Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Nýr útvarpsþáttur: „Stjórnmál og glæpir” iffipertaUsmus: Bntweder toist d« ein Teu Sunnudaginn 6. janúar kl. 14.55 verður f luttur í út- varpi fyrsti þátturinn af sex undir samheitinu „Stjórnmál og glæpir". Nefnist hann „Furstinn" og f jallar um bragðaref inn Niccolo Macciavelli. Þýð- andi er Jón Viðar Jónsson og stjórnandi Benedikt Arnason. Flytjendur eru Gunnar Eyjólfsson/ Guðjón Ingi Sigurðsson, Gísli Alfreðsson, Randver Þorláksson, Jónas Jónas- son og Benedikt Árnason. Óskar Ingimarsson flytur inngangsorð. Höfundur þáttanna um „Stjórn- mál og glæpi” er Hans Magnús Enzensberger, en danski útvarps- maöurinn Viggo Clausen hefur búiö þá til flutnings i útvarpi. Þar er f jallaö um menn og málefni, er vakiö hafa athygli og markaö spor i söguna, ekki síst á þessari öld. I þáttunum er lýst einræöis- herrum, bófum og glaumgosum, svo eitthvaö sé nefnt. Þetta eru ekki framhaldsþættir I eiginleg- um skilningi. Ákveöið efni er tek- iö fyrir i hverjum þætti, en þó eiga þeir sammerkt á ýmsan hátt. I „Furstanum” er ljósi sam- timans varpaö á ævi manns, sem uppi var um aldamótin 1500 og skrifaði „handbók valdamanna” þar sem mælt. er bót hvers kyns Fyrsti þáttturinn er um Macchiavelli, manninn sem samdi sigilda handbók fyrir vald- hafa. Hans-Magnus Enzensberger er þekktur höfundur m.a. heimilda- verka. klækjum og fantabrögöum til aö halda völdunum. Hans Magnus Enzensberger er Þjóöverji fæddur áriö 1929. Hann stundaöi nám i germönskum fræðum, almennri bókmennta- sögu og heimspeki. Vann siöan hjá suður-þýska útvarpinu, en hefur eingöngu helgað sig rit- störfum frá árinu 1961. Hann hef- ur skrifað fjölmörg leikrit fyrir útvarp, þ.á m. svokölluö heim- ildaleikrit, byggö á sannsöguleg- um atburöum. Viggo Clausen hefur unniö viö dagskrárgerö hjá danska útvarp- inu i fjölda ára og er þekktur um öll hin Norðurlöndin og jafnvel viöar fyrir aö gera þætti um mál, sem mikla athygli hafa vakiö. Samvinna hans viö Enzensberger hefur verið meö miklum ágætum, og þættir þeirra veriö fluttir viöa á Norðurlöndum við góöar undir- tektir. SAMEININQ HERLU HFOG RSTEFANSSON HF TILBOTA FYRIR VIÐSRIPTAVINI BEGGJA AÐIIA Mánudagsmynd Háskólabíós: Hvíti veggunnn Dagur í lífi fráskilinnar konu Mánudagsmynd Háskólabiós er hin þekkta „kvennamynd” Svi- ans Stig Björkmans, HVtTI VEGGURINN, sem viöa hefur hlotiö mikiö lof. Meö aöalhlutverk fara þau Harriet Anderson, Lene Nyman og Svend Wollter. Hviti veggurinn fjallar um einn dag í lifi fráskilinnar konu. Hún vaknar við hliö sofandi manns, ó- kunnugs manns, sem I gær lofaði henni ást og vináttu, en verður senn önnum kafinn við aö hlaup- ast frá loforðum sinum. Hann hefur logiö til nafns og starfs. Dagurinn er samfelld tilraun þessarar konu, Monika heitir hún (Harriet Anderson) til að ná fót- festu, koma undirsig fótum. Hún neyöist til aö leita uppi fyrrver- andi eiginmann og eiga viö hann niðurlægjandi viöskipti vegna húsaleigumála. Hún talar við at- vinnurekanda, en er fyrirfram viss um aö hún hefur tapaö sinu máli og mun ekki fá vinnu; þaö er svo langt siöan hún féll út af vinnumarkaöinum. Hún kynnist ungum Grikkja, og þau eignast trúnaö hvors annars i stuttan tima, en þau eru bæöi feimin og ó- viss I sinni sök og lfklega hittast þau ekki framar. Um kvöldiö fer Monika til bestu vinkonu sinnar. Þær drekka og fara saman út á dansstaö. Einn þeirra sem hefur „frumkvæöiö” eins og kallaö er, ekur Moniku heim. Ný vonbrigði, eöa upphaf einhvers annars? Heiöarleg og trúveröug mynd sagöi danska blaöið Information. Politiken hrósaði sérstaklega leik Harriet Anderson — en fyrir hann fékk hún fyrstu leikaraverðlaun á kvikmyndahátið i Moskvu 1975. 1. janúar síðastliðinn tók HEKLA hf. við allri starf- semi PStefánssonhf.Megin tilgangurinn er að auka hagkvœmni í rekstri sem tryggja á vöxt og viðgang fyrirtœkisins í framtíðinni. Viðskiptavinir beggja fyrirtcekja njóta góðs af. HELSTU BREYTINGAR 1. Oll starfsemi sem verið hefur að Hverfisgötu 103 flyst smám saman að Laugavegi 170-172. 2. Öll sala nýrra bifreiða (Volkswagen, Audi, Rover, Austin, Galant, Lancer, Colt) fer nú fram t bifreiðasal HEKLU hf. að Laugavegi 170-172. 3. Sala á notuðum bifreiðum fer nú fram í bifreiðasal HEKLU hf. (áður bifreiðasalur P. Stefánsson hf.) að Stðumúla 33. 4. 1. janúar fluttist sala varahluta í Mitsubishi bifreiðar í varahlutaverslun HEKLU hf. að Lauga- vegi 170-172, en flyst fyrir bifreiðar frá British Leyland 1. mars nœstkomandi. 5. Allar viðgerðir á Mitsubishi bifreiðum flytjast nú þegar að Laugavegi 170-172 ásamt faglœrðum viðgerðamönnum þeirra. Viðgerðir á bifreiðum frá British Leyland verða fluttar að Laugavegi 170-172 fyrir 1. mars nœstkomandi. AÐLÖGUNARTÍMI Augljóst er að nokkum tíma mun taka að sameina fyrirtœkin að fullu. Því biðjum við viðskiptavini að sýna þolinmceði ef einhver óþcegindi skapast, en sameining- unni mun verða flýtt sem kostur er. VIÐGERÐA- OG^ VARAHLUTADJÓNUSTA HEKLA hf. mun kappkosta að veita bestu viðgerða- og varahlutaþjónustu eftirleiðis sem hingað til. BÍLAR í ÖLLUM VERÐFLOKKUM Nú mun HEKLA hf. því bjóða úrval bíla frá 3 löndum, VOLKSWAGEN ogAUDIfrá V-Þýskalandi, GALANT, LANCER og COLTfráJapan ogROVER og A USTIN frá Englandi. „ÞRÍR GÓÐIR SAMAN" HEKLAHF HEKLA HF, símar: Laugavegi 170-172 21240 Síðumúla 33 83104,83105 Hverfisgötu 103 26911 HEKLA HF BÝÐUR NÝJA SEM GAMLA VIDSKIPTAVINIVELKOMNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.