Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979.
DJOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
t'lgefandi: Útgáfufélag þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
L msjónarmabur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson
lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Olafsson
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handtita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, GuÖmundur Steinsson, Kristín Péturs-
dóttir.
Slmavarsla: Oiöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
(Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýslngar: Slöumúla 6. Reykjavlk.slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Börn
• Jól eru það áhrifasterk hátíð á mótunarskeiði þeirra
sem alast uppj íslensku samfélagi, að þau eiga sér síðan
fastan sess og stóran í vitund manna. Hvort sem þeir
síðarmeir á ævinni leggja áherslu á að jól séu þeim f jöl-
skylduhátíð, tilbreyting, trúarhátíð eða tími til um-
hugsunar — svo aðeins sé tæpt á því sem mönnum f inn-
ast jólin vera í skoðanakönnunum.
• Þau ítök sem jól eiga í vitund manna eru auðrakin til
þeirrar viðleitni að gera þau að barnahátíð: trúarleg for-
senda þeirra tengir þau við það undur sem mest verður í
mannheimum — að barn er fætt. Þar eftir hafa f ullorðn-
ir reynt hver með sínum hætti að sýna að minnsta kosti
börnum vinsemd á jólum, færa þeim gjafir eða gjöra
þeim annað til góða, laga hegðun sína að óskum og þörf-
um barna, jafnvel brjóta odd af fullorðnu oflæti sínu og
taka þátt í leikjum af hjartans einlægni og fyrirhyggju-
leysi.
• Að sjálfsögðu má margt gott um þess viðleitni full-
orðinna segja. En þegar jól eru gerð að barnahátíð þá
felst í því nokkur háski. Nánar tiltekið sá háski, að vin-
samleg samkeppni um hylli barna á jólum er höfð til
þesseins að f riða samviskuna. Bæta upp það sem á vant-
aði í umgengni og framkomu við börn — ekki kannski
endilega ígjafmildi, heldur blátt áfram í alúð, einlægum
áhuga á hugðarefnum barna, þeirra hugarheimi. Sjálft
jólagjafaf lóðið á sér ekki hvað síst forsendur í órólegri
samvisku,menn eru að kaupa sér frið fyrir vanrækslu.
íslensk börn eru ekki hungruð eins og þau börn í stór-
borgum og styrjaldarsvæðum og þurrkasvæðum þriðja
heimsins sem sjónvarpsfregnir og hjálparstof nanir eru
öðru hverjuað minna okkur á. En þau geta allt eins verið
vannærð i öðrum skilningi. Það er ekki að undra þótt þær
íslenskar barnabækur sem bestum sögum fer af nú um
þessar mundir f jalli einmitt um þetta efni: um börn sem
enginn hef ur tíma til að sinna/því að það þarf að vinna
mikið til að greiða kostnað við að reisa æ stærri ramma
utan um æ minni f jölskyldur/ æ rýrari þátttöku einstak-
linga hvers í annars lífi.
#Það ár sem senn er liðið var einskonar stækkun jóla í
þeim skilningi að það hét barnaár. Það var óvenjumikið
talaðog skrifað um börn — bæði þau sem ná ekki þroska
vegna hungurs og þau sem eru andlega og tilfinninga-
lega vannærð og búa hið næsta okkur. Það kom margt
ágætt fram í þeirri umræðu og börn fengu nokkur tæki-
færi til að koma okkur á óvart;sýna hvað þau geta— eins
og þegar listahátíð barna var haldin á Kjarvalsstöðum i
sumar, sællar minningar. En nú er að gæta sín á því, aði
ekki f ari eins með barnaár og þá daga sem nú f ara í höndl
og kallast hátíð barnanna: að þetta ár verði undantekn-
ing og um leið afsökun og f jarvistarsönnun; við sýndumi
lit, en nú er best að við snúum okkur að öðru...
• Raunhæf hollusta viðmálstað barna, við þeirra þarfij;
er annaðog meira en spurning um þær skyldur sem hver
einstaklingur tekur á sig þegar hann reynirað lengja ævi
sína með þvíaðeignast barn. Sjálf tilvera þessarar smá-
þjóðar er aldrei sjálfsagður hlutur; ef eitthvað hefur
alvarlega mistekist í uppeldi og aðhlynningu að þeim
sem skulu landiðerfa, og það kannski ekki í eina kynslóð
heldur tvær eða þrjár, (já verður margtóvíst um f ramtíð
okkar sem þjóðar. Ef við höldum áf ram að skila börnum
okkar samfélagi, sem er nískt við börn og við unga for-
eldra, en bruðlar stórkarlalega á ýmsum öðrum sviðum,
ef hin sérgóða viska gróðans á að ráða gildismati, ef
hugsjónir samhjálpar og jöfnuðar eiga að heita velviljuð
flónska eða efnahagsleg heimska — þá getum við varla
átt á öðru von, eða átt annað skilið, en að börn okkar
muni í vaxandi mæli snúa baki við slíku félagi manna,
flýja það eftir ýmsum leiðum.
• ( von um að slík bölsýni þurf i ekki að sannast óskar
Þjóðviljinn lesendum sínum og landsfólkinu öllu gleði-
legra jóla.
Myrkriö er rlkjandi á þessum
árstíma. En þaö veldur fæstum
okkar áhyggjum, vegna þess aö
viö höfum frá blautu barnsbeini
þekkt myrkriö sem tíma hvíldar
ogrósemi.Um þetta leyti steöja
aö vitum margra okkar svo
þægilegar tilfinningar, aö um
jólin gleymum viö myrkrinu og
myrkum hliöum lifsins. Hátiöa-
matur á borö borinn, kertaljós
loga, góöur ilmur og félags-
skapur ættingja og ástvina.
I nokkra daga leyfum viö okk-
ur þann lúxus aö gleyma öllu
hversdagsamstrinu. Slöppum
af, lesum góöar bækur, hugsum
fallega til þeirra sem færöu okk-
ur gjafireöa komui heimsókn —
allt er gott um jólin.
Umh ugsuna ref ni
Þaö er margt sem viö gleym-
um ekki um jólin, vegna þessaö
viö vitum ekki af þvi. Bágt
ástand hjámörgummönnum úti
ihinum stóra heimi snertir okk-
ur ekki vegna þess aö viö frétt-
úr almanakinu
Hin týnda stétt
um ekki af þvi. Og þótt viö frétt-
um af þvl, þá er hægt aö friöa
samviskuna meö léttu móti, t.d.
gefum viö slatta af peningum til
sárþjáörar þjóöar Kampútseu.
Ekki vil ég lltilsviröa slík fram-
lög, en ég tek undir meö móöur
Teresu, kaþólsku nunnunni sem
hlaut friöarverölaun Nóbels i
ár. Þaö er svo margfalt auö-
veldara aö láta fé af hendi
rakna en aö hjálpa bágstöddum
nágranna sínum. Þá fyrst reyn-
ir á siöferöisþróttinn, þegar
maöur heyrir neyöarkall
mannsins I næsta húsi.
Jónas Kristjánsson Dagblaös-
ritstjóri skrifaöi óvenju skyn-
samlegan leiöara I blaö sitt s.l.
fimmtudag. Ég er aö vlsu ekki
sammála stéttargreiningu hans
á Islensku þjóöfélagi, en þessi
leiöari er þess viröi aö hann sé
endursagöur.
Jónas heldur þvl fram aö
þorri Islendinga sé vel stæöur.
Aö visuséu margir stundum eöa
oft í kröggum, en ekki vegna fá-
tæktar, heldur vegna of mikils
hraöa I fjárfestingu I bil, Ibúö
eöa munaöi. „Fjárskortur
hindrar ekki þettafólk laö horfa
meö bjartsýni til framtlöar”
segir Jónas.
Mikinn meirihluta þjóöarinn-
ar vill Jónas flokka I miöstétt,
og þá einhvern af þrem flokk-
um: Hátekjufólk^vegna ábyrgö-
ar, menntunar’' eöa aöstööu.
Fólk meö riflega möguleika á
uppmælingu eöa aukavinnu. Og
fólk þar sem eiginmaöur og
-kona vinna bæöi úti.
„Lífsstíll nútimans á Islandi
krefst þess, aö fólk fylli ein-
hvern þessara þriggja flokka.
Og þaö gerir raunar mikill
meirihluti þjóöarinnar. Einmitt
þess vegna vill oft gleymast sá
hluti hennar, sem á engan þess-
ara aögöngumiöa” segir Jónas.
Týnda stéttin
Gallaö almannatrygginga-
kerfi veldur þvl aö nokkur hópur
fólks hefur ekki aögang aö lifs-
stíl miöstéttarinnar. Þar er um
aö ræöa sumt ef ekki margt
eftirlaunafólk og lffeyrisþega,
suma öryrkja, einstæöar mæöur
og fjölskyldur ofdrykkjumanna.
Dagblaösritstjórinn telur
einnig láglaunafólk til hinnar
týndu stéttar. „Láglaunafólk
getur lifaö miöstéttarlífi, ef þaö
hefur góöa möguleika á auka-
vinnueöa ef hjón vinna bæöi úti.
Tekjukerfi þjóöfélagsins bygg-
ist raunar á þvf, aö einhvern
veginn hafi hver fjölskylda aö
minnasta kosti hálfar aörar
launatekjur.”
Hinir ósýnilegu
Jónas fer svo nokkrum oröum
um hve erfitt uR)dráttar fólk af
týndu stéttinni á, ef þaö hyggst
reyna aö semja sig aö háttum
miöstéttarmanna. Leiöaranum
lýkur svo á þessum oröum:
„Utangarösfólkiö er ekki eins
áberandi I þjóöfélaginu og á
kreppuárunum eftir heims-
styrjöldina. Menn lesa frásögn
Siguröar A. Magnússonar um
ævi barna undir kalstjörnu, en
taka ekki eftir sliku ástandi nú.
Staöreyndin er sú, aö undir-
stéttin I þjóöfélaginu er oröin
svo fámenn, aö hún hefur týnst I
hugum fólks. Menn sjá hana
ekki I nágrenni sinu og halda,
aö hún sé ekki til. Þetta athug-
unarleysidregur úr mætti gagn-
aögeröa.
Enn eru börn aö alast upp I
húsnæöi sem ekki er heilsufars-
lega sómasamlegt. Enn eru
börn aö alast upp viö fæöi sem
ekki veitir nægan þroska. Og
enn eru börn aö alast upp viö
fjárskort, sem skipar þeim á
óæöri bekk.
Ef viö viljum sjá þessar staö-
reyndir islensks þjóöfélags,
gætum viö bætt verulega úr
Jón Ásgeir
Sigurdsson
skrifar
skák, einmitt af því aö týnda
stéttin er svo fámenn og vel-
sældarstéttin svo fjölmenn.”
Hvað ber að gera?
Vissulega eru þessi skrif Jón-
asar aöeins ávitunarorö; hann
bendir ekki á neinar leiöir til
lausnar þessu ástandi. Þaö er
enda ekki nema von, Dagblaös-
ritstjórinn trúir á einstaklings-
framtakiö og sjálfsafgreiöslu og
sllk trúarbrögö hafa einfaldlega
ekki upp á neina lausn aö bjóöa,
þegar „týndu stéttina” ber á
góma.
Hve oft hefur maöur ekki
heyrt athugasemdir fávísra
manna um fólk sem þjóöfélags-
geröin gerir hreint ogbeint ekki
ráöfyrir? Fólk,sem býr i þjóöfé-
lagi þar sem rlkjandi hugmynd-
ir segja aö félagsleg samhjálp
sé aukaatriði eöa I besta falli
frjálst framtak hjálparstofn-
ana, veröur aö falla aö hinu al-
menna lifsgæöakapphlaups-
mynstri eöa útskúfast ella.
„Þetta nennir ekki aö vinna og
ber enga viöingu fyrir verö-
mætum” segja andstyggilegir
ihaldsmenn, sem I raun þekkja
ekkert til aöstæöna utangarös-
fólksins.
Sóslalismi byggir aö minum
skilningi mjög sterklega á hug-
myndinni um félagslega sam-
hjálp. Sóslalismi er aö mlnum
dómi félagshyggja, þar sem
gagnkvæm virðing fyrir mann-
gildi er I fyrirrúmi. Þess vegna
tel ég aö félagslegar úrlausnir
séu einungis raunhæfar aö þær
byggi á sósialisma.
Sá er ekki sósialisti, sem ekki
man fullvel eftir hinni týndu
stétt. Llka um jólin.
— áb