Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Ljósmynd lýgur aldrei... visna- mál N2* Umsjón: Adolf J. Petersen Af leirburði Þegar leirblekið vellur Ur penna minum og hefur sullast útum pappírsörkina og ég lit yf- ir krussið, spyr ég gjarnan sjálfan mig, hvort ég hafi nokkuð getað mótað úr leirnum, sem viðeigandi sé að eiga sjálf- ur til frambúðar eða bjóða öðrum til ásýndar. Mér er ljóst að alltaf verður leirinn leir hvernig svo sem með hann er fariö.ef ekkiermótað úr honum það listaverk sem ber hróöur höfundarins vittum veröld fláa. Að ég nú sletti leir á blað er ekki vegna þess að ég telji mig listamann, nema siður sé. Til- efnið er að þann 22. desember s.l. las ég i' dagblaðinu Þjóðvilj- anutn grein með yfirskriftinni Dagblað pantar ieirburð. Höf- undur greinarinnar er kona nokkur sem heitir Oddný Guð- mundsdóttir. Engin deili veit ég á þeirri háttvirtu konu önnur en þau sem herra Flosi Ólafsson segir I Vikuskammti sinum I Þjóðviljanum laugardaginn 29. desember s.l. Þar segir hann að Oddný hafi verið farkennari uppi I Borgarfirði (þegar hann var þar drengur) og tekið sér fyrir hendur að berja undir- stöðuatriðum islenskrar ljóða- gerðar inn I hausinn á sér. Eigi skal ég véfengja þaö sem Flosi segir um þetta, en hann minnist á Visnamál min I þessum Viku- skammti slnum og gefur þeim ágætiseinkunn sem ég þakka, en bæti þvl hér við, að ef hann ritar nafn mitt einhverntlma siöar að þá þættimér betra að hann hefði það stafrétt. Flámælska er ekki fagurt tungutak, hvorki fram- borið af vörum né I rituðu máli og allra sist I eigin- eða ættar- nöfnum manna. Það var grein háttvirtrar Oddnýjar Guðmundsdóttur sem kom mér til að sletta leir á blað. Þessi áður nefnda grein fjallar um það, að þann 7. nóvember s.l. biður dagblaðið Þjóðviljinn um visur til birtingar, að likind- um sem skemmtiefni fyrir les- endur blaðsins. Samkvæmt þvi, sem Oddný segir I grein sinni, er hún eigi hrifin af sliku og segir: „mér llður aldrei verr en þá dagasem ég þarf að skammast mln fyrir skemmtiefni Þjóðviljans”. Svo mörg voru þau orð. Ber mér vist að þakka þessi um- mæli, þvi að svo er háttað að ég er einn af þeim sem hef á undanförnum árum haft um- sjón með og ritað skemmtiþáttl Þjóðviljann undir nafninu Vlsnamál. tþeim þáttum hefég birt ljóð og lausavisur, sem ég hef safnað saman á minni ævivegferð, sem nú hefur varað inokkra áratugi. Kemur það til af þeirri art minni aö hafa yndi af þeirri listgrein sem hag- mælskan er. Ég hef valið i þessa þætti úr safni mlnu eftir því sem mér hefur fundist við eiga hverju sinni. Vlsurnar eru eftir bæði lítið þekkta og vel þekkta hagyrðinga svo og góð skáld sem til þessa hafa verið talin I fremstu röð þeirra manna sem orthafa þaulistaverkíljóðmáli, sem hvorki mölur né ryö fá grandaö. K Þar sem hinn háttvirti grein- arhöfundur, Oddný Guð- mundsdóttir, gerir I grein sinni engan mun á skemmtiefni Þjóð- viljans, verður mitt framlag i Visnamálum ekki undan skilið frá þeim dómi, sem greinarhöf- undur lætur falla um skemmti- eftii Þjóðviljans, sem hún segist skammast sin fyrir, Verði svo að bestu manna yf- irsýn, að ritsmfö Oddnýjar Guð- mundsdóttur staöfestist sem Salómonsdómur sem eigi verði áfrýjað, þá er ekki annaö að gera fyrir ritstjórn Þjóðviljans en að endurskoða þá ákvörðun sína að fela mér sem ýmsum öðrum að sjá um og rita þá þætti i blaðið sem til þessa hafa heyrt undir skemmtiefni. Sóma blaðsins vegna, ber rit- stjórninni skylda til að tilkynna- okkur, aö nú sé nóg komið af leirnum, þeim sé hannekki geð- þekkur lengur. Mun ég að sjálf- sögðu taka þvi sem eðlilegri af- leiðingu af leirverkum mlnum, þvl að ógjarnan vil ég vera kenndur við þann leirburð, sem hin háttvirta Oddný segist skammast sln fyrir á siöum Þjóðviljans, enda er mér ekki geðfellt að bera leir á síður Þjóöviljans og ata blaðið þannig | auri. Þvl að þótt sitthvað megi að þvl blaði finna er það samt það skásta sem I boði er af þeim dagblaðakosti sem við eigum völ á. Enhvaðer leirburöur? Égget verið sammála þeim, sem segja, að margt af því, sem birt er á prenti og nefnt er ljóð eöa visur, órimað og óstuðlað, sé leirhnoð, sem eigi harlalitið skylt við list, og þau dæmi sem Oddný nefnir sérstaklea, heyri undir leirburð. En þar með er ekki sagt að allt heyri undir hann sem birt er i Þjóðviljan- um. En það nefnir Oddný ekki i sinni grein, sem ekki viröist hægt að skilja á annan veg en þann, að hún geri ekki mun á hvað þar sé ljóðrænt og hvað ekki. Allt sé undir sömu sök selt. Samkvæmt þeirri skoðun, sem kemur fram i grein hennar, er allt fáránlegur leirburður, sem séhöfundum slnum til lltils álits. auka. í mörgum en ekki öllum tilfellum er þetta rétt. Það sem kalla má leirburð, sem venju- lega er órlmað og óstuðlað sam- sull, ber með sér, að höfundar slikrar framleiðslu hafi ekki vald á Islensku máli, hafi ekki ráð á þeim orðaforða málsins, sem geri þeim kleift aö koma hugsun sinni á framfæri á sómasamlegan hátt. Skln á gull þótt skarn við liggi, segir gamalt máltæki. Það á vel við að hafa I huga þegar meta skal þaö skemmtiefni sem birta skal i þvi verkalýðsmálgagni sem Þjóðviljinn telur sig vera. Þvi að sem betur fer er alþýða manna verulega næm fyrir þvi, sem gert er á vettvangi ritsmlð- anna og henni er kannski sér- staklega ætlað til skemmtunar eða fróðleiks. Þegar séra Matthlas Jochumsson var ritstjóri Þjóö- ólfs skrifaði hann ritdóm um verk Simonar Bjarnarsonar Dalaskálds og kvað I þeim margt gullkorn mega finna. Einn Norðlendingur var á annarri skoöun og kvað: „Guðspjallasnakkur I Gufuvlk syðra gullkornin tinir úr Simonar drlt.” Það væri gott ef gagnrýnend- ur vildu hafa þetta I huga þegar þeir eru að ritdæma hugverk manna. Oft glóir á gimsteina I sorpinu og gagnstætt. Að vanda komst Hjálmar Jónsson í Bólu vel að oröi þegar hann kvað um mannfólkið: Viða til þess vott ég fann þó venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann sem glóir i mannsorpinu. Með bestu nýárskveðjum til allra viðkomandi. Adolf J. Petersen. Nýskipað leiklistarráð á fyrsta fundi: Leiklistin í fjársvelti Vmsu er ábótavant varðandi aðstöðu leiklistar i landinu, þrátt fyrir athyglisverðan áhuga á þeirri listgrein, að þvi er berlega kom i ljós á fyrsta fundi nýskip- aðs leikráðs, sem stóð nýlega daglangt á Kjarvalsstöðum. Er þar fyrst og fremst um að ræöa fjársvelti. t öllum nágrannalöndum okkar þykir það sjálfsagt að styöja þannig við bakið á leiklistarstarf- semi að sjálfsaflafé þurfi ekki að fara fram Ur 15-20% og aö hún þurfi þannig ekki að biöa hnekki fyrir auraleysi. íslensk leiklist verður aftur á móti sjálf að afla sér mestan hluta rekstrarfjár sins þar sem áhugamannafélög eiga I hlut eða frjálsir leikhópar, Leikfélag Reykjavikur og Leik- félag Akureyrar rúmlega 50% og Þjóðleikhúsiö um 35%. Allt til loka siðasta árs var t.d. áhuga- mannafélögunum gert að greiða söluskatt af öllum sýningum sín- um, sem að sjálfsögðu eru settar á svið enðurgjaldslaust af hálfu leikenda. — Hefur nU loks verið ráðin bót á þvi og söluskattur felldur niður af áhugamanna- sýningum, en heldur áfram að vera þungur baggi á atvinnuleik- húsunum. Þetta var ma. rætt á fundinum, en hann sóttu 23 fulltrUar ráðsins, þám. allmargir utan af landi. Fv. menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, kvaddi leiklistarráð saman til þessa fyrsta fundar og var það meðal slðustu embættis- verka hans áður enslitnaði upp úr stjórnarsamstarfi ihaust. Knútur Hallsson, skrifstofustjóri I menntamálaráðuneytinu, hafði veg og vanda af undirbúningi fundarins, en hann var á sinum tima formaður þeirrar nefndar sem undirbjó leiklistarlögin. í ræðu menntamálaráðherra á fyrsta fundi leiklistarráðs kom það m.a. fram, að menntamála- ráðuneytið gerir jafnan tillögur um styrkveitingar til leiklistar- starfsemi, sem siðan eru óspart skornar niður af fjárveitinga- valdinu. Fyrir leiklistarstarfsemi i'land- inu þyngist róðurinn með ári hverju, þar sem ekki er leng- ur neitt samræmi i aðgöngumiða- verði og þeim kostnaði sem er við að koma leiksýningu á svið. Aug ljóst er að nokkuð vantar á að móta stefnu af hálfu hins opin bera i leiklistarmálum og verð- ur það I verkahring leiklistarráðs að reyna að stuðla að þvi að list- greininni verði gefinn ságaumur, sem hún þarfnast I samræmi við þann áhuga landsmanna að ekki verði búið viö leiklistarlausa samtið, segir i frétt ráðsins. Leiklistarráð mun ennfremur beita sér fyrir þvi að leiklistarlög verði I sffelldri endurskoðun, þannig að þau komi til móts við óskir og þarfir þegnanna hverju sinni. Þáer ekki slst mikilvægt að efla af öllum kröftum innlenda leikritun, sem þegar hefur sann- ast að getur blómgast, sé henni vel sinnt. A fyrsta fun^i leiklistarráðs, sem Sigurður Guðmundsson, einn fulltrúi Bandalags islenskra leik- félaga stýrði af röggsemi, tóku allir fulltrúar til máls og brýndu til dáða. 1 lok fundarins var samhljóða kosin framkvæmdastjórn leik- listarráðs sem sitja mun á rök- Framhald á bls. 17 Viljir þú sýna fámenni á sama fundi velur þú auðu stólana, þannig að þeir komi sterkt fram i forgrunni. Myndrammann skerðu þannig, að myndin útiloki sem flesta fundargesti. Ef fundargestir skipta engu máli fyrir þig, en aðalatriðið er að fá fram hæfileika ræðumannsins, tekur þú myndina úr lágum vinkli upp á við. Myndavélin horfir þá „upp til mannsins.” Ekki sakar að virðingar- og helgitákn, eins og krossinn á ræðustólnum, undirstriki mikilvægi og há- tiðleik ræðumannsins. — Ljósmyndin lýgur aldrei, segir máltækið. Ekki eru allir á sama máli um þessa staðhæfingu, allra sist blaðamennirnir sjálfir. Myndirnar sem hér fylgja eru einmitt sönnun þess, að það er hægur vandi að láta ljósmyndina ljúga, og það á mismunandi vegu. Myndirnar tók banda- riskur ljósmyndari á fyrirlestri i einu af fylkjum USA. Skyldi keimlik tilfærsla á sannleikanum eiga sér hliðstæðu i islenskum blöðum? Hafir þú áhuga á að gera tiltölulega fámennan fund fjölmennan ferðu ekki aftariega i salinn en tekur myndina þannig, að áheyrendur þeki allan forgrunninn. Fyrirlesarinn veröur þá að aukaatriöi og sýnist um- girtur fjöldanum. ...bara stundum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.