Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980 ansskóli igurðar arsonar Innritun stendur yfir i alla flokka. — Kennslustaðir — REYKJAVÍK — TÓNABÆR KÓPAVOGUR — FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS Allir almennir samkvæmisdansar og fl. Einnig BRONS — SILFUR — GULL, D.S.Í. Innritun og uppl. i sima 41557 kl. 1—7. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS MÍ Gamall skápur Útskorinn, vel með farinn til sölu. Upplýsingar i sima 21659. Óskað eftir fundi Öryggis- ráðsins um Afganistan Island er meðal 43 rikja, sem i fyrrakvöld afhentu forseta Oryggiaráðs Sameinuðu þjóð- anna bréf með ósk um að boðaður yrði sérstakur fundur i öryggis- ráðinu til að ræða ástandið i Afghanistan og áhrif þess á heimsfriðinn, segir i frétt frá utanrikisráðuney tinu. Þeir 43 fastafulltrúar, sem undirrituðu bréfið til forseta ráðsins, eru fulltrúar rikja i öllum hlutum heims. Lögreglu- blaðið er komið út Lögreglublaðið er nýkomið út. Meðal efnis má nefna ýtarlegt við- tal við Björn Sigurðsson, formann Lögreglufélags Reykjavikur, m.a. um reynsluna af fyrsta verkfalli sem lögreglumenn tóku þátt i. Viðtal er við Vilmund Gylfason dómsmálaráðherra, greinar eru um upphaf og starf fikniefnadeildar, um lögreglu- skólann, lögregluna á Akureyri og margt fleira. Ennfremur eru ýmsir fastir þættir i blaðinu sem lúta að félagsmálum lögreglu- manna. 1 ritnefnd Lögreglublaðsins eru þeir Ingólfur Sveinsson (ábm), Hákon Sigurjónsson og Þorgrim- ur Guðmundsson. smwimm vísis msmsumm þau auglýstui VÍSI „Hringt alls staðar fró" Bragi Sigurösson: — Ég auglýsti allskonar tæki til Ijósmyndunar, og hefur gengiö mjög vel aö selja. Laö var hringt bæöi úr borginni og utan af landi. Éghef áöur auglýst i smáauglýsingum Visis, og alltaf fengiö fullt af fyrirspurnum. ,Eftirspurn heila viku" „Visisauglýsingar nœgja" Páll Sigurösson : — Simhringingarnar hafa staöiöi heila viku frá þvi aö ég auglýsti vélhljólið. Ég seldi þaö strax, og fékk ágætis verö. Mér datt aldrei i hug aö viöbrögöin yröu svona góð. Valgeir Pálsson: — Viö hjá Valþór sf. fórum fyrst að auglýsa teppahreinsunina i lok júlisl. ogfengum þá strax verkefni. Viö auglýsum eingöngu i Visi, og þaö nægir fullkomlega til aö halda okkur gangandi allan daginn. „Tilboðið kom ó stundinni" Skarphéöinn Einarsson: — Ég hef svo góöa reynslu af smáauglys- ingum Visis aö mér datt ekki annaö i hug en aö auglýsa Citroeninn þar, og fékk tilboðá stundinni. Annars auglýsti ég bilinn áöur i sumar, og þá var alveg brjálæðislega spurt eftir honum, en ég varö aöhætta viðaö selja i bili. Þaö er merkilegt hvaö máttur þessara auglýs- inga er mikill. Selja, kaupa, leigja, gefa, leita, fínna......... þii gerir það i gegn um smáauglýsingar Visis VISIR Smáauglýsingasíminn er:86611 Hjördís Bergsdóttir Tökum lagið Sæl nú! Gleðilegt ár og allt það! Hérna á borðinu hjá mér er hljóm- plata sem ég er búin að velta dálitið fyrir mér með tilliti til söngs, en það er platan „Ljúfa lif, þú og ég”. Þó diskóplata sé eru nokkur laganna vel til þess fallin að syngja og spila á kassagitar. Lögin á plötunni eru eftir ýmsa höfunda, svo sem Sigús Halldórs- son, Gunnar Þórðarson, sem átti auk þess allan veg og vanda af útsetningu laganna á plötunni, Jóhann Helgason (söngvara) og Egil Eðvarðsson. Um sönginn sáu þau Jóhann Helgason og Helga Möller, en Steinar hf. gaf plötuna út. Lagið sem við tökum fyrir I dag heitir: ,,1 Reykjavfkurborg”. og er bæði ljóð og lag eftir Jóhann Helgason. Ef ykkur finnst hljómasetning min og lág fyrir ykkar söng- raddir, má setja svokallaðan „letingja” (capo) á gitarhálsinn þar sem ykkur finnst best henta. Þá þurfið þið ekki að skipta um hljóma. P.S. Gaman væri nú að fá linu frá ykkur um lagaval. Ég er að þrotum komin. í Reykjavíkurborg a e Ætíð mun ég elska þig F G a bæði ár og síð a e og ef þú vilt eiga mig F G a glöð ég gjarnan bíð. a e Lífið kemur lífið fer F G a veldur gleði og sorg a e heit af ástum ein ég er F G a i Reykjavikurborg. C G Koma tímar, koma ráð, d a segir máltækið. a e Þá ég bara biða má F G a í Reykjavikurborg. Ó, ef ég fengi falið þér mina miklu ást oki yrði létt af mér ég þyrfti ei meira að þjást ég þyrfti ekki að liða þrá og bera út á torg mína einu sönnu ást i Reykjavikurborg. Koma timar, koma ráð segir máltækið á meðan ein ég biöa má i Reykjavikurborg Komdu til min komdu fljótt beðið get ég ei árin liða svo undurskjótt segðu ekki nei. Þótt ástin láti bjóða sér alltaf hvað sem er er nú oröin eilifleg spurn á vörum mér. Einn þú hefur svarið við minni ástarsorg. Löng er oröin þessi bið I Reykjavikurborg. d-hljómur F-hljómur Þann 23. desember siðastliðinn féllu niður hljómarnir við „Vöggukvæði róttækrar móður” af mér ókunnum orsökum. Ég biðst velvirðingar á þessu ogbirti 1. erindi ásamt viðlagi aftur. Vöggukvœði róttækar móður D Fis h Enn syng ég gamalt stef við þinn sængurstokk I kvöld G D A7 er sólin rennur iangt að fjallabaki D FIs h um þá sem sitja slettir og slóttugir við völd G D A7 D og sleppa aldrei neinu fantataki A7 o D7 Morðingjar heimsins og myrkraverkaher E7 A A7 munu reyna að draga úr þér kjarkinn D Fís en gleymdu þvi samtaidrei að meira en makiegter G D A7D að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.