Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.12.1979, Blaðsíða 15
Föstudagur 21. desember 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA iS Asmundur Jónsson og GuOni Rdnar Agnarsson, stjórnendur Afanga. Danstónlist úr ýmsum áttum Áfangar eru á sinum stað i dagskránni i kvöld. Ásmundur Jónsson sem hefur umsjón meö þessum vinsæia tóniistar- þætti ásamt Guðna Rúnari Agnarssyni, sagði að i kvöld mundu þeir spila dansmúsik frá ýmsum timum og i ýmsum myndum. Svo förum við svolitið inn i dansinn einsog hann er not- aður við helgiathafnir frum- byggja i Afriku, og lika viö trúariðkanir i Japan. Útvarp kl. 23.00 — Við erum með plötu sem heitir The Complete Dancing Master, og leikum af henni dansa frá Bretlandi, bæði þjóðdansa og dansa frá Endurreisnartimabilinu. Inn i þetta fléttum við skoðunum manna á dansi og danstónlist gegnum aldirnar. Loks verður vikið svolitið að söngva- og dansmyndum sem gerðar hafa verið á undan- gengnum áratugum. Það má þvi segja að þetta sé dans- músík úr ýmsum áttum, og lika hjá ýmsum stéttum, — sagði Asmundur að lokum. Lesið úr íslenskum bókum Þátturinn ,,Á bóka- markaðinum” er á dagskrá i dag, i næstsiöasta sinn. — Það er restin af islenskum bókum, sem lesið verður úr — sagði Margrét Lúðviksdóttir, sem verður kynnir þáttarins. — Jónina H. Jónsdóttir les úr nýrri ljóðabók Gunnars Dal, Lifið á Stapa, Gisli Kristjánsson les kafla úr bók- inni Móðir min húsfreyjan. Þá mun Gylfi Gröndal lesa úr ljóðabók sinni, Döggslóðog Andrés Björnsson les úr sjálfsævisögu Hofdala- jónasar.Gils Guðmundsson les úr Mánasilfri, bók sem hann hefur tekið saman. Jónas Jónasson les kafla úr Bflabullum, skaldsögu Þor- steins Antonssonar, og Hjört- Útvarp kl. 10.45 ur Pálsson les úr bókinni Týndir sniilingar eftir Jón Óskar. Var þetta glæpur? Föstudagsmynd sjónvarps- ins að þessu sinni er cftir franska sniliinginn Jean Jean Renoir. Myndin var tekin 1951. í baksýn sést málverk, sem faöir hans, Auguste Renoir málaði af honum ung- um. Sjónvarp kl. 22.30 Renoir sem lést I hárri elli fyrr á þessu ári, og heitir myndin Var þetta glæpur? (Le crime de monsieur Lange). Hún var gerð árið 1935. Jean Renoir er talinn i hópi mestu meistara kvikmynda- sögunnar. Bestu myndir hans eru áreiðanlega Blekkingin mikla (La Grande Illusion 1937 og Leikrelgur (La Regle de Jeu, 1939) — tvær kvik- myndir sem oft eru taldar með þegar spurt er um bestu myndir allra tima. Renoir var sonur list- málarans fræga Auguste Renoir sem var einn af im- pressionistunum frönsku. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndastjóri i Frakklandi 1924, með myndinni La Fille de l’Eau. Flestar bestu mynd- ir sinar gerði hann þar, en árið 1941 var hann kominn til Bandarikjanna og farinn að stjórna kvikmyndum i Holly- wood. Þar bjó hann siðan það sem eftir var ævinnar og framleiddi margar myndir sem ekki eru taldar jafnast á við það besta sem hann gerði i Frakklandi. —ih frá lesendum Málvillur Moggans Sigurður Eliasson sendi okkur tvær úrklippur úr Mogganum frá 8. des. s.l. ,,sem viti til varnaðar” einsog hann segir i brefi sinu. Önnur úrklippan er viötal við Askasleiki jólasvein, og er fyrirsögn þess næsta voðaleg: „Okkur jólasveinana hlakk- ar til að hitta alla krakkana". Þessi beygingarvilla er endurtekin i viðtalinu. Það er erfitt að trúa þvi, að islenskur jólasveinn tali svona vitlaust. Nema kannski jólasveinarnir á ritst jórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Megintilefni Sigurðar með skrifunum er þó að benda á hina úrklippuna sem ber yfir- skriftina Fundin ný gerö DNA. Um þessa frétt Moggans segir Sigurður: ,Kjarnsýran DNA er sam- eind (mólikúl) gerð úr mý- mörgum frumeindum (atóm- um). Watson og Crick upp- götvuðu ekki þetta risa- mólikúl. Vitneskja um kjarn- sýrurnar er ævagömul. Hins vegar tókst þessum snilling- um að efnagreina kjarn- sýrurnar og i framhaldi af þvi tókst að sýna fram á sérstæðni þeirra og endurnýjunar- hæfni.” Loks segir Sigurður: „Sjónvarpið er ekki heldur syndlaust að þvi er varðar meðferð málsins. Þannig talar Bjarni Felixson i tima og ótima um „kiló”. Lyftinga- menn lyfta svo og svo mörgum kilóum osfrv. Það má vist þakka fyrir á meðan þeir lyfta ekki km, kw, eða ksek, t.a.m. I JÓLA UMFERÐINNI Kiló (fyrir kg) er að verða leiðinda latmæli og þarf að upprætast áður en það grefur frekar um sig. Að visu erum við ekki einir um þetta Þetta lúmska latmæli er t.a.m. orðið rótfast i dönsku”. Fundin ný gerð DNA Boston. Mnssnckiuetts. 7. dcscmbcr. AP VÍSINDAMENN við | Tækniháskólann í Massa- chusetts (MIT) hafa upp- götvað afbrigði af DNA- kjarnasýrunni, frumeind-.l inni sem allt líf byggir á. I Sérfræðingar sem unnu* að rannsóknum sögðu að ( uppgötvunin ætti áreiðan-i lega eftir að breyta skiln- ingi manna á DNA-kjarna- sýrum og einnig væri upp- götvunin mikilvæg fyrir meðhöndlun krabbameins. Hið nýja afbrigði er talsvert frábrugðið DNA-gerðinni sem nefnd hefur verið hin tvöfalda hvirfingalína og James Watson og Francis Crick uppgötvuðu fvrir 26 árum, en þeir hlutu hlóbelsverð- laun fyrir þá uppgötvun. í upp- götvun Watsons og Cricks snerist hvirfingalínan til hægri en í nýju( uppgötvuninni snýst hún til vinstri. Frumathuganir benda til þess að hið nýja afbrigði sé sú )rnmeind sem hvetji krabbamynd- andi frumur til að framleiða i (krabbamein.. ALLT STUÐLAR ÞETTA AÐ GLEÐILEGUM JÓLUM OG GÓÐRIVEGFERÐ ALLAN ÁRSINS HRING. ||U^FERÐAR Það fer vist ekki framhjá neinum að nú er svartasta skammdegiö I algleymingi. Þá þurfa menn að vera sérstaklega varkárir f umferö- inni. A þessari teikningu, sem Umferðarráð hefur dreift, er bent á helstu hætturnar I jólaumferðinni og hvernig beri að varast þær. Fyrirspurn til Lúðvíks Karl Þórðarson, verka- maður i Aburðarverksmiöju rikisins, vill beina þeirri fyrir- spurn til Lúðviks Jósepssonar, formanns Alþýöubandalags- ins hvernig standi á þvi að borgað er hærra kaup i erlendu stóriðjuverksmiðj- unum (Straumsvik, Grundar- tanga osfrv.) en i rikisverk- smiðjunum. I hverju liggur þessi kaup- gjaldsmunur? — spyr Karl. Auk þess vill hann fá að vita, hvort Alþýðubandalagið sé á móti hærra kaupi fyrir alþýðumanninn, með þvi að vera á móti stóriðju. Frá dögum afa og ömmu Teikning eftir Samúel Eggertsson sem sýnir siglingar forfeðra vorra á þjóðveldistimanum. Samúel var kennari og listateiknari og liggur eftir hann mikill fjöldi listaverka I þessum dúr. Þetta er frá árinu 1913. Þess skal getið til gamans aö Samúel var bróðursonur Matthiasar Jochumssonar og bróöir Skugga (Jochums Eggertsson- ar). ,'|já fow jtíuniU' j'ruga «S frjáisneSts Ijeljumuv golSw. ítustim uni IjsiÍtiijiiis ljt| ^ h “‘|ÍsiUsírítsgblmis ht"~ L yúmtjuW bttiarma shauii uUust tS íjn-ótl sg ýwgÍ \tndu suo gkíic vtö átt” wlJ ^ .nlr s’llll">il iiumtmiiinn muitur itiiiiitiiliuett ujhiralMR tlkjjuf naiiUiL é,if|í Jiua||ofcn^ái\,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.