Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Leikhúsiö, sem L.A. sýndi öngstrætiö i, örebro teater, var byggt um 1850 og er friöað. „Þegar sýningin
hófst stóöu vfgbúnir brunaveröir i öllum hornum meö fuilar vatnsfötur tilbúnir aö skvetta á þessa svæl-
andi villimenn frá tslandi sem reyktu jafnvel enn meira á sviöinu en f búnlngsklefunum.”
leikhússins. Ekki tókst mér að sjá
dönsku sýninguna „Magt og af-
magt” frá Möllen, né heldur
ýmsar minni sýningar og skóla-
dagskrár, sem þarna voru sýndar
en ég ætla aö lokum aö minnast á
eftirminnilega heimsókn i
leikhúsbátinn „Nyttig”. Arena
Teaterbáten á um þessar mundir
10 ára afmæli sem leikhús, en
hann er reyndar smiöaður áriö
1860 og hefur hýst eitt og annaö á
langri ævi. Bátinn á nú leikhús-
stjórinn Per Edström, og um borö
búa leikararnir I litlum káetum.
Báturinn siglir um vötn og firöi
Sviþjóöar og hefur á þessum 10
árum sýnt mörg eftirtektarverö
leikrit. „Ett skalmstycke” eftir
Jacinto Benavente var hér á
fjölunum, eöa kannski ætti maöur
heldur aö segja á dekkinu. Þetta
var hressileg sýning meö itölsku
figúrunum Arlequin, Pantalone
og Colombine, skemmtilega leik-
in i hinum þrihyrnda sal leikhús-
bátsins. Eftir sýninguna fengum
viö aö skoöa þetta merkilega
leikhús og leikhússtjórinn bauö
upp á glas og ostbita i lúkarnum.
Eldvarnir í
• •
Orebro teater
Aður en leiksýningarnar eru
yfirgefnar er rétt að fara
nokkrum orðum um leikhúsiö
sem viö lékum öngstræt-
ið i, en þaö er fallegt gamalt
leikhús, sem stendur við bæjar-
sikiö. Leikhúsið er byggt um 1850
og hefur nú veriö endurnýjaö og
friöaö eftir tvo bruna. Brunamál-
in áttu eftir aö veröa okkur þung i
skauti og sögöu gárungar aö allt
brunaliö Svia heföi beðiö i vig-
stööu þar til viö vorum farin úr
landinu. Þaö er nefnilega svo aö
Sviar eru eiginlega hættir ab
reykja og þaö litla sem eftir er af
tóbaki þar f landi er bæði vita-
minbætt og eldvarið. Þetta eru nú
að visu ýkjur, en sannleikurinn er
sá að reykingar eru yfirleitt
bannaðar i opinberum bygging-
um i Sviþjóö og i friðuðum forn-
minjum eins og örebro teater eru
þær nánast helgispjöll. Er
skemmst frá þvi aö segja aö það
tók okkur heilan dag að brjóta
flestallar reglur sem þessu
fallega húsi tilheyrðu og vonandi
fréttist þaö ekki til Sviþjóðar úr
þessu hvernig leikmyndinni var
komið fyrir. Hún var nefnilega
„hnýtt” föst að hluta til, þvi allt
framsviðið var þakið gömlum
skreytingum á hliðunum, sem
sýningarinnar vegna varö að
hylja svo að einhver tryöi á það
öngstræti sem verkið fjallar um.
Vegna eldvarnarteppa og
friöunarreglna þurfti meiriháttar
útsjónarsemi til að koma þvi
púsluspili á sviö sem leikmyndin
okkarágæta er, en allt tókst þetta
að lokum.
Við fengum meira aö segja að
lækka hitann i húsinu eftir 10 tima
samfellt puö, án þess aö til þess
þyrfti leyfi frá sænsku rikis-
stjórninni
Reglur þeirra Svia eru með
endemum, meira aðsegja voru til
reglur sem skipuöu svo fyrir að
sviöið skyldi þvegiö hálftima
fyrir hverja sýningu. Þessu þver-
neituðum viö, enda höfðum viö þá
eytt drjúgum tima f uppptöku
fyrir sænska sjónvarpið. Var
siðasti kastarinn stilltur
nákvæmlega minútu áöur en
áhorfendur streymdu i salinn.
Þegar sýningin siöan hófst meö
öllum sinum reykingum og
drykkjuskap stóöu vigbúnir
brunaveröir i öllum hornum meö
fullar vatnsfötur tilbúnir aö
skvetta á þessa svælandi villi-
menn frá Islandi sem reyktu jafn-
vel enn meira á sviöinu en i bún-
ingsklefunum. (Það skal tekið
fram aö undirrituð reykir ekki, en
var alvarlega aö hugsa um að
byrja á þvi eftir þessa miklu
glimu viö brunamálayfirvöld i
Sviariki.)
Að ööru leyti gengu sýningarn-
ar okkar tvær ágætlega og
áhorfendur virtust ekki i miklum
vandræöum meö aö skilja efni
verksins, þrátt fyrir tungumála-
erfiöleika. Aö lokinni seinni sýn-
ingunni var öllu okkar hafurtaski
pakkað saman aftur, púsluspiliö
tætt i sundur og merkt heim til
Akureyrar.
Menningarpólitík
og fjármál
Ekki er hægt aö yfirgefa
leikhúsvikuna i örebro án þess aö
segja litillega frá ráöstefnuhald-
inu. Sjálf sat ég i hópi þeim sem
fjalla skyldi um samband viö
áhorfendur og yfirvöld. Eftir aö
við tslendingarnir i hópnum
höfðum haldið hina hefðbundnu
ræðu um leikhúsaösókn á tslandi
og fengiö verskuldaða viöurkenn-
ingu fyrir menningaráhuga al-
Þátttakendur
frá L.A.
á leikhús-
vikunni
Hreinn Pálsson
Oddur Björnsson
Elisabet Bjarnadóttir
Ingvar Björnsson
Þórunn Sigurðardóttir
Hallmundur Kristinsson
Freygeröur Magnúsdóttir
Friögeir Guömundsson
Svanhildur Jóhannesdóttir
Guöbjörg Guömundsdóttir
Sunna Borg
Gestur E. Jónasson
Bjarni Steingrimsson
Theódór Júllusson
Viöar Eggertsson
Kristjana Jónsdóttir
Sigurveig Jónsdóttir
Þráinn Karlsson
Bergljót Halldórsdóttir
mennings á Islandi, var tekiö að
ræða fjármál leikhúsa. Fyrir þá
sem ekki vita er leikhúsabsókn á
Islandi einsdæmi i heiminum og
ef boriö er saman viö hin Noröur-
löndin, sem standa þó allframar-
lega, má benda á aö þar er al-
gengt að rekstrarfé leikhúsa, frá
aögöngumiöum sé 5-10% af
heildarkostnaði en á Islandi allt
frá 30-50% og raunar miklu hærri
hjá flestum áhugaleikhúsunum.
Sagan um söluskattinn islenska
sem oftast er miklu hærri en
styrkirnir varð til þess aö maður
hálfskammaöist sin og ég vildi
bara aö ég heföi vitað aö til stæöi
aö fella niöur söluskatt að að-
göngumiðum hjá áhugaleikfélög-
um svo ég gæti borið blak af
islenskum stjórnmálamönnum.
Satt að segja voru hinir norrænu
pólitikusar sem þarna voru
vægast sagt undrandi á islenskri
menningarpólitik eins og hún
virðist rekin af stjórnvöldum.
(Ég þoröi auðvitað ekki aö segja
eins og mér finnst þ.e aö hún sé
ekki til ). Eða hvers vegna er
íslenskt leikhús, — atvinnu-
leikhús, frjálsir leikhópar og
áhugaleikhús svona illa styrkt,
þegar ljóst er að allur almenning-
ur á tslandi vill leikhús? Hvers
vegna berjast öll islensk leikhús i
bökkum svo að við liggur gjald-
þroti hvert ár vegna lélegs fjár-
stuönings frá opinberum yfir-
völdum? Eru islenskir stjórn-
málamenn svo menningarsnauöir
aö þeir skilji ekki aö meö þvi aö
gera leikhúsin algerlega háö aö-
sókn, veröur aldrei hægt aö voga
neinu, - aldrei hægt að byggja upp
framsækna islenska leiklist?
Sumir þættir I þjóðfélaginu eru
þess eðlis aö þeir geta ekki byggst
á eigin fjáröflun og svo er um
flestar listgreinar, eigi þær ekki
aö vera afþreying. Skilja menn
ekki aö ef leikhús eru algerlega
háö aösókn til að geta starfaö, er
hætt viö aö listræn gæöi rýrni og
þá getur leikhúsaðsóknin dottiö
niður i ekki neitt á nokkrum ár-
um? tslendingar hafa náð þeirri
leikhúsaösókn sem aörar þjoöir
gera sér litla von um aö ná
nokkurn tima amk. ekki á minni
tima en 50-60 árum og með gifur-
legu fjármagni. Þessi áhugi
almennings á leikhúsi á Islandi
getur horfið, ef leiklistin fer niður
fyrir ákveðiö gæðamark. —
Allarspurningar og ábendingar
dundu á manni og maður reyndi
af veikum mætti að verja islenska
stjórnmálamenn með þvi að þeir
þyrftu að verja mest öllu fé lands-
manna til skóla og sjúkrahúsa og
vegagerðar, en i hjartanu bölvaöi
maöur Islenskri pólitik i sand og
ösku þar sem aldrei er minnst á
menningarpólitik eöa andleg
verðmæti, heldur bara veraldlegt
vafstur og verðbólga. Og hálfa
prósentiö á fjárlögum islenska
rikisins sem fer til menningar-
mála lét maður ekki nokkurn
mann heyra um.
Og svo var Eyrarbakki hinn
sænski kvaddur i jólasnjó eftir
ánægjulega viku. Höfðinglegar
móttökur voru þakkaðar með
gjöfum og ræðuhöldum, nýir
kunningjar héöan og þaðan
kvaddir á hlaöinu og siöan flogið i
noröurátt þangað sem fólk vill
ennþá fara i leikhús — þrátt fyrir
allt. þs
I
■
I
„Slysavarnarfélag tslands auglýsir eftir Jóni, sjö ára. Hann
fór aö heiman frá sér kl. tiu I morgun og ætlaöi I mjolkurbúöina.
Til hans hefur ekki sést siöanl’
Jón finnst. Fótum troöinn undir töskugrindinni i mjólkurbúö-
inni klukkan sex-núll-níu þegar búið er að afgreiöa alla hina.
Hann er meö budduna i hendinni og tautar enn „Tvær fernur og
þrjú vinarbrauö”.
Ognúég líka
Ég kom auga á þetta meö börnin löngu áöur en öllum datt i hug
aö hafa barnaár. Einhvern veginn vissi ég aö heimurinn er ekki
gerður fyrir börn né gamalmenni, en hversu ruddalegur hann er
var liðið mér úr minni daginn sem ég reyndi aö kaupa baunadós í
Kron.
Þarna stóð ég og las i hljóöi merkimiöa þegar hvöss rödd segir
viö hliö mér:
„Stigöu ekki ofan i körfuna mina.”
Ég lit kuldalega niður og sjá, umrædd karfa er tuttuguogniu
sentimetra frá fæti mér. Svara þessu ekki. Les.
„Vertu ekki ofan f körfunni! ” Ég er ekki ofan i körfunni henn-
ar og rétti þegjandi út höndina eftir dós. Er aö telja eiturefnin i
baununum þegar kelling gargar:
„Komdu þér upp úr körfunni minni,” og stjakar viö mér. A
þetta kellingarskoffin Kron eöa hvaö? og ég vef ofan af treflin-
um, ýti niöur hettunni, hvessi á hana gaddfreðin augun og segi:
„Éger ekki ofan I körfunni yöar, ef yöur væri sama. Hafiö þér
einkarétt á þessari hillu?”
„O, fyrirgefðu vænan, ég hélt aö þetta væri krakki,” og smeöj-
an draup af henni meö þessari útskýringu. Ég varö óö. Spuröi
hana hvort þaö réttlætti svona framkomu ef barn heföi átt i hlut,
ég heföi verið hvergi nálægt körfunni hennar, ekki á leiö upp i
hana og ekki unnið til þess aö láta hrinda mér og þaö væri engin
spurning um aldur.
Hún hló afsakandi, ég vissi hvernig þessir krakkar væru, hún
hefði bara haldiö aö ég væri ein af þessum krökkum. Þessum
körfusibrotamönnum, átti hún viö.
Oröaskipti okkar enduðu á þvi aö hún æpti „Haltu kjafti,”
þvert yfir kjörbúöina og ávann sér aöhlátur Kronkúnna. Þeir
virtust hallast að minni hliö málsins, aö maöur stjaki ekki við
börnum né sýni þeim ókurteisi aö tilefnislausu.
Þetta pelsklædda af börnum ofsótta kellingardýr er ekkert
einsdæmi. Og svo er fólk gapandi hissa á aö börn reyni að troöa
sér fram fyrir eöa sýni ókurteisi. Hvaöan skyldu þau hafa for-
dæmiö? Þau eru löngu búin aö uppgötva aö yddaöir olnbogar er
þaö sem blivur I lifinu.
Fyrir mörgum árum rakst ég á kenningu þess efnis aö maöur
skyldi koma fram viö börn sin eins og gesti slna og gestina eins
og börnin. Alveg er ég viss um aö það væri þroskandi bæði fyrir
börn og gesti, og kæmi auk þess I veg fyrir óþarfa gestagang.
Næst þegar kunningjahjónin berja að dyrum skuluð þið reyna:
„Nú, eruð þiö komin. Inn með ykkur. Þurrka almennilega af
fótunum. Hvað er þetta, ætlaröu ekki aö hengja upp frakkann
þinn? Helduröu að þetta séu sorphaugar Reykjavikur eöa hvaö?
Or buxunum, þær eru blautar aö neðan og ég vil ekki fá þetta
inn I stofuna. Hérna er kaffið ykkar og kringlur. Eruð þiö búin að
þvo ykkur um hendurnar? Ojjj... eins og skot... Það er ekkert að
þessum kringlum og ekkert aö tönnunum i ykkur, boröa þaö sem
fyrir ykkur er sett. Vitiö þið ekki að það eru börn i þriðja heim-
inum sem fá ekkinóg að boröa? Jæja, farið þið núna, ég má ekki
vera að þessu hangsi.”
Og þegar börnin koma heim úr skólanum:
„Nei, eruö þetta þið? Enn gaman að sjá ykkur. Gjörið svo vel
aö koma inn fyrir. Neineinei, þið þurfið ekkert að fara úr stigvél-
unum. Má ég hengja upp úlpurnar ykkar?
Takk. Fáiö ykkur sæti. Hvab má bjóöa ykkur? Hvernig hafið
þiö það? Þeyttan rjóma á skonsurnar? Ennn gaman. Já, þetta er
nýja stellið. Þurfið þið endilega að fara strax? Nei, alls ekki, þiö
trufliö ekki, þó það nú væri, svo gaman aö sjá ykkur.”
Til hamingju börn á tslandi, meö árangurinn á barnaári.
Lukkunnar pamfilar eruð þið, það er ekki hver sem er troöinn
undir I mjólkurbúöinni eöa fiskbúðinni.
Til hamingju meö litlu þreyttu fæturnar ykkar sem eiga ekki
rétt á sæti i strætisvagni.
Gleðjist yfir að þaö litla barnaefni sem er i sjónvarpinu skuli
yfirleitt vera textað meö letri sem börn innah tiu ára hafa ekki
leshraða til aö ná.
Tillukku barnavagnsfarþegar, með bilana sem fylla vandlega
allar gangstéttar við Óðinstorg svo mæður ykkar þurfa út á ak-
brautina meö ykkur. Ég vona aö þiö eigiö vandaöa stálvagna
sem þola einn hnykk utan i forgangsásthnossin. Rispið þá meö
kveöju frá unga tslandi.
Til hamingju með að fullorönir eiga „á morgun” sem aldrei
kemur.
Til hamingju með að fullorðnir eiga stór orö sem þýða litiö.
Til hamingju með að fullorönir geta gefið loforö sem gleymast
ekki, heldur voru aldrei til.
Til hamingju, grátlega til hamingju með að þið erfið landið og
þá fáið þiö loks aðra minni til að stiga á.