Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Útvarp og sjónvarp um jólin Komdu heim, Lassie Hundurinn Lassie var vinsæl skepna I Hollywood á sinum tima. Reyndar hét hann Pal, og var karlkyns, en látinn leika tlk- ina Lassie I ailmörgum mynd- um. Fyrsta Lassie-myndin var gerð 1942, þegar Pal var tveggja ára, og það er hún sem við fáum að sjá I dag. Komdu heim, Lassie. varð semsé upphafið að mikilli hundadellu, sem stóð yfir árum saman og eimir eftir af henni ennþá, a.m.k. i bandarisku sjónvarpi þar sem sýndur var framhaldsmyndaflokkur um Lassie áratugum saman og gott ef hann gengur ekki enn. Flest- um ber þó saman um að fyrsta myndin hafi veriö sú besta, einsog oft vill verða þegar vin- sælar hugmyndir eru endur- nýttar æ ofan i æ. Komdu heim, Lassie.er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Eric Knight. 1 henni segir aöal- legafrá tryggð tikarinnar, sem fátækur eigandi neyddist til aö selja aðalsmanni. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Konan og hafið Fimmtudaginn 27. des. kl. 19.55 veröur flutt jólaleikrit útvarpsins, „Konan og hafið” eftir Henrik Ibsen. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Með helstu hlutverk fara Valgerður Dan, Róbert Arnfinnsson, Þorsteinn Gunn- arsson og Randver Þorláksson. Andrés Björnsson útvarpsstjóri flytur formálsorð. Leikurinn gerist i litlum strandbæ i Noröur-Noregi. Þar býr Wangel læknir með siöari konu sinni Ellidu og tveimur dætrum frá fyrra hjónabandi. Sjóböö eru lif og yndi Ellidu og svo virðist sem hafiö seiði hana á einhvern undarlegan hátt. Er kannski eitthvaö i fortíð hennar sem veldur þvi? „Konan og hafið” er i hópi siðari leikrita Ibsens eins og „Hedda Gabler” og „Sólness byggingameistari” o.fl., samið á árinu 1888. Ibsen hafði fyrst valið þvi nafnið „Hafmeyjan”, en breytti þvi áöur en hann sendi það til útgáfu. Henrik Ibsen. Henrik Ibsen fæddist I Skien I Suöur-Noregi árið 1828. Hann varð ungur lyfsalalærlingur i bænum Gimstad, en siðar leik- hússtjóri i Bergen. Það var hon- um mjög lærdómsrikur timi. Ibsen fannst . af ýmsum ástæöum þrengt að sér heima fyrir. Hann hvarf frá Noregi árið 1864 og settist fyrst aö á ttallu, siðar i Þýskalandi. I þessari sjálfviljugu „útlegö” samdi hann flest þekktari verka sinna, svo sem „Pétur Gaut” og „Þjóöniðingurinn”. Ibsen flutti ekki heim til Noregs aftur fyrr en 1891, þá kominn yfir sextugt. Hann lést 1906. Mörg leikrita Ibsens hafa ver- iö flutt hér á sviði, og þó enn fleiri I útvarpinu. Er skemmst aö minnast „Konungsefnanna” sem flutt voru á síöasta ári. Á nýársdag verður sýnd I sjónvarpinu norsk sjónvarpsút- gáfa af þessu sama leikriti, Konan og hafið. Þar leikur Liv Ullmann hlutverk hinnar dular- fullu Ellidu, sem I útvarpinu er leikin af Valgerði Dan. Sjónvarp frá síðustu öld Jón Laxdal og ónefndur hestur. Myndin var tekin við kvikmyndun á Paradisarheimt s.l. sumar. Nú líður senn að jólum Þegar sjónvarpsdagskránni fyrir börn lýkur á aðfangadag geta börnin kveikt á útvarpinu og hlustað á sögur og ljóö I 40 minútur. Meðal efnis i þessum þættí, sem nefnist Nú liður senn aö jól- um, er sagan Trunta og jólin eftir Sigrúnu Schneider, sem Helga Þ. Stephensen les. Arnar Jónsson les Grýlukvæði og Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum. Kynnir er Ellen Gunnarsdóttir, 12 ára, en Gunn- vör Braga Siguröardóttir hefur umsjón meö þættinum. —ih Hnotu- brjóturinn Aödáendur balletts og Tsjæ- kofskis geta strax byrjað að hlakka til jóaladagsins. Þá verður sýndur i sjónvarpinu kl. 16.30 ballettinn Hnotubrjóturinn i sviðsetningu Bolshoi-Ieikhúss- hs. Meðal dansara eru nokkrir frægir sólódansarar Bolshoi-ballettsins: Vladimir Margir frægustu dansarar Bolshoi-baliettsins koma við sögu I Hnotubrjótnum. Helga Hjörvar stjórnar út- varpsþætti kl. 20.30 á jóladag, og nefnir hann „Sjónvarp frá siöustu öld”. — Ég reyni fyrst og fremst að gefa áheyrendum hugmynd um það starf sem liggur að baki einni kvikmynd, — sagði Helga. — Það má segja að þarna sé skyggnst um að tjaldabaki með- an verið var að kvikmynda Paradisarheiint i sumar. Eg ræði við leikmyndateikn- arann Björn Björnsson um hvernig ákveðin atriði voru leyst og hvernig gekk að sam- ræma sjónarmið islensks leik- tjaldasmiðs og útlends leik- stjóra. Einnig tala ég við þrjá leikara og spyr þá m.a. hvernig þaö sé að leika fyrir dauða kvik- myndavél og leika atriðin i allt annarri timaröð en menn eiga að venjast úr leikhúsinu. Leik- ararnir eru Jón Laxdal og Helga Bachmann og nýliðinn Friöa Gylfadóttir. Auk þessa efnis, sem er mest- an part persónulegar endur- minningar viðmælenda minna um starfið, les Halldór Laxness tvo örstutta kafla úr Paradisar- heimt — sagði Helga að lokúm. •ih Vasiliev, Jekaterina Max- imova, Vjatseslav Gordeyef og Nadia Pavlova. Flestir kannast viö ævintýrið um Hnotubrjótinn, en ballettinn er byggður á sögunni eftír E.T.A. Hoffmann og Alexandre Dumas. Hnotubrjóturinn er jólagjöf, sem litil stúlka fær og sem breytisti prins og fer I striö við músakónginn. —ih Úr myndinni Pétur — ævintýri um rússneskan strák. Meðan bömin bíða einsog nafnið bendir til er eins- konar stæling á Grease, þeirri frægu unglingamynd, og fjallar um ungmenninOlafiuog Jonna. Margir krakkar kannast við Tobba túbu, tónverkið skemmtilega eftir Kleinsinger, sem Islenska sinfóniuhljóm- sveitin hefur leikiö inn á plötu. Hér veröur það flutt af Sinfóniu- hljómsveit Nýja-Sjálands og þarlendum leikurum, en þýö- andi og þulur er Guðrún Þ. Stephensen, alveg einsog á islensku plötunni. Og svo lýkur þessari barna- dagskrá á þætti meö Prúðu leik- urunum. Gestur prúðu leikar- anna að þessu sinni verður eng- inn annar en Roy Rogers, kúrekahetjan gamla. Semsagt: fjörið og fjölbreytn- in i' kassanum ættu að stytta þessar lengstu stundir ársins. Góða skemmtun! —ih Aldrei er timinn eins lengi að liða og á aðfangadag. Fullorðna fólkið finnur kannski ekki fyrir þvi, það er alltaf aö vasast i ein- hverju. En krakkarnir — hvaö eiga þeir að gera? Horfa á s jón- varpiö, auðvitað! Frá kl. 14.15 til rúmlega fjögur veröur sér- stök barnadagskrá, ætluð til að dreifa hugum yngstu kynslóðar- innar. Dagskráin hefst með Barba- papa, sem væntanlega stendur fyrir sinu I 5 minútur. Þá kemur rússneskt ævintýri, teiknimynd- in Pétur. Svo byrjar nýr fram- haldsmyndaflokkur, Múminálf- arnir, sem byggöur er á sam- nefndrisögu ef tir Tove Jansson. Sögumaöur er Ragnheiöur Steindórsdóttir leikari. Næst kemur hálftlma teikni- mynd, Æðiö i Klisturbæ, sem Drottinn blessi heimilið: Þráinn Karlsson (Hannes) og Saga Jóns- dóttir (Olga). Drottinn blessi heimilið Sá liður i jóladagskrá sjón- varpsins sem flestir biða með stærstri eftirvæntingu er á- reiðanlega frumsýning islensku sjón varpsmy ndarinnar Drott- inn blessi heimilið, eftir þá Guð- laug Arason og Lárus Ými Óskarsson. Bæði er, aö Islenskar sjón- varpsmyndir eru fátiðar og vekja jafnanumtalogáhuga.og svohafa þeir GuölaugurogLár- us báðir vakið athygli og á- reiðanlega vænta margir sér mikils af þessu samstarfi þeirra. Ekki dregur það úr for- vitninni að myndin hefur þegar veriðseld til hinna Noröurland- anna, en það mun næsta sjald- gæft að Islenskt efni seljist þangaö svo fljóttog vel sem hér hefur orðið raunin. Drottinn blessi heimilið er fyrsta sjónvarpsleikritGuölaugs Arasonar, en hann hefur getið sér gott orð sem skáldsagnahöf- undur og þá einkum fyrir verð- Eldhúsmellur, sem út kom i fyrra. Guðlaugur er einnig les- endum Þjóðviljans að góöu kunnur fyrir bréfin sem hann skrifar vinkonu sinni Friðu og birtast ööru hverju i Sunnu- dagsblaöinu. Lárus Ýmir óskarsson er ný- útskrifaöur kvikmyndasjóri frá Sviþjóö. Fyrir skömmu sýndi sjónvarpið prófmynd hans fugl- inn i búrinu, sérlega vellukkaöa skólamynd, sem vakti vonir manna um aö hér væri kominn nýr og ferskur maöur og góður liðsauki I þann litla en þrjóska hóp manna sem eru að streöa við aökoma á fót islenskri kvik- myndagerö. Drottinn blessi heimilið er mynd um hjónabandserfiðleika og fleiri slys. Aðalhlutverkin leika þau Saga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson, sem bæði hafa starfað um árabil meö Leikfélagi Akureyrar og eru i hópi okkar ágætustu at- vinnuleikara. Leikmyndina geröi Snorri Sveinn Friðriksson og myndatökuna önnuöust Bakiur Hrafnkéll Jónsson og Vilmar Pedersen. /—ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.