Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
iþróttir[A)
íþróttir
I
Hvers vegna?
Það hef ur vakið nokkra
furðu skiðaáhugafólks á
Stór-Reykjavíkursvæðinu
að í Bláfjöllum eru ekki
seld dagskort um helgar.
Þetfa kemur sér oft illa
fyrir stórar fjölskyldur,
sem ætla að dveljast við
skíðaiðkun heilan dag.
Starfsmaður hér á blaðinu
var I Bláfjöllum árla s.l.
laugardag og þar sem fremur
fáir voru á ferli sá hann fram á
það, að komast mjög margar
ferðir,og þ.a.l. myndi hann eyða
töluverðum fjármunum. Hann
fór þvi og hugðist kaupa dags-
kort. Þvi miður, engin dags-
kort eru seld um helgar, var
svarið sem hann fékk.
Þá hefur einnig vaknað sú
spurning, hvernig stendur á
þvi að KR-ingar geta selt dags-
kortin i Skálafelli á 2.200 kr, en í
Bláfjöllum kosta þau 2.800,
hvar öll stærstu sveitarfélög á
suð-vesturlandi standa að
rekstrinum. -IngH
Dagkortfn ódýrari
„Við seljum dagkortin hér á
2500 kr fyrir fullorðna og 1000
fyrir börn niður að 9 ára aldri.
Þau sem eru yngri fá frltt i
lyfturnar og má segja, að það
sé hefð frá þvi að viö
starfræktum barnalyftu,”
sagði Þröstur Brynjólfsson,
formaður Skiðaráðs ins, á
Húsavík I samtali við Þjv. i
gærdag.
Eins og fram kemur i frétt-
inni um Bláfjöllin hér að ofan
eru þar ekki seld dagkort um
helgar en Þröstur sagði að þeir
Húsvikingar gerðu engan mun
á sliku og seldu dagkort jafnt
um helgar sem aðra daga.
Húsvikingarnir bjóöa einnig
uppá vetrarkort og svokölluð
fjölskyldukort og t.d. kostar
slikt vetrarkort fyrir 5 manna
Vafasamt víti
féildi Liverpool
Nottingham Forest sigraði
Liverpool I fyrri leik liðanna i
undanúrslitum ensku deildar-
bikarkeppninnar f gærkvöldi,
1-0. Markið skoraði John
Robertson úr mjög umdeildri
vitaspyrnu 2 min. fyrir leikslok.
Liverpool lék mun betur en
Forest i gærkvöldi á City
Ground, leikvelli hinna siöar-
nefndu og hafði „rauði herinn”
undirtökin allan timann. A 88.
min. gaf Martin O’Neill stungu-
sendingu i gegnum vörn Liver-
pool á félaga sinn Gary Birtles.
Birtles lenti siðan i samstuði við
úthlaupandi markvörð Liver-
pool, Ray Clemence. Ollum á
óvart dæmdi dómarinn vita-
spyrnu og úr spyrnunni skoraði
John Robertson af öryggi.
Leikmenn Liverpool mótmæltu
vitaspyrnudóminum ákaft.
Nottingham Forset hefur haft
gott tak á Liverpool slðustu árin
og mun o ftar borið hærri hlut úr
viðureignum liðanna, t.d. hefur
þar
fjölskyldu 69.000 kr.
„Bærinn er mjög góður bak-
hjarl aö þessu skfðastarfi okk-
ar hér. Ahuginn hefur aukist
griðarlega, einkum siðustu 3
árin. Þar ber mikið á hve full-
orðiö fólk sækir mun meira i að
komast á skiði en áður,” sagöi
Þröstur Brynjólfsson að lok-
um.
-IngH
Liverpool ekki sigrað Forest á
City Ground siðan 1970. Forest
kom m.a. Liverpool út úr
Evrópukeppninni 1978 meö þvi
að sigra 2-0 heima og ná 0-0
Swindon, sem leikur i 2. deild,
sigraði mjög óvænt Wolves i
undanúrslitum enska deildabik-
arsins i gærkvöldi 2-1.
Andy Rowland skoraði fyrra
jafntefli á Anfield. Þá sigraði
Forest Liverpool i úrslitaleik
deildarbikarsins sama ár, 0-0 á
Wembley og 1-0 i aukaleik eftir
umdeildan vitaspyrnudóm. IngH
mark Swindon á 13. min, en
Peter Daniels jafnaði fyrir
Olafana á 26. min. Undir lok
leiksins tryggöi Mayes Swindon
kærkominn sigur.
Kenny Daglish og félagar hjá Liverpool máttu sætta sig við
ósigur gegn Nottingham Forest I gærkvöldi, 0-1.
Swindon lagði Wolves
i
I
Æ
Ur einu í annað
Skjaldarglima
Ármanns
| Pétur Pétursson skorar enn
Ib ■ ■■ I ■■ I iB ■ ■■ I ■■ ■ ■■
Viktor áfram með
IBV?
„Þvi er ekki að neita að ég hef
rætt máhn við forystumenn
ÍBV, en ekkert er frágengið
enná. Ég býst við þvi að ég muni
taka endanlega ákvörðun innan
skamms,” sagði Viktor Helga-
son, fyrrum þjálfari IBV að-
spurður um það hvort hann
hyggðist halda áfram að þjálfa
lið Vestmanneyinga, en hann
gerði þá að íslandsmeisturum
s.l. sumar. Mjög sterkur orð-
rómur er i Eyjum, aö svo muni
fara.
Péturbúinn að skora 18
mörk
Pétur Pétursson skoraði 18.
mark sitt i hollensku knatt-
spyrnunni um helgina, en þá
lagði Feyenoord að velli
Nijmegen 2-1. Staöa efstu liða
þar er nú þessi:
Ajax
Feyenoord
AZ’67 Almaar
PSV Eindhoven
FC Utrecht
19 51-19 32
19 38-15 28
18 37-17 26
19 36-24 22
19 27-23 22
Lokeren á toppnum
þrátt fyrir tap
1 Belgisku knattspyrnunni
tapaði Lokeren fyrir FC Liege
0-1, en heldur samt stööu sinni á
toppi 1. deildarinnar. Standard
gerði jafntefli viö meistara
Beveren. Lokeren hefur 30 stig,
FC Brygge 28 stig, Nolenbeek 27
stig og Standard 26 stig.
Sleginn út af laginu
Sir Stanley Rous, fyrrum for-
seti Alþjóöa knattspyrnusam-
bandsins, var mjög þekktur
dómari áður fyrr. Eitt sinn
gerði áhorfandi nokkur honum
lifið leitt með þvi að hrópa stöð-
ugt háðsglósur um dómgæslu
hans. Sir Stanley sá sér ekki
annað fært en aö ganga að þess-
um áhorfanda og sagöi: „Viljið
þér hætta þessukjaftæöi eins og
skot. Hvorterégdómarihér eða
þú?” Hinn kokhrausti áhrofandi
svaraði stundarhátt: „Mér sýn-
ist að hvorki ég né þú séum
dómarar hér.”
Ármenningar sigruðu
Sveit Armanns varð hlut-
skörpust á MUllersmótinu á
skiöum, sem fram fór i Hvera-
dölum um s.l. helgi. Sveitin fékk
samanlagöa timann 268.7 sek..l
sveit þeirra Armenninga voru
Tryggvi Þorsteinsson, Helgi
Geirharösson, Halldóra Björns-
dóttir og Kristinn Sigurösson.
I öðru sæti varö sveit 1R og i
þriðja sætisveit Vikinga. Sveitir
KR og Breiðabliks voru dæmdar
úr leik.
Skjaldarglima Armanns verður
haldin 3. feb. 1980 kl. 3 i Mela-
skólanum.
Þátttaka tilkynnist fyrir 29. jan.
Guömundi Olafssyni Möðrufelli
7,si'mi 75054.
Keflvikingar með til-
boð í höndunum
„Við erum ennþá að leita fyrir
okkur i þessum blessuöum
þjálfaramálum. Reyndar erum
við með nokkur tilboö og aðrar
upplýsingar i höndunum, en
væntanlega fara málin aö skýr-
ast innan fárra daga,” sagöi
Hafsteinn Guðmundsson, for-
maður knattspyrnuráðs IBK, i
samtali við Þjv. i fyrradag.
Guðni Kjartanssonsérum æf-
ingar knattspyrnumanna IBK
þessa dagana og mun gera það
þangaö tilúrrætist i þjálfaraleit
þeirra Suöurnesjamanna. Allar
likur benda til þess aö Guðni
verði ráðinn landsliösþjálfari
innan tiöar. Hann er semsagt
ekki oröinn, en verður væntan-
lega....
Þórarar lágu i þvi
Tveir leikir voru i 2. deild
handboltans um s.l. helgi.
Afturelding sigraöi Þór Ve.
19-17 og Fylkir sigraði einnig
Þórarana, 20-16.
Staöan i 2. deildinni er þann-
ig:
Fylkir 9 6 1 2 184-161 13
Þróttur 7 5 0 2 157-146 10
UMFA 7 4 1 2 142-133 9
Armann 8 3 2 2 191-174 8
KA 7 3 2 2 120-125 8
Týr 5 2 1 2 99-99 5
ÞórAk. 6 1 0 5 115-128 0
ÞórVe. 6 0 0 6 105-145 0
Stenmark og Wenzel i
forystu
Ingmar Stenmark er efstur i
súgakeppni i heimsbikarkeppni
sklðamanna eftir sigur i svig-
keppni i Adelboden I fyrradag.
Annar varð Luethy frá Sviss og
þriðji Gaspoz frá Sviss.
Stenmark er nú meö 138 stig,
Andreas Wenzelhefur hlotið 116
stig og Bojan Krizaj 100 stig.
Hanni Wenzel er langefst i
stigakeppninni I kvennaflokki.
Hún sigraöi i fyrradag i svig-
keppni i Austurriki og er nú meö
257 stig. önnur i stigakeppninni
er Anna-Maria Pröll með 225
stig og þriðja María-Theresa
Nadig með 170 stig.
Bobby Moore stjóri hjá
Oxford
Bobby Moore, sá frægi leik-
maður enska landsliðsins hér
áöur fyrr, er nú orðinn fram-
kvæmdastjóri hjá 2,-»deildarliö-
inu Oxford City. Moore hafði áð-
ur fengist við knattspyrnuþjálf-
un hjá Manchester City og
Crystal Palace.
Dágóðir vinningar
Þar sem fresta þurfti 4 leikj-
um á siðasta getraunaseðlinum
þurfti að gripa til teningsins og
varð röðin þvi þannig:
122-112-212-112.
2fengu 12 rétta aö þessu sinni
og var vinningur 1.184.500 á
hvora röð. Með 11 rétta var 21
röð og var vinningur fyrir
hverja röð 48.300.
Pétur stendur sig vel
Islenski körfuknattleiksmað-
urinn Pétur Guðmundsson hefur
gert garðinn frægan með skóla-
liði University of Washington
eöa Washington Huskies og fer
mörgum sögum af snilli hins
unga tslendings. Pétur mun
væntanlega leika með islenska
körfuknattleikslandsliöinu á
Polar-cup i vor, en þar ætlar
landinn sér stóran hlut.
tslenski körfuboltamaðurinn I Washington Huskies, Pétur Guð-
mundsson,er hér þriðji f.v. að afloknum sigri liös sins. Ekki vit-
um við hvaða forláta grip þjálfarinn, Marv Harshman,er að
burðast með.
J