Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Það getur varla talist frétt lengur, að Hinrik áttundi fór illa með konurnar sinar. Kvemiamordingirai Hinrik áttundi Hinrik áttundi var mikill at- hafnamaður á 16. öld. Hann stóö fyrir miklum og grimmum strlöum og gerði uppsteyt gegn páfanum,. en frægastur varð hann fyrir kvennamál stn, og ,um þau fjallar einmitt breska biómyndin, sem við fáum aðsjá I sjónvarpinu I kvöld: „Hinrik áttundi og eignkonurnar sex”. Mynd þessi var gerö áriö 1972, og er leikstjóri Waris nokkur Hussein. Aðalhlutverkin leika Keith Mitchell, Frances Cuka, CharlotteRampling og Jane As- her. Ekki veröur sagt aö efniö sé nýtt eða frumlegt, ég á a.m.k. Sjónvarp kl. 21.30 bágt meö að telja á fingrunum allan þann fjölda af myndum um Hinrik áttunda, Katf-inu af Aragon, Anne Boleyn og allt það fólk, sem ég hef séð. Skemmst er að minnast myndar sem sjónvarpið sýndi I vetur um önnu Boleyn. Ætli Bretar lumi ekki á einhverjum öörum kóngi handa okkur, ef við biðjum þá vel? —ih Þjónninn Benson lætur gullkornin falla við matarborðið. Fyndin sápuópera Bandarlski gamanmynda- flokkurinn „Löður” sem hóf göngu sina i sjónvarpinu fyrir þremur vikum hefur einn kost, sem er talsvert óalgengur i framleiðslu sem þessari: hann er fyndinn. Flokkurinn er hæðnisfull stæl- ing á sápuóperunum svonefndu. Lýst er fjölskyldulifi tveggja systra, og er önnur gift rikum manni en hin ekki. Málefni þessara tveggja fjölskyldna eru svo sannarlega flókin. Framhjá- hald, hómósexúalismi, kyn- slóðabil og lauslæti unglinga eru þau vandamál sem auöveldust eru viðureginar. öllu erfiðara er að fást við elliæran afa, sem veit ekki að heimsstyrjöldinni er lokiö, svartan þjón sem fyrir- litur pariö og fer ekki dult meö það, og mafiustarfsemi eins sonarins. Og eins og spurt er I lok hvers þáttar: mun önnur Sjónvarp kl. 20.35 systirin komast að þvi að maö- ur hennar hefur myrtfyrrver- andi eiginmann hennar? Mun sonur hennar komast að raun um það hver myrti föður hans, og mun hann hlýöa fyrirskipun mafiunnar um aö hefna hans? Siðasti þáttur endaöi með ósköpum, eins og við var að búast hjá fólki sem lifir svona flóknu lifi. Vonandi helst fyndn- iná þessu plani áfram. Það eina sem mér finnst leiðinlegt viö þessa þætti er sú árátta að hafa hláturskór að tjaldabaki, til þess að áhorfendur átti sig á að hlæja á réttum stöðum. Það er algjör óþarfi. —ih Þjóðlíi á sunnudegi Annað kvöld kemur Sigriín Stefánsdóttir á skjáinn með þjóölifiö sitt. Hún ætlar aðheimsækja Jón Sólness á Akureyri og ræða við hann, væntanlega þó ekki um simamál. Svo bregöur Sigrún sér upp að Reynivöllum, Kjós,og ræðir þar við dr. Gunnar Krist- jánsson sóknarprest, sem ætlar að sýna henni eitt og annað merkilegtikirkjunni sinni. Loks heimsækir Sigrún Aðalbjörgu Jónsdóttur prjónakonu, sem hefur slegiöigegn með prjóna- kjólum að undanförnu. Þetta gefur Sigrúnu tækifæri til að sýna þaö nýjasta i ullarfram- leiðslu hér á alndi. Til bragöbætis mun svo Karlakór Reykjavikur syngja nokkur lög. __ih Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Atvinna handa öldruðum Ég vil gjarnan benda lesend- um Þjóðviljans á það misrétti sem viðgengst I sambandi við atvinnu handa fólki sem komið er á eftirlaunaaldur. Margar eru þær vinnufúsu hendur sem unnið hafa stritvinnu allt sitt lif og hafa ekkert fyrir stafni I ell- inni, og Ieiðist það óumræöin- lega að hafa enga vinnu við hæfi að una sér við. Áróður í sjónvarps- kynningu t tilefni af iesendabréfi sem birtist hér á siðunni fyrir skömmu um sögufölsun I kynn- ingu sjónvarpsins á þættinum um Alexöndru Kollontaj, hafði umsjónarmaöur siðunnar sam- band við Ólaf R. Einarsson, fyrrverandi formann Ctvarps- ráðs og spurði hvort gagnrýni á þessa kynningu hefði verið komið á framfæri við útvarps- ráð. Ólafur sagði, að hann hefði sjálfur gagnrýnt harðlega þessa sögufölsun á fundi útvarpsráðs s.l. þriöjudag. Hann hefði bent yfirmönnum sjónvarpsins á það að sér vitanlega heföi Stalin ekki myndað ríkisstjórn fyrr en 1940, og Kollontaj hefði aldrei verið ráðherra i stjórn hans: — Þaö varð fátt um svör, — sagði Olafur, — en menn þóttust hafa flett þessu upp i einhverju uppsláttarriti. Það rit hefur ekki verið upp á marga fiska. ólafur sagðist hafa farið fram á þaö I upphafi ársins 1979, að þessi þáttur um Kollontaj yröi pantaöur. Þaö hefði þvi tekið rúmt ár að koma þvi I fram- kvæmd. Þátturinn hefði vakið mikla athygli i Sviþjóö, og m.a. hefði sendiherra Sovétrikjanna mótmælt sýningu hans. Finnar hefðu hætt við aö sýna hann. — A fundinum á þriðjudaginn gagnrýndi ég lika kynningu á siðasta þætti fræðslumynda- flokksins um örtölvubylting- una, — sagði Ólafur, — þar sem sagt var aö svo kynni aö fara að „sósiölsk hagkerfi” stæöust ekki storma framvindunnar. Ég vildi fá að vita hvort þetta væri fullyrðing Sjónvarpsins, eöa hvort þetta kæmi fram i þættin- um. Ég gat ekki séð að það kæmi fram þar. Mér finnst full ástæða til að mótmæla áróðurskenndum textum 1 dagskrárkynningu sjónvarpsins, — sagöi Ólafur að lokum. —ih frá Svo eru aftur aðrir sem kannski hafa veriö á rikisjöt- unni alla sina starfstið og geta I krafti aðstöðu sinnar eða vegna kunningsskapar komist I góðar stöður sem endast þeim fram á grafarbakkann. Úr þeim hópi má sjá marga þingveröi, hús- veröi I skólum og stofnunum. Ekki er ég aö amast við að þess- ir menn hafi vinnu, en ég vil benda á að þeir eru svo miklu fleiri sem fá pokann sinn frá at- vinnurekendanum við 67 ára aldur og fá upp frá þvi ekkert að gera, og una þvi illa. Ég held að samfélagið verði að taka þetta fyrir sem vanda- mál og tryggja að minnsta kosti aö almennt verkafólk hafi jafna aðstöðu til þess aö komast i stöður I ellinni eins og þeir sem betri aðstöðu hafa haft i lifinu. Þá er og nauösynlegt að búa til fleiri atvinnutækifæri sem hæfa fólki á eftirlaunaaldri. Aö lokum vil ég benda á þaö að ég sem sjómaður rek augun i margt þegar maður er i frii i landi. Til dæmis finnst mér þaö óhæfa þegar maður sér ein- kennisbúna menn vera að snatta á rfkisbifreiöum i fisk- búðum og bankastofnunum fyr- ir heimili sin eða yfirboðara sinna. Þeir sem fara meö eignir okkar borgaranna eins og sinar einkaeignir eru ekki þess veröir aö við stöndum undir forréttind- um þeirra með sköttum okkar. Kristinn Asmundsson, sjómaður, Fellsmúla 13. Hvad fær Kristján í kaup? Sjómaður hringdi: — Kristján Ragnarsson talar mikið um há laun sjómanna á Isafirði, i sambandi viö verk- falliö þar. Mig langar til að það komi einhversstaöar fram hvaö Kristján þessi hefur sjálfur i laun. Ég man ekki til þess að hann hafi gefið neinar upp- lýsingar um það opinberlega. Brák, bogi úr horni til að elta skinn. Þ jóðminjasafnið. — Ljósm.: gel.. — Gamlir Hver er réttur leigjenda? Kona, sem býr viö Hverfis- götu, hringdi til okkar og sagði sinar farir ekki sléttar. Hún hefur ásamt syni sinum leigt ibúð á efri hæð I tvibýlishúsi um nokkurt skeið. Fyrir fjórum mánuðum tók iþróttafélag eitt hér I bæ neðri hæðina á leigu fyrir útlendan fþróttamann sem hér dvelst á vegum félagsins. — Siöan hef ég ekki getað sofið nema 2-3 tima á nóttunni, vegna hávaða. Sama er að segja um son minn, sem er I skóla, og kemur þetta sér auövitað baga- lega fyrir hann, I sambandi við námið. Hávaðinn er oftast mikill mestallan sólarhringinn, en upp úr miðnætti verður hann fyrst hrikalegur. Þá kemur iþróttamaöurinn heim af skemmtistööunum með heilt lið með sér og siðan er öskraö og veinaö og spiluð músik til morg- uns. Svona er þetta flesta daga. Húsið nötrar og skelfur, enda eru i þvi timburgólf. Ég hef talaö við forráðamenn iþrótta- félagsins um þetta, en þeir hafa ekkert viljaö gera i málinu. Ég hef lika hringt nokkrum sinnum i lögregluna. Þeir hafa komið, en segjast ekkert mega gera. Lögfræðingar hafa sagt mér, að þegar skriflegar kærur hafa borist lögreglunni oftar en einu sinni útaf sama máli verði lög- reglan að gera eitthvað i þvi, en það hefur hún ekki gert 1 þessu tilfelli. Ég hef látiö þýða húsaleigu- reglurnar á ensku og afhent þær Iþróttamanninum, en hann tekur ekkert mark á þeim. Ég er vægast sagt oröin mjög þreytt á þessu öllu saman, og finnst vera traökaö á mér. En ég veit satt að segja ekki hvert ég á aö snúa mér næst, úr þvl allir aöilar málsins vilja ekkert gera tilaöbætaúrþessu. Mér er þvi spurn: hver er eiginlega réttur hins almenna borgara I slikum málum? lesendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.