Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 1
UOmiUINN Laugardagur 22. mars 1980 — 69. tbl. 45. árg. Jan Mayen: Viðræður 14.-15. apríl Ákveðið hefur verið að viðræður islendinga og Norðmanna varðandi Jan Mayen fari fram í Reykja- vík 14. og 15. apríl n.k.að því er utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær. Starfsmannafélag Reykjavikur: Eyþór Fannberg formaður A aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavikur 8. mars s.l. lét Þórhallur Halldórsson af for- mennsku i félaginu eftir 14 ára starf en Eyþór Fannberg tók við sem formaður félagsins. Eyþór er kerfisfræðingur hjá Skýrslu- vélum rikisins og Reykjavikur- borgar, hefur setið i stjórn félags- ins i 5 ár og verið að hluta starfs- maður þess. Fimm nýir stjórnarmenn voru ennfremur kjörnir á fundinum, þær Arndis Þórðardóttir, Hafdis Gisladóttir, Ingibjörg K. Jóns- dóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir. Fyrir eru i stjórn þeir Arnþór Sigurðsson, Ingimar Karlsson, Sigurður Ingólfsson , Úlfar Teitsson og ögmundur Stephensen. -GFr. t : S wmmm Stórhýsi islenskra aðalverktaka, Watergate til vinstri og Höfðabakki 9, sem sést aö hiuta, lii hægri, er hrein verðbóígufjárfesting og geiur tii kynna hvað hermangið gefur i aðra hönd (Ljósm.:-eik). íslenskir aðalverktakar reisa: „Watergaté” í Höfðabakkanum Hermangs f yrirtækinu íslenskum aðalverk- tökum virðist ekki pen- inga vanta_ um þessar mundir frekar en fyrr. Það er nú að reisa boga- dregið stórhýsi á Höfða- bakka sem gárungarnir nefna Watergate vegna þess hve það likist Watergatebyggingunni frægu i Washington DC. Fyrir er á þessum staö stórhýsi ísl. aðalverktaka, Höföabakki 9, sem er eitt stærsta hús á Islandi ogmetiðtil miljarða króna i fast- eignamati. Þessar miklu byggingar eru þó ekki reistar vegna húsnæðiseklu Islenskra aðalverktaka þvf að allar eru þær leigðar út ýmsum fyrirtækjum. Orsökin mun hins vegar vera of gnótt peninga her- mangsíns og þá þarf að fjárfesta i einhverju. Þjóðviljinn reyndi að ná i Thor 0. Thors forstjóra til þess aö spyrja um þessar hallir en hann var ýmist á fundi eða hafði skroppiö augnablik frá svo að það reyndist ekki unnt. —GFr. Stúdentaráðs: Hættid viðskiptum við Coca Cola hér „Við fordæmum þau morð og ofbeldisverk, sem verkafólk og forystumenn þeirra hafa orðið fyrir af hálfu öfga- fullra hryðjuverka- manna Coca Cola auð- hringsins í Guatemala, i skjóli vinveittra stjórnvalda með þvi að nota her og lögreglu landsiiis i þágu fyrr- nefnd auðhrings,” segir i ályktun sem Stúdentaráð Háskóla Islands hefur samþykkt i ljóSi þeirra atburða sem hafa átt sér stað i Guatemala, þar sem forráöamenn Coca Cola hafa farið með ofbeldi á hendur starfs- fólki sinu. „Einniglýsir SHI fullum stuðn- ingi við baráttu verkafólks i Guatemala sem og annars staðar i heiminum og skorar á islenska alþýðu að gera slikthið sama með þvi að hætta öllum viðskiptum sinum við útibú auöhringsins á Islandi. Auk þess skorum við á Iðju, félag verksmiöjufólks, aö gripa til aðgerða tíl stuönings hrjáöum sambræðrum sinum i Guate- mala.” Lán Fiskveiðasjóðs til skipakaupa erlendis: Hámarkslán 50% af kostnaðarverði ekki lengur skilyrði Samþykki ráðuneytis í breyttri reglugerð fyrir Fiskveiðasjóð íslands er ákveðið að lánsfjárhæð vegna smiða eða kaupa á fiskiskipum erlendis . megi hæst vera 50% af mats- eða kostnaðar- verði i stað 66.7% áður. Einnig er áskilið að seld séu úr landiskipaf svipaðri stærðog það sem keypt er og afnumiö hefur verið bráöabirgðaákvæði frá þvi f júli 1979 um að ekki megi veita lán eöa lánsloforð Vegna slíkra skipa nema með samþykki sjávarútvegsráöuneytisins. Jafnframt hefur I reglugerðar- breytingunni sem sjávar- útvegsráöuneytiö gaf út í gær verið ákveðiö, að ekki verði heimiluð viöbótar lán erlendis til skipakaupa án samþykkis s já va r útvegsráðhe rra. Stjórn SVR: Ákvörðunar er að vænta á mánudag Stjórnarfundi SVR, sem hófst kl. 20 á fimmtudagskvöldið, var stuttu eftir miðnættið frestað fram til mánu- dagskvölds og mun þá liklega verða tekin ákvörðun um strætis- vagnakaup af hálfu stjórnarinnar. A fundinum var kynnt greinar- gerð Samafls, þar sem m.a. er að finna veigamiklar athugasemdir við skýrslu tæknimannanna, sem skoðuðu vagnana fyrir Reykja- vikurborg i Búdapest. Miklar deilur urðu á fundinum ^ um þessa greinargerö og var til- ’ laga formanns, Guörúnar Agústs- dóttur, um frestun fundar samþykkt með 3 atkvæöum meirihlutans gegn atkvæöum Sjálfstæðisflokksmanna. —AI. Strœtisvagnakaupin: 3 Ungveijar koma í dag Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að til stendur að Strætisvagnar Reykja- vikur efli bilaflota sinn með kaupum á 20 nýjum strætisvögnum. Einstaklega ódýrt tilboð frá stærstu strætisvagnaverksmiðju Evrópu i Ungverjalandi hefur valdið miklu fjaðrafoki og það jafnvel þótt ámælisvert aö skoöa tilboðið nánar. I dag eru væntan- legir hingað til lands 3 fulltrúar Ikarusverksmiöjanna að beiöni Samafls, sem hefur umboð fyrir vagnana, þeirra á meðal yfir- verkfræöingur verksmiöjanna og yfirmaöur útflutningsdeildar. A stjórnafundi SVR á fimmtu- dag var kynnt greinargerö Samafls vegna skýrslu tækni- manna Reykjavíkurborgar um vagnana og er hún birt i heild I opnu blaösins. Auk þess er aö finna fréttir af stjóm SVR á siðu 3. Sjá síðu 3 og 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.