Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979. Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Rœtt viö Svein Ásmundsson Það ánægjulegasta er að vera innanum fólk — Fyrir 8 árum missti ég heils- una og konuna mina missti ég fyrir 5 árum og siöan hef ég að mestu veriö einn. Heilsuleysi kom i veg fyrir aö ég gæti fariö útúr húsi og hitt fólk. Þaö var þvi ekki litil breyting aö koma hingaö, mig skortir eiginlega orö tii aö lýsa hrifningu minni og ánægju, mér liggur viö að segja aö hér sé alt fuiikomiö, sagöi Sveinn Asmundsson, fyrrum leigubif- reiðarstjóri, en hann flutti inn i vistheimiliö viö Dalbraut 10 nóv. sl. Hvernig fórstu aö, fyrst þú komst ekki út úr húsi, áöur en þú komst hingaö? — Ég fékk svolitla aðstoð, það kom til min stúlka á morgnana og fór út i búð fyrir mig og keypti það sem mig vanhagaði um. Að öðru leyti var ég mest einn heima. Þaö er þvi kannski skiljanlegt hve ánægður maður er hér, mesta ánægjan er fólgin i þvi að geta verið innan um fólk aftur, þvi trúir enginn sem ekki hefur reynt það hve illa einangrun fer með mann. Að tala við sjálfan sig allan daginn, hugsaðu þér. Nei, ég segi þaö satt ef ég ættióvin sem ég held að ég eigi engan, þá myndi ég varla óska honum slikrar einveru, hún er það versta sem ég þekki. Ég starfaði sem bifreiðastjóri i 52 ár, lengst af sem leigubifreiöarstjóri og hitti þvi daglega fjölda manns og fyrir mann sem kemur úr sliku starfi Sveinn Asmundsson og hefur þar að auki ánægju af að vera innan um fólk er einangrun voðalegt fyrirbrigði. Hvar varstu leigubifreiðar- stjóri? — Alla tið á BSR. Ég er eini stofnandi stöðvarinnar sem enn er á lifi, en við stofnuðum stööina árið 1921. Það var i april og gert vegna konugskomunnar. Aður hafði ég verið á sjó, reri úr Vest- mannaeyjum i 9 ár og var alltaf sjóveikur, uppa hvern dag. En héist samt áfram? — Þaö var ekki um annað aö gera, menn völdu ekki um starf i þá daga og svo var það þrjóskan. Ég hef alltaf verið þrjóskur við aö gefast upp og mér þótti það frá- leitt að gefast upp vegna sjóveik- innar, en ég neyddist samt til þess. Þeir sem þekkja sjóvei.ki skilja mig. Hvers vegna geröistu svo leigu- bifreiöarstjóri? — Ætli það hafi ekki verið vegna þess að mer likar betur viö að vera minn eiginn húsbóndi, hef kunnað þvi heldur illa að lúta annarra stjórn við vinnu. Svo viö snúum okkur aftur aö nútlmanum, kveiöstu þvl ekki aö fara á svona vistheimili? — Ég veit ekki hvað ég á að segja. Mér leist ekkert alltof vel á að fara á svona stað fyrst þegar ég tók að hugsa um það. Ég segi kannski ekki að mér hafi þótt það neitt fráleitt, en harður var ég ekki. Nú, en svo var ekki um ann- að að gera, og það get ég sagt þér, að ég hef ekki orðið fyrir von- brigðum, þvert á móti. Hvernig llöur dagurinn hjá ykkur hér? — Það er mikiö spilað á sdíI. lesið og þá ekki sist rabbað sam- an' A kvöldin er mikið horft á sjó- varpið. Nú, svo er að koma tóm- stundastarf, sem margir hlakka til að fá, þá fara kvöldvökur af stað innan tiðar og það á að dansa i samkomusalnum sem nú er ver- ið að leggja siðustu hönd á. Það er vandalaust að eyða deginum hér. —S.dór Vistheimili aldraðra viö Dalbraut A fimmtudaginn var héldu heimilismenn á vistheimili aldraöra viö Dalbraut litlu jólin. Eftir kvöldverö settist fólk niöur I setustofunni og rabbaöi saman yfir sérrlglasi. A litlu myndinni lengst til hægri er aidursforsetinn á heimilinu, Jensina Guömundsdóttir, sem veröur 97 ára 6. jan. n.k. (Ljósm. — gel —). Að komast úr einangrun viröist vera gamla fólkinu mest um vert, segir Róbert Sigurðsson forstöðumaður Visheimili aldraðra við Dalbraut í Reykjavík hef- ur vakið verðskuldaða at- hygli þeirra, sem hafa skoðað húsið oa kvnnst mannlíf inu þar. Fleiri vist- heimili aídraðra með svipuðu sniði eru í Reykja- vík en þetta er það nýjasta. Við lögðum þangað leið okkar fyrir skömmu og ræddum við Róbert Sig- urðsson forstöðumann þess og þrennt af heimilis- fólkinu. Róbert sagöi aö vistheimilið við Dalbraut væri að ýmsu leyti frá- brugðið öðrum visheimilum i borginni. Nefna mætti sem dæmi, að þaö er eina heimiliö með vakt allan sólarhringinn. Eftir kl 18.00 á daginn væri ein manneskja á vakt til kl. 24.00 þá eru vakta- skipti og önnur tekur við til morg- uns. í hverri íbúð er slmi og sé tólinu lyft gefur það samband við skiptiborð, þar sem vaktmaður- inn er og eins eru neyðarbjöllur i ibúðunum og sé þeim hringt kviknar rautt ljós niðri hjá vakt- manni og bjalla hringir. Að sögn Róberts hefur það sýnt sig að þetta skapar mikiö öryggi og eins öryggiskennd hjá fólkinu. Vel þegin þjónusta Allar ibúðirnar i þvi húsi sem tekið hefur veriö i notkun við Dal- brautina eru einstaklingsibúöir, 46 aö tölu. í byrjun næsta árs verður fyrsta húsiö af þremur með hjónaibúðum tekiö i notkun og er þar um að ræða alls 18 ibúðir. Ibúum við Dalbraut stendur mikil og góö þjónsta til boöa. I hverri ibúð er baö en einnig geta þeir sem erfitt eiga meö að hreyfa sig fengið aöstoð i sérstöku baö- og hvildarherbergi. Baökeriö þar ibúðum sinum leitar fólk fram i setustofurnar- til aö fá félagsskap Sagði hann það alveg greinilegt að félagsskapurinn væri þessu fólki hvaö mikilvægastur. Margt af fólkinu hefði búið eitt um árabil og það aö komast úr einangrun virtist vera ómetanlegt fyrir fólk- ib. ódýr dvöl I vistheimilinu við Dalbrautina var tekið upp það nýmæli að skylda heimilisfólkið til að kaupa eina heita máltið á dag. Sagði Róbert ástæöuna vera þá, að i ljós heföi komið á vistheimilim sem þessum hugsaði gamla fólkið ekki nógu vel um sig i þessum efnum, léti það vera að elda sér mat en boröaði þess I stað snarl. Þrátt fyrir þetta kostaði dvöl- inn ekki nema 72.300 kr. á mánuði, sem er helmingurinn af ellilaunum með tekjutryggingu, en sem dæmi má nefna að á DAS kostar mánaðardvöl ellilaun með tekjutryggingu. 1 þeirri þjónstu sem fólkinu er veitt má nefna að margt af fólk- inu þarf að nota lyf og er fylgst með þvi að fólkið taki þau inn, rétt og reglulega eftir tilvisun læknis. Hússtjórn Róbert sagði að ákveðiö hefði veriö aö kjósa hússtjórn meðal ibúanna og á hún aö vera af- gerandi fyrir allt þaö sem fram fer innanhúss. Eins er ákveðið aö kjósa einn ibúa á hverjum gangi, sem einskonar tengiliö ibúa þessa gangs við hússtjórn og ekki siður til aö taka á móti nýjum ibúum sem flytjast inn. Sagði Róbert að mjög algengt væri aö fyrst i stað, eftir að fólkiö flytur inn og þekkir engan, væri þaö einmana og einangraö. Aðal verk þessara er sérhannað fyrir hreyfihaml- aða. 1 húsinu er aöstaða fyrir lækni, þar eru herbergi fyrir að- stöðu til hár- og fótsnyrtingu, æf- ingasalur með tilheyrandi tækj- Róbert Sigurðsson forstöðumað ur vistheimilis aldraðra við Dai braut um þar sem sjúkraþjálfi mun stjórna. Verið er koma upp versl- un I húsinu, sem er eingöngu hugsuð sem þjónustufyrirtæki Tvær setustofur eru i húsinu með útvarpi og sjónvarpi, matsalur fyrir öll húsin fyrirhuguðu, i kjallara hússins er verið að inn- rétta samkomusal þar sem fyrir hugað er aö halda kvöldvökur, spilakvöld og dansleiki fyrir heimilisfólkiö. Þá má ekki gleyma föndurherbergi sem verið er að aka i notkun. Róbert sagöi að setustofurnar væru mikið notaðar. Á daginn situr fólk og spilar á spil, les blöðin sem þar liggja frammi eða rabbar saman. Svo þegar sjón- varpið byrjar á kvöldin fyllast báðar setustofurnar, þvl jafnvel þótt flestir hafi sjonvarp inna' Á efri myndinni er veriö að skáia I sérri og greinilega glatt á hjalla. Á neðri myndinni er svo starfsfóik vistheimilisins við Daibraut, en á það bera heimilismenn mikið lof fyrir iipurðog elskulegheit. ( Ljósm. — gel —). tengiliða væri að taka á móti þessu fólki og kynna það fyrir öðrum ibúum hússins og gera allt sem hægt er til að rjúfa éinangrun þess. Eitt af mörgu sem er til fyrir- myndar i vistheimilinu við Dal- braut er það, aö hitalögn hefur veriö lögö i allar stéttir og lóðina umhverfis húsið. Þar er þvi aldrei hálka og geta ibúarnir gengiö úti- við hvernig sem færð er, en eins og gefur að skilja á svo fullorðið fólk sem ibúarnir við Dalbraut eru, erfitt með að fara út fyrir dyr i hálku og snjó. Húsið allt er mjög fallegt án þess þó að þar sé um nokkurn iburð að ræða og leikmanni sýnist sem varthefði veri hægtaðkoma hlutunum betur fyrir en gert hef- ur veriö og ekki heldur aö neitt það vanti sem nauðsynlegt má telja til þess að fólki geti liðiö vel i ellinni. -—S.dór Rætt við Margréti Jónsdóttur Leist ekkert á þetta í fyrstu — Satt best að segja leist mér ekkert á þetta þegar ég kom hing- að 20. október sl. Ég er vön stórri ibúð, en hér er íbiiðin min smá kytra og mér fannst þetta allt ómögulegt, en nú er þetta breytt, ég kann orðið vel við mig, já, mér likar bara vel að vera hér. Það er hún Margrét Jónsdóttir (Mam ma-Gagga) sem alltr tslendingar kannast við, sem seg- ir þetta þegar við heimsóttum hana þar sem hún býr I vistheim- ilinu við Daibraut. Og hún bætti við: — Ef þú skoðar húsið sérðu að það er mjög fallegt og fullkomið, starfsfólkið er framúrskarandi alúölegt og þvi getur manni ekki annað en likað vel hérna. Var orðið erfitt fyrir þig að búa á Hringbrautinni? — Ja, það var fyrst og fremst erfitt fyrir mig að búa ein, ég er með slæman sjúkdóm, jafnvægis- taugin er biluð svo ég held illa jafnvæginu, svo veldur þetta þvi að vatn safnast fyrir i öðru eyranu og ég heyri ekkert með þvi, Það er ekkert við þessu að gera. Við Þórbergur ferðuðumst viða um heim og ég leitaði hvar- vetna læknis, en þeir sögðu allir það sama, þetta er ekki hægt að lækna. Þú trúir á hugiækna, hefurðu leitað til þeirra? — Hvort ég trúi á þá, já, ég hef leitað til þeirra, en þeir geta held- ur ekkert fyrir mig gert. Hug- læknar geta ekki læknað allt frek- ar en aðrir læknar. Ilafðir þú enga hjálp á Hring- brautinni? — Jú það kom til min stelpa á morgnana og fór út i búð fyrir mig og svoleiðis. Þetta kostaði mig 750 kr. á klst. vegna þess að ég var talin nógu efnuð, þeir sem ekki eru efnaðir þurfa ekkert að borga fyrir slika þjónustu. Það er nokkuð dýrt að greiða manneskju 750 kr. á klukkutimann fyrir að hlaupa út i búð eftir einum potti af mjólk. Hvernig liður dagurinn hjá þér hérna Margrét? — Ég les mikið, ég hef lesið alltof mikið um dagana, það fer illa með augun. Þeir komu til min um daginn, hann Gils Guðmunds- son með nýju bókina sina og Þor- leifur Hauksson hjá Máli og menningu og hann gaf mér einnig nýjar bækúr.. Svo koma stöku sinnum til min gestir og þá er hægt að rabba saman. Það er vandalaust að láta daginn liða án þess aö leiöast. blessaður vertu, mér liður mjög vel. -S.dór Helga Bjarnadóttir Maul: Kvarta ekki og kvíði engu Þegar okkur bar að garði i setu- stofu i vistheimilinu við Dalbraut sátu þar fjögur og spiluðu vist, en hópur stóð umhverfis og fylgdist spenntur mcð. Ein af þeim sem var að spila var Helga Bjarna- dóttir Maul, og þegar hún var beðin um að setjast stundarkorn niður með blaðamanni og rabba við hann var það auðsótt nema hvað hún vildi fá að ljúka spilinu, enda með borðleggjandi hálfa á hcndi cða svo gott sem. Helga var fyrst spurð hvernig henni likaöi vistin i nýju umhverfi innan um margmenni. — Alveg sérstaklega vel. Ég er að visu ekki búin að vera hér nema rúma viku, en mér likaði vel við húsið og andrúmsloftið hér alveg frá fyrsta degi. Það eina sem mér fannst að i byrjun var hvað íbúðin er litil, enda er ég vön stórri ibúð ef miðað er við þá sem ég hef hér. En þetta var bara fyrst, nú finn ég ekkert fyrir þessu og er hæst ánægð með þetta allt saman. Eins vil ég taka fram að starfs- fólk hér virðist vera einvalalið. öll þjónusta við okkur Ibúana er frábær, starfsfólkið hjálplegt og gott, þessu tekur maður strax eftir þvi þótt þjónusta sé míkíi, er ekki sama hvernig hún er fram- kvæmd. Eru það ckki töluverö viðbrigöi fyrir fullorðið fólk að breyta iifs- háttum sinum eins og þið verðið aö gera eftir að þiö flytjið hing- að? — Sú breyting hygg ég að sé öll til hins betra. Það er ekki létt að búa einn, þegar maöur er kominn á þennan aldur. Þar að auki er ég ekki óvön breytingum. Ég bjó með manninum minum i Dan- llelga Hjarnadóttir Maul mörku og átti þar heima i 29 ár. en kom aftur heim til Islands 1946. þá úýorðin ekkja. Siðan hef ég búið ein. Það var ekki svo litil breyting fyrir mig að koma heim aftur og fara að vinna úti. 1 Dan- mörku hafði ég aldrei unniö utan heimilis, en hér varð ég auðvitað að fara að vinna úti. Helga starfaði i mörg ár hjá Mjólkursamsölunni, hætti þar ekki fyrr en hún var oröin 75 ára, en það var þegar mjólkurbúöir samsölunnar voru lagðar niður. Einnig starfaði hún i mörg ár i Þjóðleikhúsinu við fatageymslu og kannast eflaust margir við hana frá báöum þessum starfs- sviðum hennar — Nú er ég orðin 84ra ára og hér liður mér vel, ég hef ekki yfir neinu aö kvarta og kviði engu sagði Helga um leið og við kvödd- um hana og hún settist aftur að spilaborðinu, þar sem lifiö og fjörið hafði ekkert dofnaö.«-S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.