Þjóðviljinn - 12.01.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 12. janúar 1980. er komin! ££ÍÚi£w£iiíli IDAGMA. Markaösráö sam- yinnufélaganna Á kaupf élagsstjóra- fundinum flutti Jón M. Sigurðsson, kaupfélags- stjóri á Brúarlandi, skýrslu um starfsemi Markaðsráðs samvinnu- félaganna frá siðasta kaupfélagsstjóraf undi. — Kom fram í skýrslu hans, að ráðið hafði f jallað um fjöldamörg mál varðandi samvinnuverslunina, — kerfi i samvinnuverslun- um, tilboð kaupfélag- anna, samkaup, svo og m.a. afkomu smásölu- verslunar, vandamál smærri verslana, nám- skeiðahald fyrir starfs- menn í samvinnuverslun- um, vöruval birgðastöðv- ar, álagningu á land- búnaðarvörur, pökkun búvara, launahvetjandi Lm m mmmmmmmm m mmammmmm m rnmmmmmmm m mmmmt ýmis atriði varðandi vöruframboð verksmiðj- anna á Akureyri. Þá höföu vöruvalsnefndirnar, sem starfandi eru viö Birgða- stöð, Búsáhaldadeild, Vefnað- arvörudeild og Rafmagnsdeild skilað að vanda skýrslum til Markaðsráðs og fjöldamörg at- riði varðandi þessar deildir höfðu verið rædd á fundum ráðsins. A fundinum var kosið i vöru- valsnefndir og Markaðsráð og eiga nú sæti þar kaupfélags- stjórarnir Ölafur Friðriksson, Kópaskeri, örn Ingólfsson, Hafnarfirði, Gisli Haraldsson, Neskaupstað, Hermann Hans- son, Höfn, Sigurður Jónsson, Isafirði, og Halldór S. Magnús- son, Stykkishólmi. Af hálfu Sambandsins sitja i ráðinu þeir HjaltiPálsson,framkv. stj., Jón Þór Jóhannsson, framkv. stj., Kjartan P. Kjartansson, fram- kv. stj. og Þorbergur Eysteins- son, deildarstjóri. — mhg. Freyr Meðal efnis I þvi tbl. Freys, sem okkur hefur siðast borist i hendur er eftirfarandi: Forystugrein ern nefnist Landeigendaaðallinn og rjúpna- skytturnar. Ráðlegt að búast við gjaffelldum og köldum vetri er yfirskrift viðtals, sem Július J. Danielsson á við Halldór Páls- son, búnaðarmálastjóra. Einar Hannesson skrifar um 30 ára veiðimálastarf i Kjósinni. Þá er grein er nefnist Eldsneyti úr kolum, sykurrófum og repju. Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi skólastjóri á Hvanneyri ritar grein um bændafarir. Salmonellasýkingar nefn'ist grein frá landlæknisembætt- inu. Góð afkoma með 200 fjár, Agnar Guðnason ræðir við norskan fjárbónda. Góðar horf- ur með loöskinnasölu, segir Sigurjón Bláfeld, loðdýra- ræktarráðunautur i viðtali við JQlius J. Danielsson. Þá skýrir Gisli Kristjánsson frá norskum tilraunum með villta fugla og segir fuglafréttir. Loks eru Erlendir þættir og Molar. — mhg Lukkuriddarinn mmm 99Röddin batnar með hverju barni’ !>» segir Sigriður Ella Magnúsdóttir, söngkona, I Helgarviðtal- inu. Hver er hægri hönd brandarabankastjórans í Stundinni okkar? Visir fer að tjaldabaki I sjónvarpinu og ræðir m.a. við hægri hönd bankastjórans. 99 H$mlet er ekki ommn ítarlegt viðtal við heimsfræga breska leikritaskáldið Harold Pinter. Voru mannætur aldrei til? Bandarískur mannfræðingur afsannar kenninguna um að mannætur hafi verið til. Ungu stúlkurnar og ekkjan hylla lukkuriddarann. r UMF Islendingur: ...og svo að sjálfsögöu Helgarpopp, Hæ krakkar, Sælkera- siðan, Sandkassinn og margt fleira. Tekst það eða ekki? Unnið aö smíði ljósastjórnborðs fyrir frumsýningu. Á liðnu hausti hefur Umf. íslendingur sýnt Lukkuriddarann eftir írska leikritaskáldið J.M. Singe í Þýðingu Jónasar Árnasonar. Þetta erþriðja leikritið, sem félagið færir upp á jafnmörgum árum. Árið 1976 varð Leynimelur 13 fyrir valinu, árið 1978 Delerium búbónis og nú Lukkuriddarinn. Allar hafa þessar sýningar vakið verðskuldaða at- hygli og aðdáun. Hlutverk i Lukkuriddaranum eru 13 og fór þetta fólk með þau: Snorri Hjálmarsson, Ragnar Olgeirsson, Dagný Sigurðar- dóttir, Þorbjörn Gislason, As- geir Harðarson, Sigrún Elias- dóttir, Finnbogi Arndal, Guð- mundur Sigurðsson, Svava Halldórsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Oddbjörg Leifsdóttir, Steinunn Eiriksdóttir og Sturla Guð- bjarnason. Pétur Jónsson, Hell- um. annaðist undirleik og æfði söng. Er ekki að orðlengja það að allt þetta fólk skilaði hlut- verkum sinum með mestu prýði og sumt stórkostlega vel. Hér fer á eftir stutt frásögn Hauks Júliussonar formanns Umf. Islendings, af starfi þessu: „Æfingar á Lukkuriddaran- um hófust i byrjun okt. undir Umsjön: Magnús H. Gíslason stjórn Ragnhildar Steingrims- dóttur. Aður hafði leiknefnd félagsins undir forystu Sigrúnar Eliasdóttur undirbúið starfið heima fyrir. Æft var i fimm vikur, sem er óvenju skammur timi, að meðaltali sex sinnum I viku. Hlutverkaskipan var ráðin á fyrstu æfingum og má fullyrða að það hafi tekist afar vel. Alls eru 13 hlutverk i leikniím auk * undirleikara. Leikarar völdust úr Andakilshreppi, Skorradal og Lundarreykjadal. Jafnhliða leikæfingum i okt. unnu nokkrir menn baki brotnu við að fullgera afar vandað ljósastjórnborð undir stjórn Eyjólfs Hjálmarssonar, sem einnig teiknaði tækið, og Bjarna Skarphéðinssonar. Þrátt fyrir það, að unnið væri heilu og hálfu næturnar siðustu tvær vikurnar fyrir frumsýningu, tókst ekki að fullgera tækið. A siðustu-stundu var annað borð fengið að láni og var það notaö á fyrstu sýning- unum. Eftir enn eina vökunótt var „Eyjólfsborð” fullgert og það notað á siðustu sýningunum i Brún með afar góðum árangri og miklum feginleik allra er i hlut áttu. Frumsýnt var sunnudags- kvöldið 4. nóv. i félagsheimilinu Brún. Alls voru 9 sýningar þar á 18 dögum. Aðsókn var ágæt á öllum sýningunum nema einni, er var miðdagssýning á sunnu- degi. Stórkostlega var ánægju- legt aö fá hópferð á vegum Verkalýðsfélags Borgarness á sýningu. Að loknum sýningum i Brún var boðað til sýningar i félags- heimilinu Breiðabliki á Snæ- fellsnesi og félagsheimili Sel- tjarnarness. Sýninguna i Breiðabliki varð þvi miður að fella niður vegna ófærðar, en sýningin á Seltjarnarnesi tókst hinsvegar mjög vel. Með henni var settur punktur aftan við skemmtilegt starf og vel heppn- aðar sýningar haustið 1979.” Leikstarfsemi Umf. Islend- ings er nú orðin árviss og mikilvægur þáttur i menningar- lifi héraðsins. viö hlökkum til að sjá hvert verður næsta verkefni. Ekki þarf að efa að vel takist til bæði um val og meðferð. J.ó.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.