Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 1
UOWIUINN Föstudagur 21. desember 1979 280. tbl. 44. árg. „ Viljum skýra afstöðu i kjaramálum áður en lengra er haldið” Enn hœkka olía og bensín I gær hækkaði verð á bensíni og olíu. Bensinlitrinn hækkaði Ur 353 krónum i 370 krónur eöa um 17 krónur hver litri. Þessi hækkun hafði veriö auglýst með nokkrum fyrir- vara, en það sýnir kannski gleggst hve ónæmir við íslendinar erum að verða fyrir verðhækkunum i óðaverð- bólgu að ekki bólaöi á hamstri á bensini i fyrrakvöld. Gasolía til húshitunar hækkaði úr 142 krónum hver litri i 155.20 krónur. Olia á bif- reiöar hækkar úr 155 krónum i 167 krónur hver litri og hvert tonn af svartoliu hækkar úr 89.300 krónum 1 104.200 krónur. Tökum ekki þátt í skrípaleiknum • sagöi Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýöubandalagsins í gær • Eru Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur reiðubúnir til þess að stuðla að auknum kaupmœtti lœgstu launa, hœkkun tekjutryggingar og verðtryggingu almennra launa? Egill Skúli um fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar V ísitölufj ölsky ldan er flutt úr bænum Markmiðið er að halda á fjármálum borgarinnar af varúð og festu „Við teljum þetta gagnslausan skrípaleik að standa I kapphlaupi viðhinaflokkana um tillöguflutn- ing, þegar augljóslega vantar aila samstööu um meginhnútinn, kjaramálin. Af hálfu Alþýðu- bandalagsins erum við reiðubúnir að ræða kjaramálin sérstaklega, og verði sæst I megindráttum á þann grundvöll sem við höfum lagt til þá teljum við það þjóna tii- gangi aö leggja fram þá ýtarlegu stefnumótun i landsmálunum öll- um sem við höfum unniö að síðustu vikurnar i Alþýðubanda- laginu”, sagði Ragnar Arnalds formaður þingfiokksins f samtali við Þjóðviljann i gær. Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og Tómas Arnason ræddu i gær viö fulltrúa Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hvora i sínu lagi, og lagði þar mikla áherslu á að Alþýðubandalagið skilaöi sin- um tillögum til mats hjá bjóðh agsstofnun. Ragnar Arnalds sagöi i gær að þetta væri gagnslaus tillöguleikur og vand- séð hvað fengistUtúr þvi aö láta Þjóðhagsstofnun gerast einhvers- konar dómara i málefnum flokk- anna þriggja. Sjálfur hefði hann gert þá tillögu að efnahagsmála- hugmyndum Alþýðuf lokksins yrði frekar vísað til Biskupsstof- imnar en Þjóðhagsstofnunar, þvi svo augljóslega vantaði í þær all- ar reikningslegar forsendur, þannig að færi Þjóðhagsstofnun að spá I þær yröi hreinlega um trúarlegt mat að ræða. „Alþýðubandalagiö hefur hafn- að kjaraskerðingarhugmyndum Framsóknarflokksins og þvert á móti lagtáherslu á aö kaupmátt- ur lægstu launa verði aukinn, tekjutrygging elli- og örorkulíf- eyrisþega yrði hækkuð og almenn laun verötryggð. Um af- mörkun og skil i þessum efnum yrði að hafa samráö við samtök launafólks. Ef samkomulag yrði að miöa efnahagsstefnuna við þessar forsenduri kjaramálunum væri Alþýöubandalagiö reiðubúið að leggja fram heildartillögur sinar um stjórn landsmálanna. Or þessu viljum viöfá skorið áöur en lengra er haldið.” Ragnar Arnalds sagði ennfremur aö i tiilögum Alþýðu- flokksins væri fariö i kringum það hvort laun ættu að vera verðtryggð, hvort skeröa ætti verðtryggingu eða hvort hún ætti allsengin aö vera. Slika tillögu væri erfitt að reikna út, en hitt væri að minnsta kosti íjóst, að Alþýöuflokkurinn legöi til að óbeinir skattar, og niðurgreiðslur yrðu teknar út úr vfsitölu, sem þýddi að þaö væri algjörlega á hendi rikisstjórnarinnar hvort kjaraskeröingin samkvæmt til- lögum krata yröi 10 — 20 — 30%. Þótt margt væri liðlega samið i hugmyndum Alþýðuflokksins um almenna lágmarkstekjutrygg- ingu, millifærslur og félagslegar umbætur á vegum samfélagsins til laglaunafólks sem uppbót á kjaraskeröingu þá væru þær engu að siður allar á floti og einungis orö á blaði án nokkurra trygg-j inga. Þessvegna fælust i hug- myndum Alþýðuflokksins mun meiri kjaraskerðingar 1 heild en i hugmyndum Framsóknarflokks- ins. _ ekh t gær var frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir næsta ár vísað til annarrar umræöu á fyrstu mán- uðum næsta árs. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru tæplega 37 miljarðar króna og er það 53.3% hækkun milli ára. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætluninni og sagði hana sömu marki brennda og áætlanir siðari ára. „Hún einkennist af þeirri kostnaðar- sprengju sem við nú búum Við og ekki sér fyrir endann á”, sagöi borgarstjóri ,,og ber einnig merki um si'fellt aukna þjónustu við borgarbúa.” Egill Skúli sagði að enn væru óvissutimar I efnahagsmálum þjóðarinnar. Fjárlög rikissjóðs væru naumast komin til umræðu og enginn vissi hvaöa endasteyp- ur kynnu aö biöa á sviði fjármála á næstu misserum. Þvi kynni svo að fara aö gera þyrfti verulegar breytingar á frumvarpinu áður en frá þvi yrði endanlega gengiö i i borgarstjórn, en marmið meirihlutans væri að halda á fjármálum borgarsjóðs með varúð og festu. Þá ræddi borgarstjóri stefnu stjórnvalda i gjaldskrár-og verð- lagsmálum og sagði: „Stefna stjórnvalda I verölagn- ingu á ýmissi þjónustu sem Reykjavi'kurborg og stofnanir hennar láta i té er okkur mjög þung i skauti og hefur nú myndast það misræmi milli raunverulegs kostnaðar og þess sem notendur greiða fyrir þjónustuna á sumum sviðum, að torvelt verður að koma þar jafnvægi á á ný jan le:k. Auðvitað stafar þetta af búsetu hinna svokölluöu „visitölufjöl- skyldu” hér i borginni og sé ég ekki annað, en að borgarstjórn þurfi á endanum aö lýsa þvi yfir að fjölskylda þessi sé flutt úr bænum, enda hún hvergi skráð i manntalsskrám okkar.” Yfirlýsing Alþýðubandalagsins í stjórnarmyndunarviðrœðunum Sjá síðu 7 Fárvidri nyrðra í gær Olli víða skemmdum — sumstaðar var ekki fært á milli húsa Fárviðri gekk yfir norðanvert landið i gærdag og olli viða nokkrum skemmdum. Plötur fuku af húsum, bilar fuku af vegum og rafmagnsstaurar brotnuðu. Sumsstaðar var ekki fært á milli húsa og sendi lög- regla út aövaranir til fólks um að vera ekki úti við þegar mest gekk á. Veöurhamurinn skall yfir á nokkuö misjöfnum tima; til aö mynda byrjuöu ósköpin á Blönduósi um kl. 10.00 i gær- morgun, en ekki fyrr en um kl. 13.00 á Akureyri. Og lengra austur náði veðrið ekki, þvi á Húsavik var aðeins um stinningskalda að ræöa, á með- an fárviöri geisaði vestar. Á Blönduósi var veöur mjög slæmt framan afien olli þó ekki neinum skemmdum að þvl er lögreglan tjáöi Þjóðviljanum. Um kl. 15.00 var veöriö að mestu gengið niður. Á Sauðárkróki var veður einnig afar slæmt án þess þó að valda teljandi skemmdum. Aft- ur á móti fuku plötur af húsum og rúður brotnuöu á Siglufiröi. Þar var strekkingsvindur i alla fyrrinótt,en svo skall fárviðrið yfir um kl. 10 i gærmorgun. Mjög hált var á götum bæjarins oghreinlega hættulegt fyrir fólk aö vera á ferli meðan mesti veðurhamurinn gekk yfir. A Olafsfiröi var svipað veður en þar urðu enginn óhöpp; enda byggjum viö vel, sagði lögreglu- þjónnsem Þjóöviljinn ræddi þar við. A Akureyri gekk mikiö á. Þar fuku plötur af húsum i svo nefndu Siðuhverfi, sem er nýtt hverfi i bænum. Þá fuku 3 bilar útaf veginum rétt fyrir utan Akureyri, án þess aö slys yrðu á fólki. Lokaði lögreglan allri um- ferð frá Hliðarbæ, en algerlega útilokað var að fara þar um á bifreiðum vegna veöurofsans. Einnig var illmögulegt fyrir fólk að fara milli húsa, bæði var hálka á götum og eins vegna þess að eitt ogannað fauk um i rokinu. Veðrið skall yfir á Akur- eyri um kl. 13.00 en var gengið yfirum kl. 16.00 að sögn lögregl- unnar. A Dalvik fuku þakplötur af húsum og sfödegis var bærinn rafmagnslaus vegna þess aö einir 9 rafmagnsstaurar höfðu brotnað innundir Akureyri. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.