Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 # kvikmyndrir í þessari grein sem er beint f ramhald af grein nr. tvö er vikið að þeim lögmálum sem stjórnar heimsdreifingu á f jölmiðlunarefni og hverskonarframleiðsluerþarerum aðræða. En fyrster aðathuga á hvern hátt f jölmiðlarnir tengjast valdastoðum þjóðfélagsins. Einar Már Guðvarðarson skrifar um börn og unglinga í samfélagi einstefnumiðlunar 3. GREIN FJÖLMIÐLUN Augljóslega þá eru fjöl- miölarnir bundnir valdastoðum hvers þjóöfélags, þ.e. efnahags- legum og stjórnmálalegum (hugmyndafræöilegum) stoö- um, 1 hver ju þjóöfélagi er þvi sii mikla hætta fyrir hendi, aö fjöl- miölarnir hafi áhrif á eöa jafn- vel stjórni að miklu leyti vissum þjóöfélagslegum þáttum. Fjöl- miðlarnir innræta ákveðiö. gildismat meö einstefnu-miöl'- un sinni og marka þannig dag- legt li'f og framtiöarþróun þjóö- félagsins aö hluta. Sllkt er mjög óæskilegt í hverju samfélagi og hindrar eölilega og fordóma- lausa skoöanamyndun þegn- anna auk þess að stefna lýðræöinu i hættu. Börn og unglingar veröa helst fyrir baröinu á slikri einstefnu- miölun, þar sem móttækileiki þeirra er mjög mikill. Þess vegna er mjög mikilvægt aö leggja sérstaka áherslu á stjórnunarlegar tilhneigingar fjölmiðlanna i fjölmiölunar- kennslu og öðru fræöslustarfi. I markmiöum f jölmiölunar- kennslu er þvi vægi þessa þáttar mjög mikiö t.d. I Danmörku, Svfþjóö, Finnlandi og einnig i tilraunum sem eru i gangi i Vestur-Þýskalandi. En hræöslan viö aö slikar stjórnunarlegar tilhneigingar hafi áhrif á siðferðilégt mat, til- finningar og skoöanamyndun barna ogunglinga er tengdhag- fræðilegu hlutverki fjölmiöl- anna i vestrænum iönaöarþjóö- félögum aöallega. 1 siauknum mæli þá hafa f jölmiölarnir sam- lagast iönaöarframleiöslunni og þeim lögmálum framboös og eftirspurnar, sem byggja á há- marksgróða, þar sem fjöl- miölarnir gegna hlutverki auög- unartækis I samkeppni um markaði. Þetta hefur mótað er bundin valdastoð- um þjóð- félagsins starfsaöferöir fjölmiölanna, þvi samkeppnin um sem stærstan áhorfendafjölda situr i fyrir- nlmi á kostnað menntunar- legra, siöferöislegra, félags- legra og listrænna þátta. (Dæmi: Kvikmyndahúsarekst- ur og þær kvikmyndir sem er boðiö upp á á tslandi, hinn stóri þáttur auglýsinga i islensku hljóðvarpi og sjónvarpi. And- stæöan er t.d. bann viö auglýs- ingum i dönsku sjónvarpi og hljóðvarpi). Einnig hefur stytt- ingu á vinnudegi fólks og þar meöauknum fritima veriö fylgt eftir meö (aukinni) framleiöslu efnis til fjölmiölunar sem fær timann til aö liöa, þ.e. afþrey- ingarefni. Framleiösla efnis til fjölmiölunar ereinn arövænleg- asti og mest vaxandi þáttur iönaöarframleiöslu i vestrænum iönaöarþjóöfélögum, sem á siö- an orsök sina meöal annars i aukinni þörf fólks fyrir sam- skipti almennt. Hagfræöileg sjónarmið fjöl- miölunar og þaö stóra hlutverk sem þeir gegna i tómum stund- um fólks hefur einnig haft áhrif á innihald og listræn gæöi þess efnis sem er miölað. Fjöl- miölarnir fá fólk til aö gleyma atvinnunni og ömurleika hvers- dagslifsins og leggja mesta áherslu á skemmti- og afþrey- ingarefni og annaö hraösoöið efni, sem krefst lítillar hugsun- ar og hlutdeildar hvers og eins móttakenda. Slikt kemur niöur á börnum og unglingum á margbreytilegan hátt. í fyrsta iagi mætirekki sjálf fjölmiölun- in þörfum barnanna eins og áð- ur hefur veriö bent á, i öðru lagi eyöa foreldrarnir dýrmætum friti'ma I móttöku á sama efni i staö þess aö sinna börnunum á annan hátt og meira uppbyggj- andi, I þriðja lagi stuölar efniö aö hlutleysi og óvirkni foreldra, sem kemur siðan aftur niöur á börnunum. Einnig er vert að minna á það, að álitið er aö boð- skiptaaöferöir og efni fjölmiöl- ana (einnig yfirborösleg og óhófleg notkun) stuöli aö fölsk- um væntingum og hæpnu gildis- mati hjá foreldrum sem sfðan endurspeglast i þeirri ringulreiö sem rikir á mörgum heimilum og í þjóöfélaginu almennt. Lögmál heimsdreifingar ráða ferðinni I fréttamiölun og annarri myndamiölun hefur samkeppn- in um markaöi gjarnan leitt til óeölilega mikillar framleiðslu á æsandi efni. Ogþetta efni er ein- mitt notaö mikiö i fjölmiölum tiltölulega fámennra og eöa lítt iönvæddra þjóöfélaga, sem ekki hafa aðstööu eöa fjárhagslegt bolmagn til aö standa straum af slikri framleiöslu. Slikt efni á yfirleitt upptök sfn I höfuöstöðv- um fréttadreifingar 1 f jölmenn- um og iönvæddum þjóöfélögum og er ekki framleitt til aö mæta menningarlegum þörfum neins ákveöins lands en er I staö þess lagaö eftir lögmálum heims- dreifingarinnar. Af þessum ástæöum, þá eru ýmis vanda- mál, sem koma oft upp i þjóö- félögum eða þjóöfélagshópum, útilokuö af fjölmiölunum vegna hins mikla framboös af æsandi efni sem er á boöstólum. Listræn gæöi eru oft vandmet- in og listrænt efni vandmelt, og þvi til aö foröast átök og missa ekki móttakendur er efni fjöl- miölanna gjarnan miöaö viö létta afþreyingu. Sem afleiöing og fylgifiskur þessa, þá er meirihluti þess efnis sem ætlaö er meðalmanninum stilaö upp á hinar lægri hvatir og takmark- ast viö umfjöllun eins og glæpi, ofbeldi, fjölskylduna og kyn- ferðislega þætti. Margbreyti- leiki þeirrar umfjöllunar getur veriö mikill, en undan- tekningarlaust þá er spilað á sama strenjjánn. Ofbeldi vekur áhuga fólks vegna þess aö þaö byggir á samspili lifs og dauöa, en þessi áhugi er misnotaöur, ofbeldiö er rangfært og oftast meö hugsæisblæ. Annað sem einkennir þessa framleiöslu er hiö tvöfalda siögæöi. Á viö- kvæmnislegan hátt er tekib fram eöa auglýst aö ákveðiö efni sé ekki viö hæfi barna. En i flestum tilfellum hafa slikar at- hugasemdir þau áhrif á börnin, aö efniö veröur ennþá meira spennadi I þeirra augum. Börn- in vilja lika eftir hinum full- orönu og standa þeim jafnfætis og þaö sem vekur áhuga pabba og mömmu vekur einnig áhuga barnsins enda yfirleittlagt mik- iö upp úr þvi i uppeldi aö börnin fullorðnist og göfgist og temji sér mannanna siöi. Þaö aö þora er eitthvaö til aö gorta af og hvetur börn oft til að sjá efni sem er ekki við þeirra hæfi og er þá oft mikið lagt f sölurnar til aö fá vilja sinum framgengt, og aö lokum gefast foreldrarnir upp enda þreyttir eftir langan og strangan vinnudag. Aö slökkva á fjölmiölinum (t.d. sjónvarp- inu) og gera eitthvaö annaö og uppbyggilegra i sameiningu viröist þvi miöur I fæstum til- vikum koma til greina. Harðsoðinn söluvarningur Astandiö er þvi þannig i dag i flestum velferöarrikjum vestursins, aö móttakendum fjölmiðlunar er boðiö upp á menningarlegt efni sem er sam- kynja, þ.e. hraösoöinn sölu- varning. En viö veröum einnig aötaka þaö meö inn i dæmiö, aö slikur söluvarningur getur veriö af háum gæöafbkki, en þvi miö- ur er mikið minna af því efni heldur en þvi menningarlega rusli sem okkur er boöiö upp á dags daglega., Móttakandinn sjálfur veröur þvi aö velja og tina þaö úr, sem hannvill taka ámótienslíkt eru börn frekaren abrir ekki fær um nema þau byggi á gagnrýnu mati. Þa*ð er þvi nauðsynlegt fyrir börnin aö öölast nægilega þekkingu og færni I fjölmiðla- samskiptum til aö geta byggt á sliku mati. t dag þá eru þaö fjölmiölarnir sjálfir og framleiösla þeirra sem stjórna hinni óhóflegu og yfirboröslegu notkun á þeim og er þaö langt frá þvi aö geta tal- ist eðlilegt. Þaö er sú fram- leiösla sem er mest auglýst sem er útbreiddust (stærsti móttak- endafjöldi) og þvi miður er það alltof algengt, aö útbreiddasta framleiðslan er sú lélegasta. Fjölmiölarnir eru i dag mjög stór þáttur i lifi hvers einstak - lingsog þaö er þvi brýnt og I raun skylda okkar að hjálpa börnum og unglingum við aö finna út samskiptamöguleika og leiöir i umgengni viö þessi mikilvægu boðskiptatæki. Þannig stuðlum við aö persónu- legum þroska þeirra og styrkj- um hlutverk fjölmiölanna i almenum samskiptum, sem er jafnframt liður i viðhaldi og út- þenslu lýðræðisins i náinni framtið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.