarinn Lárusson, ráðunautur Ræktunarfélags Norðurlands. Ræddi Stefán um félagsheyskap bænda i Aðaldalog Þórarinn um þýðingu þess við við fóðrun til afurða að eiga góð hey. A Blönduósi héldu erindi auk Bjarna og Ottars þeir Sigurður Eymundsson, rafveitustjóri og Heimir Agústsson, bóndi á Sauöadalsá. Snérist ræða Sigurðar um möguleika á að fá rafmagn i Húnavats- og Skagafjarðarsýslum ásamt fleiru er að rafmagnsmálum lýtur og viðkemur bændum. Heimir sagöi frá samvinnu- heyskap nokkurra bænda á vestanveröu Vatnsnesi en þeir tð Umsjön: Magnús H. Gíslason hafa félagsskap um að heyja I vothey. öll þessierindi voru hin athyglisverðustu. Að loknum erindaflutningi' var gert hlé á fundum og sest að kaffiborði. Undir borðum gerðist það, að tveim bændum úr hverri sýslu fjórðungsins voru veitt verölaun fyrir mjög gott hey og gdða heyverkun undanfarin ár. Jóhannes Sigvaldason, ráðunautur Ræktunarfélags Norðurlands, afhenti viðurkenningarnar og minnti á þýðingu þess fyrir góða afkomu búsins að hey væru góö. Það er leikur að búa með næg og góð hey, sagði Jóhannes en búskapur blessast illa eða ekki ef tómur ruddi er I hlöðum á haustnóttum. Eftirtaldir bændur fengu viðurkenning Einar Jónsson, Tannstaða- bakka I Hrútafirði. Kristján ísfeld Jaðri, Hrúta- firði. Jósep Magnússon, Steinnesi, Þingi. Ingimar Skaftason, Árholti, Tor falæk ja rhr eppi. Einar Kristinsson, Hamri, Hegranesi. Kjartan Jónsson, Hliðarenda, Óslandshlið. Kristinn Sigmundsson, Arnar- hóli, öngulsstaöahreppi. Héðinn Kristjánsson, Hrishóli, Saurbæjarhreppi. Pétur og Ketill Þórissynir, 'Baldurheimi, Mývatnssveit. Hallgrimur og Einar Þdrhalls- synir, Vogum, Mývantssveit. Björn Benediktsson, Sandfells- haga, Axarfirði. Grimur Jónsson, Klifshaga, Axarfirði. Af þessum bændum átti Kristinn á Arnarhóli best hey.' Af heyi hans hefur ekki þurft nema 1.50 kg. /feh að meðaltali þau sex ár, sem mælingar hafa veriö gerðar á meltanleika hjá Ræktunarfélagi Norðurlands. Umræður uröu að framsögu- erindum loknum. Kom m.a. fram, að þáttur uppeldisins i sambandi við heyverkun væri þýðingarmikill. Þó að það sé góö latina og gamalgróin i Mývatnssveit að eiga græn og ilmandi hey þá er brúni liturinn talinn ómissandi I Svinavatns- hreppi. Ræktunarfélagsmenn vona að þessir fundir hafi ekki verið ómerkur þáttur i að bæta heyverkun á Norðurlandi og útrýma þar slæmum heyjum. Enn er þó þar framundan ærið verkefni og hvergi má slaka á ef góður og varanlegur árangur á að nást. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.