Þjóðviljinn - 16.01.1980, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 16. janúar 1980.
Geir Hallgrimsson hefur lagt lvkkju á leift sina til þess aft drepa hugmvndina um minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýöuflokks
Enginn vill kosningar
Fræöslunefnd BSRB
efnir til þriggja daga
efnahagsráöstefnu
Hag-
spekingar
landsins láta
ljós sitt skina
A siöasta þingi BSRB var á-
kveöiö að halda efnahagsráö-
stefnu. Fræðslunefnd BSRB hefur
nú ákveöið að ráöstefna þessi
verði haldin dagana 31. jan. — 2.
febr. næstk.
A ráöstefnunni verður fjallaö
um öll svið efnahagsmála og
munu sérfræðingar á hverju sviöi
flytja erindi. Umræður og fyrir-
spurnir verða að loknum öllum
erindunum svo og hringborösum-
ræður sem þeir taka þátt i. i lok
ráðstefnunnar inunu forustu-
menn frá stjórnmálaflokkunum
þeir Geir Hallgrimsson, Kjartan
Jóhannsson, Steingrfmur Her-
mannsson og Svavar Gestsson
taka þátt í hringborðsumræðum
undir stjórn Kristjáns Thor-
laciusar form. BSRB.
Dagskrá ráðsteinunnar verður
á þessa leið:
Fimmtudagur
31. janúar:
Kl. 17.00
Erindi:
Þjóðhagsreikningar, gengis-
skráning. Jón Sigurðsson, for-
stöðum. Þjóðhagsstofnunar.
Kl. 20.30.
Erindi:
Fjárlagagerð, lánsfjáráætlun.
Brynjólfur Sigurðsson, hagsýslu-
stjóri.
Föstudagur
1. febrúar
Kl. 09.00
Erindi:
Opinber gjöld. Hallgrimur
Snorrason, hagfræöingur Þjóð-
hagsstofnun.
Erindi:
F járfestingar, lánastofnanir,
vextir, Jóhannes Siggeirsson,
hagfræðingur ASÍ.
Kl. 13.30.
Erindi:
Ahrif opinberra aðgeröa á at-
vinnuli'fið. Asmundur Stefánsson,
framkv. stj. ASt og Björn Arnórs-
son, hagfræðingur BSRB.
Hringborðsumræöur:
Þátttakendur veröa framsögu-
mennirnir. Stjórnandi: Haraldur
Steinþórsson, framkv.stj. BSRB.
Laugardagur
2. febrúar.
Kl. 09.00
Land búnaður:
Framsögumenn: Guðmundur
Sigþórsson, deildarstjóri i land-
búnaðarráðuneyti og Björn
Björnsson, hagfræðingur.
Iönaður:
Framsögumenn: Þóröur Frið-
bjarnarson, Félagi Isl. iðnrek-
enda, og Asmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri ASl.
Kl. 13.00.
Verstun og viðskipti:
Framsögumenn: Bjarni Jónsson,
hagfræðingur, Verslunarráði Is-
lands og Björn Arnórsson, hag-
fræðingur BSRB.
Sjávarútvegur, fiskvinnsla:
Framsögumaður: Gamaliel
Sveinsson, Þjóöhagsstofnun.
Kl. 16.30.
Hringborösumræður:
Þátttakendur verða fulltriiar
stjórnmálaflokkanna: Geir Hall-
grimsson, Kjartan Jóhannsson,
Steingrimur Hermannsson og
Svavar Gestsson. Kristján
Thorlacius formaður BSRB
stjórnar.
Þátttaka tilkynnist fræðslufull-
trúa BSRB — simi 26688 — fyrir
25. janúar.
,,Þetta var svona al-
mennt eldhús" eru ettir-
mæli Benedikts Gröndals
um þær sérkennilegu við-
ræður sem Geir Hall-
grímsson hefur staðið
fyrir í nærri þrjár vikur
milli stjórnmálaf lokk-
anna. Helsta niðurstaðan
úr þessum viðræðum kom
hinsvegar fram í immæl-
umGeir-5 Hallgrimssonar
á fundi með fréttc-mönn-
um: ,,Þessar viðræður
hafa leitt í Ijós að allir
flokkar eiga að geta rætt
saman; hvort samstarf í
r íkisst jórn verður
árangurinn er svo annað
mál."
Litlu verður Vöggur feginn og
langt um liðið siðan Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur gengið svo
hógværlega fram i islenskum
stjórnmálum sem nú. En Geir
Hallgrimsson hafði harla litið
fram að færa i upphafi áþreif-
inga sinna við aðra flokka. Það
var enda ekki nema von, þvi
Sjálfstæðisflokkurinn glataði
stefnu sinni i kosningunum þótt
hann bætti við sig örlitlu at-
kvæðamagni. Leiftursóknin
rann út i sandinn og Geir Hall-
grimsson gekk stefnurúinn til
viðræöna.
Einangrunin
Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig
hinsvegar vera hættulega
einangraðan. Kosningaúrslitin
komu i veg fyrir viðreisnar-
stjórn með Alþýðuflokki, auk
þess sem kratar óttast atkvæða-
tap með opnu samstarfi við
ihaldið. A sama hátt verkuðu
eindregnar yfirlýsingar Stein-
grims Hermannssonar um að
ekki kæmi til greina annað en
vinstri stjórn og samstarf
• Framsóknarflokks og Sjálf-
stæöisflokks væri útlokað.
En Geir Hallgrimsson getur
verið tiltölulega ánægður með
þjóðstjórnarviðræðurnar engu
að siöur. Með þvi að þvæla
Framsóknarflokknum inn I við-
ræður undir forystu ihaldsins og
láta um leið skina i sáttavilja
við Alþýðubandalagiö hefur for-
manni Siálfstæðisflokksins tek-
ist að lækka verulega þröskuld-
inn milli ihalds og Framsóknar.
Það kann að reynast mikilvæg-
ara skref en margan grunar i
dag.
Enginn vill kosningar
Að þvi er Þjóðviljinn kemst
næst mun það hafa komið skýrt
fram i þjóðstjórnarviðræðunum
að enginn af forystumönnum
stjórnmálaflokkanna fjögurra
er sérstaklega ginnkeyptur
fyrir kosningum á þessu ári.
Sjálfstæðisflokkurinn telur sig
enga stöðu hafa i kosningum i
náinni framtið, og veit sem er
að forystumenn hans eru i litlu
■ áliti meðal landsmanna I dag.
allra stjórnmálaflokkanna
munu vera sammála um að
utanþingsstjórn sé afar slæmur
kostur. 1 fyrsta lagi muni
stjórnmálamenn setja mjög
niður og sé ekki dýrt i þeim
pundið hjá þjóðinni nú þegar. t
öðru lagi leysi hún ekki þing-
vandann, og eftir sem áður
muni reynast harla erfitt að fá
nokkurn meirihluta fyrir mál-
um á þingi.
Það sem talar hinsvegar á
móti þjóöstjórn er sú staðreynd
að ástandiö i þjóðarbúskapnum
er ekki það bágborið að það kalli
á kreppustjórn eða stjórnar-
fyrirkomulag sem einkum er
tengt striðsárum eða hamförum
sem snerta lifsafkomu þjóöar-
innar.
Flestir þættir þjóðar-
búskaparins eru i sæmilegu
jafnvægi og útreikningar um
samdrátt þjóðartekna eru við
það miðaðir að stór hluti fiski-
flotans verði bundinn með valdi
i höfn hluta af árinu og afli
minnki frá þvi sem var i ár.
Margir stjórnmálamenn draga i
efa þau fiskifræðilegu rök sem
að baki slikri stefnumótun
standa, og telja ástand fiski-
stofnananna til muna betra en
haldið sé fram af Hafrann-
sóknastofnun.
Geir tilbúinn með
minnihlutastjórn
En það er mikil pressa á
stjórnmálaflokkunum að
mynda starfhæfa rikisstjórn,
enda einn og hálfur mánuður
liðinn frá kosningunum. Þrátt
fyrir að þvi sé opinberlega mót-
mælt hafa átt sér stað viöræöur
milli áhrifamikilla leiðtoga Al-
þýðuflokks og Framsóknar-
flokks um myndun minnihluta-
stjórnar þessara flokka. Þing-
menn úr bændakjördæmum inn-
an Framsóknarflokksins eru
þessum hugmyndum mjög and-
vigir, en meirihluti þingmanna
Alþýðuflokksins rær fast á þessi
mið.
Steingrimur Hermannsson
mun hinsvegar hafa lýst þvi yfir
i þjóðstjórnarviðræðunum að
hann teldi ekki rétt að ljá máls á
minnihlutastjórnarviðræðum
meðan annað stæði yfir. Bene-
dikt Gröndal er talinn andvigur
minnihlutastjórn, en ræður eins
og fyrr litið við Vilmund og Sig-
hvat.
En á þessu er ljóst að þjóð-
stjórnarhugmyndin var næsta
vonlaus frá upphafi ,,og menn
með hugann við annað” eins og
Geir Hallgrimsson orðar það.
Sama er upp á teningnum hjá
Alþýðuflokknum sem hrósar
happi vegna þess að á hans veg-
um ultu þrir þingmenn inn á
þing sem örugglega hefðu legið
úti ef kosningataktik Sjálf-
stæðisflokksins hefði ekki mis-
heppnast gjörsamlega.
Steingrimur Hermannsson
hefur beðið guð að gefa sér að
það verði ekki kosningar á árinu
og vill halda I þann kosninga-
árangur sem náðist,og innan Al-
þýðubandalagsins er heldur
ekki áhugi á kosningum. Það er
einnig mat flokksformanna að
töluvert hafi verið lagt á þjóðina
með undanfarandi tvennum
kosningum svo ekki sé farið að
demba þingkosningahríð yfir
landslýð ofaná forsetakosningar
á þessu ári.
Lagasetning?
Það var einkum formaður
Framsóknarflokksins sem i
þjóðstjórnarviðræðunum leitað-
ist við að toga ákveðna tillögu-
gerð út úr Sjálfstæðisflokknum
og fékkst það fram þó án þess að
þingflokkurinn skrifaði uppá
þær. Einkum mun Jónas Haralz
bankastjóri hafa lagt á efna-
hagsráð Geirs auk þess sem
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins var I áþreifing-
um á Geirs-vegum i þessum við-
ræðum.
Meginhugmynd Geirs Hall-
grimssonar var að töfra burt 10
til 15 visitölustig á næstu
mánuöum til þess að lækka
veröbólgu, en bláþráðarkenndar
þóttu aöferðirnar sem stungið
var uppá. I stjórnarmyndunar-
viðræðum Geirs mun hafa kom-
iðfram aö Sjálfstæöisflokkurinn
erekki meö hugmyndir uppi um
lögfestingu til þess að lækka
kaupið, heldur ætti aö stefna að
samkomulagi um aðgerðir i
kjaramálum við aðila vinnu-
markaöarins. Framsóknar-
flokkurinn mun hafa lýst sig
andvigan lagasetningu án þess
að verkalýðshreyfingin féllist i
megindráttum á hana. Af hálfu
Alþýðuflokks var þá spurt hvað
gera ætti ef verkalýöshreyfingin
féllist ekki á úrræði hugsanlegr-
ar þjóðstjórnar. Litil svör feng-
ust við þvi.
Meö og móti
þjóðstjórn
Þótt það sé almennt álitið að
Geir Hallgrimsson hafi juðað
við þjóðstjórnarhugmyndina i
miklu verkleysi er hún þó ekki
fráleitur kostur. Forystumenn
Það er á hinn bóginn athyglis- J
vert að formaður Sjálfstæðis- ■
flokksins leggur lykkju á leið I
siná er hann skilar umboði sinu J
til forseta til þess að mótmæla |
minnihlutastjórnarhugmyndum. ■
Hann segir óhikað að Sjálf- I
stæðisflokkurinn muni ekki a
verja slika stjórn Framsóknar ■
og Alþýðuflokks falli og fái hún J
engan stuðning hjá ihaldinu. •
Sagt er að Geir Hallgrimsson fti
hafi gengið lengra en þetta og ■
tjáð forseta að þegar meiri-
hlutamöguleikar hafi verið ■
reyndir til þrautar, þá skuii I
menn vita að Sjálfstæðis- J
flokkurinn sé þegar tilbúinn ■
með ráðherralista minnihluta- I
stjórnar á eigin vegum. Þetta J
mun vera sett fram meðfram til |
þess að setja kratana á pláss og ■
lika til þess að halda lifi i hug- I
myndinni um þjóðstjórn, sem m
geti komið upp aftur sem kost- ■
ur, þegar Svavar Gestsson og ■
siðan Benedikt Gröndal hafa .
steytt á steini i sinum tilraun- I
um.
Öðruvísi „vinstri"
stjórn |
A allra siðustu dögum hafa J
svo verið settar fram hugmynd- |
ir um að Alþýðubandalagið ■
leiddi saman Ihaldið og Fram- I
sókn yfir Steingrims þröskuld m
inn i „vinstri stjórn” sem þá ■
bæri það virðingarheiti ein- ■
göngu vegna aðildar Alþýðu- Z
bandalagsins. Hún gæti þá eins I
kallast þjóðstjórn án Alþýðu- ■
flokksins, eins og þjóöstjórnin á |
striðsárunum sem var án ■
Sósialistaflokksins. Yfirlýs- I
ingar kratanna um að þeir muni m
sprengja hvaða rikisstjórn sem ■
er uns þeir fái sitt fram á sinn ■
þátt i að þessi hugmynd hefur i
fæðst. Enn sem komið er hafa |
Alþýðubandalagsmenn sagt fátt ?
um þennan möguleika, enda má |
vist flokkurinn hvorki hafa for- ■
sætisráðherra né ýja að hermál- I
inu i slikri stjórn, þótt hann m
hugsanlega fengi leyfi til þess ■
að mynda hana fyrir Geir og ■
Steingrím.
Kratar og kreppan
En það er vert að leiða hug- |
ann að þvi i lok þessa spjalls að ■
það var Alþýðuflokkurinn sem I
rauf rikisstjórn i haust, knúöi ■
fram kosningar meö tilstyrk ■
Sjálfstæöisflokksins og kallaði I
með þvi fram þá stjórnarkreppu ■
sem hér rlkir. Eins og fram hef- I
ur verið að koma á siðustu vik- a
um voru engin efnahagsleg til- |
efni til slikra örþrifaráða og þvi ■
bara Sjálfstæðisflokkurinn og I
þó fyrst og fremst Alþýðu- a
flokkurinn höfuðábyrgðina á þvi ■
að landið er að heita má stjórn- ■
laust. Einmitt það stjórnleysi Z
getur haft alvarlegar afleið- I
ingar, þvi óvissan i stjórn- ■
málunum og bið á verðbólguað- I
gerðum getur vissulega teflt ■
málum I algjört öngþveiti, sem ■
er þá af pólitiskum rótum runn- J
ið en ekki efnahagslegum.
Einar Karl.
FRÉTTASKÝRING
°Enginn vill heldur
utanþingsstjórn, en samt
er langt í stjórnarmyndun