Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Háskólabíó:
Ljótur
leikur
Jólamynd Háskóabiós er
bandarisk og heitir Ljótur leik-
ur (Foul Play), framleidd 1978
af Paramount, með Goldie
Hawn og Chevy Case i aðalhlut-
verkum. Leikstjóri er Colin
Higgins, sem m.a. er þekktur
fyrir myndirnar Harold and
Maude og Silver Streak. Tón-
listin i myndinni er m.a. flutt af
Barry Manilow, Bee Gees og
Carol King.
Ef marka má sýningar-
skrána, er mynd þessi einskon-
ar grinútgáfa af hasarmynd.
Ung stúlka.sem heitir þvi dyr-
lega nafni Gloria Mundy, lendir
i ýmiskonar veseni i sambandi
við heimsókn páfa til San
Fransisco.
Nýja bíó:
Lofthrœðsla
Nýja bió sýnir nýlega mynd
eftir Mel Brooks: Lofthræðslu
(High Anxiety). Þeir sem kann-
ast við Mel Brooks vita að sjálf-
sögðu á hverju þeir eiga von
þegar hann sendir frá sér ,,sál-
fræðilegan gamanleik”.
í þessari mynd leikur Brooks
sálfræðing, sem er að taka við
stjórn sfórs og fullkomins geð-
sjúkrahúss, en þar leynast alls-
konar ljón á veginum. Einsog
gefur að skilja á sálfræðingur-
inn við sálfræðilegt vandamál
að striða — hann þjáist a‘f ‘lo'ft-
hræöslu.
Mel Brooks samdi handritið
sjálfur, auk þess sem hann er
framleiðandi, stjórnandi og
aðalleikari. Með honum leika
Madeline Kahn, Cloris Leach-
man ofl.
Gamla bíó:
Björgunar-
sveitin
■ bótt flest sé i heiminum fall-
valt er þó næstum hægt að
reikna með þvi að Gamla bió
sýnir Disneymynd um jólin. Það
bregst ekki heldur i ár. Myndin
heitir Björgunarsveitin (The
Rescuers) og er teiknimynd.
1 myndinni segir frá litilli
telpu, sem er stolið af munaðar-
leysingjahæli, af vondri kerl-
ingu sem ætlar að nota stelpuna
til að leita fyrir sig að verðmæt-
um demanti. Stelpunni tekst að
senda flöskuskeyti, og svo er
henni bjargað. Það gera mýs úr
alþjóðlegri björgunarsveit, sem
hefur aðsetur sitt i kjallara
byggingar Sameinuðu þjóðanna
i New York.
Hafnarbíó:
Tortímið
hraðlestinni
Bandarlsk njósnamynd gerð
af Mark Robson eftir handriti
Abrahams Polonsky. Lestin
sem reynt er aö tortima er
Evrópuhraðlestin, og innan-
borðs er háttsettur RUssi með
mikilvægar upplýsingar, á leið-
inni vestur fyrir...
Margir frægir leikarar koma
við sögu: Robert Shaw, Lee
Marvin, Linda Evans, Maxi-
milian Schell og Horst
Buchholz, svo nokkrir séu
nefndir.
Austurbæjarbíó:
Stjarna
er fœdd
Handritið að þessari mynd
varupphaflega samið 1937 og þá
gerð eftir þvi mynd sem Janet
Gaynorog Frederic March léku
i. 1954 vargerð önnur mynd eftir
þvi, og í henni léku Judy
Garlandog JamesMason.Nú er
röðin komin að Barbra
Streisand og Kris Kristofferson.
Timarnir hafa náttúrulega
breyst og handritið með, en
uppistaðan er hin sama, og
kannski ekki svo erfitt að
imynda sér hversvegna þetta
efni er svo kært þeim þarna i
Hollywood. Hérer sagt frá hjón-
um sem bæði eru i skemmti-
bransanum, annað á leiðinni
upp, hitt á leiöinni niður.
Vandamáliö er drykkjuskapur
eiginmannsins.
Þetta er dæmigerö
„stjörnumynd”. Tónlistin ætti
ekki að valda vonbrigðum, og
leikurinn varla heldur
Laugarásbíó:
Flugstöðin
’80-Concorde
Enn ein myndin I Flugstöðva-
seriunni, byggð á skáldsögu
eftir reyfarahöfundinn Arthur
Hailey. Leikstjóri er David
Lowell, og meöal helstu
leikenda eru stiörnur á borð við
Alain Delon Silvia Kristel,
Susan Blakely, Robert Wagner,
George Kennedy og Bibi
Andersson.
Einsog venjulega í þessum
myndum byggist spennan á þvi
að skúrkar vilja þotuna feiga,
en alltaf er hægt að nauðlenda á
síöustu stundu. Myndin gerist
að miklu leyti um borð i Con-
corde-þotu og á flugvöllum i
Paris og Washington, Ólymplu-
leikarnir I Moskvu koma einnig
inn málið.
Galdrakarlinn
íöz
nefnist önnur jólamynd
Laugarásbiós, en reyndar þjóf-
startaði bióið með þessari mynd
fyrir nokkrum dögum. Hér er
ævintýriðum galdrakarlinn i Oz
fært upp i enn einum nýjum
búningi. Þetta er dans- og
söngvamynd fyrir alla.
Leikstjóri er Sidney Lumet,
gamall og reyndur i þessum
bransa og hefur gert margar
myndir, sumar frábærar, aðrar
vondar. Að al hlutverkið,
Dorothy, leikur Diana Ross.
Tónabíó:
Þá er öllu
lokið
Þvi miður tókst þeim i Tóna-
biói ekki að krækja i Apocalypse
Now fyrir jól, en hún kemur
seinna. Um jólin verður sýnd ný
mynd frá United Artists: Þá er
öllu lokið(The End). Stjórnandi
og aðalleikari er Burt Reynolds.
Auk hans leika i myndinni Dom
DeLuise, Sally Field, Joanne
Woodward ofl.
Þessi mynd fjallar um vand-
ræði fasteignasala nokkurs og
glaumgosa, sem kemst að þvi
að hann á skammt eftir ólifað og
ætlar af þvi tilefni að stytta sér
aldur, en brestur kjark.
Fyrir börnin sýnir Tónabió
dýramyndina Loppur, klær og
gin, sem hefur verið sýnd áður,
en þá ekki á sérstökum barna-
sýningum.
Stjörnubíó:
Vaskir
lögreglumenn
Jólamynd Stjörnubiós er
auglýstsem „bráðfjörug spenn-
andi og hlægileg Trinitymynd”
og heitir á ensku Crimebusters.
Bud Spencer og Terence Hill
leika atvinnuleysingja I Miami,
sem eru blankir og ætla fyrst aö
ræna stórmarkaö, en mistekst
og örlögin haga þvi svo til að
þeir gerast lögregluþjónar I
staðinn... E.B.Clucher er höf-
undur handrits og leikstjóri.
Hrakförin
heitir barnamyndin sem
Stjörnubió sýnir um þessi jól
Hún fjallar um ungan dreng,
sem lendir i skipbroti ásamt
glæponi nokkrum. Drengurinn
fer siðan að leita að föður sín-
um, og lendir þá I ýmsum ævin-
týrum. Leikstjóri er David S.
Waddington, en með aöalhlut-
verkfara Sean Kramer og Brett
Maxwor thy.
Borgarbíó:
Stjörnugnýr ,
Borgarbióið er nýjasta kvik-
myndahúsiö á höfuðborgar-
svæðinu, staðsett i Kopavogi.
Þar verða sýndar tvær myndir
um þessi jól.
Stjörnugnýrer geimævintýri i
stil við Stjörnustrið og fleiri
slikar myndir. Hún var geysi-
dýr I framleiöslu, kostaði sem
svarar tveimur miljöröum
islenskra króna. Leikstjóri er
Lewis Coates, tónlistin er eftir
John Barry og aðalleikarar
Christopher Plummer og
Jólasveinninn og
Jólasveinninn og birnirnir
þrlrer teiknimynd fyrir börn og
verður sýnd kl. 3 á laugardögum
og sunnudögum. A sunnudögum
kemur jólasveinn i heimsókn á
sýningarnar með gott i poka
handa krökkunum, og verður
Caroline Munro. Eitthvað ætti
að heyrast i bióinu, þvi að
myndin er gerð i Supersonic
Space Sound, og hafa verið
settir sérstakir hátalarar af þvi
tilefni.
bimirnir þrír
þaö varla til að draga úr að-
sókninni.
Jóiasveinninn og birnirnir
þrir er jólaævintýri um þrjá
litla bangsa sem upplifa jólin i
fyrsta sinn. Myndin er
bandarisk, gerð af Tony
Benedict.
Hafnarfjarðarbíó:
ívar Hlújárn
Þessi mynd er nokkuð komin
til ára sinna, gerð 1952. Þá var
Elizabeth Taylor upp á sitt
besta. Myndin er byggð á hinni'
heimsfrægu skáldsögu Sir
Walters Scott, og gerist i Eng-
landi á 12. öld. Rikharður ljóns-
hjarta kemur við sögu og
riddarar margir og hugprúðir.
Robert Taylor leikur aðalhlut-
verkib, ívar Hlújárn. Nafna
hans Elizabet leikur Rebekku,
og Joan Fontaine leikur^
Róvenu.
Regnboginn:
Prúðuleikararnir
Kvikmyndin um Prúðu-
leikarana er eiginlega kvik-
mynd um kvikmynd: i he^nni
segir frá þvf, aö Kermit froskur
er „uppgötvaður”þarsem hann
sigur i feni og spilar á banjó.
Hann er hvattur til aö fara til
Hollywood og gerast stjarna.
Það list honum vel á, og heldur
af stað.
A leiðinni hittir hann alla hina
vini okkar úr prúðuleikaraþátt-
unum i sjónvarpinu: Fossa,
Svinku, Gunnsa hinn mikla
osfrv. Þau slást öll i hópinn með
froskinum og eftir mikla hrakn-
inga og mörg ævintýri komast
þau á leiðarlok I myndarlok.
Leyniskyttan
Það sem vekur áreiðanlega
fyrst og fremst áhuga okkar
mörlanda á þessari dönsku
mynd er sú staðreynd að eitt
aðalhlutverkanna er leikið af
islenskri Ieikkonu, Kristínu
Bjarnadóttur.
Leyniskyttaner af þeirri gerð
mynda sem k^llaðar eru
krimmar. Hún er látin gerast i
nánustu framtið og er um tvo
menn sem vilja berjast gegn
kjarnorkuveri, sem ætlunin er
að reisa i Danmörku. Annar
þeirra talar, en hinn fram-
kvæmir. Leyniskyttan hótar að
drepa einn mann á dag þangað
til sett hefur veriö bann við
kjarnorkubrjálæðinu. Þetta er
sögð vera hörkuspennandi
mynd, og Berlingske Tidene gaf
henni einkunina „besta danska
mynd ársins”.
Auk Kristinar leika i mynd-
inni Peter Sten, Jens Okking og
Pia Maria Wohlert. Kvik-
myndastjórar eru Franz Ernst
og Tom Hedegaard.
Ævintýri
apakóngsins
Kinversk teiknimynd i litum,
byggð á ævintýri frá 16. öld.
Kinverskar kvikmyndir eru
sjaldséðar hér á landi, en þessi
var framleidd nýlega i
Shanghai. Hún hefur ekki verið
textuð á fslensku, en með hverj-
um aðgöngumiða verður afhent
„prógramm” þar sem atburða-
rásin er útskýrð.
Þetta er sannkölluð ævintýra-
mynd, gerist að einhverju leyti
uppi i skýjum og i henni er tals-
vert um bardaga, sem eru þó
ekki voðalegri en svo að myndin
er ætluð börnum jafnt og full-
orðnum.
Úlfaldalestin
Fjórða jólamynd Regnbogans
heitir Clfaldalestin (Hawmps!)
og er gamanmynd fyrir alla
f jölskylduna. Hún gerist I
Bandarikjunum á 19. öld og
fjallar um merka tilraun sem
gerð var til að gera úlfalda að
flutningstækjum i Sub-vestur-
rikjunum. Sagt er að myndin sé
aðeinhverjuleyti byggðá heim-
ildum, en áhersla lögð á hina
skoplegu hlið málsins.
Leikstjóri er Joe Camp, og
aðalleikarar James Hamptcm,
Christopher Connelly og Mimi
Maynard. Auk þeirra leikur i
myndinni mikill fjöldi úlfalda.