Þjóðviljinn - 21.12.1979, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.12.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1979. DlOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvcmdastjóri: EiBur Ðergmann RiUtjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUatJóri: Vilborg Haróardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: (Jlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéÓinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófárkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristln Péturs- dóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttif’ (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Gagnslaus tillöguleikur • Viðræður flokkanna um vinstri stjórn hafa snúist upp í skrípaleik. Það sem nú liggur f yrir er aðeins hvern- ig viðræðuaðilar koma málum taktískt fyrir til þess að geta haft sæmilega stöðu í áróðursstríðinu í eftirleikn- um. Táknrænt um þennan skollaleik er tillögustríðið og krafa Steingríms Hermannssonar um að Þjóðhagsstofn- un reikni út kjaraskerðingu og verðbólgustig út úr tillög- um sem alveg eins mætti vísa til Biskupsstof u eða Sálar- rannsóknarfélagsins eins og Þjóðhagsstofnunar, vegna þess að í þeim er reynt að fara í kringum kjarna málsins, stórfelldar kjaraskerðingar. • Framsóknarflokkurinn hefur lagt til að engar grunnkaupshækkanir verði leyfðar og að vísitöiubætur séu bundnar við ákveðin mörk. Fari verðlagshækkanir fram úr þeim á láglaunafólk að fá einhverjar bætur í fyrsta sinn, en að öðru leyti á 10 til 20% kjaraskerðing að ná fram að ganga sé miðað við þau verðhækkunartilefni sem þegar er vitað um. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram tillögur þar sem ekki kemur fram hvort laun eigi að vera verðtryggð, verðtrygging skert eða afnumin með öllu. Hinsvegar er Ijóst að samkvæmt hugmyndum krata á að taka óbeina skatta og niðurgreiðslur út úr vísi- tölu sem myndi setja það í vald stjórnarinnar hvort kjaraskerðingin yrði 10 eða 20 eða 30%. Hinsvegar kemur fram hjá Alþýðuflokknum tillaga um að sett verði ákveðin lágtekjumörk og að samfélagið bæti láglauna- fólki kjaraskerðinguna með ýmsum félagslegum ráð- stöfunum. Því miður er þó allt á f loti í tillögum Alþýðu- flokksins um það hvernig kjör þessa fólks verði tryggð, nema ef vera kynni að orð á pappír eigi að vera eina trygging láglaunafólks. • Alþýðubandalagið hefur ekki talið ástæðu til þess að útfæra frekari tillögur en það hefur þegar sett fram fyrr en kjarahnúturinn hefur verið leystur. Það hefur hafnað kjaraskerðingarhugmyndum Framsóknar og lagt höfuð- áherslu á að ef um grundvöll til stjórnmyndunar eigi að vera að ræða þurfi að skapa svigrúm til kaupmáttar- aukningar lægstu launa, hækkunar á tekjutryggingu og verðtryggingar almennra launa. Fyrr en sæst hefur ver- ið á grundvöll af þessu tagi er þýðingarlítið að vera í til- löguleik við Framsóknarflokk og Alþýðuflokk. — ekh Verkin tala • í stjórnmálum þarf bæði að vera fyrir hendi vilji til verka og geta til þess að koma fram málum. Viljinn er ekki nóg ef getan er engin, og getan er ekki nægileg sé viljinn enginn. Það hafa verið örlög Alþýðuf lokksins sfð- ustu misseri að haf a aldrei haft þessa eiginleika í heiðri samtímis í réttum hlutföllum, þannig að vel gæti farið. • Ekki skorti viljann hjá Alþýðuflokknum þegar hann sprengdi þáverandi ríkisstjórn s.l. haust/en getan til þess að knýja fram afgerandi pólitískar lausnir reyndist lítil. Niðurstaðan varð sú í kosningunum að þingflokkur Al- þýðuf lokksins þvældist í annað sinn á stuttum tíma vilja- laus inn í viðræður um vinstri stjórn. Foringjum flokks- ins virðist um megn að átta sig á hvert þeir vilja í raun- inni stefna. Hinsvegar hafa þeir getað látið verkin tala þótt viljann til þess að knýja f ram haldbærar pólitískar lausnir skorti. 9 Alþýðuflokkurinn sprengdi í haust vinstri stjórn og sat fram að kosningum og situr enn viðstjórn í landinu í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Á Alþingi hefur f lokkurinn í hálfan mánuð haldið áfam bandalagi sínu við Sjálf- stæðisf lokkinn og tryggt honum sterk áhrif í utanríkis- og efnahagsmálum. Að launum hefur Alþýðuflokkurinn tryggt sér oddaaðstöðu í flestum áhrifamestu þing- nefndum. • Verk Alþýðuflokksins hafa talað skýru máli um að hann vill ónýta alla hugsanlega möguleika á myndun meirihlutastjórnar í landinu. Verkin hafa talað skýru máli um að hann ætlar sér ekki í vinstri stjórn og hefur ekki getu né þor til þess að mynda viðreisnarstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eina hugsanlega skýringin á at- ferli Alþýðuf lokksins er sú að ætlun hans sé að færa sér í nyt það upplausnarástand sem hann hefur átt drýgstan þátt í að skapa í stjórnmálum landsins til þess að fram- lengja lif minnihlutastjórnar sinnar. ^ Það er ekki nóg að f jasa f jálglega um landsmálin og þykjast hafa ráð undir hverju rifi ef því fylgir ekkert annað en sýndarmennska og hinar furðulegustu uppákomur. Flokkar verða endanlega metnir af verkum sinum en ekki málþófi og gusugangi í fjölmiðlum. Og verk Alþýðuflokksins tala sínu máli sem hvert manns- barn i landinu skilur. —ekh [klippt j Nú er heima i Nú er heima. Stjórnmálasér- ■ fræðingar Morgunblaðsins stiga * fram á sviðið undir fullu nafni I" hver af öðrum og boða „compromesso storico” upp á m itölsku og islensku og kalla |„sögulegar sættir’i-þeir meina stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- ■ flokksins og Alþýðubandalags- I ins. Fyrst kemur Björn Bjarna- ■ son og Styrmir Gunnarsson læt- ■ ur sér hvergi bregða þótt grónir m flokksmenn kalli Björn laumu- Ikomma eða eitthvað svoleiðis fyrir bragðið heldur áfram og 2 skrifar sjö spalta stóra um mál- | ið. ■ Samantekt Styrmis byggist I einkum á tvennu: í fyrsta lagi 2 að sýna fram á að þessir tveir Ihöfuðandstæðingar i islenskum stjórnmálum geti átt samastarf I" vegna sameiginlegs áhuga á velgengni atvinnuvega og þeim ■ lifskjörum sem tryggi að fólk | ekki flýi land. t annan stað er þá ■ visað til nýsköpunarstj’órnar- ■ innar sem dæmis um að þetta J tal geti verið annað og meira en ■ vangaveltur. • Teýlt við I Steingrím Styrmir Gunnarsson skrifar ■ ekki óskynsamlega þegar hann Ivill það við hafa. En einmitt hér sýnist hann gripinn einhvers- 2 konar pólitiskri léttúð eða ósk- | hyggju: málflutningurinn geng- ■ ur mjög útá að draga sem mest ■ úr þeim mun sem er á pólitisku 2 ástandi og viðfangsefnum á Idögum nýsköpunarstjórnarinn- ar og svo nú. An þess að sá “ reginmunur sé viðurkenndur | verður talið um „sögulegar ■ sættir” afar þokukennt. Svo er á I annað að lita: greinin ber þess a mjög glögg merki að hún sé Ifyrst og fremst hugsuð sem leik- ur i tafli, sem er i raun og veru á teflt við Framsóknarflokkinn Hver Þremill, blað fyrir ungt fólk á öllum aldri er nú komið út og er það fyrsta eintak þessa árs. Þó að það sé svo seint á ferðinni er það aðeins merki um ágæti þess þvi að þetta er hið vandaðasta blað bæði að innihaldi og útliti. Útgef- andi er Ungmennafélagiö Þjóð- björg. I ritstjórnargrein blaðsins er skýrt tekiö fram að tilgangur með útgáfunni sé ekk-i gróðabrall heldur tilraun til að skapa ritvöll og málgagn þeirra sem erfa sukkið og svinariiö, verðbólguna og herinn. Þremill er opið timarit, frjálst og óháö öllu nema hugsjónum útgefandans: þjóð- frelsi, jafnrétti og bræðralagi. En hver þremillinn er svo i þessum Þremli? Dálkahöfundur er Glókollur ( Svo gellur Glókollur ). Hann á þarna grein sem heitir Hvaða áróður? — eða fyrirlestur i fjöl- miðlafræði. Er þar fjallað um málgagn allra landsmanna. Sprengjan sem ekki sprakk eða punktar úr sögu islensks terrorisma er upprifjun á tveimur málum sem eiga það sameiginlegt að vera hvort um sig þáttur á mótmælum fólks gegn ákvörðunum valdhafanna. Er þar annars vegar um að ræða sprengjutilræðið i Hvalfiröi vorið 1969 og rof stiflu Í Laxá i Mývatnssveit sumarið 1970. Þá er I Þremli gamansöm grein um Islenska mannræningja i Menntaskólanum i Hamrahlíð. Fjallað 'er um Unglinga- klúbbinn sem fylgir þvl gullna boðorði að virkja sem flesta i miklu fremur en Alþýðubanda- lagið. Styrmir segir: „Innan Sjálfstæðisflokksins hefur hugsanlegt samstarf við Alþýðubandalagið ekki verið rætt að ráði. Á undanförnum ár- um hafa við og við komið fram raddir um það í hópi sjálfstæðis- manna, að timabært væri orðið að nálgast Alþýðubandalagið og kanna grundvöll fyrir samstarfi þessara tveggja flokka. Þær raddir hafa þó aldrei fengið mikinn hljómgrunn og það er ekki fyrr en Steingrimur Her- mannsson hóf útilokunarherferð sina á hendur Sjálfstæðisflokkn- um, að umtalsverður áhugi hef- ur vaknað meðal manna á þvi að huga að samstarfi við Alþýðubandalagið.” Með öðrum orðum: það er mikið vafamál hvort sáttatalið er hugsað sem raunverulegur pólitiskur valkostur — miklu heldur er það liður i refskák sem tefld er við Steingrim Hermannsson. mamn wm ■«■■■■■ hi ■ h ■ m leiftursóknin svonefnd, er allt i ■ einu eins og gufuð upp rétt eins og málvísindakverið hans Stalíns. Að minnsta kosti má hlaupa frá henni eins langt og fara gerir. Styrmir segir: „Aðalatriðið er þó, að Sjálf- stæðisflokkurinn óskaði eftir umboði kjósenda til að fram- kvæma leiftursóknina. Flokkur- inn fékk það umboð ekki. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkur- inn frjálsar hendur til að sveigja frá leiftursókninni að svo miklu leyti, sem hann telur sjálfur skynsamlegt. Andstaða annarra flokka við leiftursóknina þarf þvi ekki að koma I veg fyrir samstarf Sjálfstæðisflokksins við þá um efnahagsmál.” Fróðlegt Sem sagt: Þetta er allt nokk- uð fróðlegt. Lika það, að grein- inni lýkur á áminningu — ekki um nýsköpunarstjórnina sem vissulega mætti kenna við Sjsmatarí Sji'.fstjcðisfioivk* 5 Aiþýðvjhamlalaífs >ÖGULEGAR SÆTTI I Leiftursókn? Hvað er það? Annars ber greinin þvi einnig mjög ljós merki, hve smeykir Sjálfstæðismenn eru við póli- tiska einangrun. Sú stefna sem fyrir nokkrum vikum var ein talin fær i verðbólgustriðinu, „sögulegar sættir” — heldur um þjóðstjórnina, sem þeir settust I saman i striðsbyrjun, Ölafur Thors og Hermann Jónasson. Það er nefnilega það. Hvað sagði ekki Steinn Steinarr skáld:"en eitt er vist og það er það, að Þjóðstjórnin okkar tap- ar sinu strfði”. áb. og skorið.j þremillinn! starfi og stjórnun. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar greinina Frjálst föðurland eða dauða! (patria libre o morir). Er hún um byltinguna i Nicaragua. Þremill lætur móðán mása (gamansögur og skrýtlur) og Ég mundi segja eru tveir fastaþættir i blaðinu. 1 þeim siðarnefnda sem nefnist STRUMPstrumpST er ritað um strumpaaéðið og undirrót þess. Þremill mánaðarins er að þessu sinni Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Rætt er við Hannes um uppruna hans og stjórnmála- skoðanir. Margar myndir fylgja viðtalinu m.a. af Hannesi á yngri árum. Guðrún Jónsdóttir skrifar um Bernhöftstorfu og Ásgeir R- Helgason formaöur Þjóöbjargar, yrkir um Torfuna. Ljóöið er myndskreytt af Hallgrimi Helgasyni eða öfugt; myndin ljóðskreytt af Asgeiri. Hans hátign skrifar frásögn af einkennisbúningafasisma og nefnist húntÞeir berja frá sér á Hótel Borg! Þá eru teknir upp tveir þættir úr bók Stefáns Jónssonar af Pétri Hoffmann. Eru það þættirnir Selsvararorustan og Gvendar þáttur Jaka. Islensk rokkópera kvikmynduð nefnist viðtal Þremils við þrjá unga menn sem fórna sumar- hýrunni og öllum fristundum fyrir hugsjónina um eitthvað nýtt og ööru visi. Kynfræðsla I skólana og ókeypis getnaðarvarnir nefnist grein og önnur um Tvibytnuna, bók sem hefur verið þöguð i hel á íslandi. Einnig er birtur kafli úr Tvibýtnunni. Sfðast en ekki slst er i Þremli heil opna sem nefnist Sjónvarp Haralds Guðbergssonar, skemmtileg og vel gerð teikni- myndaseria. Þremill er 32 siður, prentaður á glanspappir og mjög vel mynd- skreyttur. Ritstjóri og ábyrgðar- maður er ölafur Ólafsson en aðrir sem unnu að blaðinu eru þeir Benedikt Kristjánsson, Björn Blöndal, Guðbrandur Stlgur Agústsson, Guðlaug Gísladóttir Gunnlaugur Snædal, Jason Stein- þórsson, Lúðvik Geirsson, Snorri Styrkársson o.fl. Formaður Þjóð- bjargar er eins og fyrr segir Asgeir R. Helgason. Hver þremillinn! —GFr .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.