Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980
Dagný
Kristjánsdóttir
skrifar um
ÉJg las Hvunndagshctju Auðar
Haralds a f m ik illi áfergju. Sat t að
segja vakti ég yfir henni heila
nótt — sem er i hæsta máta ó-
skynsamlegt athæfi af þreyttum
unglingakennara fyrir austan.
Það er skemmst frá að segja að
fyrst var ég stórhrifin af bókinni,
svolas éghana afturogþá fóru að
renna á mig tvær grimur. Mér
fannst ymislegt velta upp sem
gaman væri að ræða nokkuð og
hugsa um — einkum i sambandi
við kvenfrelsisbaráttuna — en
bókin hefur eindregið verið tekin
sem innlegg i þá baráttu, hvort
sem það var meining höfundar
eða ekki.
Mótun
Það er best aö taka það fram
strax að hér á eítir tala ég alfarið
um þd Aubi Haralds sem lögð er
fram i Hvunndagshetjunni.Sú
persóna, reynsla hennar og um-
hverfi þarf ekki — og er ekki —
nema að hluta til lýsing á raun-
verulegum höfundi bókarinnar þó
svo að saga þessi sé sögðaf sjald-
gæfri hreinskilni og á óvenju
opinskáan hátt.
í fyrsta hluta bókarinnar lýsir
Auður mótun sinni og uRieldi i
móðurhúsum. Faðirinn kemur
ekki nálægt uppeldinu svo að það
er aö öllu leyti i höndum móður-
innar. Þaö ereinkum tvennt sem
hún reynir að kenna dætrum sin-
um; annars vegar reynir hún að
gera þær að „góöum kvenkost-
um” og búa þær undir að verða
sem skástareiginkonurog mæður
— hins vegarinnrætirhún þeim af
miklum krafti þá fölsku stéttar-
vitund sem hún hefur sjálf.
Auöur lýsir kynbundnu uppeldi
sinu á drepandi háðskan og fjör-
legan hátt. Móðir hennar tekur
enga aðra framtið til greina fyrir
hönd stelpnanna en þá að þær
giftist og hún brýnir fyrir þeim
nauðsyn þess að halda siðan fast i
eiginmanninn — þó aö þaö kosti
kynlif og allt þaö. Uppeldisað-
ferðir hennar og mótunin á stelp-
unumerlágstéttaruppeldi; móöir-
in afgreiöir öll flókin mál með
málsháttum og frösum — kannski
af þvi að hún skilur ekki sjálf þær
„reglur samfélagsins” sem hún
hefur beygt sig undir og reynir að
beygja dætur sinar undir líka.
Hún elur stelpurnar þess vegna
upp meö boðum og bönnum (jafn-
vel hótunum) en ekki útskýring-
um eða umræðum. Eitt af þvi sem
hún leggur mikla áherslu á við
dæturnar er að þær megi ekki
skera sig úr heildinni — það sé af
hinu illa.
Um leið innrætir hún stelpunum
þaðkirfilega að þær séu „klassi”
— annað fólk sé „pöbull”. Hvers
vegna? Það er afskaplega fátt
hægt að ráða af bókinni um það
hvers vegna móöirin stendur svo
fast á þessari stéttarvitund. Hún
er sjálf heimavinnandi að þvi er
virðist og hefur litla peninga
handa á milli. Það kemur ekki
fram hvaö faöirinn gerir en miö .
að við allar lýsingar gæti hann
veriö verkamaöur. Bæði eru þau
trúlega litt eöa ekki skólagengin
Þau eiga að vísu húseignir en þaf
kemur ekki fram hvernig þær eru
komnar f eigu foreldranna.
Stéttarstaða fjölskyldunnar er
þannig óljós í Hvunndagshetjunni
en ég sé þar harla fátt sem skýrt
gæti „klassa-hugmyndir” móður-
innar.
Afstaða dótturinnar, Auðar, til
þessarar konu er ljós; hún virðir
móðurina fyrir sér ábanabeðinum
á kaldan, næstum áhugalausan
hátt og finnst litið til koma. Hún
hefur sjálf gert uppreisn gegn
lifsmynstri og gildum móður-
innarog „hendirhenni þvi út með
öðru rusli...” eins og hún segir
siðar í hálfkæringi um eiginmann
sinn númer 2. Um margt finnst
mér hún dæma móöurina harðar
en föður sinn sem gengur þó að
þvi er ég best fæ séð mun nær
henni en móöirin gerir nokkurn
tima.
Nú hefur verið talað mjög mik-
ið um mæöur og dætur i' kvenna-
hreyfingunni t.d. i Danmörku.
Baráttukonur þar i landi hafa
reynt aö gera sér grein fyrir
bókmenntir
sem konur segja við hana — jafn-
vel það sem lesanda finnst aðeins
góðlátleg forvitni eða áhugi... og
hér er ég einkum að hugsa um
næst-siðasta kafla bókarinnar
sem mér finnst að geti ekki verið
mjög yfirvegaður. Þar segir til
dæmis: „Þess vegna held ég á-
fram að vera hörundsár olnbogi á
þjóðfélaginu, konan sem van-
ræktar eiginkonur öfunda og
hallmæla. Þessar ekkjur lifandi
manna sem geta ekki lengur
mjakað þeim til að sinna sér,
börnunum, heimilinu, húsnæðinu,
kannski af þvi að þær nudduöu og
sörguðu svo lengi að þær söguðu
sundur þá litlu viðleitni sem synir
mæðra sinna báru með sér i
hjónabandið. Og i stað þess að
sækja sér uppreisn æru með
byltingu eða skilnaði ... þá bera
þær fram steinvölur með kaffinu
og grýta mig.” (270-271) Og i
þessum kafla eftir annan viðhka
lestur sér höfundur ástæðu til að
segja „Hleypidómasérf ræð-
ingarnir eru ekki einvörðungu
kvenkyns.” (272).
Okkur kvenfólkinu er gjarna
sagt að „konur séu konum verst-
ar” og öll sú hugmyndafræði sem
notuð er til að siga konum hverj-
um á aðra er bæði fjölskrúðug og
mikil að vöxtum. Það er kannski
þess vegna sem maöur verður
(yfir) viðkvæmur fyrir kvenfyrir-
litningu i skrifum þeirra kvenna
sem skipa sér fremst i flokk
gagnrýnna og hressra barátt-
umanna fyrir endurskoðun
og/eða byltingu á öllu kynjahlut-
verka-draslinu.
Einstaklings-
lausnir?
Það má spyrja sjálfan sig að
þvi hve margt konur geti lært af
Ilvunndagshetjunni. Er þetta
saga af uppreisn og fögrum sigri
Auðar; hetjusaga þar sem
hvunnda'gshetjan heggur kerfis-
kalla og möppudýr i herðar niöur
og stendur siðan sigursæl eftir —
„klassi” meðal „pöbuls”? Það
má svo sem finna dæmi um eitt-
hvað slfkt i bókinni — til dæmis
þetta: „Þetta eru timamót fyrir
okkur báðar. Aldregi áður á æv-
inni hefur hún staðið augliti til
auglits við kynsystur sem brýtu
öll samfélagsboöorðin ... Þorir aö
klambrast þetta ein utan vegar
þegar þorrinn gengur fylktu liði
hjónabandsveginn. /Hún segir:
/,,Þú erthetja.”” (236-237).
Hitt er aftur annaö mál að þó að
megi tina til dæmi um sjálfsupp-
hafningu og einstaklingshyggju
af ýmsum geröum i bókinni — þá
má lika tina til dæmi um hið
gagnstæða þ.e. samhyggð og
sterka samstöðu Auðar með kúg-
uðum oghrjáðum minnihlutahóp-
um i baráttunni gegn þeim sem
völdin hafa.
„Þá riðu
hetjur um
héruð... ”
Auður Ilaralds
Bók ársins
Éghef reynt að tína til sitthvað
afþvisemmérfinnstgagnrýni og
umhugsunar vert i Hvunndags-
hetjunni — enda trúi ég þvi ekki
að bókinni eöa höfundi sé neinn
greiði gerður með þvi aö öskra
bara f jórfalt húrra og fara svo að
tala um eitthvað annað. Það sem
ég hef tfnt til
breytir þvi
samt ekki
að mér finnst
óendanlegur fengur aö þessari
bók — með kostum hennar
og göllum. Hún hefur vakið
og vekur enn, mjög þarfar
umræður um konur og
kvenfrelsi, karla og karlfrelsi.of-
beldi á heimilum og siðast en ekki
sistættihúnað vekja fólk til ræki-
legrar umhugsunarum stöðu ein-
stæðra mæðra i „velferðarþjóð-
félaginu okkar góða.”
„Sprúðlandi” frásagnargleði
Auöar þegar henni tekst best upp,
skemmtilegar tengingar og
likingar auk hreinskilins og tæpi-
tungulauss orðfæris finnst mér
lika gera bókina bæði sérkenni-
lega og skemmtilega — þó að
stundum finnist mér að visu ein-
um of mikið af þvi góða.
Miglangar svo til að slá botn-
inn i þetta meö þvi aö skora á 16-
unni að drifa bókina út i skólaút-
gáfu sem allra fyrst. Þarna eru
umræðuefni ihrönnum sem koma
framhaldsskólakrökkum mjög
mikið við og ættu að geta vakiö
þau til umhugsunai; um ýmislegt
bæði hjá sjálfum sérog samfélagi
sinu. Dagný.
raunverulegri afstöðu sinni bæði
til sjálfra sin og annarra kvenna
— og veitir ekki af þvi að velta þvi
máli nokkuð fyrir sér núna á
þessum siðustu og verstu timum.
Sú spurning hefur komið upp
hvaðeftir annaö upp á siðkastiö
hvort ræturnar að frægum skorti
kvenna á samstöðu og vináttu
liggi að einhverju Ieyti i afstöðu
okkar til mæöra okkar. Um þetta
hefur margt verið sagt og Freud
gamlióspartbendlaðurvið málið.
Eitt er samt alveg áreiðanlegt og
það er það aö við, dætur mæðra
okkar, erum þeirra framleiðsla
að mjög miklu leyti og þeirra
(kúgaða) vitund erekki litiÚ þátt-
ur af okkar. Til þess að geta gert
okkur einhverja grein fyrir þvi
hvað er komið hvaðan i þessum
efnum verðum við að reyna að
skilja og greina mæður okkar og
samband okkar við þær. Mér
finnst það þvi hugmyndalegur
veikleiki á Hvunndagshetjunni
að Auður skuli hafna og fordæma
móður sina svo afdráttarlaust i
staö þess að reyna aö gera sér
svolitið meiri grein fyrir þvi hver
hún var — og hvernig hún varð sú
kona sem lýst er 1 bókinni. Sömu-
leiðis held ég að það sé léttur leik-
ur aðbenda á ýmislegt af þvi sem
Auður hafnar af hvað mestri and-
úð i stéttar- og kynferðislegum
boöskap móðurinnar en sem
hefur að þvi er mér virðist siðan
gerjast hjá dótturinni og kemur
fram i afstöðum hennar hvað eftir
annað — i breyttri
og vinna með sambýlismönnum
sinum — en hún vill samvinnu,
hún vill ekki láta þá ganga yfir
sig, hún vill ekki axla þeirra kúg-
un ofan á sina eigin — nóg er nú
samt. Þessi ófrávikjanlega af-
staða Auðar veröur til smátt og
smátt i sambúðinni viö alkó-
hólistann Gunna, i þeim hluta
bókarinnar er vaxandi þungi og
spenna enda er það langbesti
hluti bókarinnar. Þar sljákkar
lika nokkuð á brandarastraumn-
um, sem vill veröa ansi striður á
köflum.
Nú hafa verið tekin ófá viðtöl
við Auði i fjölmiðlum þar sem
spyrjendum (karlmönnum) hefur
þótt hún ferlega harðhent og
miskunnarlaus við kyn þeirra og
Auður hefur mátt svara þvi' ó-
sjaldan hvort hún væri karlhatari
o.s.frv. Mér finnst eftir lestur
bókarinnar að þetta séu fráleitar
spurningar enda vildi ég gjarna
snúa þeim i aðra átt. Ég fæ ekki
betur séð en að þær konur sem
fjallað er um i Hvunndagshetj-
unni fái verri útreiö en karlarnir
— ef þar hallast eitthvað á. Auöur
hefur i bókinni ekkert umburðar-
lyndi afgangs handa systur sinni,
Karólinu. frænkum sinum, ná-
grannakonum o.s.frv. t lýsingun-
um á þeim finnst mér
ósjaldan gæta beiskju og
ásökunar sem ýmist er
ekki til staðar eða slæv-
istfkimninni þegar
karlmenneru annars
vegar. Stundum er eins og
hún vegi og meti bókstaf
lega allt
Annars er Hvunndagshttjan
bóksem hverfistum karlmennen
ekki konur. Lýsingar Auðar
á sambýlismönnum hennar eru
miskunnarlausar, sundurgrein
andi og ofsalega vel geröar á
köflum. Ég verð að segja alveg
eins og er að ég hef sjaldan séð
betri úttekt á þvi hve mann-
skemmandi karlmennsku
aðhæfingin og karlhlutverk
ið geta veriö. Karlar sem ég
hef talaö viö um bókina kveinka
sér undan sumum lýsingum Auð
ar og segja að þeim liði eins og sé
verið að steikja þá yfir hægum
eldi þegar þeirhorfa á sjálfa sig,
eða þætti af sjálfum sér, i spegli
Auðar Haralds. Mér finnst hins
vegar aö þó að háð Hvunndags-
hetjunnar sé oft fjandi beitt og
enginn silkipappir utan um
meiningarnar — þá sé lýsingin á
flestum körlunum ibókinni full af
skilningi og ákveðinni samúð.
Það kemur fram hvað eftir annað
að Auður skilur kúgun karlnianna
mjög vel og hvað eftir annað er
hún öll af vilja gerð til að hjálpa