Þjóðviljinn - 16.01.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Síða 16
DJOÐVIUINN Miövikudagur 16. janúar 1980. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. H 81333 Kvöldsiml er 81348 FRAMHALD VINSTRI VIÐRÆÐNA Edlilegt að sömu menn fylgi eftir — segir Lúövík Jósepsson ,,Ég hef gengið út frá þvi að hér verði fyrst og fremst um að ræða við- ræður um myndun vinstri stjórnar og þær verði að vissu leyti framhald á tilraunum Steingrims Hermanns- sonar formanns Fram- sóknarflokksins i sömu veru”, sagði Lúðvík Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins i gær aðspurður um það hversvegna hann hefði afsagt að taka að sér umboð til stjórnar- myndunar þrátt fyrir þrábeiðni þingflokksins. ,,í vinstri stjórnar við- ræðunum strax eftir kosningar tók ég ekki þátt og mér fannst þvi eðlilegt að þeir aðilar sem i þeim voru fylgdu framhaldinu eftir nú.” Lúðvlk sagði einnig að hann hefði ekki gert ráð íyrir að hann tæki að sér beina stjórnarþátt- töku eða stjórnarmyndun, þar sem hann væri nú utan þings. „Þetta sjónarmið lét ég koma skýrt fram i þeim könnunarvið- ræðum sem áttu sér stað milli formanna floldcanna um mögu- leika á myndun þjóðstjórnar. Þar sagði ég að ef kæmi til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna milli flokkanna um þjóðstjórn yrðu aðrir I þeim viðræðum en ég. Ég væri hinsvegar tilbúinn að mæta hvenær sem er á fundum með öðrum flokksformönnum til þess að reifa grundvöll að formlegum viðræðum.” Lúðvik sagði og að sem starf- andi formaður myndi hann að sjálfsögðu gegna öllum helstu Lúðvik Jósepsson: Ég tók ekki þátt i vinstri stjórnar viðræðum Steingrlms. skyldum formanns og vinna með bingflokknum að málum. Hins- vegar fyndist sér eðlilegra að þegar væri verið að vinna að stjórnarmyndun og einstökum málaflokkum er snertu beint stjórnarsamstarf að þá væri það málefni þingflokksins og þeirra manna sem hann kysi til að hafa þar um forystu. „Hinsvegar fylgist ég auðvitað meðoger tilbúinn til þess að ræða við formenn annarra flokka hve- nær sem er,” sagði Lúðvik að lok- um. — ekh Lúxemborgarar í heimsókn: 1 gærdag fóru fram umræður milli Luxemborgarmanna og is- lendinga um samvinnu i flugmál- um. Tóku þátt i þeim embættis- menn og fulltrúar Flugleiða og Luxair. Viðræðunefndirnar voru sam- mála um nauðsyn áframhaldandi náinnar samvinnu milli stjórn- valda og flugfélaga beggja land- anna i ljósi harðnandi alþjóðlegr- ar samkeppni, sérstaklega I far- þegaflugi á Norður-Atlantshafi. Nefndirnar lýstu áformum sinum um að áfram yrðu kannaðar leiðir til að aðstoða Flugleiðir við að leysa þá erfiðleika sem við er að etja og óskirum framhaldá hæfi- viö upphaf fundarins I gærmorgun. Lengst til vinstri er örn Johnsen, I miðju Sigurður Helgason en lega tiðum og reglubundnum lengst til hægri Sietzen forstjóri Luxair. (Ljósm.: eik!. Viðrædurnar snerust um N-Atlantshafsflug ABL Kópavogi: Ragnar fjallar um stjórnar- myndunar- viðræður Ragnar Arnalds A félagsfundi hjá Alþyöu- bandalaginu i Kópavogi sem haldinn verður I Þinghól i kvöld kl. 20.30 skýrir Ragnar Arnalds frá stjórnarmynd- unarviðræðunum, sem nii standa yfir. flugsamgöngum milli Luxem- bourgar, Islands og Bandarikj- anna, segir I f réttatilky nningu um viöræðurniar Báðar rikisstjórnir munu llta með skilningi á tillögur um sam- vinnu i rekstri farþegaflugs til fjarlægra áfangastaða, sem eru i athugun hjá flugfélögum er hafa mikinn rekstur i Luxembourg. Annar fundur er ráðgerður inn- an tiðar. Embættisveiting Vilmundar gagnrýnd áfram á Alþingi Ekki lagaheimild fyrir ráðninguimi Sú ákvörðun Vilmundar Gylfa- sonar dómsmálaráðherra að skipa fiokksbróður sinn Finn Torfa Stefánsson I embætti um- boðsfulltrúa dómsmálaráðuneyt- isins kom enn til umræðu á Al- þingi I gær. Fjölmargir þingmenn gagnrýndu þessa skipan á þeirri forsendu að ekki væri fyrir hendi nein lagaheimiid tíl þessarar ráðningar. Lárus Jónsson benti á að I hvor- ugu þeirra fjárlagafrumvarpa sem lögð hafa verið fyrir Alþingi væri gert ráð fyrir þessu embætti og I lögum sem nýlega voru sam- þykkt um bráðabirgöagreiðslur rikissjóðs væri ekki heldur gert ráð fyrir starfi umboðsfulltrúa. Þá benti ÓlafurRagnar Grimsson á að ráðninganefnd rikisins hefði neyðst til að samþykkja ráðning- una 3? janúar eða viku eftir að ráðherra hefði sjálfur verið búinn að ganga frá ráöningunni. 1 umræöu um máliö bentu þing- menn á þær mótsagnir er væru milli oröa og gjörða Vilmundar Gylfasonar dómsmálaráðherra. Geir Gunnarsson minnti á að sú aðferð Vilmundar að ráða Finn Torfa án heimildar fjárveitinga- valdsins væri I andstöðu við þau sjónarmið er Vilmundur hefði sett fram- er Magnús T. Ólafsson var ráðinn blaöafulltrúi rikis- stjórnarinnar 1978. Vitnaði Geir i eftirfarandi ummæli Vilmundar um þá ákvörðun; „Kjarni málsins sýnist manni vera sá, að hér sé óskynsamlega að staðið, þvi þótt heimild sé til. slikrar ráðningar hafði Alþingi ekki fjallað um þessa fjárveit- ingu.... Ég hygg þvl, að hér sé slæmt fordæmi, og hitt, aö þingið hefði átt að fá aö taka afstöðu til þessa máls áður en í slika ráðn- ingu var ráðist.” Sighvatur fjármálaráðherra skýrði frá þvi i umræðunni aö þau laun sem renna hefðu átt til Ei- riks Tómassonar fyrrv. aðstoðar- manns dómsmálaráðherra yröu notuð til að greiöa Finni Torfa Stefánssyni kaup. — ÞM. Kosningar í flugráð: j Einn af ! deildar- ■ stjórum i Flugleiða i skipaður ! formaður \ Samgönguráðherra hefur _ skipað Leif Magnússon, sem I er einn af yfirmönnum Flug- ■ leiða formann flugráðs, en | Leifur er eins og kunnugt er ■ framkvæmdastjóri flug- og ■ tæknideildar Flugleiða. 5 Ólafur Ragnar Grimsson og m Steingrímur Hermannsson I gagnrýndu þessa skipan ■ harðiega á Alþingi I gær. | Steingrimur Hermannsson ■ sagði að fárániegt væri að ■ skipa einn af framkvæmda- J stjörum Flugleiða formann ■ fiugráðs á sama tlma og I Flugleiðir hljóta að verða “ mjög undir smásjánni vegna | rekstrarcrfiðleika félagsins ■ og flugráð hlýtur óhjá- I kvæmiiega að blandast inn I " þá umræðu. Vegna þessarar ákvörðun- 1 ar samgönguráðherra leitaöi Jj Þjóðviljinn til Garðars | Sigurðssonar alþingis- ■ manns, sem undanfarin ár | hefur átt sæti I flugráði. ■ Garðar sagðiað persónulega I hefði hann ekkert út á Leif ” Magniísson að setja, hann ■ væri ágætis maður. Hins " vegar teldi hann mjög óeðli- _ legt að einn af yfirmönnum I Flugleiða væri formaður ■ ráðsins, auk þess sem hann | væri jafnframt stjórnarfor- ■ maður Arnarfiugs. Þannig I væru aðilar sem fara með J allt áætlunarflug lands- ■ manna búnir að fá oddaað- I stöðu i flugráði. Jafnframt sagði Garðar að | þó ekki væri eðlilegt aö flug- ■ málastjóri væri formaður I flugráðs þá teldi hann að „ ráðherra hefði átt að skipa ■ Agnar Kofoed-Hansen flug- ■ málastjóra áfram formann JJ ráðsins, þar eð hann hefði I gegnt stöðunni frá upphafi og ■ unnið þar gott starf og ætti | þar að auki ekki eftir mörg ■ ár i starfi. Auk Leifs Magnússonar J eiga sæti i flugráði, þeir ■ Hilmar Baldursson við-1 skiptafræðingur, Albert J Guðmundsson, Skúli| Alexandersson og Stein-« grimur Hermannsson. Þeir I þrírsiðasttölduerukosnir af J Alþingi, en Leifur og Hilmar ■ skipaðir af ráðherra til 8 ára. 1 Þvi má bæta við að Agnar JJ Kofoed-Hansen flugmála-1 stjóri var erlendis er ráð-" herra gekk frá skipan flug-1 ráðs. I. ■ bb bb 9 &an B ■ ■ Okkur vantar blaðbera f Skerjafjörð strax! DIOOVIUINN Simi 81333

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.