Þjóðviljinn - 16.01.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 16. janúar 198«. DJÚÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgeíandl: Útgáfufélag ÞjóBviljans Frmmkvemdastjórl: Eiöur Bergmann Kiutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson FréUastjórl: Vilborg HarBardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagsbla&s: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson t Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlöóversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiiia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Símavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn G'uömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6. Reykjavfk.simi 8 13 33. ^Prentun: Blaöaprent hf. Tillögur Alþýðubandalagsins • Á miðstjórnarfundi um siðustu helgi og á þing- flokksfundum nú í vikunni hefur Alþýðubandalagið gengið frá ýtarlegri tillögugerð sem lögð verður til grundvallar nú er flokkurinn hefur fengið umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Þessi tillögugerð byggist á þeirri stefnumótun sem flokkurinn lagði fram fyrir kosningarnar 1978 undir heitinu ,,íslensk atvinnu- stefna”, tillögum flokksins á síðasta vinstri stjórnar- tímabili og starfi þriggja þingflokksnefnda nú síðustu sex vikur. Hér er um að ræða fyrstu aðgerðir til þess að mæta verðbólguvandanum og tillögur að þriggja ára á- ætlun um hjöðnun verðbólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lífskjara. • Tillögur Alþýðubandalagsins verða væntanlega gerðar opinberar í dag eða á morgun er þær hafa verið kynntar forvígismönnum annarra f lokka. Meginhugsun- in i hugmyndum Alþýðubandalagsins að fyrstu aðgerð- um er sú að gengi íslensku krónunnar sé haldið sem stöð- ugustu eftir þvi sem nokkur kostur er, og vikið verði af þeirri gengislækkunar- og gengissigsbraut sem verið hef ur atvinnurekstrinum eins konar f íknilyf, spanað upp vélgengnisverðbólgu og fært til fjármuni í landinu í hendur gróðaaf la.Til þess að svo megi verða og til þess að unnt verði að ná tökum á verðbólgunni telur Alþýðu- bandalagið að almenn niðurfærsla sé nauðsynleg for- senda. Megináherslan er lögð á að allir helstu póstar efnahagslífsins leggi sitt af mörkum til aðgerðanna gegn verðbólgu. Þannig verði tryggt að milliliðakerfið, framleiðendur, bankakerfið, opinberar stofnanir, ríkis- sjðður og þeir launamenn sem best eru settir gef i eftir af itrustu kröfum og leggi fram sinn skerf til baráttunnar gegn verðbólgunni. • í tillögum Alþýðubandalagsins er gert ráð fyrir að með sérstökum aðgerðum megi draga úr verðbólgu- hraða niður í 25% í árslok án þess að komi til kjaraskerð- ingar. Þessu marki verði náð með niðurtalningu heimilaðra verðbreytinga um leið og hamlað verði gegn áf ramhald- andi víxlverkunum í ef nahagskerf inu með5-10% lækkun ýmiss konar þjónustugjalda opinberra stofnana og ein- staklinga. Þá er miðað við að niðurgreiðslur verði aukn- ar en hlutfall niðurgreiðslna af búvöruverði hefur farið lækkandi á síðustu mánuðum. Þessar aðgerðir ættu sam- anlagt að jafngilda um 6% stigum í framfærsluvísitölu. Jafnf ramt er gert ráð fyrir að verja 6 miljörðum króna á árinu 1980 til sérgreindra félagslegra verkefna í því augnamiði að auðvelda lausn væntanlegra kjarasamn- inga. • I því skyni að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum aðstanda undir lækkun útsöluverðs og þjónustugjalda er ráð fyrir því gert að launaskattur, 1 1/2%, sem nú rennur í ríkissjóðfalli niður frá 1. mars og vextir verði lækkaðir um 10% í tveimur áföngum á árinu. • i kjaramálum er gert ráð fyrir að lífeyristryggingar almannatrygginga hækki um 7—10% að raunagildi á ár- inu, laun verði verðtryggð og að ákvæði um aukinn samnings- og verkfallsrétt BSRB komi til framkvæmda á næsta samningstímabili. • Til þess að mæta kostnaði og tekjumissi ríkissjóðs vegna niðurfærsluaðgerðanna, sem mun vera samtals um 22 milljarðar króna leggur Alþýðubandalagið til að lagður verði skattur á rekstrarveltu fyrirtækja 1979, þó ekki á sjávarútveg, f iskiðnað, landbúnað, útf lutningsiðn- að eða samkeppnisiðnað, endurgreiðslu skulda rikissjóðs við Seðlabankann verði frestað, lagður sérstakur 30% skattur á tekjuafgang banka og sparisjóða, innheimta skatta verði bætt auk sparnaðar í ríkisrekstri, m.a. vegna minni vaxtaútgjalda. • Eins og áður sagði gerir Alþýðubandalagið ráð fyrir að við af fyrstu aðgerðum taki þriggja ára áætlunar- tímabil með markvissum aðgerðum á öllum sviðum efnahagslífsins. En um það er deilt hvernig byrjunar- tökin eiga að vera og Alþýðubandalagið hefur nú lagt fram heildstætt plagg í því efni. Fyrsta skrefið í þeim efnum er að koma í veg fyrir gengisfellingu vegna f isk- verðsákvörðunar, og leggur flokkurinn til að 9% olíu- gjald verði fellt niður, en f iskverð til skipta hækkað um sömu prósentu. Síðan verði fiskverð ákveðið með hlið- sjón af því, að launakjör sjómanna verði sambærileg við laun annarra. Til þess svoaðstuðla að hægara gengissigi krónunnar eru gerðar ýtarlegar tillögur um 7% fram- leiðniaukningu í fiskiðnaði á árinu sem ásamt öðrum kostnaðarlækkunum á að gera atvinnurekstrinum kleift að bera umsamið kaupgjald án þess að velta því út í verðlagið. —ekh. Hlíppl 1UNBLADIO. LAUCARDACUB It JANUAR 1« J6a Óttar Ragnareaon: Baráttulist eða markaðslist? SA miMkilBiacv *i hrmAAir tb Wát Itati •Uli nrtí nMnt liranúl mm b»r, K*(ur rrrtt •lll nlur rut m &mr iuiii U«ulur Ym.ir íi Knd. þMt iMktfai. •* muun ^nljn* *ni titlnkir ‘ I MM bnn. itnir n»rir .» _m!ji l Uku á n*rfuri muuklinfi [U|MU||rrN n» » (mku rkki rftir .r lltil. nr* Mn •tankl. rtrát j»fnt I ntH» um Ea málurt rftir t*A.n kvmkju ná fnm hrryfincn M List og markaðsmál Jón Óttar Ragnarsson skrifar grein i Morgunblaöiö og kallar Baráttulist eöa markaöslist. Hann vikur þar aö hlutskipti lista og listamanna fyrir austan og vestan og meöal annars vfk- ur hann aö þeirri tilhneigingu aö láta markaöslögmálin ráöa listalifi: „A Vesturlöndum heimta sumir stjórnmálamenn ein- göngu markaöslist. Sjónarmiö þeirra er aö rlkiö megi ekki styöja listamenn af hugmynda- fræöilegum ástæöum. Þetta þýöir aöstjórnvöld iáta Bstir og iistamenn afskiptalaus meö öllu. Einungis sú list sem „selst” á upp á pallboröiö viö þær kringumstæöur.” Þetta finnst greinarhöfundi vond frjálshyggja, en játar að afleiöingar þessa boöskapar blasi við i einhverjum mæli á öllum Vesturlöndum. Hann fær- ir siöan rök aö þvi hvers vegna markaöshyggjan er dauöadóm- ur yfir listum: „íslendingar hafa ekki farib varhluta af markaöslistinni. Uppgangur afþrey ingariönaö- arins hér á landi er oröinn slikur að margir eru farnir aö rugla honum saman við list. Auk þess hafa margir farið út á þá braut aö framleiða verk sem falla að smekk „neytenda” en vilja samt láta kalla sig listamenn. Að kalla á markaöslist á ekk- ert skylt við frjálshy ggju heldur en hér á feröinni enn einn angi af alræöishugsun. Frjálshyggja i markaðsmálum getur aöeins gilt þegar framleiðandinn getur óhræddur lagað verk sin að kröfum neytenda. Þetta boöorö gildur aftur á móti ekki á sviöi lista þvi sá sem fer inn á þá braut hættir aö vera listamað- ur.” Níska Þetta er heldur þörf hug- vekja. Reyndarhafa ekki marg- ir orðib til þess aö halda uppi op- inskáum áróöri fyrir alveldi markaðslögmála i menningar- málum, en það gerist þó ööru hvoru aö ýmiskonar Jönasar og Svarthausar hafa uppi tilburöi i þessa veru. Einn slikur hefur m.a. mælt meö þvi ab hætt yrbi viö aö „niðurgreiöa” verö á leikhúsmiðum og mundi þá ekki annað koma á fjalir hérlendis, en sýningarsem „bæru sig”, og sér hver maður hvernig það mundi enda. Algengara er aö menn stilli sig um að hafa formúleraða stefnu I þessum málum — en fylgja svo I reynd þeirri stefnu sem gerir sem mest af listrænni starfssemi aö tómstundagamni. Framlög til þeirra hluta eru — meö nokktum undantekningum — látin dragast aftur úr verö- bólguhraöa og auk þess hefur stuöningur viö listamenn koön- aö niöur vegna þess hve mjög úthlutunarmenn ýmiskonar hafa látiö undan þeirri freistni aö fjölga hægt og bitandi smá- styrkjum ýmiskonar (stundum eru þeir kenndir viö neftóbak), smástyrkjum sem veröa i raun einskonar sálræn búbót en leys- ir engan fjárhagslegan vanda listamanna. Hliðstœður Það er eftirtektarvert hve mjög það fer i taugarnar á Morgunblaösmönnum þegar raktar eru vissar hliöstæöur milli ferils Sovétmanna i Afgan- istan og Bandarikjamanna i Vietnam. Vissulega er þaö svo, aö allur samanburöur af sliku tagiverð- ur aö gerast meö fyrirvara; aö- stæöur og tildrög eru aldrei al- veg hins sömu. En það er þö svipað með Vietnam og Afgan- istan, að i báöum tilvikum eiga stórveldin sér bandamenn i stjórnum, sem eiga fullt i fangi meö að ráöa viö uppreisnar- menn sem eiga sér bækistöðvar og athvarf handan landamær- anna. í báöum tilvikum hafa risarnir afskipti af mannskipt- um ihöfuöborginni (Amin gerist úr heimi hallur I Kabúl; Diem i Saigon). t báöum tilvikum þró- ast afskipti af borgarastyrpd úr vopnaaöstob og sérfræöinga til þess að sent er mikið af reglulegu herliöi á vettvang — i báöum tilvikum I þeirri von aö hægt sé aö „friða” löndin sem fyrst. Fátt hefur reyndar minnt eins rækilega á þessar hliöstæður og mótmælafundur við sovéska sendiráðið sem Vaka gekkst fyrir á fimmtudaginn var. Sá fundur var eins og nákvæm eft irliking af þeim mótmælum sem efnt var tilhéráður fyrr af þeim sem vildu andæfa bandariskri heimsvaldastefnu. Allir fastir liðir voru meö á dagskránni: mótmælastaöa, spjöld, ræöur, lesið úr kvæðum skálda.... Sag- an hefur reyndar nokkuð drjúgar tilhneigingar til stöðl- unar. Dœmi um spásagnir I sambandi við stjórnarmynd- unarumræöur siðari missera hafa risiö nokkrar deilur um það, hvernig og hvort hægt sé aö reikna út meö nokkurri vissu af- leiðingar hinna ýmsu tillagna i efnahagsmálum, sem flokkarn- ir bera fram. 1 gær mátti ein- mitt lesa ýmislegt fróðlegt I þessa veru i blöðum. Það er ekki Ur vegi aö nota tækifærið til þess að minna á einn spádóm hagfræöings, sem viö rákumst á i breska vikurit- inu New Statesman — enda er maðurinn frægur og tilefnið merkilegt. Svo er mál með vexti, að þegar oliuverð hafi snarhækkað árið 1974 eftir fróð- legt samspil oliuhringanna og arabiskra oliuútflutningsrikja sem vildu nota oliuvopniö til að draga úr stuðningi Vesturveld- anna við Israel, þá skrifaði Mil- ton Friedman greinargerö um framtiðarhorfur i þessum mál- um. Hann færði aö þvi lærð rök, að oliuhækkunin væri orðin svo mikil, að OPEC-rikin gætu ekki farið lengra. Hann gat þess sér- staklega, að ef þau reyndu aö halda verðinu á hráoliu i tiu doliurum fatið, þá mundu þau engan annan fyrir hitta en sjálf sig og myndi samsteypa þessi Milton Friedman hrynja i þeim sviptingum sem enn meiri verðsveifla mundi valda. Siðan þá hefur mikiö vatn runnið til sjávar og OPEC-rikin eru komin meö oliufatiö I þrisv- ar sinnum hærra verð en þaö sem höfuðpostuli svonefndrar nýfrjálshyggju taldi hættulegt fyrir þau sjálf. Friedman hefur verið haföur til hliösjónar hjá ráöamönnum bæöi i ísrael og Chileogmun ekki hafa uppskor- ið annaö en bölbænir alþýbu manna f þessum löndum — og eitthvað mun þessi sami hag- fræðingur eiga i Leiftursókninni frægu sem nú er gleymd og grafin og enginn vill kannast viö. — áb. Mótmælin vid sendiráð Sovétrlkjanna: „FORDÆMUM INNRÁS- INA I AFGHANISTAN” — sovéski sendiherrann faer skrifleg mótmæli I dag Kösklega Ivohundruft manns. ha-iiu og er kkýlautt hroi a al óraunsci þess, aft Island verfti aftallega skólafólk. komu saman þjóftalógum. og sjálfsákvörftun hlutlaust land er s I íirr ' ' og skorié

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.