Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980
Þegar ráðsettasta möppudýr landsins,
Vilmundur Gylfason, gerist nú svo
tyftunarkátur að vilja koma pólítískum
andstæðingum sinum í tukthús fyrir aðhafa
sagt hug sinn á prenti, þá skulum við ekki
imynda okkur að það sé af mannvonsku.
Hann gerir þetta af júblandi hjarta...
Barnaárið búið, loforðin grafin og kæst, við getum hætt að
hræsna og tekið gleði okkar aftur. Það er komið ár trésins, og
hvað skulum vér með tré, höfum við ekki skjólgarðinn mikla á
Miklatúni? Þangað geta barnabörnin okkar farið með barna-
börnin sin og sagt:
„Sjáðu Nonni, þessa sprota gróðursetti afi þinn. Þeir lifa
enn! ”
Ég hef ekkert á móti trjám, en ég heföi viljað ráðstafa þessu
ári á annan veg. Aöur en ég legg umbúðalaust fram tillögu mina
ætla ég samt að koma á framfæri hvaö ég er óskaplega hlynnt
trjám. Þó svo ég liti Miklatúnstrjágarðinn efa- og tregaaugum
og þori ekki að vona að hann vaxi mér yfir höfuð i minni lifitið
(hann gæti auðvitað gert það eftir dauðann ef þeir gera túnið að
heiðursgrafreit þar sem niöskáldum yröi skellt i óviga mold til
að auka umferð og afnot af garðinum), þá hef ég um leiö
drepandi áhyggjur af skógum Finnlands, sem islenzkar hús-
mæður nota, samkvæmt sjónvarpinu, til að þurrka upp Vilko-
súpur sem gráðug börn hella niður, og eins skógum suður
Ameriku sem gráöugir gróðakallar höggva þannig að súrefnis-
laust er að verða i heiminum.
Samvizkubitiö er að kæfa mig þegar ég æpi á samvizkulausar
afgreiðslustúlkursem eru að pakka tveim rúllum af þarfapappir
i plastumbúðum inn i enn meiri pappir. Siðan fer ég heim og veit
VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON:
Möppudýrunum
Þegar verið er að dæma
andófsmenn i Sovétrikjunum,
þessa sem eru svo ófor-
skammaðirað segja þaðsem þeir
og fleiri hugsa, þá fyllumst viö
vandlætingu og eigum ekki nógu
sterk orð yfir dólgshátt sovéskrar
yfirstéttar sem gefur skit i
tjáningarfrelsiö með þvi aö senda
þá i' tugthús sem telja sig eiga rétt
til að opna munninn. Við setjum
okkur i spor andófsmanna, bar-
átta þeirra er réttmæt og sjálf-
sögðaf þvi viö tengjum hana viö-
horfum okkar sjálfra til frum-
stæðustu mannréttinda. Viö setj-
um okkur aldrei i spor dólganna
sem kveöa upp dómana og fram-
fylgja þeim.
Grandvart fólk og heió-
virt
Saga siðustu áratuga hefur
komið þvi inn hjá mér að til séu
einstaklingar svo illa farnir aö
skilgreina megi þá sem sam-
viskulausa fanta. Sjálfur hef ég
samt aldrei kynnst neinum slik-
um. Og ég hef ekki heldur
Imyndunarafl til að setja mér
fyrir sjónir svo djöfullegt þjóð-
skipulag að það geti veriö fært um
aö framleiða slika karaktera i
massavis. Meöal annars þess-
vegna þykir mér óhugsandi aö
gervallt kúgunarapparat sovéska
rikisins sé eingöngu samsett af
hreinræktuðum sadistum sem
koma fólki i kvalræði með ljúfu
geði. Ég er þvertámóti sann-
færöur um aö stærstur hlutinn er
fólk sem hér væri kallað grand-
vart, jafnvel heiðvirt, löghlýðnir
samborgarar einsog Jón og
Gunna I næsta húsi.
1 Rússlandi heita þau tvan og
Olga. Þau geta haft vissa samúö
meö vissum hluta andófsmanna.
Samt eiga þau i engum teljandi
vandræðum með aö dæma þá til
allskyns þrenginga. Dómarnir
eru i þeirra augum nauðsynlegir,
jafnvel réttlátir. Sovéska ríkinu
stafar hætta af þessum skilnings-
lausu kjaftöskum sem ekkert
vilja nema eitra útfrá sér og
brjóta niður skipulagiö. Sovésk-
um lögum veröur lika að fylgja.
Þau eru kannski ekki fullkomin
eneftir þeim verður þó að dæma.
líður
vel
Með lögum skal land byggja. Og
þannig áfram. Ivan og Olgu
skortir ekki efnivið i réttlæting-
una. Þau geta hæglega trúaö þvi
að þau séu mannvinir, frelsisvin-
ir, gott ef ekki með þeim gæsku-
rikustu undir sólinni.
En áöuren viö förum að rifa i
okkur sjálfslygi tvans og Olgu og
kveöa upp yfir þeim áfellisdóma,
skulum við lita okkur aðeins nær.
Ó Jesú bróðir besti
Fyrir nokkrum árum spratthér
upp hópur manna sem kenndi sig
við Variö land og sló meö frægri
undirskriftasöfnun áöurskráö ts-
landsmet i undirlægjuhætti gagn-
vart stórveldinu bandariska, og
það með heldur hæpnum að-
ferðum. Vitaskuld fór ekki hjá þvi
aö pólitlsk aögerö af þessu tagi
yrði mikið hitamál. Opinberlega
urðu margir til að fordæma fyrir-
tækið og aðstandendur þess. En i
staðinn fyrir að svara nú fy rir sig
I riti og töluöu máli einsog hér
hefur tiðkast i pólitik slðan það
varð mögulegt fyrir danskri kúg-
un þá gripu fjórtán VL-ingar til
þess ráðs að stefna flokki manna
fyrir ærumeiöandi ummæli og
láefjast hárra sekta og fangels-
ana til vara.
Réttarhöldin voru háalvarleg
tílraun tU aö þagga niörl ákveðn-
um skoðanahóp á grundvelli
meiöyröalöggjafar sem flestum
er nú ljóst — þökk sé þessum
sömu réttarhöldum — að er
fáránlegt plagg og ekki til annars
en að brjóta það. Þessi tilraun
tókst ekki, nema ef vera skyldi á
mjög óbeinan hátt og þá að afar
takmörkuðu leyti. Þvl enn heldur
fólk áfram að viöra skoöanir sin-
ar á öQu mögulegu og ómögulegu,
tæpitungulaust. Og enn er það
sjálfsagt mál að þeir fái gúmoren
á móti sem þenja sig i votta
viöurvist, en alls ekki sjálfsagt
mál að þeim sé stungið inn.
Þó dómskerfið hafi ekki komið
til móts við kröfur VL-inga nema
að hluta tíl, sýndi það samt ótvi-
ræðan vilja til að refsa mönnum
fyrir aðsegjahugsinn. Þetta kom
þeim á óvart sem héldu að rikiö
væri einhver jesús bróðir besti.
En þaðheld ég að fáum hafi kom-
iðáóvartogennfærri sárnað,að i
vitund alls þorra fólks I þessu
landi skyldu stefnendur,
14-menningarnir áðurnefndu, af-
hjúpa sig sem andleg og póiitisk
himpingimpi, rökþrota og
hefndarþyrst vesalmenni sem
ekkert vildu frekar en hafa fjár-
muni af pólitiskum andstæðing-
um slnum og koma þeim I tukthús
ef þeir ekki borguöu.
Kúgunarsekt
Peningana hafa þessir fá-
tæklingar fengið, úr vösum þeirra
dæmdu. Málskostnað og miska-
bætur hefur Málfrelsissjóður
borgað. Hann var stofnaöur til aö
mætaþessum ósköpum og öðrum
ofsóknum af svipuöu tagi.
Nú er komið I ljós aö sektir
þ-iggja þeirra dæmdu hafa ekki
verið greiddar. En dóms- og
kirkjumálaráöuneytið sefur ekki
aldeilis á siögæðisverðinum undir
„konungi möppudýranna”, Vil-
mundi Gylfasyni. Þessir glæpon-
ar hafa allir fengið bréf. Þeir
skuli i' fangelsi mánudaginn 7.
janúar.
Einn þeirra, Einar Bragi
Sigurösson rithöfundur, segir i
opnu bréfi til dómsmálaráðherra
(Þjóðviljinn 3. janúar) að hann
muni aldrei borga þessa
kúgunarsekt. „Ég hef verið
dæmdur alsaklaus pólitlskum
dómi fyrir að segja sannfæringu
minaogstanda viö hana opinber-
lega. Ef ég greiddi sektina, væri
ég með óbeinum hættí að gera
sektarjátningu sem aldrei hefur I
hug mér komið”.
Égtekofan fyrirþessu. Um leiö
skora ég á Einar Braga og félaga
hans tvo, Gest Guömundsson og
Rúnar Ármann Arthúrsson, aö
Framhald á bls. 17.
; Ár harðviðarhjartans ■.
• að undir hendinni er ég með fjórðung af trjábol úr skógum Finn- .
lands sem ég mun nota til að skeina mig og mina, vafna I trjá-
grein sem hefði getað, án minnar ihlutunar og hreinlætisæðis,
orðið að nýju tré.
Það er áratugur siðan ég varö svona meðvituð um öll trén sem ■
! eru höggin I pappírspoka. Jafnlengi er ég búin að þrasa yfir J
I bruðlinu með umbúðapappir og náði þeim merka áfanga fyrir
niu árum, aðafgreiðslustúlkan á horninu sagði undurblitt, þegar
I ég bað um kiló af eggjum:
■ „Þú vilt auðvitað ekkert utan um þau, setur þau bara I ■
vasann?”
Réttlæta þessar sálarkvalir ekki að mér hefði fundist mega I
ráðstafa þessu ári til handa mæðrum? Það hefði skapað
mótvægi, komið jafnvægi á geöshræringarnar ef mæöraár hefði
fylgt barnaári. Vér samvizkuskaðbitnar mæður hefðum kannski
■ fengið uppreisn æru, kannski lyft höfði aftur.
. Með ár trésins inni á gafli búum við við valpyntingar. Aður
æptu þau „þú átt aö kaupa nammi af þvl það er barnaár,” nú er
okkur drekkt I öskrunum „þú segir bara nei af þvi að barnaárið
er búið.”
• Við liggur að liggi I orðunum, „ hér höfðum við búið saman i ,
fimm þjáningarrik ár og eina áriðsem þúhefur verið almennileg |
var barnaáriö og ég fann hvernig þú skrúfaðir fyrir móðurástina
I þegar klukkan sló tólf”.
Og vér mæður veltum okkur upp úr sálarflækjunum. Þegar ■
klukkan sló tólf hjá mér var min fyrsta hugsun þar sem ég stóð I
og horfði á þrjá brennuvarga I minni eigu: Tekst mér svip- I
| brigðalaust aðhalda áfram að gera mitt bezta og geta bara ekki I
betur? Hvaö á ég að gera?
Og þarna er það. Hvernig getum við beygt okkur, auðmýkt og I
| niðurlægt, fórnað og látiö okkur vanta fyrir þau? Þess vegna
• vildi ég mæðraár, ég vil mannréttindaskrá til handa mæðrum I
I stimpluðu þririti frá Sameinuðu þjóðunum svo við megum
aftur bera okkar barr og uppgötva að engin verður betri móður
I af að ganga á hnjánum til Rómar.
■ Ég hef gert uppkast og hvort sem SÞ samþykkja það eöur eigi, ,
I þá fer það upp á vegg hjá mér:
Hver einasta móöir i heiminum, án tillits til litarháttar, munn-
• söfnuðar, tauga- og meltingasjúkdóma, á rétt á:
AÐ pissa i friði sex sinnum á sólarhring.
I AÐ hægja sér I friði einu sinni á sólarhring.
I AÐ borða máltiðir sinar I friði tvisvar á sólarhring.
• AÐ tala i sima fjórum sinnum á dag, þrjátiu minútur I senn.i ■
friði. I
AÐ garga yfir drasli, týndum sokkum, stigvélum i gang-
veginum, glötuðum skólatöskum, matardiskum á gólfinu. J
I fatnaöi i eldhúsinu, o.fl., annan hvern dag eins og röddin leyfir ■
AÐ horfa hugsandi út um gluggann, bora I nefið og heyra ekki I
hvað börnin segja viö hana, einu sinni á dag.
■ AÐ sleppa heitri máltiö einn dag á fjórtán daga fresti i samræmi ■
I við vinnukonulöggjöfina frá 1890.
A fjórtán veikindadögum á ári, i rúminu.
• A sextán stunda hámarksvinnudegi þrettán daga af fjórtán, sá
fjórtándi verandi átta stunda hámarksvinnudagur.
A orlofi eina viku sumars ár hvert.
Vér mæður lofum, gegn viðurkenningu þessa, að virða skóg-
• lendi heimsins og hætta að þiggja óþarfa innpökkun á vörum ,
okkar. Einnig lofum vér að þjálfa okkur upp á ný i notkun og
| þvotti á tuskum. < I
L------------------------------------------------------------i