Þjóðviljinn - 23.12.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979. ORFEIFUR og EVRIDIS Ópera Christoph Gluck um god- sögnina lífseigu frumsýnd f Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla Elisabet Erlingsdóttir t.v. (Evridís) og Sigríður Ella Magnúsdóttir (Orfeifur). — (Ljósm. — eik) Sigmundur örn Arngrímsson aðstoðarleikstjóri og Kenneth Tillson leikstjóri.— (Ljósm. — eik) Löngu er uppselt á frumsýningu Þjóðleik- hússins á óperunni Orfeif- ur og Evridís eftir Christ- oph Gluck sem verður ann- an í jólum. önnur sýning verður fimmtudaginn 27. desember. Orfeifur og Evrfdis er elst af þeim óperum sem öðlast hafa fastan sess á verkefnaskrám allra helstu óperuhúsa heimsins, en hún er samin laust eftir 1760 til heiðurs þáverandi Austurrikis- keisara. 1 óperunni eru þrjú hlut- verk og skiptast sex söngkonur á um að syngja þau. Sigriður Ella Magnúsdóttir og Solveig M. Björling syngja hlutverk Orfeifs til skiptis, Elisabet Erlingsdóttir og Ólöf K. Harðardóttir syngja hlutverk Evridisar og Anna Júliana Sveinsdóttir og Ingveldur Hjaltested syngja hlutverk ástarguðsins Amors. Auk þeirra syngur bjóðleikhússkórinn i sýn- ingunni og Islenski dansflokkur- inn kemur einnig fram ásamt aukadönsurum. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur undir stjórn Ragnars Björnssonar. Goðsögn um elskendurna Orfeif og Evridisi er vel kunn enda hefur hún orðið kveikjan að fjölmörg- um listaverkum. Auk óperu Glucks eru til óperur um sama þema eftir Monteverdi og Offen bach, svo eitthvað sé nefnt, en su Tokumlagið Sæl nú! Fyrir um 2000 árum siöan sat móðir viö jötu i fjárhúsi i Betle- hem og gældi við nýfæddan son sinn. Vitringarnir færðu honum rikulegar gjafir og englaskari söng lofgjörö og honum var spáð bjartari framtiö og eillfu lifi. Hann ætti að kenna mannkyninu náungakærleik, ást og viröingu fyrir öllu sem lifir. Enn 1 dag sitja mæður viö rúmstokk barna sinna gæla við þau og syngja þau f svefn. En það koma engir vitringar með rikuleg- ar gjafir tii þessara barna og enginn englaskari leggur blessun yfir lif þeirra eins og nóttina forðum. Oft biöur þeirra hungur og fátækt og mannleg niðurlæging og jafnvel á tröppum sjúkrahúsa 3ja heimsins. Foreldrar sumra þræla n^tt og dag til þess að hafa i sig og á meðan önnur lifa i vellystingujn. Við sem búum á vesturlöndum erum orðin svo heltekin af þvi að vera þátttakendur i lifsgæöakapphlaupinu, við að'kaupa og kaupa eignast meira og „betra” að dauðir hlutir vega meira en náungakærleikur, ást, viröing, samstaða og samheldni. Kenningar þess sem hlaut eilift lif i vöggugjöf eru að engu hafðar en allir rhuna eftir þvi sem vitringarnir geröu. Allir muna eftir þvi að gefa dauöa hluti á fæðingardegi hans. Kaupæöið er gegndarlaust og þeir sem græöa, þeir sitja að auönum eru ánægðir og sjóöir þeirra gildna og fita hleöst um hjarta þeirra. Og þeir halda afram að eiga atvinnutækin og ráða. Það skyldi þvi engan furða þótt upp risi mæður og feður og mótmæli öllu þvi ranglæti og allri þeirri kúgun sem við erum beitt á hverjum degi og berjist fyrir betri heimi. Lagið sem við tökum fyrir i dag er um slika móöur. Þaö heitir „Vöggukvæði róttækrar móöur” og er bæði ljóð og lag eftir Böðvar Guðmundsson. Vöggukvœöi róttœkrar móöur Enn syng ég gamalt stef við þinn sængurstokk í kvöld er sólin rennur langt að fjallabaki um þá sem sitja sléttir og slóttugir við völd og sleppa aldrei neinu fantataki. er að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn. Þeir eiga glæstar hallir þeir eiga lúxusbil þeir eiga meira en nóg til hnífs og skeiðar þeir kæf a okkur í táragasi og kalla okkur skríl þeir koma okkar vandræðum til leiðar. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu eflaust pina þig til dauða en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að úr mörgum þeirra vætli blóðið rauða. Svo segi ég að lokum f yrst sólin hnigin er og svefnsins engill strýkur þér um hvarma og margan góðan drenginn þeir myrtu þar og hér og margur hlaut að dylja sina harma. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu reyna að draga úr þér kjarkinn E7-hljómur D-hljómur \ hljómur 1 r < !> ri H Morðingjar heimsins og myrkraverkaher myrða okkur líka einhvern veginn, en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að af mörgum þeirra væri skjátan flegin. siðarnefnda er reyndar samin I grini á kostnað óperu Glucks. Sá kunni leikritahöfundur Tennessee Williams samdi á sinum tima all- vinsælt leikritsem heitir Orfeifur ániðurleið, og gerðist i litilli Suö- urrilcjaborg svosem flest leikrit hans önnur, en kveikjan að þvi er gamla griska goðsögnin. Franska skáldið Jean Cocteau samdi leikrit og gerði kvikmynd um Orfeif og reyndar má sjá áhrif þessarar goðsögu i fleiri verkum þessa listamanns. Einhverjir muna kannski er Leikféiag Reykjavikur sýndi fyrir röskum tiu árum siðan leikritiö Orfeus og Evridis eftir Jean Anouilh, þó fleiri muni ef til vill eftir ágætri franskri kvikmynd eftir Marcel Camus sem hét „Orfeo Negro” og gerðist á kjötkveðjuhátið i Brasiliu. Sagan af þessum elsk- endum hefur þvi birst okkur i ýmsum myndumgegnum árin, og raunar fer Gluck sjálfur all frjálslega með harmsögunav af Orfeifi og Evridisi. Gluck var nefnilega að semja i tilefni skirnarhátiðar keisarans svo varla var honum stætt á að bjóða upp á harmleik. Hann bætti þvi ástarguðinum Amor við hlut- verkaskrána og breytti sögunni i sigursöng ástarinnar yfir dauðanum. Leikstjóri I sýningu Þjóöleikhússins er Kenneth Tillson frá Bretlandi og semur hann einnig alla dansa. Hann hef- ur áður starfað hér á Listahátiö 1976 er hann samdi balletta fyrir Islenska dansflokkinn. Leikmynd og búningar i sýningunni eru eftir Alistair Powell frá Skotlandi. Hann er islenskum leikhúsgest- um að góðu kunnur, þvi hann starfar nú i þriðja skiptið hér á landi. Arið 1976 gerði hann leik- mynd við sýningu Þjóöleikhúss- ins á Imyndunarveikinni eftir Moliéreog i fyrra gerði hann leik- myndina við Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár. Þorsteinn Valdimarsson skáld i þýddi óperuna. Jörundur í Garði Litla leikfélagið I Garðinum sýnir „Þið munið hann Jörund” eftir Jónas Árnason þar á annan I jólum og i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á milli jóla og ný- árs. Leikritið var frumsýnt 8. des- ember sl. Inn i leikinn fléttast sem kunnugt er söngvar sem urðu landsfrægir fyrir nokkrum árum, þegar „Jörundur’.’ var fyrst sýndir i Iðnó. 15 leikarar taka þátt i sýning- unni. Leikstjóri er Jakob S. Jóns- son. — eös Sjá ennfremur leikhúsfréttir á baksíöu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.