Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. mars 1980 Mörg eru þau forundrin sem gerast þegar leikmenn fara að sýsla meö skák. Rétt mann- gangsfærir menn, tiltölulega, ganga lengra en þrautreyndir stórmeistarar. óharðnaðir unglingar og allt niðri hreina og klára pottorma eru með/stólpa- kjaft við sér eldri og reyndari menn og ganga meira að segja svo langt að senda miklum meisturum tóninn einkum þá er gengiö hefur miður hjá viökom- andi. Svo eru þeir ógæfumenn Ur blaöamannastétt sem eru að bauka viö vettvangslýsingar frá skákmótum. Ég minnist t.d. sið- asta Reykjhvikurmóts. Þeir allra taugaveikluðustu á þeim bæ vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Sigurvegarann, Kupreitchi, gat t.a.m. enginn skrifað rétt. I sumum tilvikum var hann meira að segja oröinn Kóper- nikus endurborinn. Margeir Pétursson var oröinn Margeir Ólafsson, og þar fram eftir götunum. Hermann Gunnarsson sem frægur er fyrir flest annað en lýsingar frá skákmótum brást þó enganveginn hlust- endum sinum. Þegar hann var sestur fyrir framan hljóönem- ann og bunaði Ut Ur sér tryllingslegum lýsingum sem á Urslitaleik I knattspyrnu væri, þá var mörg mæðan á sumum heimilunum. Grandvarar konur máttu tæpast vatni halda, og ófriskar urðu léttari, eða svo hermdi ein sagan, sönn eða login. Sjóaöir blaðamenn eins og t.d. Bragi á Dagblaöinu tóku öllu með jafnaðargeði. Hann hUrraði bara öllum áhorfenda- skaranum niöur á blaö, þannig að .venn þustu á skákstað I von um að komast nU loksins í fjöl- miðlana. Forsetaframbjóö- endur sáust og, næstum þvi i hrönnum. Svo eru áörir sem fara frekar leynt með visku sina. Einar Karlsson ljósmyndari Þjóövilj- ans og min stoð og stytta 1 skák- málum, hringdi eitt kvöldið niður i Blaðaprent og var mikiö Gáfaöur er himinninn: „Eftir drottningarfórn fór allt púður úr stöðunni!” Úr dagbók blaöamanns niöri fyrir. Klukkan var margt, en Einar vildi koma að Urslitum i skák milli I^ortsnojs og Petrosjans. Jafntefli I 6tu skák- inni. Allt pUður fyrir bi eftir drottningaruppskipti i 20. leik, sagði hann hraðmæltur. Guðjón Friöriksson þekktur bæjarrölt- ari og vikulokamaður, tók viö skilaboöunum og daginn eftir gátu menn lesið aö eftir drottn- ingarfórn I 20. leik hefði allt pUöur farið Ur stööunni! Hvurs á maður eiginlega áö gjalda? Hafa skal þaö sem sannara reynist, sagði kerlingin, og þvi kemur hér umtöluö skák: 6. einvigisskák Hvitt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Kortsnoj Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 3. Rf3-b6 2. c4-e6 4- a3 (Þessi hógværi leikur sem hindrar biskupskomu til b4 hef- ur valdiö skákfræðingum tals- verðum áhyggjum.) 4. . . ,-Ba6 S. Dc2-d5 (Annað vænlegt framhald er 5. - c5.6. d5 De7. A þann hátt tefldist m.a. skák Friöriks Ólafssonar og Timmans Reykjavikurmót- inu 1976. Þess ber þtí aö geta aö Timman iék c-peöinu á undan biskupnum.) 6. cxd5-exd5 7. Rc3-c6 (Það verður að teljast gáfulegt hjá Kortsnoj að geyma hvítreita biskupinn á a6 þar sem hann þrýstir tilfinnanlega eftir skálinunni a6 - fl. Venjan er að velja guðsmanni þessum stað á b7 þar sem hann er einkar passivur svo sem margir koll- egar hans holdi klæddir). 8. g3-Bd6 12. Bg5-h6 9. Bg2-o-o 13. Bxf6-Rxf6 10. o-o-Rbd7 14. e4 11. Hel-He8 (Nokkurn veginn nauðsynleg aðgerð þar sem svartur hótaöi aö færa út kvlarnar á miðborð- inu. Hitt er svo annað mál, að eftir textaleikinn einfaldast staðan um allan mun, þannig að alvarlegum vinningstilraunum verður vart viö komið.) 14. . . . -dxe4 17. Dxe4-Hc8 15. Rxe4-Rxe4 18. Re5-Bxe5 16. Hxe4-Hxe4 (Það er greinilegt að Kortsnoj gerir sig ánægðan með skiptan hlut. 1 einvigjum hefur það löngum verið talinn hálfur sigur að fá jafntefli á svart.) 19. dxe5-Dd3 20. Dxd3-Bxd3 (Og má nú með sanni segja að allt púður sé úr stööunni.) 21. Bh3-He8 24. Bfl-Bxfl 22. f4-c5 25. Kxfl-g5! 23. Hdl-c4 (Viö hver uppskipti léttir á stöðu svarts. Petrosjan hefur ei- litiö betra tafl, en gegn Kortsnoj er það sjaldnast nóg.) 26. Kf2-gxf4 27. gxf4-f6 28. HdS-fxe5 29. fxe5-Hc8 30. Ke3-C3 31. bxc3-Hxc3+ 32. Kd4-Hxa3 33. Hd7-a5 34. Hb7-a4 (Vegna yfirburðastööu hvita kóngsins á miðborðinu væri það stórhættulegt að halda i b-peðið með 34. - Hb3.) 35. Hxb6-Hh3 38. Ke4-Hh3 36. Ha6-Kf7 Jafntefli 37. Kd5-Hd3+ 6. d4-b5 * 9. De2-Be7 7. Bb3-d5 io. Hdl 8. dxe5-Be6 (Þannig tefldi Karpov i einni skákinni viö Kortsnoj.) 10. . . -o-o 14 Dxe3-Db8 11. c4-bxc4 15, Bb3-Ra5 12. Bxc4-Bc5 16 Rb^2 13. Be3-Bxe3 (Karpov hafði annan háttinn á. Hann lék 16. Rel og komst nálægt þvi að vinna.) 16. . . .-Da7! (Menneru á einu máli um ágæti þessa leiks. Beitti Karpov honum gegn Kavalek á skákmótinu I Montreal siöast- liðiö vor og vann örugglega!! 17. Dxa7-Hxa7 19, axb3 17. Rxe4-Rxb3 Þeir Adorjan hafa, þegar þetta er skrifað, teflt tvær dauf- legar skákir I Bad Lauterberg, sem báöum hefur lyktað með jafntefli. Hér kemur sú siðari, og eru áhöld um hvor sé leiöin- legri. Hvitt: Andras Adorjan Svart: Robert HUbner Spænskur leikur (Opna afbngö- iö). 1. e4-e5 4. Ba4-Rf6 2. Rf3-Rc6 5. o-o-Rxe4 3. Bb5-a6 (I ftítspor Kortsnojs.) — Og keppendur sömdu uirt' jafntefli. Eftir 19. - dxe4 er staðan i fullkomnu jafnvægi. KLÚÐUR PETROS JANS Tigran Petrosjan missti af upplögðum vinningsfærum I 4. einvigisskákinni I Velden i Aust- urrlki. Eftir að hafa byggt upp betri stöðu smá jók hann yfir burði sina, uns staða Kortsnojs var orðin ákaflega Iskyggileg. En þá kom versti óvinur skák- mannsins til sögunnar, tlma- hrakið. Næstum rakinn vinning- ur fór forgöröum og Kortsnoj slapp fyrir horn. 1 stuttum ein- vlgjum sem þessum getur eitt tækifæri sem forgörðum fer gert gæfumuninn, og i þessu tilviki hlýtur Petrosjan að naga á sér handabökin fyrir glappaskotið, þvi þegar I næstu skák tók Kortsnoj forystuna, og er ekki fyrirsjáanlegt að hann Iáti hana af hendi. En hér kemur skákin: 4. einvlgisskák: Hvltt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Kortsnoj Nimzoindversk vörn 1. d4-Rf6 6. Rge2-d5 2. c4-e6 7. 0-0-dxc4 3. Rc3-Bb4 8. BXC+RC6 4. e3-0-0 9. a3-Bxc3 5. Bd3-c5 10. bxc3-Dc7 (Staðan sem upp er komin er öllu algengari meö hvítan ridd- ara á f31 stað e2. í raun má telja aö Petrosjan hafi sveigt út I hagstæða útgáfu af Samischaf- brigöi Nimzoindversku varnar- innar). 11. Bb2-Hd8 12. Ba2-b6 13. Hel-Bb7 14. Rg3-Hd7 15. De2-Had8 16. Hadl-h6 17. h3-Dc8 18. Bc4-Ra5 19. Bd3-Rc6 20. f3-Db8 21. Df2-e5 (Aögerða var þörf, þvl peöa- miöborö hvits var I þann mund að fara á skrið eftir tilfæringu hvitreita biskupsins.) 22. Rf5 - exd4 24. Rxd+Re5 23, cxd4-cxd4 (24. —Rxd4 vare.t.v. öruggara, en slikt skal engu að siður ekki gert gegn Petrosjan, sem nýtur sin best I einföldum stööum þar sem frumkvæðið er kirfilega I höndum hans.) 25. Bf5-Hd6 27. Bal-a6 26. a4-Rc4 28. Hbl (Hér skilur Petrosjan frá öðrum stórmeisturum. 1 stað þess að leggja strax til atlögu meö 28. e4!, öflugur leikur sem færir honum geysisterkt frumkvæöi, leggur hann alla áherslu á að halda karakter stöðunnar sem mest óbreyttum. Einkenni á stil hans sem m.a. má heimfæra á taflmennskuna I 1. skákinni. Eftir 28. e4! á svartur úr mjög svo vöndu að ráða t.d. 28. — g6 29. e5! eða 28. — Rd7 29. f4 og peðamiöboröiö e'r sannarlega ógnvekjandi.) 28. ..Rd5 30. Bfl-Re7 29. Bd3-Re5 (Hvitur hótaði illyrmislega 31. Rf5.) 31. Hecl (Vitaskuld ekki 31. Rf5?? Rxf3+! og svartur vinnur.) 31. ..Hg6 (Með lúmskri hótun: 32. — Hxd4 ásamt 33. — Rxf3 og 34. — Dh2 mát eftir atvikum.) 32. Khl-Da8 34. Hc2! 33. e4-Rd7 (34, —Rc5er svarað meö 35. a5! o.s.frv.) 34. ..a5<7) (Ljótur leikur sem veikir b5- reitinn. Hitt er svo annaö mál, aö i erfiöum stööum er oft auö- velt aö leika slæmum leikjum. Þvl setjum viö spurningar- merkið I sviga.) 35. Hc7-Db8 36. Hlcl-Hc8 37. Hxc8+-Bxc8 (Nú er tækifærið komið, að upp- skera laun erfiöis sfns. Hvitur leikur og vinnur!) 38. Dh4?? (t sannkölluöu dauðafæri brennir Petrosjan af. Eftir 38. Rf5! stendur svartur frammi fyrir algerlega óleysanlegum vandamálum: A: 38 — Rc6 39. Hxc6! Hxc6 40. Re7+ Og 41. Rxc6 B: 38. — Rxf5 39. exf5 Hd6 (eöa 39. — Hg5 40. g4! og hrókurinn er oröinn innlyksa.) 40. Dg3! og svartur er glataður. Hótunin er bæði 41. Dxg7 mát og 41. Hxc8+, 40. — Rf6 strandar einfaldlega á 41. Bxf6 o.s.frv.. C: 38. — Kf8. Illskást. Hvitur getur nú leikið 39. Rxe7 Kxe7 40. f4 með myljandi sókn. Meira þvingandi er hinsvegar 39. Dd4! t.d. 39. — f6 (hvaö annaö?) 40. Hxc8+! Dxc8 41. Dd6 Dcl (41. — De8 eða 41. — Dd8 strandar á 42. Bb5) 42. Dxe7,+ Kg8 43. Kgl! og hvitur vinnur létt.) 38. ..Hg5 40. Bb5-Rg6 39. Hdl-Rc5 (Hér fór skákin i bið.) 41. Df2-Rf4 42. Rc6-Dc7! (Eini leikurinn. 42. — Db7 strandar á 43. Dd2 og hvitur hef- ur alla þræði I hendi sér. Svart- ur veröur aö hörfa með riddar- ann þvi 43. — Rxg2 strandar á 44. Dd8+ Kh7 45. Re7 og vinn- ur.) 43. Dd2 (43. Be5 lftur vel út m.a. vegna þess að eftir 43. — Hxe5 44. Rxe5 Dxe5 45. Hd8+ vinnur hvitur skiptamun. En svartur getur gert betur, 43. — Red3! og eins og iesendur geta áttað sig á sleppur svartur fyrir horn I öll- um tHvikum.) Viktor Kortsnoj kampakátur, enda með vinnings forskot 43. ..Kh7! 45. Dxf4-He7 44. Be5-Hxe5 — Og hér enn I ótefldri stöðu sömdu keppendur um jafntefli. Hvorugur hefur þóst eiga þau færi, að likleg væru til vinnings. Úrslit þessarar skákar hljóta að hafa orkaö sem kjaftshögg á Petrosjan sem hafði á visinda- legan hátt byggt upp vinnings- stööu, en klúðrað öllu saman i timahraki. Það er spá min að þetta eigi eftir aö reynast ör- lagavaldurinn I einviginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.