Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979. Leikfélag Akureyrar á norrœnni leikhúsviku í Svíþjóð Þórunn Siguröardóttir skrifar I upphafi þessa mán- aðar, nánar tiltekið 3.- 8. desember var haldin norræn leikhúsvika í öre- bro í Svíþjóð. Þar voru samankomnir leikarar, leikstjórar, tæknimenn og yfirleitt allir þeir sem hafa með leikiist að gera, meira að segja pólttíkusar sem úthluta fé til menningar- starfsemi af þessu tagi. Allt þetta fólk átti það sameiginlegt, auk þess að tilheyra hinum sam- norræna menningarheimi, að starfa við eða í tengsl- um við landshlutaleikhús á Norðurlöndum. Lands- hlutaleikhús eru atvinnu- leikhús utan höfuðborga, eins konar héraðsleikhús. Hér á landi er eitt leikhús sem fellur undir þessa skilgreiningu, en það er Leikfélag Akureyrar og var þvi boðið að taka þátt í leikhúsvikunni Til örebro, eða Eyrarbakka eins og við kölluðum staðinn hélt L.A. með sýningu sina „Fyrsta öngstræti til hægri” eftir örn Bjarnason og kostaði Nordiska teaterkommittén (norræna leik- listarnefndin) ferðina að öllu leyti. Var þetta jafnframt i fyrsta sinn sem L.A. fer utan með sýn- ingu og gafst þvi tækifæri til að fylgjast með og taka þátt i nám- skeiöum, ráðstefnuhaldi og um- ræðum um málefni landshluta- leikhúsa á Noröurlöndum, auk þess sem fjölda margar sýningar frá öllum Norðurlöndunum voru sýndar. I hópnum héðan voru alls 19 manns, þar með talinn leikhús- stjóri, framkvæmdastjóri og full- trúi frá bæjarstjórn Akureyrar, en sem fyrr segir var óskað eftir þvi aö þeir aðilar opinberir sem veita fé til menningarmála ættu þarna fulltrúa, sem tækju siðan þátt i umræöum um ýmis fram- kvæmda- og fjárhagsmál leikhúsanna. A þessari leikhúsviku voru stórir hópar frá ýmsum lands- hlutaleikhúsum á Noröurlöndum og fleiri en einn frá nokkrum landanna. Aögöngumiöar að öll- um leiksýningum voru ókeypis og veitti bæjarstjórn Örebro ýmsa fyrirgreiðslu i sambandi við þessa leikhúsviku. Komið til Orebro Ferðin út gekk með ágætum, ef frá er skilið að leikmyndin fékk ekki far með sömu flugvél og við frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms, en kom með sér- stakri fraktvél. Frá Stokkhólmi var svo ekið til örebro i rútu, en þaö var nær 3ja tima ferðalag. Sváfu flestir i ferðinni i rútunni, en aðrir minna. Það var þvi vel þegið að komast inn á ételið i örebro eftir langt og strangt feröalag, en næsta dag var leikhúsvikan sett. Islendingarnir voru boönir sérstaklega velkomn- ir og flutti Oddur Björnsson leikhússtjóri ávarp við setn- inguna. Megnið af ráðstefnuhald- inu og hluti leiksýninganna fór fram í risastóru, nýju leikhúsi sem nefnt er eftir bekktum rithöf- undi sem bjó i Örebro, Hjalmar Bergman. Fyrsta sýningin sem við sáum var þó ekki norræn heldur amerisk en Statsteatern i Stokkhólmi hafði fengið ameriska sýningu i heimsókn og kom leikhópurinn til örebro i tilefni leikhúsvikunnar og lék eina sýningu. Leikritið heitir „Streamers”, ameriskt verð- launaleikrit eftir David Rabe. Leikritið segir frá herbúðallfi bandariskra hermanna og var að ýmsu leyti athyglisvert. Það vakti þó kannski enn meiri at- hygli að sjá hvernig bandarikja- menn leika, þvi Evrópubúum gefst ekki svo oft kostur á að sjá bandariska leiklist. Leikurinn var ákaflega sterkur og stundum um of, fannst mér. Og áreiðanlega hefur mörgum skandinavanum fundist, það, þvi oft finnst manni norræn leiklist einkennast af nokkurri sparsemi i leiktúlkun. Þarna voru menn ósmeykir við að voga öllu, jafnvel meiru en þeir áttu inni fyrir. Það er nefnilega með tilfinningabanka leikara eins og aðrar bankastofnanir, að það er betra aö eiga inni fyrir þvi sem látið er út, ef allt á ekki að fara á hausinn. En örlæti og kjarkur eru lika miklar dyggðir i leikhúsi og þá getur maður fyrirgefið þótt einstaka sinnum sé farið yfir inni- stæðumörkin. Leiksýningar frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð Ekki tókst okkur aö sjá nema nokkrar af þeim sýningum sem þarna var boðiö upp á, m.a. vegna anna við eigin sýningu, en ég ætla þó að fara fáum orðum um það sem ég sá. Frá Noregi kom „Teatret Vart” og lék „Der storbSra bryt” eftir Edvard Hoem, mikið nitjándu aldar drama. Leikstill norðmannanna var stór i sniðum en á allt annan hátt en amerikananna. Hér var ekki svo mikiö Iagt upp úr tilfinninga „út- látum” heldur sterkum mynd- rænum uppstillingum, enda mun leikstjórinn menntaður kvikmyndaleikstjóri. Oft var einsog staðsetningar og mynd- bygging tækju alla eðlilega lógik úr leiknum og undarlegt sam- bland af gamaldags nátúralistma og nútima einfaldleika einkenndu stil uppsetningarinnar. Allt um það var forvitnilegt að sjá þessa sýningu, þótt tungumálið væri mállýska af þeirri gerðinni sem enginn virtist skilja utan heima- hafnar. Finnarnir buðu upp á þrjár sýn- ingar, tvær frá Wasa leikhús- inu og eina frá Kajaanin, sem leikin var á finnsku. Var látiö vel af Kajaanin-flokknum, en Wasa leikhúsið olli nokkrum vonbrigðum. Aðalsýning þeirra var á leikritinu „Skriken” eftir Pedro Vianna og fjallar um Chile. Hún þótti þunglamaleg og stirð- lega leikin, en Wasamenn bættu þyngslin i „Skriken” heldur betur upp með bráöskemmtilegu söng- prógrammi, sem flutt var i kjallara Hjalmar Bergmans Beöið á Kastrup. Þráinn, Guöbjörg, Sigurveig, Eiisa- bet, Þórunn og Gestur. Þráinn og Theödór aö setja ieikmyndina saman. Myndirnar á siöunni tóku þau Gestur, EHsabet og Bjarni. Hiuti Isienska hópsins meö leikurum og áhöfn Arena Teaterbáten. Fremstir tii hægri eru Per leikhússtjóri bátsins og Oddur leikhús- stjóri L.A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.