Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980 Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 s íh u HKskrím sl u m 4 afkomendurnir sjúga þau. Gamlir lágreistir bæir sem standa ákambinumskera sig úr freranum á þessarri eyöilegu strönd. Hvergi er skepnu aö sjá utan hunda sem fara i flokkum og gelta aö ókunnugum. Hér eru engin háreist fjöll sem lyft geta andanum, heldur sandorpið hraun sem nú er fullt meö snjó — og svo heiðin. Eigi að siöur getur verið fallegt hér á einkennilegan hátt og friðsælt viö sjóinn. Þessum gömlu kof- um og hálfhrundum rústum af bæ sjósóknarans fræga og bændahöfðingjans og þeirra annarra.sem hér geröu garðinn frægan á erfiðum timum einok- unar og erlendrar yfirdrottn- unar, fylgir einhver seiður og tregi stoltrar islenskrar sögu. Nú er hins vegar nýr timi, engum teinæringi er hrundið á flot héðan, né biða þeir lags fyrir utan boða og sker. Minna er fyrir lifinu haft og fátt lagt i sölurnar, nema stoltið. 1 eina tíð ógnaði skrjmsl þessari byggð. Mönnum stóö um hriö stuggur af ókindinni, en fengu ekki að gert fyrr en ráöa þess var leitað sem vissi lengra nefi sinu. Hella nokkur við sjóinn var smurð hunangi og skytta beið i leyni með lang- hleypta byssu. 1 stað kúlu var silfurhnappur signdur. Ekkert minna dugði. dreymir í vöku Skýr og hvellur klukkna- hljómur rýfur kyrrðina. Þeir eru að hringja til messu i pláss- inu. Fáeinar sálir tinast til kirkju, flestir á bilum þótt leið- in sé stutt. Mér er rótt og nýt friðar á fjörukambinum þennan siöasta dag ársins 1979. Vogarn- ir og hraunvikurnar glampa i iágsólinni rauðu og fjaran er lögð þunnu klakahröngli, en isskæni er á sjónum út i straum- inn þar sem æðurin syndir og dúar og skarfurinn teygir lang- an hálsinn og sveigir i takt við mjúka báruna. Skyndilega og allt i einu er eins og þögnin byrji að titra og ég finn einhvern aðsteðjandi óróleika. Nú heyrist súgur i lofti og fylgir ljósagangur i austrinu sem færist nær. Þögnin sem rétt áöan var svo örugg hér á fjöru- kambinum undir heiðinni er svefni byrjuð að æpa. Þetta er nú yfir höfði mér. Risastór stálfugl sem flýgur hratt um hvolfið og lækk- ar flugið i vestrið og sest loks handan við voginn bak við eitt- hvert skelfingarinnar stórt fjöl- múlavil sem er eins og eyru á risastóru nauti. Enn er kirkjuklukkunum hringt, en nú virðist hljóð þeirra ekki eins hvellt og skært og fyrir stundu, enda hefur þögnin verið hrakin brott og er i felum. Ég drif mig upp úr skorinni þar sem ég hafði verið að dunda við myndatökur og skoðun á form- um i landslaginu og kafa mjöll- ina til fararskjótans sem biður viö vegbrúnina. Svo þeysi ég inn i plássið, sem reyndar er ekki nema nokkur hús i kringum kirkjuna og bryggjuna i hafn- leysunni. Ennriður á mér þessi undarlegi hvinur og þrir stál- fuglar miklu smærri hinum þeysa framhjá i lágflugi og setj- ast bakvið risaeyrun. Formaður sóknarnefndar stendur i selflutningum til kirkju og fer framhjá mér á rauða japanska fararskjóta sin- um, með gamlan mann i stif- pressuðum kirkjufötum við hlið sér. Kannski öruggast sé að fara i kirkju, hugsa ég með sjálfum mér og beygi niöur tröðina að nýuppgerðri kirkjunni. Fjórir reiöskjótar biða viö stöðulinn, en á kirkjutröppunum eru tveir ófrýnilegir rummungs hundar og láta skina i gular tennur. Mér fallast hendur, en i þessu bili heyri ég glaðan barnahlátur og mannamál utan af túni. Börn og ungir menn eru að hjálpast að við aö reisa ára- mótabálköst af spýtum og drasli, dugnaðarleg i fasi og glaðleg til augnanna. Ég tek einn ungu mannanna tali, sem ber frægt föðurnafn. Nokkur nöfn eru hér með sterkari tóni en önnur, Vilhjálmur, Hákon, Ketill. Þeir bjuggu hér i reisn, voru einskis manns þrælar og reistu jafnvel kirkjur sinar sjálfir og það af steini gjörðar sumar, löngu fyrr en steinöld hófst i þessu landi. — Hvað er hér á seyði? spyr ég. — Þetta eru bara stefnivargar skrimslisins i heiðinni, svarar þessi arfi landsins. Hvurn andsk. er skrimsl að gera uppi i heiðinni? — Hvað er þetta maður, ertu blindur og heyrnarlaus? Veistu ekki að það á að passa okkur fyrir hinum skrimslunum? — Er eitthvert skrimsl betra en annað? — Það er ekki málið. Skilurð- ettekki maður. A sknimslunum veltur hvort við höfum það gott. Ef skrimslin deyja út stoppar þróunin maður, atvinnuleysi og allti volli. — En af hverju þessi stóru eyru þarna?, spyr ég. — Eyru, — ungi maðurinn virðist ekki með á nótunum. Attu við skermana. Þetta er pössunartæki svo að önnur skrimsl komi ekki okkar skrimsli að óvöru. — En gráu fuglarnir? — Sá stóri er með fjöreggið. Ef þaö brotnar eru skrimslin dauð og ekki barasta þaö, held- ur drepst allt lif eða afskræmist i besta falli. Þeir litlu passa þann stóra. — Af hverju rekið þið ekki skrfmsliö burt? — Ja, rekum. Ungi maðurinn veltir vöngum yfir spurningunni og skýtur augum i skjálg. — Þeir hafa nú verið að reyna Skrlmlsandstæðingar, en eru of fáir. — Hvað með ykkur i þessu plássi, — hafiöi hjálpaö til spyr ég. — Nei, guð — víö barasta megum ekkert vera aö þvi, allir I ofsa vinnu. — Hvar vinniði? — Ja, sumir eru eitthvað að kroppa á smábátum héðan á sumrin eða i frystihúsinu. Ann- ars vinnum við flest I heiöinni. — Hjá skrimslinu? — Já, já. — Hvað gerir þú? — Ég er á barnum. — Þið viljið þá kannski bara hafa skrimslið? — Jú, jú er það ekki ágætt? Ég skal segja þér að það er eins og í fangelsi að búa hér.Til dæm< is á vetrum er þessi vegur sjald- an mokaður. Þeir myndu aldrei moka hann ef skrimslið væri ekki. Og hvert ættum viö að sækja vinnu ef það færi? Það væri nú átak að byggja upp vinnu handa okkur öllum, yrðum bara farandverkafólk með skita tekjur. — Veistu hvar Hunangshellan er? — Nei. — Þekkirðu nokkurn sem á byssu sem myndi duga á skrimsl? — Ja, það eiga kannski ein- hverjir byssur, en ef út i svoleið- is færi, yröu allir að standa saman. Ég veit ekki um aðra en við i þessu plássi yrðum ekki með. Hinsvegar finnst mér að stjórnin ætti að láta það borga meira, miklu meira. — Þú þekkir kannski einhvern sem á silfurhnapp? — Nei, við notum mest plast i þessu, plássi. — Hvenær byrjar brennan? — Við kveikjum i klukkan átta, svarar ungi maðurinn,— og seinna i kvöld verður diskó- tek i skólanum fyrir þá sem ekki verða uppi i heiði, að kveðja gamla árið þar. Húskofarnir sofa á kambinum, eins og samviska fólksins undir hefdfnwP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.