Þjóðviljinn - 06.01.1980, Side 4

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Side 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980 UOWIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Útgáfufélag þjóftviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir L msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir : Jón Asgeir Sigurösson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Olafsson Ctllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, GuÖmundur Steinsson, Kristin Péturs- dóttir. Símavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. CJtkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. - Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumtila 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Flugleiðir og samgöngu- öryggi þjóðarinnar • Flugleiðakreppan ógnar nú öllu flugkerfi Islend- inga. Innanlandsflugið og Evrópuflugið eru í hættu vegna þess áhættuspils sem stundað hef ur verið á hinum alþjóðlega flugmarkaði Atlantshafsflugsins, eftir að Bandarík jastjórn breytti reglunum um þann samkeppnismarkað. Samdráttur er nú í allri þjónustu Flugleiða vegna tapsins á Ameríkuf luginu og það leiðir ekki einungis til f jöldauppsagna, sem eru hin alvarleg- ustu tíðindi, heldur einnig til þess að öryggissjónar- miðum í flugsamgöngum íslendinga er teflt í tvísýnu. • Ræturnar til þessa ástands má rekja nokkuð aftur í tímann. Lof tleiðir voru á sínum tíma reknar sem áhættu- og ævintýrafyrirtæki sem með mikilli heppni og ósvífinni samkeppni tókstað skapa sér nafn og vinsældir á alþjóðavettvangi. Enda var það meginstolt einka- framtaksins í landinu. Ofmetnaður Loftleiðamanna leiddi þá á þá braut að reyna að drepa millilandaf lug Flugfélags íslands með vitfirringslegri samkeppni á Norðurlandaleiðum. Tapið og fáránleikinn í þessari samkeppni leiddi til þess að kröfur um samstarf og sameiningu Flugfélags (slands og Loftleiða fengu byr undir báða vængi. • Á tímum Hannibals Valdimarssonar sem samgöngu- ráðherra og undir áhrifamætti Jóhannesar Nordal Seðalbankastjóra var sameiningin knúin í gegn með þeim hætti sem allir kannast við. AAegingallinn á slíkri sameiningu eins og sósíalistar bentu á víða í opinberum umræðum var sú að verið var að sameina þætti í flug- rekstri Islendinga sem skiptu mjög mismunandi miklu máli fyrir þjóðarheildina. Annarsvegar glæfralegan áhæfturekstur yfir N-Atlantshaf og hinsvegar flugsam- göngur, sem þjóðin verður að hafa í eigin höndum af öryggisástæðum,við önnur lönd og ekki síður innanlands. Síðarnefndi þátturinn er mál þjóðarinnar allrar og hann hlýtur að vera viðfangsefni þings og ríkisstjórna í nútíð og framtíð ekki síður en formlegra rekstraraðila. • Framvinda í rekstri Flugleiða frá því að sameining- in hófst hefur verið skrykkjótt og margt bendir til þess að skynsamlegra hefði verið frá þjóðhagslegu sjónarmiði að ef la samvinnu félaganna tvegg ja en halda fjárhag þeirra aðskildum. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður vakti athygli þjóðarinnar á því í skrif um og þingræðum í lok árs 1978 að margvíslegar óheillablik- ur væru á Flugleiðahimninum og hafa f lestar spár hans gengið eftir. Áhættuþátturinn í rekstri Flugleiða er nú að sliga öryggisþáttinn^og skal undir það tekið að Alþingi og ríkisstjórn verði strax að grípa í taumana, krefjast tæmandi upplýsinga um stöðuna og grípa til viðeigandi ráðstafana . • Ólafur Ragnar Grímsson hefur borið fram veiga- mikla gagnrýni á fargjalda- og fjárfestingarstefnu Flugleiða, svo og á viðhaldsfyrirkomulag og vanmat forystumanna ef ekki upplýsingaleynd varðandi stöðu Flugleiða i verðstríðinu á Amerikuleiðinni. En hann hef- ur jaf nf ramt bent á þá áherslu sem lögð hef ur verið á að hef ja rekstur og afla tengsla í áhættuflugrekstri um allan heim. Flugleiðir tengjast nú dótturfyrirtækjunum Cargolux, Air Bahamas og Aero-Uruguay, og eignar- haldsf yrirtækinu Hekla Holdings, auk hótela og annarra alþjóðlegra fyrirtækja í þeim ,,skattfríu" ríkjum þar sem þessi flugrekstur fer fram. Air Bahamas er alíslenskt fyrirtæki.enda þótt við það vinni fáir islend- ingar. Nýjast á nálinni er hugmynd um nýtt fyrirtæki i félagi við Luxemborgarmenn um flug á langleiðum, en þetta félag yrði algerlega utan yf irráðasvæðis íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar, og tæki hugsanlega við flugleyfum Loftleiða á Ameríkuleiðinni. • Hér eru semsagt að skapast skilyrði f jölþjóðlegrar samsteypu sem sogið getur merginn úr flugrekstrinum frá Islandi og tryggt örfáum stórum. hluthöfum í Flug- leiðum ágóða, enda þótt hundruð flugliða missi hér atvinnuogalltflugkerfið íslenska hrynji í áhættuspilinu. Það er í I jósi þessara viðhorfa sem leggja verður áherslu á þá kröf u að allur f lugrekstur Flugleiða verði tekinn til opinberrar rannsóknar og hagsmunum íslenska ríkisins og þjóðarinnar ekki fórnað af misskilinni tilIitssemi við braskhagsmuni innan f jölþjóðhringsins Flugleiða. — ekh Þrjú hundruð flmmtíu og eitt- hvað dagar til jóla úr aimanak inu að halda að þannig mætti takast að koma á karneval - hátið þennan dag. Ef það ekki tekst þá trúið mér, það bregst ekki siðasta verslunardag fyrir jól. Hví ekki að gleðjast? Litlum börnum er kennt að á jólunum hafi Jesús Jósepsson fæðst, getinn af heilögum anda, fæddur af Mariu mey, sonur þess guðs, sem fólki er kennt að trúa á. Auðvitað er þetta ósatt eins og svo margt sem prest- lingar kenna. Það veit enginn hvaöa dag Jesús fæddist, enda virðist hafa gleymst að skrá niður þennan merka dag, enda öðruvisi dagatal þá en nú. Jóla er getið i ásatrú og þau haldin þessa sömu daga og við höldum jól i dag. Þetta var sól- risuhátið, haldin strax að liðn- um vetrarsólhvörfum. Og það voru ekki bara norrænir vik- ingar sem héldu hátið þessa daga. Þjóðir suður eftir löndum héldu lika sólrisuhátið að gengnum vetrarsólhvörfum, löngu fyrir daga Jesú Jóseps- sonar. Hitt er svo annað mál, fyrst menn vita ekki hvenær Jesús fæddist, þá er þessi dagur, 25. des. ekkert verri en hver annar Nú aftur á móti get ég haft gam- an af, maður getur meira að segja hlegið á stundum þegar þeim tekst best upp. Broslegast af öllu þykir mér að heyra prestana, flugmælska marga hverja, tyggja það upp hver eftir öðrum að okkar trú sé hin eina sanna trú sem til er i veröldinni, trúin á þá himna- feðga. Mannkynið mun vera komið eitthvað hátt á 4. miljarð að höfðatölu og sennilega skrið- ur sá hópur vart yfir miljarð, sem tekið hefur þessa trú. Og að auki er hann margklofinn i hverskonar sértrúarsöfnuði þessi hópur. Grisk/katólsk trú, Rómversk/katólsk trú, Lútherstrú auk allra þeirra tuga eða hundruða smá sértrúar- safnaða innan þessara og allir segjast hafa rétt fyrir sér,þeirra boðskapur sé hinn eini rétti. Nú, og svo koma öll hin trúar- brögðin sem ég hef ekki hug- mynd um hvað eru mörg. Múhameðstrú, Búddatrú, Bramatrú, Hindúatrú svo nokk- ur fjölmenn trúarbrögð séu nefnd. Allir segjast hafa rétt fyrir sér, þeirra guð sé hinn eini sanni. Nú má vel vera að til sé heilt stéttarfélag af guðum i veröldinni,ég þori ekki að segja Þá eru þessi jólin liðin. Á morgun er 13. dagur jóla samkvæmt gamla jóladagatalinu og dagar mungáts og magatylli, dagar kaupæðis og gjafa, liðnir að þessu sinni, og þrjúhundruð fimmtíu og eitthvað dagar til næstu sæludaga. Kaupæði og karneval Við mörg hátiðleg tækifæri hefur verið reynt að koma á karneval-stemmningu hér á landi, draga fólk útúr húsum og halda útihátið. A þjóðhátiðar- daginn 17. júni ár hvert er þetta reynt af meira afli en aöra hátiðisdaga. Og alltaf gengur þetta jafn illa, misjafnlega illa að visu, en aldrei vel. Margir kenna köldu og votviðrasömu veðurfari Islands um. Fólk hrökklist inn i hús ef vindar blása hvað þá ef hann rignir. Þetta er samt ekki ástæðan, það sannar Þorláksmessudagur beri hann uppá virkan dag, annars næsti dagur á undan. Þessa daga hefur það sýnt sig að hægt er að halda karneval á Islandi en það fylgir sá böggull skammrifi að verslanir veröa að vera opnar og tilefni til kaup- æðis. Islendingar láta hvorki rigningu, rok né stórhrið aftra sér frá að gera sér glaðan dag i öllum skilningi þennan mesta kaupæðisdag ársins. Færum þjóð- hátíðardaginn Þennan dag fyllist miðbær Reykjavikur af fólki. Sumir eru að versla, aðrir að fremja glasasyndir, sumir hvoru- tveggja og enn aðrir fara bara til að sýna sig og sjá aðra. Sem sagt, sannkölluð karneval- stemmning. Ég legg þvi til að þjóöhátiðardagurinn veröi færður aftur til 22. eða 23. desember, eftir þvi hvorn dag- inn verslanir veröa opnar fyrir hver jól. En áöur en þessi ákvörðun veröur tekin, legg ég til að reynt verði að hafa allar verslanir opnar þann 17. júni, telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að færa ættingjum og vinum gjafir i tilefni ákveðinnar hátiöar Jóns forseta. Mér er skapi næst til að gefa honum afmælisdag, sennilega bara sá besti; menn geta þá um leið fagnað hækk- andi sól. Margir hneykslast á þvi að fólk skuli nota jóladagana til að gæla við sjálft sig I mat, drykk og gjöfum. 1 sjálfu sér er þetta ekki undarlegt, þar sem þetta hefur verið gert frá ómunatið. Menn héldu sig vel i mat og drykk þegar þeir fögn- uðu hækkandi sól löngu fyrir fæðingu Jesú, og ég fæ ekki séö að fæðing þessa ágæta manns sé sásorgaratburður aö fólk þurfi að leggjast i vol, vil og sjálfsaf- neitun. Nýju lifi er sannarlega ástæða til að fagna meö veislu- höldum glaum og gleði. AAikil er þeirra viska Aldrei fá prestar vorir aö belgja sig meira út en einmitt um jól. Þegar ég var yngri var mér hrein raun aö hlusta á tal þeirra hræsni og yfirdrepsskap og oft á tiöum ósannindavaöal. Sigurdór Sigurdórsson skrifar til um það, en hitt er alveg vist að ég leyfi mér að draga i efa að sá guð sem prestarnir okkar boða trú á sé hinn eini sanni. Hvernig má það vera, að þessir menn geti tekið sér það vald og það leyfi að segja svo og þá um leið að kannski tveir og háflur miljarður mannkyns hafi þar með rangt fyrir sér? Hvern- ig getur biskupinn Sigurbjörn Einarsson ætlast til að maður trúi þvi að hann viti betur en biskupar annarra trúarbragða hver sé hinn eini sanni guð? Af hverju hefur Sigurbjörn Einars- son réttara fyrir sér i þessu máli en til að mynda Khomeiny æðsti prestur, eða æðsti prestur i Bramatrú eöa Buddatrú eða Hindúatrú? Hvernig getur páf- inn i Róm haldið þvi fram aö hann sé óskeikull og rekið prest úr starfi sem efast um þaö; er ekki páfinn maður eins og ég og þú? Hugleiddu málið og gættu að hver niðurstaða þin verður. •— S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.