Þjóðviljinn - 30.01.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.01.1980, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 30. janúar 1980 Álit ráðsteínu Geðverndarfélagsins: -------------------j--------------- Geðheilbrigðismál homreka í kerfinu Helstu sérfræöingar landsins i geðh eilbr igö is m á lu m , sérmenntaö starfsfólk og aörir sem mest fjalla um þessi mál hér á landi geröu um siöustu helgi úttekt á stööu geðheilbrigðismála f landinu nú og ræddu framtfðarstefnu i þeim málum. í lok ráöstefnunnar var samþykkt eftirfarandi heildar- ályktun: Ráöstefnan telur aö geöheilbrigöismál hafi oröiö hornreka í heilbrigðiskerfinu, óveröskuldaö, þar eö geðræn vandamál valda mjög mörgum eins taklingum sársauka og erfiöleikum. Ráöstefnan álitur að mikiö og jákvætt starf mætti rækja til úrbóta á þessu sviði væri litiö á þennan hóp jafn réttháan öörum. Ráöstefnan fjallaöi sérstak- lega um vanda unglinga, aldr- aöra, likamlega sjúkra, treggef- inna svo og aöstandenda. Ráöstefnan telur sérstaklega brýnt, að þjónusta við bráðveika sjúklinga verði stórlega efld, bæði með auknu svigrúmi á legudeildum og göngudeildum geðdeilda svo' og með auknum stuðningi inni á heimilum. Mjög skortir á að nægilegu fjár magni s é veitt til geöver ndar og meðferðar á sviði geöheilbrigðismála. Skorað er á fjárveitingavaldið að veita auknu fé til þes s ar a mála, og þá einkum til fræðslu og geðverndar. Ennfremur að gert verði kleift að ljúka framkvæmdum við geðdeild Landspítalans hið fyrsta og hefja rekstur I þeim hluta, sem tilbúinn er, þegar i stað. Ahersla var lögð á, aö efla þyrfti skipulega geðheilbrigðis- þjónustu utan Reykjavikur. Nauösynlegt er að stuðla að aukinni samvinnu allra þeirra er vinna að geðheilbrigöismálum.” Skrá yfir íslensk fiskiskip 1980 komin út: w Islendingar eiga 0,99 af fiskiskipaflota heims (it er komin bókin „Skrá yfir islensk skip 1980” sem Siglinga- málas tofnunin gefur út. Þar kemur i Ijós aö tslendingar eiga nú 0,99% af fiskiskipastól heims- ins og eiga 19. stærsta fiski- skipaflota 1 heimi en voru I 18. sæti I fyrra. Með lögum um Siglingamála- stofnun rlkisins er þeirri stofn- un falin skráning skipa og árleg útgáfa á skrá yfir islensk skip miðað við 1. janúar, og auka- skrár ef þörf krefur. 1 lögunum Framhald á bls. 13 5. tbi. 1. árg, 5. febrúar 1980 Helga Möller (forsíðuviðtalið) Út í óvissuna r4 Kvikmyndii^ Hrísgrjón Sjónvarpið Popp wZSímonar á götunni ^^Kntkortamenn á Grillinu N^anntu að snyrta þig? j Turninn á Sjómannaskólanunr (loksins) A tónleikunum I Germaníu: Reger trfóiö Afmælishljómleikar hjá Germaníu Reger trióiöleikur I Norræna húsinu á vegum Germaniu og Þýska bókasafnsins, föstudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Félagiö Germania er sextiu ára á þessu ári og eru hljómleikar þessir þáttur i afmælishátiö félagsins. Reger-trióiö ætlar að leika verk eftir Schubert, Reger og Beethoven. Trióiö hefur leikið kammermúsik I Þýskalandi, Bandarikjunum og einnig I-Mið- og Suðurameriku I meira en 9 ár. 1 Þýskalandi hefur trlóið tekið þátt I hljómleikum ungra listamanna, til þess kjörinna sérstaklega af hálfu sambands- lýöveldisins. Listamennirnir koma hingað frá Osló og dvelja hér aöeins I tvo daga. 1 tilefni af afmæli Germanlu er aðgangur að hljómleikum REGER-triósins öllum heimill (ókeypis) á meðan húsrúm leyfir. r Grafíkmappa um Island x Niu sænskir graflklis tamenn sem kalla sig IX-GRUPPEN og komu og sýndu verk sin I Norræna húsinu sumariö 1978, hafa nú gefiö út grafikmöppu sem þeir kalla fsland IX 1978, og á þar hver listamannanna eitt grafiskt blaö frá tslandi. Hópurinn hefur gefið Norræna húsinu þessa möppu, og ætl- unin er að myndirnar fari til útlána i listlánadeild bókasafns- ins, en fyrst verða þær til sýnis I bókasafninu, þar sem hægt veröur aö skoða þær frá og með 30. janúar. Þeir listamenn, sem fylla IX-GRUPPEN heita: Gösta Gierow, Karl Erik Haggblad, Bengt Landin, Lars Lindeberg, Göran Nilsson, Alf Olsson, Philip von Schantz, Nils G. Sten- quist og Per Gunnar Thelander. Sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman skrifar formála með möppunni, sem kemur út I 150 eintökum. Fuglalif á Vestfjörðum Næsti fræöslufundur Fuglaverndarfélags tslands veröur haldinn I Norræna húsinu fimmtudaginn 31. janúar 1980 kl. 8.30 e.h. Ungur náttúruvisindamaöur, ólafur Nielsen flytur fyrir- lestur meö litskyggnum um f-uglalif á Vestfjöröum. Ólafur hefur undanfarin sumur dvalið við fuglarannsóknir á Vestfjöröum og er athyglisvert að kynnast fuglallfi á þessu iandsvæði, sem að mörgu leyti mun ólikt fuglallfi I öðrum landshlutum. Ollum er heimill aðgangur. Siðustu forvöð að sjá óperuna Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á hinni ágætu óperu „Orfeifur og Evrldís” eftir Christoph Gluck I Þjóöleikhús inu. Þessi tvöhundruö ára gamla ópera skipar veglegan sess I tónlis tars ögunni þar eö hún er merkilegt timamótaverk sem stórmenni eins og Wagner, Mozart, Weber og Beriloz læröu mikiö af. Uppfærslan hér hefur fengið mjög lofsamlega dóma gagn- rýnenda og var m.a. talað um ..Listrænan sigur” og „ótrúlega samhæföa flytjendur ” s vo eitthvaö sé nefnt. Einsöngshlutverk- unum þrem skipta sex söngkonur með sér. Sigriður Ella Magnúsdóttir og Solveig M. Björling syngja hlutverk Orfeifs til skiptis, Elisabet Erlingsdóttir og ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja Evridisi og Anna Júliana Sveinsdóttir og Ingveldur. Hjaltested syngja hlutverk ástarguðsins Amors. Auk þeirra koma Þjóöleikhúskórinn og Islenski dansflokkurinn fram I sýningunni, en Sinfóniuhljómsveit Islands leikur undir. Stjórn- andi tónlistar er Ragnar Björnsson. Leikstjóri og dansa- höfundur er Kenneth Tillson sem var hér einnig gestur á lista- hátlö 1976 og leikmyndin er eftir Alistair Powell sem hefur tvisvar áður verið gestur Þjóöleikhússins. Allra slðustu sýningar á Orfeifi og Evridisi eru laugardag- inn 2. febrúar og föstudaginn 8. febrúar. Byggingaþjónustan flytur Byggingaþjónustan stend- ur iflutningum þessa dagana | og ætlar aö opna um næstu • mánaöamót I nýjum og rúm- I góöum hús akynnum aö Hall- veigarstlg 1. Veröa þá áfram til sýnis nýjungar og þær ■ kynntar jafnóöum og þær koma á markaöinn. I Megin starfsemi Bygginga þjónustunnar er kynning á • byggingarefni hverskonar, Jvélum, verkfærum, heimilis- tækjum, innréttingum og til- heyrandi fylgihlutum og að veita hlutlausar upplýsingar Ium verð, gæði, meðhöndlun og notagildi þessara efna og tækja, aö þvi er fram kemur I • fréttatilkynningu hennar. IÆtti slikt aö geta sparaö mik- inn tima og fyrirhöfn I leit aö byggingaefnum, hvort heldur * menn eru að byggja, endur- Þjónustan ér ókeypis fyrir almenning, en kostuö af fyrir- tækjunum sem sýna. Byggingaþjónustan mun áfram standa fyrir ráð - stefnum, námskeiöum og fyr- irlestrahaldi viösvegar um landið um hverskonar mál- efni sem snerta húsnæðis- og byggingamál.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.