Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 * mér datt þad í hug Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Ertu búin að baka... brauð handa hungruðum heimi? Þá er þessi aöventa á enda runnin. Á morgun koma jólin. A morgun kemur Kristur og kikir inn i skápana. — Ó, guö, ég komst ekki yfir aó gera hreiiit. — En mokaöirðu út úr hjartta þinu? — Ja, ég hafði um svo margt annað að hugsa. — Eins og hvaö? — Til dæmis um allt sem mig vantar. Matchboxbila- braut með ljósum, dúkku sem borðar og grætur og hlær, Natúsansmyrsl á bossann, Ronsonkveikjara sem minnir hann á mig. Danfoss blöndunar- tæki, pels úr Gráfeldi, L’eggs- sokkabuxur úr L’eggs- standinum, Vogue-sokkabuxur úr Vogue-standinum, Lödu sport, Volvo, veggflisar, sófa- sett, Súbarú, valtara, vörubil, útihurðir, innihurðir, skrár og lamir, stereógræjur, symfóniu- hljómsveit, sendibllastöö, sjálf- virkan bilskúrshurðaopnara — en þú hefur engan bilskúr — þá bara utanborðsmótor — en þú átt engan bát — þá vantar mig bát, konan er eyland. Finlux eitt kemur til greina. — óttalegt rugl er þetta. Hver segir að þig vanti þetta allt? — Þeir hjá B.K.K.K. Kitchen- aid er hrærivélin þin. — Hvað þýðir B.K.K.K? — Bandalag kaupmanna og kristinnar kirkju. Klingjandi kristall er kærkomin gjöf. — Ef kirkjan er með i spilinu, þá ætti ég að fá prósentur. — Þeir segja að þú fáir pró- sentur. Vel búið baðherbergi frá Bykó. — Segja þeir það? — Já. Ertu kannski að gefa i skyn, að þeir geri ekki skil fyrir jól? — Ja, það virðast vera ein- hver vanhöld á þvi. Ég þarf kannski að fara að endurskipu- leggja innheimtuna. — Ef þú ætlar að gera eitt- hvað af viti, þá gerðu það i Wrangler! — Ég geng ekki i buxum! — Fyrirgefðu! En i guðs bænum einfaldaðu þessa voða- legu skattheimtu. Þetta leggst svo þungt á mann þegar svona margir hafa hana með hendi. Ég er satt að segja orðin svo þreytt á þessu vesturheimska jólafári, að mig er farið að dreyma um að komast austur fyrir járntjald til kommúnist- anna, sem trúa ekki einu sinni á guð og hafa ekkert til að selja manni i Jesú nafni fyrir jól. — Mér sýnist nú ekki fjöl- breytt hjá þeim vöruúrvalið á öðrum árstima heldur. — Ertu að mæla bót allri þessari skransölu i ykkar nafni? — Nei, nei. En ég er heldur ekkert hrifinn af þeim, sem ekki vilja heyra á mann minnst. — Þeir hræra þér ekki saman við smjörlikið á meðan. Og mér hefur að minnsta kosti hvergi liöið betur en hjá kommúnistum á aðventu. — Jæja, hvenær var það? — Það er dálitið siöan. — Hvenær? — Ja, það eru nokkur ár. Það var i Austur-Berlin. Ég fór i leikhús á hverju kvöldi og fyllt- istaf skilningi á högum annarra og varð viðsýn og umburðar- lynd og uppfull af elsku til mannanna. A maöur ekki að verða það á jólunum? A nóttunni drakk ég bjór og horfð- ist i augu við ókunnugan mann, sem hafði atvinnu af þvi að spila á pianó. Svo leiddi hann mig um götur borgarinnar, og ég var ekki vitund hrædd við mann, sem ég ekkti ekki neitt, og þó var bara kveikt á öðnlfn hverjum ljósastaur. Hann opnaði fyrir mér stórt, hvitt stúdió, sem hann leigði utan um flygilinn sinn, og af þvi þaö var svo kalt, þá kveikti hann á raf- magnsofninum og vafði mig i teppi áöur en konsertinn hófst. Svo settist hann við flygilinn og byrjaöi aö spila. Allt pró- grammið, sem hann ætlaði aö flytja daginn eftir i einhverri allt annarri borg. Fram á rauða morgun. — Gerðuð þið nokkuð ljótt? — Nei, ég sofnaði vist. — Mér sjálfum sé lof! Hvaöa maöur var þetta? — Ég veit það ekki. En ég hef stundum velt þvi fyrir mér. Og svóna vil ég hafa lifið á aöventu. Friðsælt. Fullt af andagift, hrifningu, Mozart, Brecht og Bach. Og mátulega rokkið til að maður taki eftir aö það er eitt- hvert myrkur til að lýsa upp. — Já, vel á minnst, ljós i myrkri. Ertu búin að skila framlagi þinu i Kampútseusöfn- unina? — Já, dóttir min hefur haldið mér við efnið I öllu veraldlegu tilliti. Hún skammast sin fyrir utanrikisráðherrann, hvernig hann greiddi atkvæði á Sameinuðu þjóða-þinginu i sumar, en við áttum þvi miöur ekki hálfa miljón afgangs til að bæta fyrir það. — Það gerir ekkert til. Þitt framlag er mikils virði. -Skrifaöir þú þetta á söfnunarbaukinn? — Nei, en margt smátt gerir eitt stórt og það vantar brauð handa hungruðum heimi. Ertu búin að baka? — Já, tvær sortir. Sú þriöja brann viö. Viltu smakka? — Nei, takk. Ég borða ekki kökur. — Ekki við heldur. — En það er góð af þeim lyktin. Ég hef velþóknun á henni. — Já, það höfum við lika. — Jæja góða ertu þá búin að öllu? — Nja, þaö var nú svo margt, sem við ætluðum að gera, en það komst einhvern veginn ekki allt i verk, þvi miður. Ekki timi. Ekki peningar. Mikiö að gera, þú skilur. (Mamma, það heföi þurftaöþvo gardinurnar! Sérðu skápinn! Þessi veggur er allur i fingraförum! Hefurðu séð draslið i geymslunni? Hvenær á að negla gólflistana? Má ekki henda þessum tómu flöskum? Og þessu blaðarusli? Ætluðum viö ekki að baka meira brauö? Eigum við ekkert að föndra fyrir jólin? — (Uss ekki trufla mig, ég er að tala við guð!) Já, og stjórnarmyndun öll i óvissu. Ætli verði ekki kosningar aftur i vor. — Helduröu að ég hafi komiö til að ræöa við þig um pólitik? — Nei, en það komst bara ekki allt i verk. — Já, já, ég er ekkert smámunasamur. Þú stendur þig betur næst. — Ég get engu lofaö um það. Kannski drukkna ég i næsta auglýsingaflóði, ef ég kemst ekki austur. — Já, þetta er komið út i öfgar. Af hverju hækka þeir ekki auglýsingataxtann? Hafa þessir menn ekkert bisnessvit? — Jú, ég held bara þeim finnist auglýsingar svo skemmtilegar. Fræðandi. Uppbyggilegar. Hollar æskunni. Nauðsynlegur liður i uppeldi verðandi neytenda. Ég held það. — Já þetta er mögnuð aðferö. Kannski þeir hjá kirkjunni ættu að taka hana upp i rikara mæli. Ég ætla að ræða málið viö þá. Vertu blessuö og gleðileg jól! — Gleðileg jól! Steinunn Jóhannesdóttir Skólakór Garðabœjar: Jólatónleikar Skólakór Garðabæjar heldur jólatónleika i Háteigskirkju fimmtudaginn 27. desember og i Garðakirkju föstudaginn 28. desember — báða dagana ki. 8.30. Verða þetta lokatónleikar kórsins Á söngskránni verður: 1. In dulce jubilo — Sjá himins opnast hlið. Kantata fyrir 3ja radda kór, orgel og strengi eftir Buxtehiiae — Björn Halldórsson. 2. Jólalög frá ýmsum löndum 3. A Ceremony of Carois eftir Benjamin Britten. Einsöngvarar: Marta G. Ha lldórsdó tti r, Sigrún Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Berglind Björgúlfsdóttir. Hörpuleikari: Elisabet Waage. Stjórnandi kórsins er Guðfinna Dóra ólafsdóttir. Gísl sýndur á Skagaströnd Leikklúbbur Skagastrandar sýnir um þessar mundir leikritið ,,GIsl” eftir Brendan Behan I þýðingu Jónasar Arnasonar. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrfmsdóttir, en alls taka 20 þátt i sýningunni. Frumsýningin var 15. des. sl. I Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd við mjög góðar undirtektir.Leikritið verður næst sýnt á Skagaströnd 27. desember n.k.» á Blönduósi 28. des. og á Hvammstanga og ef til vill vlöar eftir áramót. Þetta er 5. verkefni LeikklUbbs Skagastrandar en hann var stofn- A æfingu: F.v. Gunnar Benónýsson, Guðmundur H. Sigurðsson og Halibjörn J. Hjartarson aöur áriö 1975. Núverandi formaöur er ólafur Bernódusson, kennari. Kristilegir söngvará plötu KFUM KFUM og K I Reykjavik hafa gefiö út plötu með æskulýöskór félaganna, en i honum eru um 40 unglingar. Platan nefnist Nem staðar og hefur að geyma létta kristilega söngva sem kórinn hefur sungiö á undanförnum árum. Leikið er undir á pianó, bassa, slagverk, fiðlur, selló og flautu. Platan vartekinupp i Hljóðrita hf. á liönu hausti og pressuð hjá Teldec I Þýskalandi. Stjórnandi upptöku var Þröstur Eiriksson. Kórstjóri er Sigurður Pálsson. Fimmtadagsgleði stúdenta verður í Sigtúni föstudagskvöldið 28. des. kl. 10—3. Miðasala 27. og 28. des. kl. 10—16 á skrifstofu Stúdentaráðs. Stúdentaráð Uáskóla íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.